Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 24
Á undanförnum árum hafa orðiðmiklar framfarir í meðferð viðpsoriasis og exemi. Ingibjörg Eyþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og meðlimur í stjórn Spoex, Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, segir að þó ekki hafi enn tekist að finna lækningu þá sé nú svo komið að í langflestum til- vikum eigi að vera hægt að halda ein- kennunum í skefj- um með réttri meðferð. Ingibjörg segir einnig að enn beri á því að almenning skorti skilning á psoriasis og exemi; sumir haldi að sjúkdómarnir geti verið smitandi, og hafi fordóma í garð fólks með sýnileg einkenni. „Ég verð að játa að ég var sjálf svona sem unglingur, löngu áður en ég varð fyrst vör við einkenni hjá sjálfri mér, og fannst exem- og psori- asisblettir fráhrindandi. Þau nei- kvæðu viðhorf sem psoriasis- og ex- emsjúklingar verða varir við í dag spanna allt frá augngotum yfir í að fólki þyki ekki viðeigandi að ein- staklingar með sjúkdómana láti sjást í blettina, eða að þau eigi t.d. ekki að fá að vinna í kringum matvæli.“ Áætlað er að um 2-3% landsmanna séu með psoriasis, og um 10% hafi ex- em. „Það getur verið erfitt að finna nákvæmar tölur því á meðan psorias- is er langvinnur og ólæknanlegur bólgusjúkdómur þá er exem sjúk- dómur sem kemur stundum aðeins fram tímabundið, s.s. barnaexem eða exem sem kemur fram vegna ofnæm- is. Einkennin eru mismikil, og koma fram á mismunandi stöðum á lík- amanum. Sjálf hef ég alltaf talið mig heppna að mitt psoriasis er takmark- að við olnbogana og neðsta hluta ökklans, en einkenni í húð geta t.d. birst í andliti, hársverði, í nára og handarkrikum og getur þá valdið miklu meiri óþægindum og verið mun sýnilegri.“ Psoriasis ekki húðsjúkdóm- ur heldur bólgusjúkdómur Ingibjörg segir stóru byltinguna í meðferð psoriasis hafa verið þegar læknavísindin áttuðu sig á að um bólgusjúkdóm er að ræða en ekki húðsjúkdóm, þó að einkennin komi fram á húðinni. Bólguna má rekja til ónæmiskerfisins og í tilviki psoriasis byrjar líkaminn að mynda mótefni gegn sjálfum sér svo að bólga fram- kallast. Hafa nú verið þróuð ný lyf sem reyna að vinna bug á bólgunni, og þannig draga úr einkennunum. Meðferð fer þannig fram að fyrst er byrjað á hefðbundnum úrræðum: „Ef einkennin eru ekki orðin þeim mun meiri þegar fyrst er leitað til læknis þá er fyrst veitt svæðisbundin meðferð með kremum, smyrslum eða sterakremum. Ef það dugar ekki tek- ur við ljósameðferð þar sem ein- staklingurinn þarf að koma nokkrum sinnum í viku í stutt UVB ljósaböð,“ Einkenni psoriasis og exems geta komið fram nánast hvar sem er á húðinni. Ný lyf hafa valdið byltingu Með bættum skilningi á eðli psoriasis og exems urðu til betri lyf sem gripið er til ef hefðbundin meðferð dugar ekki. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ingibjörg Eyþórsdóttir segir Ingibjörg en Spoex sér meðal annars um rekstur psoriasis- og ex- em-göngudeildar í Bolholti þar sem meðferðin fer fram. Tekur ljósa- meðferðin aðeins nokkrar mínútur í senn. „Ef ekki gefst nægilegur ár- angur með ljósameðferð eru gefin lyf, og dugi þau ekki til þá má undirgang- ast líftæknilyfjameðferð sem er nýj- asta og áhrifaríkasta úrræðið.“ Líftæknilyfin eru notuð síðust því meðferðin er mjög kostnaðarsöm. „Lyfið er þá oftast gefið í æð á sjúkrahúsi og undir eftirliti sérfræð- inga, eða að sjúklingur lærir að gefa sér lyfið sjálfur undir húð. Líf- tæknilyfin eru öflug en meðferðin getur kostað 2-3 milljónir á ári fyrir hvern sjúkling,“ segir Ingibjörg. „Hafa líftæknilyfin ekki síst haft mikla þýðingu fyrir fólk með psorias- isgigt, sem er mjög illskeytt afbrigði gigtar og gat áður fyrr skert lífsgæði fólks verulega.“ Ekki er að fullu ljóst hvað ræður því hverjir fá psoriasis og exem en erfðir virðast stundum leika hlutverk. Ingibjörg segir að oft komi einkennin fyrst fram eftir að álag hefur verið á ónæm- iskerfið. „Margir verða fyrst varir við einkenni eftir streptó- kokkasýkingu eða hálsbólgu, en hafa ekki kennt sér neins meins í húðinni fram að því,“ segir hún. „Nokkrir þættir eru taldir geta aukið líkurnar á að fá sjúkdóm- inn, s.s. streita, reykingar, of- þyngd, veiru- eða bakteríusýk- ingar og fjölskyldusaga.“ Þar sem um bólgusjúkdóma er að ræða þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að vera vakandi fyrir því að þeir eiga á hættu á að þróa með sér aðra sjúk- dóma, s.s. hjarta- og æða- sjúkdóma, psoriasisgigt og Chron‘s-sjúkdóm (svæð- isgarnabólgu). Þá eru líka aukn- ar líkur á að þeir þrói með sér sykursýki. Hver sem er getur fengið exem eða psoriasis HÆTTA Á ÖÐRUM BÓLGUSJÚKDÓMUM HEILSA Vísindamenn við Háskólann í Lundi hafa uppgötvað að til eru fimm tegundir afsykursýki í fullorðnum, en ekki tvær eins og áður var haldið. Tegundirnar eru ólík- ar á marga vegu og bregðast á misjafnan hátt við meðferð. Fimm tegundir sykursýki en ekki tvær 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018 Starfsmannafatnaðu fyrir hótel og veitingahú Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina Rúmföt og handklæð fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjór r s i nandann 86 ÁRA Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is 32.500kr HILLA MEÐ SNÖGUM 24.900kr GLERBOX 3.600kr BEKKUR Ljósmynd / Spoex

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.