Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég efast um að við hér séum þau
einu sem rýna ekki í hverja einustu
línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna
og flóknum símareikningi sem kem-
ur mánaðarlega.
Ég efast um að
við séum eina fyr-
irtækið eða fjöl-
skyldan sem
rukkað er um
þjónustu sem
ekki er veitt,“
segir Kristján
Zophoníasson,
framkvæmda-
stjóri Inter Med-
ica ehf. Hæsti-
réttur hefur dæmt Símann til að
endurgreiða fyrirtækinu gjald fyrir
þjónustu sem það greiddi í mörg ár
en var ekki innt af hendi.
Reikningar komu áfram
„Ég fór ekki í þetta mál til að fá
peningana til baka. Ég vissi frá upp-
hafi að þótt ég myndi vinna málið
myndi kostnaðurinn verða meiri en
endurgreiðslukrafan. Var jafnvel
tilbúinn til að tapa málinu,“ segir
Kristján. Áætla má að kostnaður
beggja málsaðila fyrir héraðsdómi
og Hæstarétti sé samtals 5-6 millj-
ónir króna en krafan hljóðaði upp á
um 950 þúsund krónur. Þá er ótalinn
kostnaður dómstólanna við mála-
reksturinn en hann er greiddur af
ríkinu.
Málið snýst um það að Síminn sá
um hýsingu á tölvupósti fyrir Inter
Medica ehf., auk annarrar þjónustu.
Á árinu 2009 hóf fyrirtækið sjálft að
hýsa tölvupóstinn og sagði þjónust-
unni upp á árinu 2011 en gjald fyrir
hýsinguna var áfram á símareikn-
ingum allt til þess að Inter Medica
náði að stoppa það af á árinu 2016.
Kristján segir að þegar málið upp-
götvaðist og óskað var eftir endur-
greiðslu hafi Síminn boðist til að
endurgreiða sex mánuði. Því hafi
verið borið við að það væri stefna
fyrirtækisins að endurgreiða ekki
meira. Þá var Síminn búinn að inn-
heimta mánaðarlega í sex eða sjö ár
fyrir þjónustu sem ekki var innt af
hendi.
Kristján sætti sig ekki við þetta og
höfðaði mál sem miðaðist við endur-
greiðslu á fjögurra ára ofteknum
þjónustugjöldum. Síminn var sýkn-
aður í héraðsdómi á þeim forsendum
að Inter Medica hefði sýnt af sér
verulegt tómlæti við að fylgja því eft-
ir að innheimtunni yrði hætt á árinu
2011 og hafa uppi kröfu um endur-
greiðslu.
Inter Medica skaut málinu til
Hæstaréttar sem sneri dómnum við.
Þar var vísað til þess að báðir aðilar
hefðu sýnt af sér verulegt hirðuleysi
í viðskiptum sínum sem hefði leitt til
þess að Síminn hefði fengið með
órættmætum hætti mánaðarlegar
greiðslur. Var ekki talið að Síminn
hefði mátt hafa réttmæta ástæðu til
að ætla að hann hefði getað haldið
umræddum greiðslum og að endur-
greiðsla þeirra væri ekki sérlega
bagaleg fyrir hann. Síminn ætti því
frekar að axla afleiðingar af gagn-
kvæmu hirðuleysi fyrirtækjanna en
Inter Medica.
Síminn var dæmdur til að greiða
Inter Medica tæplega 950 þúsund
krónur auk dráttarvaxta frá því mál-
ið var höfðað. Hins vegar voru báðir
aðilar látnir bera sinn hluta máls-
kostnaðar.
Þreyta minni fyrirtækin
Kristján setur málið í það sam-
hengi í samtali við Morgunblaðið að
mörg dæmi séu um að stórfyrirtæki
og jafnvel ríkið komist upp með það
að þreyta lítil og meðalstór fyrirtæki
fyrir dómstólum.
Fyrirtæki hans á mest í viðskipum
erlendis en hann segist ekki hafa
kynnst slíkum vinnubrögðum þar.
Mistök geti alltaf orðið og fyrirtækin
gangist við þeim og reyni að leysa
málin utan dómstóla.
Kristján telur að gott aðgengi að
dómstólum hér á landi sé skýringin.
„Auðvitað veit Síminn að hann er að
rukka okkur í vondri trú og ber að
borga til baka. Hann treystir því
hinsvegar að lítil fyrirtæki leggi ekki
í þann kostnað sem fylgir því að
sækja endurgreiðsluna fyrir dóm-
stólum,“ segir Kristján.
Kostar 5 milljónir að skera úr
ágreiningi um 950 þúsund
Síminn dæmdur til að endurgreiða fyrirtæki fyrir þjónustu sem ekki var veitt
Morgunblaðið/Jim Smart
Heilbrigði Inter Medica vinnur að því að gera fólki með marga algengustu
sjúkdóma samtímans kleift að ná betri heilsu og meiri lífsgæðum.
Kristján
Zophoníasson
Strandveiðar verða heimilar í tólf
daga í hverjum mánuði í sumar nái
frumvarp til bráðabirgða til eins árs
um breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða fram að ganga. Það er at-
vinnuveganefnd Alþingis sem leggur
frumvarpið fram.
Fiskistofa getur stöðvað strand-
veiðar þegar sýnt er að heildarafli
báta fari umfram það magn, sem
ráðstafað er til strandveiða. Áður
var kerfið þannig að þegar tilteknum
afla var náð á hverju veiðisvæðanna
fjögurra voru veiðar stöðvaðar á
svæðinu í þeim mánuði. Veiðidagar
hafa því verið mjög mismargir innan
svæða yfir sumarið, eða frá sex dög-
um upp í um 20. Frá árinu 2011 hef-
ur þorskafli í strandveiðum ekki
fylgt aukningu heildarafla og vantar
7.968 tonn þar upp á.
„Markmið frumvarpsins er að
bæta umhverfi strandveiða og
hverfa frá innbyggðum þætti þess
sem skapar aukna áhættu til veiða.
Horfið verði frá því að loka svæðum í
hverjum mánuði þegar ætluðu veiði-
magni er náð. Uppsafnaðri spennu
eins og myndast í hverjum mánuði
verði eytt,“ segir í greinargerð.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Alfons
Strandveiðar Rýmri reglur.
Veiðar í
tólf daga
Dregur úr áhættu og
spennu á strandveiðum
HÓTEL
19 tveggja til þriggja manna herbergi,
stór veitingasalur/veislusalur,
veitingasala, setustofa, bar, sjoppa,
verslun, salernisaðstaða fyrir ferðafólk,
fullbúið eldhús með öllum búnaði.
6 SMÁHÝSI
6 fullbúin 20 m2. smáhýsi.
ÞJÓNUSTUSKÁLI OG
TJALDSVÆÐI
Salernis-,eldunar og sturtuaðstaða.
Góð aðstaða fyrir tjaldgesti, hjólhýsi
og húsbýla. Heitt og kalt vatn.
Rafmagnsinnstungur á tjaldstæði.
Leiktæki fyrir börn.
VEIÐI-BÁTALEIGA
Berufjarðarvatn sem er ca. 15 hektarar
er inn á landareigninni. Góð veiði í
vatninu og aðstaða fyrir báta. Sala á
veiðileyfum og bátaleiga á staðnum.
STÓR JÖRÐ
Landareignin er samtals 58,5 hektarar,
þar af er Berufjarðarvatn 15. hektarar.
Mikið og fjölbreytt fuglalíf er við vatnið.
Jörðin er mjög falleg og gróðursæl með
miklu landslagi.
Margar fallegar gönguleiðir.
FERÐAÞJÓNUSTA
Stöðugur vöxtur í fjölgun ferðamanna á
Íslandi og á svæðinu.
Mikil eftirspurn varðandi bókanir 2018.
Mikil og stöðugt vaxandi umferð um
svæðið.
BJARKALUNDUR
Til sölu Hótel Bjarkalundur og tilheyrandi eignir ásamt 58,5 hektara jörð á einum
fallegasta stað landsins, margar náttúruperlur eru í nánasta umhverfi.
Fasteignir á landareigninni eru alls 9 talsins, samtals 1.015 fm. og skiptast í hótel,
þjónustumiðstöð, 6 smáhýsi og starfsmannahús.
Samtals gistirými er fyrir yfir 50 manns og miklir stækkunarmöguleikar.
Hótelið býður uppá fjölbreytta möguleika. Stórt bílaplan er við hótelið til að taka á móti
stórum rútum. Hótel Bjarkalundur stendur við þjóðveginn aðeins 200 km. frá Reykjavík.
N1 rekur bensínstöð á staðnum. Reykhólahreppur hefur samþykkt nýja
veglínu um Teigskóg sem stór eykur umferð í nánustu framtíð.
Hér er um að ræða einstakan og verðmætan möguleika fyrir réttan aðila.
Nánari upplýsingar Karl Jónsson hdl. Sími 896 2822.
TIL SÖLUHÓTEL BJARKALUNDUR
- í fögru og stórbrotnu umhverfi á sunnanverðum Vestfjörðum,
í alfaraleið við þjóðveginn Verð: kr. 148 millj.