Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Í Fréttablaðinu birtist nýverið frétt sem rakti sögu upp- byggingar Landspít- alans við Hringbraut. Í fréttinni birtist full- yrðing og tímalína sem standast enga skoðun. Hin rétta tímalína 2001 Ementor gerir úttekt á Foss- vogi og Hringbraut. Niðurstaða: Best er að byggja nýjan spítala frá grunni, ef það er ekki hægt er best að byggja í Fossvogi, ekki Hring- braut, þar eru byggingar meira og minna ónýtar og erfitt verður þar með að byggja spítalann sem heild. Niðurstöðunni var stungið undir stól og ekki var talað um hana. 2001 Sænskir arkitektarnir WHITE eru fengnir til að bera saman sitt eigið skipulag við Hring- braut við hugsanlegar fram- kvæmdir við Vífilsstaði og Fossvog. Þeir gefa sjálfum sér topp einkunn, eðlilega og mæla með að halda áfram við Hringbraut. 2002 Heilbrigðisráðherra setur nefnd, skipaða forystufólki frá LSH, heilbrigðisráðuneytinu og HÍ. Niðurstaða: Framtíðarsjúkrahús við Hringbraut, nálægt HÍ aug- ljóslega. Helstu rökin: „Kostnaður við uppbyggingu við Hringbraut er minnstur af fyrirliggjandi kostum, m.a. þar sem mest er af nýtan- legum byggingum.“ Bygging nýs spítala frá grunni var ekki gefinn sem kostur. Hringbraut var end- anlega fest í kerfinu. 2003 Ákveðið var að færa Hring- brautina til að koma nýja Landspít- alanum fyrir. 2005 Alþjóðleg arkitektasamkeppni haldin um stækkun Landspítala við Hringbraut. Hlutskarpastir eru dönsku arkitektarnir C.F. Möller ásamt samstarfsatarfsaðilum frá Noregi og Íslandi. 2008 Verður efnahagshrun og spít- alaverkefnið er í uppnámi. 2009 Ríkið virðist vera búið að missa áhuga á verkefninu og LSH fær norska ráðgjafa til að meta áætlun sína að byggja við Hring- braut. Skoðaðir eru 3 kostir: Óbreytt ástand, uppbygging við Hringbraut og meiri uppbygging við Hringbraut. Niðurstaða: Að uppbygging við Hringbraut sé fýsi- legastur þessara fjölbreyttu kosta. 2010 Alþjóðleg samkeppni er hald- in um frumhönnun stækkunar Landspítala við Hringbraut. Ís- lenska teymið Spital er hlutskarp- ast, í teyminu eru einnig sjúkra- húshönnuðir frá Noregi. Stofnað er opinbert hlutafélag, NLSH ohf., um byggingu við Hringbraut. 2013 Allar skipulagsáætlanir sam- þykktar að hálfu Reykjavíkur- borgar, borgin vill halda í stærsta vinnustað landsins. 2015 Hagfræðistofnun HÍ gefur út skýrslu „Kostnaður og ábati af smíði nýs Landspítala,“ að beiðni HÍ. Í skýrslunni eru bornir saman tveir kostir: Óbreytt staða og mikil uppbygging við Hringbraut. Nið- urstaða: Hringbraut. Athygli vekur að í skýrslunni segir líka: „Hús- næðiskostnaður er tiltölulega lítill hluti af kostnaði við að reka sjúkra- hús. Því getur borgað sig að rífa gamlan húsakost, þótt hann sé langt frá því að vera kominn að hruni, en ný hönnun er hagkvæm- ari.“ 2015 NSLH ohf. fá KPMG til að útbúa glærusýningu, sem þeir kalla skýrslu, þeir fengu viku til verks- ins. Skýrslan myndi vart standast akademíska skoðun varðandi heim- ildavinnu og endurspeglar sögu- skoðun NLSH ohf. á því hvernig verkefnið um nýja Landspítalann við Hringbraut kom til. Þar er skautað yfir niðurstöðu Ementors sem segir Landspítalann við Hring- braut of lítinn. Í byrjun skýrsl- unnar eru fyrirvarar um „áreiðan- leika og nákvæmni“ settar fram af höfundum. Samtök um betri spítala á betri stað gerðu úttekt á skýrsl- unni og leiðréttu margt. 2018 Þingmenn Miðflokksins leggja fram tillögu um að gerð verði óháð fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, m.a. með tilliti til fjárhags-, gæða-, samgöngu-, um- ferðar- og öryggismála. Þingmenn- irnir telja bæði rökrétt og skyn- samlegt að taka stöðuna, athuga hvort forsendur séu þær sömu og þær voru fyrir 16 árum. Engin staðarvalsgreining Engin staðarvalsgreining hefur verið framkvæmd sem skoðar alla kosti. Aðeins hafa verið bornir sam- an kostirnir: Óbreytt ástand, upp- bygging við Hringbraut og upp- bygging í Fossvogi. Uppbygging við Vífilsstaði hefur ekki verið skoðuð með sannfærandi hætti né aðrir staðir, sem óháðu ráðgjafarnir Ementor mæltu með. Skýrslur hafa verið gerðar á forsendum fárra hagsmunaaðila. Það er hagkvæm- ara að hafa spítalann allan á einum stað, það er þjóðhagslega hag- kvæmt að byggja nýjan spítala frá grunni. Í Danmörku er verið að byggja hátt í 30 spítala þegar þetta er rit- að, flestir eru reistir í útjaðri byggðar þar sem aðkoma er góð, og nægt rými. Sumir spítalarnir eru svipaðir að stærð og þjóð- arsjúkrahúsið okkar þarf að vera, það er því auðvelt að fá samanburð. Það tekur engin 2 ár að velja stað. Það tekur ekki 10-15 ár að byggja ef það er gert á svæði þar sem samgöngur eru góðar. Það þarf ekki að hætta við allt plottið við Hringbraut. Vissulega þarf að gera við húsakostinn sem fyrir er, rakaskemmdir, myglu o.fl. sem einkennir húsin. Það þarf að klára sjúkrahótelið og byggingu sem hýsir jáeindaskanna. En það er mikilvægt að hefjast handa strax við að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús sem gagnast sjúklingum, aðstand- endum og starfsfólki fyrst og fremst. Það er bæði rökrétt og skynsamlegt að reisa þjóðarsjúkra- húsið á besta stað sem hentar um langa framtíð. Við þurfum að hugsa lengra en Hringbraut. Hugsum lengra en Hringbraut Eftir Önnu Kolbrúnu Árna- dóttur og Viðar Frey Guðmundsson » Það er hagkvæmara að hafa spítalann allan á einum stað, það er þjóðhagslega hag- kvæmt að byggja nýjan spítala frá grunni. Viðar Freyr Guðmundsson Anna Kolbrún er þingmaður Mið- flokksins og Viðar Freyr skipar 8. sæti á lista Miðflokksins til borg- arstjórnar. annakolbrun@althingi.is; vid- arfreyrgudmundsson@gmail.com Anna Kolbrún Árnadóttir Glostrup spítali í Herning tekur aðeins 8 ár í byggingu. Hann er enda byggður frá grunni í útjaðri borgar. Fjöldi sérfróðra að- ila ásamt þingflokki Miðflokksins hefur að undanförnu óskað eft- ir því við stjórnvöld að unnin verði óháð staðarvalsgreining á nýjum Landspítala. Í greinargerð Mið- flokksins um tillögu til þingsályktunar kemur m.a. fram að: „Á árunum 2001-2008 skrifuðu ís- lenskir og erlendir sérfræðingar fjölmargar álitsgerðir og í flest- öllum var komist að þeirri nið- urstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað.“ Ástæða þess að þingflokkur Miðflokksins leggur þessa þings- ályktunartillögu fram er mjög ein- föld – það eru hreinlega mistök að reisa nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut! Af hverju eru það mistök? – Það hefur verið bent á það og stutt með fullgildum rökum að með til- liti til byggingarhraða; fjárhags-, gæða-, samgöngu-, framkvæmda-, umferðar- og öryggismála, að þá sé réttast að byggja nýjan land- spítala austar í Reykjavík og þá í Keldnaholti, í Víðidal eða jafnvel að byggja hann í öðru sveitarfé- lagi, á Vífilsstöðum. Staðarvalið Við staðarval á nýjum Landspít- ala þarf að taka tillit til margra þátta og horfa þarf m.a. til: byggðaþróunar til langs tíma litið, áhrifa umhverfis og húsnæðis á líðan sjúk- linga og starfsfólks og hversu aðgengilegir staðirnir eru m.t.t. bráðaflutninga með sjúkrabílum og þyrl- um þar sem mannslíf eru í húfi, en ekki krónur og aurar. Ef skoðuð er loft- mynd af höfuðborg- arsvæðinu, sést vel hve galið það er að ætla að klastra ný- byggingum við hlið úr sér geng- inna bygginga við Hringbraut. Þungamiðja búsetu á höfuðborg- arsvæðinu er í dag á miðjum fót- boltavelli, Kópavogsmegin í Foss- vogsdalnum og er að færast austar og sunnar; þ.e. að fjarlægj- ast Hringbraut. Að auki þá búa aðeins 7-8% þjóðarinnar á skag- anum vestan við Hringbraut í póstnúmerum 101, 107 og 170. Aðgengi landsbyggðar Fjölmennustu byggðarkjarn- arnir í námunda við höfuðborg- arsvæðið eru Akranes, Reykjanes- bær og Selfoss. Fólk með króníska sjúkdóma s.s. tauga-, hjarta- og æðasjúkdóma er einnig að finna á þessum stöðum. Þetta fólk þarf reglulega að nýta sér sérfræði- þjónustu á Landspítala og víðar um höfuðborgina. Það má einnig nefna það, svona til að benda aftur á það augljósa, að á þessum stöð- um geta einnig komið upp bráða- tilfelli hvar flytja þarf sjúklinga með hraði á Landspítalann til að- hlynningar – vegna þess að ekki er hægt að hlúa að fólki í sinni heimabyggð er slík tilfelli koma upp. Það tekur um og yfir 30 mín- útur að aka frá þessum bæjum um gatslitna og úr sér gengna þjóð- vegina að jaðri höfuðborgarinnar. Hvað tekur svo við? – það sem tekur við er umferðarteppa. Al- þjóð er vel kunnugt um bágt ástand samgöngukerfisins í Reykjavík og þarf ekki að fjölyrða meira um það hér. Ferðatími gesta, sjúklinga og annarra íbúa nágrannabæja höfuðborgarinnar sem eiga erindi á Landspítalann við Hringbraut getur hæglega tvö- faldast við að lenda í þeirri teppu. Skynsamlegasta staðsetningin fyrir nýjan Landspítala er þar sem mest nálægð er við hvert þungamiðja búsetu höfuðborg- arsvæðisins er að stefna og sam- gönguásar Vesturlands, Suður- lands, Reykjaness og höfuðborgar mætast þ.e. í Keldnaholti, í Víðidal eða á Vífilsstöðum. – Verum skyn- söm og byggjum nýjan Landspít- ala nær landsbyggðinni. Nýjan Landspítala nær landsbyggðinni Eftir Tómas Ellert Tómasson »Ef skoðuð er loftmynd af höfuðborgarsvæðinu, sést vel hve galið það er að ætla að klastra nýbyggingum við hlið úr sér genginna bygg- inga við Hringbraut. Tómas Ellert Tómasson Höfundur er verkfræðingur og oddviti framboðs Miðflokksins í Árborg. tomasellert@midflokkurinn.is Kærleiksríki Guð, þú sem ert höfundur og fullkomnari lífsins, miskunna þú okkur! Við þökkum þér fyrir þennan dag og alla þína náð. Viltu vaka yfir okkur í dag, leiða okkur og vernda. Blessaðu þau sem við unnum heitast og svo líka bara öll þau sem á vegi okkar verða. Blessaðu sam- skiptin og hjálpaðu okkur að vera nærgætin og koma fram hvert við annað af virðingu. Blessaðu hugsanir mínar allar, öll mín áform, markmið, drauma og verk. Hjálpaðu mér að koma auga á þarfir náungans, koma honum til hjálpar og reynast honum vel. Vera faðmur, öxl og skjól þegar á þarf að halda. Kenndu mér að hlusta á um- hverfi mitt og lesa í aðstæður. Hjálpaðu mér að vera kærleiks- ríkur, jákvæður, uppörvandi og hvetjandi. Þolinmóður og dæma ekki, sýna umhyggju, skilning og umburðarlyndi. Viltu gefa mér styrk til að takast á við þau verkefni sem á vegi mín- um verða í dag. Hjálpaðu mér að ganga þakklátur, jákvæður og glað- ur til verka, ekki með ólund, nöldri eða neikvæðni, tor- tryggni eða leiðindum. Opnaðu augu mín fyrir þeim tækifærum sem blasa við og hjálp- aðu mér að nýta þau, vinna úr þeim og um leið að njóta lífsins og þeirrar fegurðar sem það hefur upp á að bjóða. Gef að ég fái lifað í sannleika og sátt við sjálfan mig, þig, samferðafólk mitt og umhverfi. Að ég mætti þannig um- gangast alla menn í heiðarleika og með góðri samvisku og fái að vera farvegur kærleika þíns, friðar og fyrirgefningar. Þess bið ég í nafni okkar upp- risna frelsara og eilífa lífgjafa, Jesú Krists. Amen. Bæn dagsins, alla daga Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Blessaðu samskiptin, hjálpaðu okkur að vera nærgætin, koma fram við hvert annað af virðingu. Kenndu mér að hlusta á umhverfi mitt og lesa í aðstæður. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.