Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
360° snúningur
Leður
Verð frá 249.000.-
WAVE Lounge
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú kemst ekki hjá því að grípa inn í
atburðarás á vinnustað þínum þótt helst
viljir þú hvergi koma þar nærri. Einhverra
hluta vegna ertu skylduræknin uppmáluð.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt auðvelt með að vinna aðra til
fylgis við þig og það sem meira er þú kannt
yfirleitt með þennan hæfileika þinn að fara.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú hagar þér eins og fylg-
ismaður er komið þannig fram við þig. Finn-
ist þér þú vera komin/n í ógöngur skaltu
óhikað leita ráða hjá öðrum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samtöl við vini, ekki síst vinkonur,
verða gefandi í dag. Reyndu að vega mál og
meta og þræða hinn gullna meðalveg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er hyggilegra að hugsa hlutina í
gegn heldur en að bregðast við þeim án
allrar fyrirhyggju. Sýndu málstað annarra
þann skilning sem þú vilt mæta sjálf/ur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að hrapa ekki að neinu
því annars getur illa farið og þú setið uppi
með rangar hugmyndir um menn og mál-
efni. Sýndu að þú kunnir að meta framlag
annarra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú ert ekki ánægður með stöðu
mála er kominn tími til að gera eitthvað í
því. Kannaðu undirtektir áður en þú lætur
til skarar skríða.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Yfirmenn verða einstaklega
ráðríkir í dag og þetta er ekki dagurinn til
þess að valda einhverjum gremju. Komdu
hugmyndum þínum á framfæri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagurinn hentar vel til að íhuga
gamlar hugmyndir um atvinnumöguleika.
Njóttu samræðna og samvista við fjölskyld-
una.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur legið í dvala allt of lengi
svo nú er komið að því að láta hendur
standa fram úr ermum. Einbeittu þér að að-
alatriðunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er komið að því að þú fram-
kvæmir það sem þú hefur lengi látið þig
dreyma um. Viðurkenndu hvað þú virkilega
vilt og fólkið sem getur veitt þér það birtist
skyndilega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú færð frábærar hugmyndir að um-
bótum og breytingum til batnaðar í
vinnunni. Þú ert friðsæl/l og í góðu jafn-
vægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum
þig
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Orðsnilld sú, er aldrei deyr.
Íþrótt sú að móta leir.
Bragðvísi, sem beitt er enn.
Bókleg fræði stunda menn.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Af ýmsu hefur margur misst
maður fyrir og eftir Krist,
en sá sem hefur hérna gist
hann kannast við orðið list.
Og þessi limra, „Álitshnekkir“,
fékk að fylgja með:
Þegar spekingar spjalla
í spariskónum við alla
um ágæti sitt
(og atkvæðið mitt)
í áliti skjótt þeir falla.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Orðsins list hún aldrei deyr.
Er það list að móta leir.
List má kalla lymskubrögð.
List er bókleg iðkun sögð.
Þá er limra:
Ó, guð hann er svo mikið séní
og sætur hann Þór, mælti Véný,
að líti ég hann
þennan listhaga mann,
og líti hann mig fæ ég hnén í.
Og síðan kemur ný gáta eftir
Guðmund:
Ég skal þarfur vaka og vinna,
vind mér fram úr bóli senn,
morgunverkum verð að sinna,
vísnagáta birtist enn:
Heilagleika hér er staður.
Í hönd nú þessi dagur fer.
Sannheilagur sá er maður.
Svæði líka friðlýst er.
Allur er varinn góður, – Gunnar
J. Straumland yrkir á Boðnarmiði:
Sýnir og myndrúnir sálin þín elur
þú segja vilt allt er í hjarta þér dvelur
þá hendingar óværar huga þinn kvelur.
Hugsaðu af varfærni er orðin þín velur.
Jón á Arnarvatni orti á sam-
komu:
Líttu á hrjóstrug holtin mín,
hve ég er náðarþyrstur.
Breyttu nú vatni í brennivín
blessaður Jesús Kristur.
Sigvaldi Skagfirðingur kvað:
Sölvi gætir Seilunnar,
svona að hálfu leyti,
sonur mætur Sigurðar
sem á dætur fallegar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það verður hverjum
list sem hann leikur
Í klípu
„HVER ERUM VIÐ AÐ TRUFLA ÞAÐ
SEM GÆTI VERIÐ MJÖG SKILVIRK
ÚTGÖNGUSTRATEGÍA?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VAR GAMAN Í FRÍINU ÞÍNU, JÓNATAN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að óska þess að
einhver sem þú elskar
myndi elska þig til
baka.
SUMIR HUNDAR
TYGGJA INNISKÓ…
AÐRIR NJÓTA
ÞEIRRA
HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM!
ÉG VONA AÐ
ÞÚ HAFIR
KOMIÐ
HEIM MEÐ
MATARLYST!
ÉG KOM HEIM MEÐ FJÓRAR MATARLYSTIR!
Víkverji hefur tekið eftir nýrri hefðsem virðist vera að festa sig í
sessi en það er páskabingó. Ekki er
ljóst hvað páskar og einhvers konar
fjárhættuspil eiga sameiginlegt en
hvert einasta foreldrafélag og
íþróttafélag heldur að minnsta kosti
eitt páskabingó. Í verðlaun eru oftar
en ekki páskaegg, sem kemur ekki á
óvart.
x x x
Þegar Víkverji var barn var munminna úrval af páskaeggjum en
nú er en það var hægt að velja um
annaðhvort egg frá Nóa eða Mónu.
Núna er hver sælgætisgerð með
mörg egg. Frá Nóa Síríus er til dæm-
is hægt að fá saltkaramellusúkkulað-
iegg, piparkroppsegg, egg með
dökku súkkulaði og lakkrísegg. Frá
Góu er hægt að fá sem dæmi hraun-
egg, piparfyllt lakkrísegg og hvítt
súkkulaðiegg og frá Freyju fást rís-
egg og draumaegg. Þetta er nóg til að
æra óstöðugan. Til viðbótar fást síðan
fjölmörg útlensk egg, hvert með sínu
lagi.
x x x
Ekki er nóg með að úrvalið sé orðiðmikið heldur virðist Víkverja að
það sé borðað meira af þessum eggj-
um núna. Að minnsta kosti er byrjað
að selja páskaegg ekki bara vikum
heldur mánuðum fyrir páska þó að
úrvalið stóraukist skömmu fyrir há-
tíðina. Mikið virðist selt af litlum
eggjum þar sem að minnsta kosti sex
eru saman í pakka. Þessi egg eru
keypt til að hafa í eftirrétt og er verð-
ið ekkert sérstaklega hagstætt ef
miðað er við magn en hvað gerir mað-
ur ekki til þess að fá málshátt?
x x x
Víkverji hefur mjög gaman af máls-háttum og tekur skilaboðin
sæmilega alvarlega; hver er ekki allt-
af í leit að andlegri visku í hversdeg-
inum?
x x x
Víkverji fagnar annars páskunum,þetta er svo gott frí fyrir venju-
legt launafólk, alveg heilir fimm dag-
ar í röð. Þetta er lengra en jólafríið er
venjulega og á páskum eru fáar kvað-
ir fyrir utan að mæta ef til vill í eina
fermingu eða svo. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.
(Sálm: 106.1)