Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 21
Mokka á Skólavörðustíg hefur haldist nánast óbreytt í meira en hálfa öld en Halldór Hjálmarsson hannaði útlit staðarins, öll húsgögnin og ljós. Þar hafa ófáir setið í gegnum árin og spjallað. Á veitingastaðnum Veðri á Klapparstíg má finna stólinn Þórshamar sem Halldór hannaði. ’Þetta er ein af mínumfyrstu minningum, aðvera úti í bílskúr með pabbaþegar hann var að smíða þessa stóla. Ég fékk nýlega einhverja nostalgíutilfinn- ingu og mér fannst eitthvað svo grátlegt að þetta væri horfinn heimur. tugunum. Hér var öflugur húsgagnaiðnaður með mikilli handverksþekkingu og á sama tíma voru að skila sér hingað framúrskarandi hönn- uðir, sem margir höfðu menntað sig hjá bestu hönnuðum Danmerkur á þeim tíma, á tímabili sem oft er nefnt gullöld danskrar hönnunar.“ Hrunið stöðvaði ferlið Örn starfar þessa stundina hjá Landgræðsl- unni í verkefni sem miðar að eflingu fagþekk- ingar í uppbyggingu og náttúruvernd á ferða- mannastöðum, en hefur starfað víða sem arkitekt og einnig sem leiðsögumaður og land- vörður á hálendinu. Hann segir að þótt draum- ur sinn hafi ætíð verið að fara út í hús- gagnahönnun og feta þannig í fótspor föður síns, þá hafi hann því miður ekki menntun á því sviði og láti sér því nægja að setja saman hús- gögn í stað þess að hanna þau. Það var fyrst árið 2007 að Örn vildi endur- vekja hönnun stólanna Skötu og Þórshamars í kjölfar þess að hann hafði fengið styrk frá Hönnunarsafni Íslands til þess að gera upp húsgögn Halldórs; styrk sem hann segir hafa skipt sköpum. Örn segir mörg þeirra hafa ein- ungis verið til í einu eintaki og lágu auk þess undir skemmdum. „Ég ákvað síðan að senda gamlan stól út til Þýskalands ásamt teikningum og lét smíða fyr- ir mig nýtt mót. Það tók langan tíma að ná þessu réttu og þegar fyrsta sendingin kom heim þá kom hrunið,“ segir hann og brosir. „Þá var þetta búið. Það seldust sex stólar í Saltfélaginu sem þá var og hét, og ég fékk þá greidda úr þrotabúinu,“ segir hann og hlær. Í framhaldinu tóku Sólóhúsgögn yfir fram- leiðsluna um tíma, en þeir smíða ennþá fæturna undir þá og eru í raun nánustu samstarfsaðilar, að sögn Arnar. Vill stækka Skötuna Örn hefur nú farið af stað aftur, enda í miðju góðæri. „En ég er auðvitað eins og krækiber í helvíti hjá birgjum þannig að ég fæ aldrei neinn magnafslátt neins staðar en samt tekst mér að selja þessa stóla til verslana og get jafnvel haft þá ódýrari en Maurinn og Sjöuna, þó ég sé ekk- ert endilega að bera saman við þá,“ segir hann. „Það eru núna að koma margar fyrirspurnir og ef af verður get ég ekkert sinnt neinu öðru. Mögulega er stóllinn líka að fara að taka þátt í sýningu í Kaupmannahöfn og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Svo eru sérvaldar útgáfur af stólnum seldar í Geysi Heima. Mig langar bara að koma þessu í ein- hvern farveg; annaðhvort læt ég einhvern ann- an um þetta eða ég gerist sjálfur hús- gagnasmiður,“ segir hann. Í bílskúrnum hans Arnar eru staflar af stólum sem hann er að setja saman. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ljósmynd/Valgarður Gíslason 4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 VIÐ DRÖGUM ÚT DUBLIN 8. MARS Fimmtudagi nn 8. mars hljóta 5 hep pnir áskrife ndur flugferð fyri r 2 með WOW air til Dublin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.