Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skattbyrði þeirra tekjulægstu hélt
áfram að aukast á árunum 2016 og
2017 en því var þveröfugt farið hjá
hinum tekjuhæstu. Þetta er niður-
staða hagdeildar ASÍ sem hefur upp-
fært útreikninga sína á skattbyrði
tekjuhópa eftir tekjuárum til ársins
2017.
Um er að ræða framreikning á út-
reikningum í skýrslu um skattbyrði
launafólks sem birt var í ágúst í fyrra
og náði til áranna 1998 til 2016. Nið-
urstaða hennar var að skattbyrði
jókst í öllum tekjuhópum frá 1998 til
2016 en mest hjá þeim tekjulægstu og
eru meginástæðurnar m.a. þær að
persónuafsláttur hefur ekki fylgt
launaþróun sem jók skattbyrði lægri
launa mest. Uppfærðu útreikning-
arnir leiða í ljós að þessi þróun hefur
haldið áfram með sama hætti milli
seinustu tveggja ára.
Minni stuðningur
úr vaxtabótakerfinu
„Meginniðurstaðan um þróun á
skattbyrði milli áranna 2016 og 2017
er sú að skattbyrði á lægri tekjur
heldur áfram að aukast einkum
vegna minni stuðnings úr vaxtabóta-
kerfinu og misræmis í þróun per-
sónuafsláttar og launþróunar. Þannig
heldur aukin skattbyrði lægri launa
áfram að vinna gegn árangri í kjara-
samningum þar sem kaupmáttur
lægstu launa jókst um ríflega 6% milli
ára en að teknu tilliti til skattbyrði
lægstu launa jókst kaupmáttur ráð-
stöfunartekna einungis um 1,5%.
Þessu er hins vegar öfugt farið hjá
tekjuhæsta hópnum,“ segir á nýju
minnisblaði hagdeildar ASÍ.
Fram kemur að kaupmáttur launa
við efri fjórðungsmörk tekna jókst
um 5% milli áranna 2016 og 2017 en
að teknu tillit til heildarskattbyrði
jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna
þessa tekjuhæsta hóps um 6% á sama
tíma vegna minni skattbyrði.
Á minnisblaðinu er að finna nánari
greiningu á breytingum á skattbyrði
eftir tekjuhópum og fjölskyldugerð-
um. Þá kemur í ljós að ef þróun á
skattbyrði er skoðuð án tillits til til-
færslna frá barna- og vaxtabótakerf-
unum, þ.e. eingöngu greiddur tekju-
skattur og útsvar að teknu tilliti til
persónuafsláttar, eykst skattbyrðin
um eitt prósentustig á milli áranna
2016 og 2017 í tekjulægsta hópnum.
En hún lækkar um sama hlutfall á
seinasta ári í tekjuhæsta hópnum.
„Hér sjást vel áhrif þess að persónu-
afsláttur fylgir þróun verðlags en
ekki launa sem hefur umtalvert meiri
áhrif á lægri tekjur en hærri,“ segir í
umfjölluninni.
Bent er á að fjárhæðum og eigna-
skerðingarmörkum í vaxtabótakerf-
inu var haldið óbreyttum milli áranna
2016 og 2017 á sama tíma og húsnæð-
isverð tók miklum hækkunum. Þetta
þýði að óbreyttu að stuðningur í
vaxtabótakerfinu minnki og skatt-
byrði þeirra sem reiða sig á það auk-
ist. „Hlutfall vaxtabóta af launum við
neðri fjórðungsmörk hjá þeim sem
eiga lágmarks eigið fé í hóflegu hús-
næði heldur áfram að minnka og er
nú orðið hverfandi.“
Einnig er í útreikningum ASÍ
skoðuð heildarskattbyrði einstæðra
foreldra og para með tvö börn sem
eiga 20% eigið fé í hóflegu húsnæði að
teknu tilliti til staðgreiddra skatta og
vaxta- og barnabóta. Þá er niðurstað-
an sú að skattbyrði eykst í tekju-
lægsta hópnum milli áranna 2016 og
2017, hjá einstæðum foreldrum um
eitt prósentustig og hjá pörum um
þrjú prósentustig. „Hjá einstæðum
foreldrum eru það einkum minni
áhrif persónuafsláttar sem hafa áhrif
en hjá pörum er aukin skattbyrði til-
komin bæði vegna minni áhrifa per-
sónuafsláttar og minni vaxtabóta,“
segir á minnisblaðinu.
Að lokum eru skoðuð áhrif nýja
húsnæðisbótakerfisins fyrir leigjend-
ur, sem tók gildi í upphafi árs 2017.
Þá kemur á daginn að skattbyrði
lækkar hjá tekjulágum einstakling-
um en nýtt kerfi styður ekki nema að
mjög takmörkuðu leyti við pör á
leigumarkaði.
Aukin skattbyrði lægstu launa ’16 - ’17
Útreikningar ASÍ sýna að kaup-
máttur lægstu launa jókst um 6% en
ráðstöfunartekna um 1,5% vegna skatta
Með vaxta- og barnabótum 1998-2017
40%
30%
20%
10%
0%
-10%
-20%
-30%
’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
Útreikningar: ASÍ. Heimild: RSK, Hagstofa Íslands og Þjóðskrá.
Efri fjórðungsmörk Miðgildi Neðri fjórðungsmörk Lágmarkslaun
29%
25%
26%
18%
-23%
23%
8% 1%
Skattbyrði para m. tvö börn – 20% eigið fé
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skattar og laun Persónuafsláttur
hefur ekki fylgt launaþróun.