Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018 F ormaður Samfylkingar, sem tyggur talið um „leyndarhyggjuna“ upp eftir for- manni Viðreisnar, sem virtist þó eiga um hríð meira undir því, en flest venju- legt fólk mun nokkru sinni eiga, að „leyndarhyggjan“ héldi. Fyrri formað- urinn var að tala um vopnaflutninga á vegum flug- félags sem flýgur undir íslenskum fána. Vildi hann endilega að fjármálaráðherra viðurkenndi sök varð- andi eldfima frakt sem þetta flugfélag flaug með í sam- ræmi við uppáskrift „Samgöngustofu“. Það fyrirbæri er einmitt eitt af mörgum þar sem ætlast er til að vald- ið fari frá þeim sem alla ábyrgð ber yfir á einhvern „faglegan“ sem enga ábyrgð ber. Logi formaður hefur sennilega farið mannavillt að auki og ekki hitt á sam- gönguráðherrann. Fjármálaráðherra gat þess að hann væri ekki með nefið ofan í farmskrám. Nú vill þannig til að fyrir skömmu átti Samfylkingin, áður en hún skrapp saman, sitt fólk í fjármálaráðuneytinu og kannski hefur það litið í lestarnar. Inn og út um dyrnar og stundum sömu leið Reyndar gilti það um hina furðulegu ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur að algengt var að ráðherrar stöldruðu við í ráðuneytum í svo sem eitt ár og sumir komu og fóru úr ráðuneytum og svo var sífellt verið að skipta um nöfn á ráðuneytunum, laga þau að tiktúrum „hreinnar vinstristjórnar“ þótt sjaldnast þýddi það neinar breytingar. Upp úr krafsinu hafðist þó það að almenningur ratar miklu verr um stjórnkerfið en áður. Kannski var það markmiðið. Eftir að R-listinn tók við borginni og steypti skuld- litlum borgarsjóði í hrikalegar skuldir þá skipti það upp stofnunum og verksviðum og breytti nöfnum og viðfangsefnum svo allir sem ætla sér að eiga erindi við Reykjavíkurborg þurfa helst að byrja á því að ráða sér leiðsögumann, eins og þeir séu að fara á fjöll. Þannig þótti alls ekki við hæfi að búa lengur við dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Því var breytt í dómsmála- og mannréttindaráðuneyti eftir átta mánuði og svo aftur breytt í innanríkisráðuneyti nokkrum mánuðum síðar. Katrín Jakobsdóttir var menntamálaráðherra í átta mánuði og þá varð hún mennta- og menningar- málaráðherra eftir það þótt ekkert breyttist við það í ráðuneytinu sem skipti máli. Gylfi Magnússon var viðskiptaráðherra í átta mánuði og svo efnahags- og viðskiptaráðherra í 11 mánuði. Árni Páll Árnason varð félags- og tryggingamálaráð- herra í rúma 15 mánuði og svo efnahags- og við- skiptaráðherra í aðra 15 mánuði en fékk ekki að sitja í ríkisstjórn út kjörtímabilið. Ögmundur varð heilbrigð- isráðherra og gegndi því í átta mánuði og fór þá úr rík- isstjórn. Álfheiður Ingadóttir varð þá heilbrigð- isráðherra og gegndi því í 11 mánuði. Ögmundur kom þá aftur inn og varð dómsmála- og mannréttinda- ráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og gegndi því í þrjá mánuði, þegar hann vaknaði einn morguninn sem innanríkisráðherra. Fjarri því er að allt þetta stórbrotna hringl um ráðuneytin sé þar með upptalið. Logi, líttu þér nær áður en þú ferð yfir akur En lofað hafði verið að rifja upp fyrir Loga samfylk- ingarformanni að flokksmenn hans gegndu um hríð fjármálaráðherraembætti í ríkisstjórn Jóhönnu. Oddný Harðardóttir, síðar einn af fjölmörgum for- mönnum Samfylkingarinnar, varð fjármálaráð- herra í árslok 2011. Hún gegndi því átta mánuði og varð þá fjármála- og efnahagsráðherra. Því gegndi hún í einn mánuð! Þá fór hún úr ríkisstjórn og Katr- ín Júlíusdóttir varð fjármála- og efnahagsráðherra og gegndi embættinu í tæpa átta mánuði. Ekkert skal fullyrt um það hér hversu vel þessir ráðherrar Samfylkingar í fjármálaráðuneyti og fjármála- og efnahagráðuneyti lásu farmskjöl flug- véla og væntanlega þá einnig skipafélaganna. En það eru hæg heimatökin fyrir Loga að forvitnast um það. En við þá mynd sem blasir við þegar horft er á þessa dæmalausu hringekju um og inn og út úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þá þarf engan að undra að klaufaspörkin hafi orðið fleiri en hólar í Vatnsdal. Það virðist hafa verið viðhorfið að rétt væri að hafa ráðherra í starfsnámi í skamman tíma og láta þá svo fara í tæka tíð áður en hætta væri á að þeir hefðu lært eitthvað og gætu látið að sér kveða. Það var margt skrítið við þessa ríkisstjórn Jó- hönnu en hún var sú eina sem bjó við sérstakar siðareglur frá Bifröst. Hafi verið eitthvað annað en froðan ein í þeim reglum, sem ekki er ástæða til að ætla þá myndu þeir sem fylgdust með störfum þess- arar furðustjórnar ímynda sér að plaggið væri trosnað og úr böndum eftir þrotlausar flettingar. En ekki er þekkt nokkurt dæmi þess að siðaregl- urnar hafi nokkru sinni verið opnaðar. En hitt er auðvitað sjónarmið að það tekur tíma fyrir lærlinga í ráðuneytum sem annars staðar að ná þeirri þjálfun að geta látið til sín taka með sjálfstæðum hætti. Það gildir um alla sem taka óvænt við nýju starfi. Og þá sérstaklega um þann sem hefur ekki áður fengið þjálfun í sambærilegu starfi. Maður sem dettur snögglega inn í að verða leiðtogi í stóru ráðuneyti þarf á öllu sínu að halda. Hann kemur einn (með einn eða tvo enn óreyndari aðstoðarmenn) inn á sína skrifstofu. Þar eru menn á fleti fyrir. Þeir þekkja hvern krók og kima. Þeir búa yfir leynd- armálunum og skammta þau naumt úr hnefa. En þeir eru fyrst og síðast mjög meðvitaðir um það að ráðherra kemur og ráðherra fer. Í tíð Jóhönnu skiptust einir 16 menn á að vera ráðherrar og sumir komu inn og fóru oftar en einu sinni og flestir þeirra flögruðu úr einu ráðuneyti í annað og sífelldar nafnabreytingar á ráðuneytunum voru ekki til að bæta það. Þannig tókst betur en í nokkru ráðuneyti öðru að halda mönnum óöruggum og kunnátt- ulitlum nær allan líftíma stjórnar Jóhönnu. Stjórnandi eða stengjabrúða Það er um margt rétt skilgreining að ráðuneyti geti ekki haft neitt annað viðhorf en það sem ráðherrann hefur eða samþykkir og í orði kveðnu a.m.k. lúti ráðu- neytið stjórn ráðherrans. En ráðherra sem kemur inn sem lærlingur í ráðuneytið og fær aldrei tóm til að ná áttum getur allt eins orðið fórnarlamb þess eins og for- ystusauður. Mörg dæmin eru þekkt um það úr sögunni að yf- irmenn ráðuneytis hrúgi á ráðherra skýrslum og út- tektum sem aldrei hefur staðið til að gera neitt með og setji honum allt að því fyrir. Ýtt er undir óþarfar ut- anferðir. „Hann truflar þá ekki á meðan,“ er sagt góð- látlega. „En þetta á maður ekki að segja, það hafa aðr- ir flækst mun meira fyrir en hann.“ Tengsl ráðuneytisins við allar undirstofnanir þess fara fram í „gegnum“ æðstu embættismenn þess og stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðir um það að ráðherrann kemur og fer en embættismaður í efstu lögum fer hvergi. Ráðherra, sem áttar sig ekki á því hvar trúnaðurinn í ráðuneytinu liggur, hvað sem fag- urgala um vilja ráðherrans líður, og tekur ekki fast á því, á sér litla eða enga von. Þess utan þá hefur á síðustu árum jafnt og samfellt verið grafið undan möguleikum þessa eina einstaklings sem kemur með lýðræðislegt umboð inn í þessa háborg Illa grundað hættuspil endar ekki vel ’ Um forseta Íslands segir stjórnarskráin að hann sé ábyrgðarlaus af stjórn- arathöfnum. Það hefur hingað til verið talið þýða að þar með sé hann valdalaus í sömu efnum. Nú telja menn sig hafa breytt stjórn- arskránni með almennum lögum þannig að ráðherra mikilvægs málaflokks beri fulla ábyrgð á mannaráðningum en valdið hafi verið fært góðkunningjum úti í bæ sem enga ábyrgð bera. Reykjavíkurbréf02.03.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.