Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Side 15
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
taka sér frí frá pólitík. Það eru sannarlega sterk-
ir pólitískir straumar innan akademíunnar.“
Það hlýtur að vera hamlandi?
„Mér finnst það. Hér eins og annars staðar
hugsar fólk gjarnan sér næst og er fyrst og
fremst talsmenn sinnar greinar fremur en
heildarinnar.“
Maður hefur stundum svo háleitar hug-
myndir um vísindin, þar sé allt klárasta fólkið
og eigi að vera yfir svona vesen hafið?
„Einmitt, en það er alls konar fólk í akademí-
unni og ekkert betra né verra en í saltfiskverk-
uninni heima. Þetta er ekkert andlegt búdda-
klaustur og það eru allir svag fyrir því að fá
viðurkenningu og ná sínu í gegn, sem er jú líka
mannlegt. Það er ákveðið menningarsjokk að
koma inn í vísindin því maður hefur, og ég hafði
það sjálf, þessar háleitu hugmyndir um sam-
skipti fólks innan þeirra.
Mentorinn minn gamli hefur aftur á móti
mjög tæra sýn á vísindin, hvernig akademískt
starf á að virka og vill útiloka allt annað prjál.
Við erum hermenn í þekkingarleit.“
Hefur þú þessa sýn, að þú sért hermaður í
þekkingarleit?
„Já pínulítið. Það er kannski ekki gott að
segja að þetta sé köllun en ég upplifi mig samt
sem ákveðinn sendiboða, ég er í þjónustu við
samfélagið og minn miðill er að gefa samfélag-
inu einhverja mynd af því hvernig lífið er og
þótt alls konar kreddur og vesen flækist fyrir í
því, mínar eigin og annarra, reyni ég stíft að
halda fókus í því starfi.“
Mun nýtast heimsbyggðinni
Við ætlum að svissa aftur yfir á rannsóknina
sem var kynnt í vikunni og á allan hug Unnar en
yfirskrift hennar er Áfallasaga kvenna á Íslandi.
Með góðri þátttöku verður í fyrsta skipti hægt
að fá nákvæma yfirsýn yfir það hver tíðni áfalla
og ofbeldis í samfélagi kvenna er á Íslandi og
hvaða áhrif áföll og ofbeldi hafa á sálræna og lík-
amlega heilsu kvenna. Einnig hvaða erfða- og
umhverfisþættir tengjast mismunandi heilsufari
kvenna í kjölfar áfalla. Niðurstöður rannsóknar
af þessari stærðargráðu má yfirfæra á samfélög
um allan heim svo þetta er ekki aðeins mikilvæg
rannsókn fyrir Ísland. Rannsóknin er formlega
á vegum Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við
Læknadeild Háskóla Íslands og er unnin í sam-
vinnu við fjölmarga vísindamenn og stofnanir.
„Þetta er þjóðarátak en 65 þúsund konur með
skráð farsímanúmer fá persónulegt boð um
þátttöku í gegnum sms og aðrar, rúmlega 40
þúsund, sem ekki hafa skráð farsímanúmer, fá
boðsbréf í pósti. Við vonum að með þessu verði
vitundarvakning í samfélaginu um algengi og
vægi áfalla og ofbeldis en einnig munu niður-
stöðurnar nýtast við mat á forvörnum á þessum
vettvangi og mögulega til að þróa ný meðferðar-
úrræði fyrir þolendur áfalla.
Vísindalega þurfum við mikinn fjölda til að
geta svarað þessum spurningum og því fleiri því
betra. Í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem
við erum að skoða líkamlegt heilsufar, þurfum
við mikinn fjölda til að skilja tengsl áfalla við
ákveðna sjúkdóma, algengari og sjaldgæfari.
Það á einnig við um markmið okkar að skilja
hvort erfðaþættir hafi áhrif á mismunandi
heilsufar fólks eftir áföll. Íslenskar konur á
þessum aldri eru um 110.000 en við höfum
ákveðið að konur sem eru eldri en 69 ára geti
líka skráð sig í rannsóknina, enda höfum við
fundið fyrir að þær hafa áhuga á að vera með.“
Unnur er bjartsýn á góða þátttöku og segir
að metoo-byltingin veiti meðbyr.
„Fólk veit hvað þessi málstaður er mikil-
vægur og þetta er í raun ótrúleg tímasetning
því við höfum verið að undirbúa þetta verkefni í
2-3 ár og svo þegar við erum loks tilbúin að
leggja af stað hefur metoo skapað enn betri
jarðveg. Við spyrjum konur út í mjög nákvæm
atriði, þær svara ekki bara því hvort þær hafi
lent í áföllum heldur er þetta nákvæm flokkun
þar sem konur geta merkt við allt frá erfiðri
fæðingarreynslu, ofbeldi, ástvinamissi upp í fé-
lagsleg áföll og einelti. Við getum því á ná-
kvæmari hátt en áður skoðað tengsl fjölmargra
ólíkra áfalla við ýmsar heilsufarslegar afleið-
ingar.“
Allar upplýsingar eru dulkóðaðar og ekki er
hægt að tengja svör við nöfn en á afallasogu.is
skrá konur sig inn og könnunin tekur um 30
mínútur.
„Það er mikilvægt fyrir margra hluta sakir að
konur taki þátt. Ég held að það sé áhugavert að
fara í gegnum lífshlaup sitt á þennan hátt og
hugsa út í hluti sem maður hefur kannski ekki
hugsað áður. Við vitum að áföll eru algeng og
höfum líka sterka tilfinningu fyrir því að þau
hafi mikil áhrif á heilsufar okkar. En hin vís-
indalega þekking á þessu sviði er ekki alveg
komin á leiðarenda, þó svo að sterkar vísbend-
ingar séu til staðar. Þess vegna þurfum við
rannsókn sem þessa.
Fyrir um 60 árum var óljós hugmynd um að
reykingar hefðu slæm heilsufarsleg áhrif áður
en stórar rannsóknir leiddu það í ljós. Með því
að taka þátt erum við að fá miklu betri rannsókn
sem er þjóðareign og niðurstöðurnar nýtast á
heimsvísu.
Ég hrökk í kút þegar vinkona mín ein sagði:
„Heyrðu, þessi rannsókn er ekkert fyrir mig,“
því hún taldi sig ekki hafa lent í neinu. Ég vil því
taka það fram að þessi rannsókn er fyrir allar
konur, óháð sögu um áföll. Það er reyndar afar
mikilvægt að þær konur sem telja sig ekki hafa
lent í neinum áföllum taki líka þátt, því annars
er hætta á því að við fáum, að einhverju leyti,
skakka mynd.
Svo má líta á þetta sem svo að ef við viljum
breyta heiminum, þá er það þekkingin sem breyt-
ir honum. Við getum ekki komið í veg fyrir öll
áföll en við getum komið í veg fyrir einhver þeirra
og að minnsta kosti afleiðingar þeirra. Vísindaleg
þekking á áföllum og heilsufarlegum afleiðingum
þeirra er besta leiðin til að fá yfirvöld og sam-
félagið allt til að skilja mikilvægi þess, að fjárfesta
í þessum málaflokki. Ég held að þessi hálftími sé
kvenþjóðinni mikilvægur, ekki bara okkar, held-
ur öllum kvenþjóðum og líka fyrir kvenþjóðir
komandi kynslóða,“ segir Unnur að lokum.
„Það er kannski ekki gott að segja
að þetta sé köllun en ég upplifi mig
samt sem ákveðinn sendiboða, ég
er í þjónustu við samfélagið og
minn miðill er að gefa samfélaginu
einhverja mynd af því hvernig lífið
er,“ segir Unnur.
Morgunblaðið/Hanna
Með nýju Opn heyrnartækjunum verður auðveldara að taka þátt í samræðum í fjölmenni og
hljóðupplifun verður eðlilegri en nokkurn tímann fyrr. Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið
100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig.
Þannig getur þú staðsett, fylgt eftir og einbeitt þér að þeim hljóðum sem þú vilt heyra.
Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin
Tímapantanir í síma 568 6880
www.heyrnartaekni.is