Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Þetta er allt að koma hjá Degi ogfélögum. Það þarf ekki nema
nokkur hundruð glærusýningar í
viðbót og þá verður búið að leysa
húsnæðisvand-
ann í borginni.
Leikskólavand-
ann á að leysa
með sama hætti
og var atlaga
gerð að því í vik-
unni.
Borgarstjórnarmeirihlutinn hefuráttað sig á að nú styttist í kosn-
ingar og ekki seinna vænna að kynna
aðgerðaáætlun í leikskólamálum.
Áætlunin felur í sér að fjölga leik-skólaplássum um 750 til 800 á
næstu sex árum.
Þetta er mjög heppileg tímalengdáætlunar fyrir meirihlutann, því
að haldi hann völdum getur hann aft-
ur í lok næsta kjörtímabils haldið
glæruskyggnifund um að allt sé að
fara að gerast í leikskólamálum og
að engin loforð hafi verið svikin þó
að ekkert hafi þá enn verið gert.
Samfylkingin hefur til dæmis látiðallt þetta kjörtímabil líða án
þess að standa við það sem flokk-
urinn hefur sagt í leikskólamálum
um að taka börn inn við 18 mánaða
aldur.
En nú er búið að rétta af þennanloforðahalla með glærusýningu
um að heilmikið verði gert á næstu
sex árum.
Er nokkuð hægt að biðja ummeira?
Loforðið hlýtur að vera fullefnt –og vel það – með framhalds-
loforði um aðgerðir eftir hálft annað
kjörtímabil.
Dagur B. Eggertsson
Afréttari
loforðahallans
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 skúrir
Bolungarvík -2 snjókoma
Akureyri 2 skýjað
Nuuk -10 skýjað
Þórshöfn 5 rigning
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 2 alskýjað
Stokkhólmur 4 heiðskírt
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 4 alskýjað
Brussel 6 rigning
Dublin 9 skýjað
Glasgow 8 alskýjað
London 10 skýjað
París 6 þoka
Amsterdam 6 alskýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 3 skýjað
Vín 6 skýjað
Moskva 0 léttskýjað
Algarve 15 skýjað
Madríd 9 rigning
Barcelona 14 heiðskírt
Mallorca 16 heiðskírt
Róm 9 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 0 skýjað
Montreal 0 alskýjað
New York 5 heiðskírt
Chicago 3 heiðskírt
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:14 19:55
ÍSAFJÖRÐUR 7:17 20:02
SIGLUFJÖRÐUR 7:00 19:45
DJÚPIVOGUR 6:43 19:25
Borgarráð hefur
samþykkt tillögu
borgarstjóra
þess efnis að gert
verði ráð fyrir
sundlaug við
gerð deiliskipu-
lags í Fossvogs-
dal.
Sundlaugin
verði staðsett um miðbik dalsins og
er það í samræmi við niðurstöður
sameiginlegs starfshóps Reykjavík-
urborgar og Kópavogsbæjar. Þá
skal efna til hönnunarsamkeppni
um sundlaugina sem Reykjavíkur-
borg og Kópavogsbær skuli standa
saman að.
Niðurstaða starfshópsins var sú
að best væri að staðsetja sundlaug-
ina í miðjum dalnum. Hún gæti
nýst sem hverfissundlaug fyrir
Fossvogsbúa beggja vegna dalsins
og sá möguleiki verði að tengja
hana við skólabyggingar Fossvogs-
eða Snælandsskóla með tilliti til
skólasunds. Starfshópurinn leggur
til að þetta verði „græn“ sundlaug
þar sem gert er ráð fyrir að gestir
hennar komi gangandi og hjólandi.
Aðkoma bíla verði einungis til að
uppfylla kröfur vegna fatlaðra
sundlaugargesta og vegna aðfanga.
sisi@mbl.is
Sundlaug í
miðju Foss-
vogsdalsins
Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlands-
veg er tilbúið og á síðasta fundi borg-
arráðs var samþykkt að auglýsa það.
Nýtt deiliskipulag er forsenda þess
að hægt verði að breikka veginn, eins
og hávær krafa hefur verið um.
Deiliskipulagssvæðið nær yfir nú-
verandi vegstæði Vesturlandsvegar á
14 kílómetra kafla, frá sveitarfélags-
mörkum Reykjavíkur og Mosfells-
bæjar að gatnamótunum við Hval-
fjarðarveg. Skipulagsmörkin elta
veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar,
hliðarvegi og göngu- og reiðleiðir
meðfram þeim. Á þessum kafla eru
nú um 40 vegamót, tengingar, þver-
anir o.fl. Ein akrein er í hvora akst-
ursstefnu á veginum og enginn að-
skilnaður á milli akstursstefna .
Eftir breikkun verður Vestur-
landsvegur 2+1 vegur en 2+2 vegur
síðar. Til að byrja með verður kaflinn
frá Esjubergi að Hvalfjarðarvegi
breikkaður, en hann er um 9 kíló-
metrar. Kostnaður við breikkun þess
kafla er áætlaður 3.000-3.500 millj-
ónir króna. Fram hefur komið að
framkvæmdatími geti orðið 3-4 ár og
verkinu yrði líklega skipt í tvennt. Ný
samgönguáætlun er í vinnslu og þeg-
ar hún verður lögð fyrir Alþingi skýr-
ist hvort fjárveiting fæst til verksins.
Breikkun Vesturlandsvegar gæti haf-
ist í haust og af fullum krafti vorið
2019, að því er Vegagerðin hefur upp-
lýst. sisi@mbl.is
Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið
Verður auglýst á næstunni Framkvæmdatími við breikkun líklega 3-4 ár
Morgunblaðið/Ómar
Vesturlandsvegur Umferðin er mik-
il alla daga og hefur aukist ár frá ári.