Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 35
Þú ert ástæða þess að ég bý
hér á Borgarfirði.
Lífið á ekki eftir að verða
eins án þín, en við munum svo
sannarlega sjá til þess að minn-
ing þín lifi.
Hvíldu í friði, elsku vinur
Þín Skúlína 2014,
Elísabet D. Sveinsdóttir.
Skúli Sveins var engum lík-
ur. Mikið náttúrubarn, lífs-
kúnstner, orginal og einn
snjallasti bridsspilari á Austur-
landi. Skúli var þekktur fyrir
kostuleg tilsvör. Kæmi t.d.
ókunnur maður í plássið spurði
hann gjarnan: „Hvaða trefill er
þetta?“ Og ósjaldan var „látið í
minni pokann“ í kaupfélaginu!
Hann gerði út bát um nokkurt
skeið, var stýrimaður til sjós í
fjölmörg ár, trússaði farangur
ferðamanna um Borgarfjörð og
Víknaslóðir og var leiðsögu-
maður á hreindýraveiðum.
Áhugamaður um fugla, jurtir
og síðast en ekki síst afkasta-
mikill minkabani, þannig að
andfuglum hefur stórfjölgað í
fjörum Borgarfjarðar á liðnum
árum.
Þegar Skúli nam við Stýri-
mannaskólann elti hann oft
grátt silfur við skólastjórann,
Guðjón Ármann Eyjólfsson.
Einu sinni sem oftar, í frímín-
útum á skólaganginum innan
um fullt af nemendum, kallar
rektor yfir hópinn: Skúli! Girtu
þig, þarna! Og margendurtók
þetta. „Ég var orðinn leiður á
þessu bölvaða þrasi, horfi
stundarkorn á karlinn og svara
síðan: Ja, þér veitti nú ekki af
að greiða þér ef út í það er far-
ið.“ En Guðjón var bersköll-
óttur eins og menn vita. Eftir
þetta steinhætti hann öllum að-
finnslum í garð Skúla Sveins-
sonar.
Eitt sinn var Skúli tvírukk-
aður um skólagjöld. Og Guðjón
alltaf að rukka hann. „Ég er
náttúrlega þrjóskur eins og ég
á kyn til og vildi ekki borga
þetta aftur.“ Sársvekktur á
þessu tuði fór hann í bankann
og skipti allri upphæðinni, tvö-
þúsundkalli, í krónur og fimm-
tíuaura.
„Ég fór inn á skrifstofu
skólastjóra og skellti pokanum
með smáaurunum á borðið.
Karlinn var svolítið kindarlegur
þegar hann tók við þessu en
sagði seinna að hann hefði nú
ekki talið þetta sjálfur.“
Skúli var gríðarlegur aðdá-
andi Liverpool. Oft og tíðum
sátu menn á Hótel Borg hjá
Skúla, horfðu á enska boltann
og kneyfuðu öllara af miklum
móð. Einn fastakúnninn, blóð-
nískur náungi, var alltaf að
kvarta yfir háum prís á bjórn-
um vertinum til ama. Skúli leit-
aði því til Kalla bróður og
spurði: „Hvað heitir hann aftur
níski karlinn í Spaugstofunni –
þessi með svarta hattinn – allt-
af nöldrandi yfir verðlaginu?
Þú meinar Silli? Já, Silli. Það
er gott nafn á þennan náunga.“
Æ síðan gengur téður nirfill
undir nafninu Silli á Borgar-
firði.
Ljúft var að heimsækja
Skúla á Borgina og þiggja mat
og drykk en hann var lista-
kokkur og sérfræðingur í sölt-
uðu hrossaketi (sem var að
sjálfsögðu rennt niður með
kaplamjólk). Þegar gesti bar að
garði bauð gestgjafi upp á
heimatilbúinn glæran vökva
sem var þakksamlega þeginn
enda undirritaðir blessunarlega
lausir við alla vínfælni!
Síðustu árin rak Skúli veit-
ingastaðinn „Já, sæll“ í Fjarð-
arborg ásamt nokkrum félögum
sínum. Þeir hafa fundið upp á
ýmsum skemmtilegum nýjung-
um og halda m.a. jól, þorrablót
og áramótagleði á sumrin. „Það
eru ekki alltaf jólin,“ sagði
Skúli reyndar í myndbandi um
sumarjólin.
Við kveðjum gæðadrenginn
Skúla, vin okkar, með söknuði
og vitum að hann stýrir fleyi
sínu farsællega „inn á Sæluvog-
inn“.
„Og fegurðin mun ríkja ein.“
(HKL – Heimsljós)
Gunnar Finnsson og
Pétur Örn Hjaltason.
Í okkar litla samfélag á
Borgarfirði eystra hefur verið
höggvið stórt skarð með fráfalli
okkar kæra vinar Skúla Sveins-
sonar. Undanfarin níu sumur
höfum við félagarnir ásamt
Skúla rekið veitingasölu og
staðið fyrir uppákomum í fé-
lagsheimilinu Fjarðarborg. Það
er okkur ómögulegt að sjá að
þetta hefði gengið upp án
Skúla. Eins og hann sagði okk-
ur og sýndi margoft var hann
okkar langlagnasti maður á
ýmsum sviðum. En þar fyrir
utan var hann líka stórkostlega
skemmtilegur persónuleiki sem
lífgaði heldur betur upp á til-
veruna. Hann hafði einstakt lag
á að koma auga á hið spaugi-
lega í fari okkar hinna og gerði
óspart grín að því. Maður gat
alltaf séð á Skúla þegar honum
var skemmt því hann átti erfitt
með að halda aftur af glottinu
og í kjölfarið fylgdi oftast smit-
andi hlátur. Þegar okkur datt
til hugar að standa fyrir ein-
hverri skrítinni uppákomu á
borð við Bollywood-hátíð eða
þorrablóti um mitt sumar þá
datt honum aldrei til hugar að
hafa vit fyrir okkur. Þvert á
móti tók hann þátt af fullum
krafti í vitleysunni. Á einni
slíkri samkomu kom hann okk-
ur alveg í opna skjöldu með því
að fara með uppistand á sviðinu
þar sem hann hélt bæði okkur
og gestum í samfelldum hlát-
urkrampa meðan hann gerði
óspart grín að mönnum og mál-
efnum.
Skúli var einkar árrisull á
okkar mælikvarða og yfir sum-
artímann var hann oftar en
ekki kominn í Fjarðarborg fyr-
ir allar aldir til að þrífa eða
dytta að einhverju áður en
hann fór í trússferð suður á
Víkur eða með hreindýraskytt-
ur til veiða. Við störf sín hafði
hann það sem algjöra reglu að
herma stanslaust eftir Borg-
firðingum og skipti þá engu
hvort hann var einn eða með
fleirum. Við hinir höfum reynt
að tileinka okkur þennan sið og
við munum að halda því áfram
til minningar um okkar kæra
vin. Við erum þakklátir fyrir
allar þær fjölmörgu gleðistund-
ir sem við áttum með Skúla og
minningarnar munu lifa með
okkur. Ekki síst þær sem við
sköpuðum þegar við fórum
saman í febrúar 2016 á leik
með Liverpool, uppáhaldsliði
Skúla. Sú ferð er okkur nú
ómetanleg enda vel heppnuð.
Þó hefðum við eftir á að hyggja
vissulega átt að klára landa-
pelann þarna úti sem Skúli var
tekinn með í tollinum á leiðinni
heim. Skúli var mikið náttúru-
barn og þekkti Borgarfjörð og
Víkur betur en flestir. Hann
var þrautreyndur veiðimaður
og einstaklega fróður um fugla-
og dýralíf á svæðinu. Þennan
viskubrunn gátum við alltaf
sótt í þegar á þurfti að halda.
Skúli reyndist okkur afskap-
lega traustur og góður vinur og
samstarfsfélagi og við eigum
eftir að sakna hans sárt. Það er
því miður erfitt að sjá fyrir sér
að einhverjir taki upp þráðinn í
öllu því fjölmarga sem hann
sinnti ætíð af mikilli alúð og
trúmennsku. Fjölskyldu Skúla
og öllum hans fjölmörgu vinum
vottum við okkar innilegustu
samúð.
Takk fyrir vináttuna, sam-
starfið og allt sem þú kenndir
og gafst okkur kæri vinur.
Ásgrímur Ingi Arngríms-
son, Hafþór Snjólfur
Helgason, Helgi Hlynur
Ásgrímsson, Kristján Geir
Þorsteinsson og Óttar Már
Kárason.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
✝ Erik ÁsbjörnCarlsen fædd-
ist í Danmörku 22.
nóvember 1935.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 10.
febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru Carl Anton
Carlsen, f. 20. jan-
úar 1908, d. 21.
desember 1973, og
Svava Schiöth Lárusdóttir, f. 4.
október 1910, d. 21. september
1991.
Systkini hans eru: Otto Helgi
Carlsen, f. 5. júlí 1932, d. 25.
júlí 2010, Svavar Martin, f. 10.
apríl 1938, Kolbrún Anna, f. 21.
ágúst 1941, d. 3. maí 2002,
Sonja Marie, f. 2.
september 1946,
Helga, f. 9. júní
1951, og Ólafur, f.
2. júlí 1953.
Fyrri eiginkona
Eriks var Erla Sig-
urgeirsdóttir (lát-
in), þeirra börn eru
Eiríkur og Rögn-
valdur, þau skildu.
Með Ingu Guð-
brandsdóttur (lát-
in) eignaðist hann Berglindi.
Eftirlifandi eiginkona er Lilja
Hjartardóttir, f. 17. júní 1934
frá Bjarnafirði á Ströndum.
Þeirra börn eru Sif og Gunnar.
Barnabörnin eru 13 og langafa-
börnin 16.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Foreldrar Eriks, Carl Ottó og
Svava Schiöth, bjuggu í Dan-
mörku á þeim tíma er seinni
heimsstyrjöldin er að bresta á.
Þau fluttu til Íslands og settust
að í Reykjavík, þar sem Erik elst
upp. Bræðurnir Ottó, Erik og
Svavar voru nánir og litla systir
Sonja var þeim kær. Eftir barna-
skóla fór Erik að vinna við ýmis
verkamannastörf.
Á unga aldri vaknaði áhugi
hans á íþróttum og vaxtarrækt.
Hann æfði kraftlyftingar í
tækjasal Ármanns með Guð-
mundi Sigurðssyni og Óskari
Sigurpálssyni. Áhugamálin voru
mörg: Akstursíþróttir, jeppar,
mótorhjól, ferðalög, hreyfing,
sund, gönguferðir með heimilis-
hundinn Dúddý.
Erik og Lilja hófu búskap í
Malmö í Svíþjóð. Ferðalög um
Evrópu á bláu Lödunni, með
hjólhýsið og börnin Gunnar og
Siv, eru ógleymanleg. Þau flytja
til Íslands, árið 1980 og setjast
að á Akureyri. Heimilið var fal-
legt og gott að sækja þau heim.
Lilja sinnti sínu áhugamáli garð-
yrkju og Eiki sínu; jeppar, mót-
or- og rallycross mót.
Árið 1988 flytja þau í Garða-
bæ, börnin voru flutt að heiman
og nú gafst meiri tími til að
ferðast og lifa drauminn. Ótelj-
andi fjallaferðir, um hálendi Ís-
lands með góðum vinum, Tóta og
Unni eru ógleymanlegar.
Á efri árum breyttist taktur-
inn hjá þeim hjónum, ferðalög-
um fækkaði um hálendið en í
stað þess bættist við nýtt áhuga-
mál; skógrækt í landi Gunnars-
holts þar sem þau gróðursettu
óteljandi plöntur. Þaðan lá leiðin
í Kerhraun í Grímsnesi, þar
byggðu þau yndislegan sum-
arbústað, gróðursettu tré og
runna. Lóðin þeirra ein sú falleg-
asta á svæðinu. Árin í Grímsnesi
eru orðin tæplega 20. Þau elsk-
uðu að vera fyrir austan, grilla,
dunda sér við garðyrkju og smíð-
ar.
Við munum sakna heimsókna
Eika í bústaðinn okkar í Gríms-
nesi, létt spjall um æfingapró-
gramm dagsins. Boðið var upp á
súkkulaði og ískalda kók sem
hann þáði frekar en kaffi. Hann
var aldrei sáttur við að geta ekki
gengið hratt upp bratta brekk-
una án þess að pústa síðustu
mánuðina, heilsan var að gefa
sig.
Komið er að leiðarlokum, góð-
ur vinur og félagi hefur kvatt, við
þökkum samfylgdina og allar
góðar stundir. Sendum eftirlif-
andi eiginkonu, mömmu, ömmu
og langömmu okkar innilegustu
samúðarkveðju.
Fyrir hönd fjölskyldunnar í
Faxatúni 2,
Helena Leifs.
Erik, eða Eika eins og ég kall-
aði hann alltaf, hitti ég fyrst á
fundi hjá Mótorhjólaklúbbi
RVK. Þetta var vorið 1972 og ég
tvítugur en hann að nálgast fer-
tugt og fannst manni með ólík-
indum að svona gamall karl gæti
keyrt torfærumótorhjól upp til
fjalla. Eftir þetta fórum við ótal
margar ferðir saman, og þá sá ég
að við yngri strákarnir áttum
ekki roð í karlinn.
Eitt skipti er ég kom til hans á
Laugaveginn var hann að pússa
og sjæna SL350 Honduna sína
og var að fara að selja hana, því
hann hafði fengið bréf frá konu í
Svíþjóð og var að flytja þangað –
í hvelli. Eika hitti ég svo ekki
fyrr en nokkrum árum seinna, er
ég var að fara í sumarfrí með
Smyrli til Bergen. Þá var Eiki í
Smyrli með fjölskyldunni og
buðu þau mér að koma með sér
til Malmö. Þetta varð til þess að
ég flutti til Malmö ári síðar og
var ég þar í fjögur ár, og alltaf í
góðu sambandi við Eika og Lilju.
Árið 1980 fluttum við báðir
heim, og fljótlega fórum við að
keppa í rallycross, hvor á sínum
bílnum og háðum margar
skemmtilegar keppnir.
Nokkrum árum síðar fórum
við báðir yfir í fjallajeppadell-
una. Það var með ólíkindum hvað
Eiki gat breytt Lada Sport mikið
og fengið Löduna til að virka vel.
Mér er mjög minnisstætt er vél-
in í Lödunni hjá Eika bilaði inni á
hálendinu um miðjan vetur. Eiki
var fljótur að sjá að það þurfti
varahluti til að geta lagað mót-
orinn. Ladan var skilin eftir og
farið helgina á eftir að freista
þess að gera við. Það skall á með
norðan stórhríð er við komum á
staðinn. Hafist var handa við að
moka frá bílnum. Eiki réðst síð-
an í að skrúfa mótorinn í sundur,
en við hinir reyndum að búa til
skjól. Frostið var um 20 gráður
og mjög hvasst og vindkælingin
rosaleg. Eiki vann berhentur við
að skrúfa mótorinn sundur og
saman í 3-4 klukkustundir og í
gang fór hann.
Nokkrum árum síðar fengum
við okkur mótocross /enduró
mótorhjól. Við fórum oft saman í
slóða-akstur í nágrenni bæjar-
ins.
Við kepptum svo saman í tví-
menningi á Kirkjubæjarklaustri,
þar sem voru 300-400 keppend-
ur, og var Eiki langelsti kepp-
andinn, kominn vel á áttræðis-
aldurinn.
Síðan fór Eiki yfir í fjórhjólin,
en ég lét tvö hjól duga. Saman
fórum við horn í horn með Slóða-
vinum frá Reykjanesvita og
norður á Langanes, fram og til
baka og að sjálfsögðu yfir há-
lendið. Eiki fékk sér svo götuhjól
og fór vítt og breitt á því, bæði
innanlands og utan.
Nú fyrir nokkrum mánuðum
fékk hann sér böggy-bíl og var
búinn að fara nokkrar ferðir á
honum og hafði gaman af.
Eika minnist ég helst fyrir
ótrúlegan dugnað og kraft. Hann
var oft að ferðast með 15-40 ár-
um yngri mönnum á torfæru-
tækjum, sem þarfnast mikils
þreks og áræðis, og hafði hann í
fullu tré við þá. Einnig fórum við
í ótal sumarútilegur með fjöl-
skyldunum upp til fjalla. Eika
sakna ég sárt og það er stórt
tómarúm sem hann skilur eftir.
Lilju, fjölskyldu og vinum votta
ég mína dýpstu samúð.
Þórður Valdimarsson.
Erik Ásbjörn
Carlsen
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
EDDA EMILSDÓTTIR,
Kassörsgatan 10,
54334 Tibró, Svíþjóð,
lést á heimili sínu 12. mars 2018.
Útförin fer fram frá jarðarfararkapellunni í Tibró,
6. apríl 2018 klukkan 14.
Tómas Börkur Sigurðsson
Sigurður, Elín og Emil Daði
tengdabörn og barnabörn
Minn kæri eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN ÞORBJÖRNSSON
bifvélavirkjameistari,
kvaddi föstudaginn 16. mars.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju
föstudaginn 6. apríl klukkan 15.
Hulda Árnadóttir
Valdís Guðjónsdóttir Ossa Günter Ossa
Þorbjörn Guðjónsson Sóley Björg Færseth
afa og langafabörn
Innilegar þakkir til allra fyrir samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
ÞORSTEINS ÞÓRÐARSONAR,
Brekku, Norðurárdal.
Færum starfsfólki Brákarhlíðar þakkir fyrir
umönnun og alúð á liðnum árum.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Árni Þór Sigurðsson
Þórður Þorsteinsson Agnes Agnarsdóttir
Þorsteinn Þorsteinsson Guðbjörg S. Sigurðardóttir
Gunnar Þór Þorsteinsson Íris Inga Grönfeldt
Þórhildur Þorsteinsdóttir Elvar Ólason
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GARÐARS GUÐJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólksins á
2. hæð suður á Hjúkrunarheimilinu Eir.
Kristín Jóhannesdóttir
Sævar Garðarsson Jóna Fríða Gísladóttir
Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir
Hrefna Garðarsdóttir
Úlfar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn