Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Qupperneq 17
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 mág minn í burtu. Þetta var í þriðja sinn sem Nadim var handtekinn. Systir mín stóð með börnin sín tvö og horfði upp á þetta. Henni var sagt að fara. Hún fór í felur í Aden í tíu daga. Við vorum svo hrædd um hana því á þessu svæði eru hryðjuverkahópar tengdir Al-Qaida og fleiri samtökum ofan á allt saman. Þannig að það var hætta úr öllum áttum.“ Systir Hodu vonaði allan tímann að faðir hennar og eiginmaður yrðu leystir úr haldi. „Hún vonaði að þeir sem tóku þá myndu fljótt sjá að þeir væru saklausir, hefðu ekkert af sér gert.“ Hún gat ekki dvalið lengi í Aden. Það var of hættulegt. Hún fékk aðstoð mannréttinda- samtaka til að fara aftur til Sanaa. Hoda og Nabeeh segja þetta hafa verið hræðilegan tíma fyrir alla. „Faðir minn var veikur og aldraður. Við áttum allteins von á því að í næsta skipti sem síminn hringdi væri verið að segja okkur að einhver úr fjölskyldunni væri dáinn. Við vorum óttaslegin hvern dag, hverja mínútu hvers dags.“ Þau segja að þarna hafi komið vel í ljós að fjölskyldan var hvergi örugg. Á svæðum húta í norðri var hún ofsótt vegna trúar sinnar og í suðri af stjórnarhernum vegna íranska upprun- ans. „Pólitík fordómanna er eins og jarð- sprengjusvæði,“ segir Hoda. „Hvert sem þú ferð gætir þú stigið á sprengju.“ En ekkert spurðist af föður hennar og mági. „Í marga mánuði vissum við ekkert hvar þeir væru niðurkomnir eða hvort þeir væru á lífi.“ Á sama tíma hófust nornaveiðar húta á bahá- ‘íum í Sanaa á nýjan leik. Um þrjátíu þeirra sem handteknir höfðu verið sumarið áður fengu sím- tal frá dómshúsinu eitt kvöldið og þeim var sagt að mæta þangað daginn eftir. Þeir ráðfærðu sig við mannréttindasamtök og lögfræðinga og allir voru sammála um að þetta væri gildra. Það eina sem þeir gátu gert var að flýja. Yfirgefa heimili sín. „Systir mín tók börnin sín og flúði ásamt tengdamóður sinni og fleiri konum. Þær flúðu út á götur og reyndu að finna felustað. Loks bauð maður þeim húsaskjól en þær höfðu aðeins dvalið þar í nokkrar klukkustundir er hann hringdi og sagði að upp hefði komist um íveru- stað þeirra. Þær urðu að flýja á ný og húsráð- andinn, sem var líka bahá‘íi, var handtekinn. Þær fengu loks skjól á öðrum stað í Sanaa. Í um þrjár vikur dvöldu þær þar með börnin. Þær voru ekki í fangelsi en þetta var samt eins og fangelsi. Þær gátu ekkert látið vita af sér og gátu aðeins farið út á nóttunni. Þeim var svo ráðlagt að flýja land því hermennirnir höfðu kom- ist að því hvar systir mín faldi sig. Aftur var því ferðinni heitið til Aden. Þetta var gríðarleg áhætta. Yrðu þær hand- teknar aftur?“ Í september tókst loks að fá föður Hodu og mág lausa úr haldi í Aden með þrýstingi frá mann- réttindasamtökum og Evrópusambandinu. Þeir voru aldrei ákærðir þrátt fyrir margra mánaða varðhald. Ruhiyeh systir Hodu og hópur annarra ætt- ingja komst frá Sanaa til Aden um svipað leyti og tilgangurinn var að reyna að flýja land með aðstoð mannréttindasamtaka og komast til lands sem ekki er hægt að nafngreina af örygg- isástæðum. „Það er ekki einfalt því landamæri svo margra ríkja eru lokuð fyrir flóttafólki. Þau vildu ekki koma ólöglega inn í landið þangað sem förinni var heitið. Þau voru eins og svo margir aðrir að reyna að flýja dauðann. En það eru fáir staðir sem koma lengur til greina fyrir fólk í slíkri stöðu.“ Þau voru skiljanlega mjög hrædd um að vera stöðvuð á flugvellinum í annað sinn. Hópnum var því skipt í tvennt og fóru konurnar með börnin en Nadir, mágur Ruhiyeh, varð eftir ef svo kynni að fara að þær yrðu handteknar og koma þyrfti börnunum í skjól. En þeim tókst að flýja og mörgum dögum seinna tókst Nadir að gera slíkt hið sama. Héldu niðri í sér andanum Stuttu seinna fóru faðir Hodu og mágur, þá loks lausir úr haldi, einnig á flugvöllinn í Aden. Þeir flugu frá Jemen í byrjun september. „Meðan á öllu þessu stóð héldum við niðri í okkur andanum. Við gátum ekkert annað gert en að biðja og vona. Þau sendu okkur loks skila- boð um að þau væru komin á leiðarenda. Þau voru loks örugg. Við grétum öll af gleði. Þau njóta aðstoðar Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna þar sem þau eru í dag. En það ríkir mikil óvissa. Við vitum ekk- ert hvað getur gerst á morgun. Foreldrar mínir eru aldraðir. Í hópnum eru börn sem hafa ekki gengið í skóla í að verða tvö ár. Engu að síður eru aðstæður þeirra tryggari en þeirra sem eru enn í Jemen.“ Kaywan frændi Hodu er enn í fangelsi. Sömu sögu er að segja um Hamed Bin Haydara. Ekki er vitað hvar sex bahá‘íar sem eru í haldi í land- inu eru niðurkomnir. „Tveir þeirra voru hand- teknir í apríl í fyrra. Við vitum ekki hvort þeir eru enn á lífi eða ekki. Það er að verða liðið ár frá því að þeir voru handteknir. Þetta fólk hefur verið í haldi mánuðum og árum saman án ákæru. Við gætum lesið það í fréttum á morgun að það hefði verið tekið af lífi.“ Hoda telur að eina von þessa fólks sé að rík- isstjórnir og almenningur á vesturlöndum láti sig málefni þess varða. „Ísland er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum. Íslendingar eru í fararbroddi að flestu leyti. Við getum einnig tekið forystu í þessu máli. Það er svo mikilvægt að allir viti hvað er í gangi þarna, um þessar of- sóknir gegn minnihlutahópum sem geta ekki varið sig með nokkru móti. Og hjálpin getur að- eins komið að utan. Fólk sem situr í fangelsi í þessum heimshluta getur horfið og verið drepið án dóms og laga. Um það eru fjölmörg dæmi. Það hefur enga vernd. Það er ekki fyrr en aðrar þjóðir, vest- rænar þjóðir, samtök og stofnanir, beina athygli að málefnum þessara fanga að þeir eiga sér ein- hverja von. Stjórnvöld í þessum löndum eiga þá erfiðara með að athafna sig með þessum hætti. Þau vita að það er fylgst með þeim. Þegar órétt- lætið er viðvarandi og fólkið er kúgað, hver mun standa með því? Tala máli þess? Hér tel ég að Íslendingar og íslensk stjórnvöld geti skipt miklu máli og haft mikil áhrif. Dæmin sýna að svona utanaðkomandi þrýstingur skilar árangri. Eina ástæðan fyrir því að systir mín, mágur og faðir eru enn á lífi og voru leyst úr haldi er sú að alþjóðasamtökin Amnesty International létu vita að þau væru að fylgjast með málum þeirra og vöktu athygli á þeim.“ Hoda segir erfitt að horfa upp á þjáningar bahá‘ía í Jemen sem og annarra almennra borg- ara landsins nú þegar stríðsátökin hafa staðið árum saman. Þúsundir hafa fallið og margir eru á flótta innan landsins því fáir geta flúið til ann- arra landa. Allt vegna þess að fólk deilir um völd. „Þegar maður hefur búið á mörgum stöðum og ferðast til margra staða þá sér maður feg- urðina í ólíkum menningarheimum,“ segir Hoda. „Allir eiga sínar fjársjóðskistur. Í þeim eru margir dýrgripir; tungumál og menning. Og það sem skiptir máli er að deila þessum auði með samfélaginu; nágrönnum, landinu, heims- byggðinni. Við erum svo föst innan ákveðins ramma um hver eigi hvað, að það takmarkar okkur. Ef við losum okkur við rammann þá verðum við frjáls.“ Hoda ásamt syni sínum Chadman. Hann fæddist árið 2009 og hefur aldrei hitt afa sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Eina ástæðan fyrir því aðsystir mín, mágur og fað-ir eru enn á lífi er sú að sam-tökin Amnesty International létu vita að þau væru að fylgjast með málum þeirra og vöktu athygli á þeim.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.