Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 31
kerfisins. Stjórnsýslulög, sem þóttu mikið framfara-
spor á sínum tíma, hafa ekki að öllu leyti reynst vel og
þungi skrifræðisins hefur aukist mjög með tilkomu
þeirra, ekki síst fyrir það hvernig þau hafa verið túlk-
uð. Þau eru túlkuð sífellt þrengra. Embætti umboðs-
manns Alþingis hefur þróast í að setja skrifræði stjórn-
sýslunnar jafnan í öndvegi. Embætti gefur sér að
óþrjótandi tími gefist til að kalla eftir álitum og um-
sögnum og síðar hafa bæst við lög sem gefa þeim aukið
vægi. „Ráðgjöf“ embættismanna er sífellt að færast
meir í þann klassíska farveg að vera ekki ráðgjöf held-
ur plagg sem hægt er að draga fram, verði óvæntur
órói, til að vernda afturendann á þeim sama embættis-
manni. Og svo er það gert tortryggilegt, jafnvel af
þingmönnum (!) hafi ráðherrann ekki auðsveipur gert
sjónarmið embættismannsins að sínum. Ráðherrann á
engan kost annan en að varast slíka embættismenn
eins og heitan eldinn. Embætti sem ruglar skriffinnsku
og oft óþarfa skriffinnsku, saman við sanngjarna og
skilvirka stjórnsýslu, vinnur skemmdarverk frá
morgni til kvölds.
Þrjár doktorsgráður en kann
ekki að svara í síma
Mannaráðningar og ofurtrú á þykkustu umsóknirnar,
umvafðar ótal prófgráðum og doktorsritgerðardoðr-
anti sem enginn maður mun nokkurn tíma lesa óþving-
aður er uppskriftin núna.
Á pappírnum, svo ekki sé talað um í reiknistokknum,
getur allt litið vel út.
En þar er ekkert um mannleg samskipti, um frum-
kvæði, sjálfstæði, einurð, heiðarleika og stjórn-
skipulega tryggð. Maðurinn, sem ber alla ábyrgð á
ráðningunni, á að kynna sér plögg og álit vel, en hann á
fyrst og síðast að kynna sér vel persónulega þá örfáu
umsækjendur sem koma helst til álita. Stjórnarskráin
hefur sett alla ábyrgðina á hans herðar. Það er grund-
vallarlögmál sem ekki má brjóta að valdinu fylgir
ábyrgð og ábyrgð vald. Telji menn rétt að breyta því
þá er ekkert við því að segja. Þá breyta þeir stjórn-
arskránni í þá veru og segja að hinir andlitslausu og
ábyrgðarlausu skuli fá það vald sem stjórnarskráin
hefur hingað til ekki ætlað þeim. Stjórnarskráin er
herra laganna en nú er svo komið að sá herra á engan
vin. Það er meiriháttar áfall fyrir þjóðina. Yfirskriftin
um að enginn sé dómari í eigin sök, í merkingunni að
við það ráði enginn, þarf ekki að vera sönn. Það er ein
fámenn stétt í landinu sem býr við meira starfsöryggi
en allar aðrar stéttir og á það sameiginlegt með guði að
það nær enginn til hennar. En hún þarf að sýna fólkinu
í landinu, sem vill treysta henni að hún hafi líka burði
til að vera dómari í eigin sök. Því þessi stétt þarf ekki
að uppfylla neitt annað markmið en að verðskulda
traust.
Um forseta Íslands segir stjórnarskráin að hann sé
ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Það hefur hingað til
verið talið þýða að þar með sé hann valdalaus í sömu
efnum. Nú telja menn sig hafa breytt stjórnarskránni
með almennum lögum þannig að ráðherra mikilvægs
málaflokks beri fulla ábyrgð á mannaráðningum en
valdið hafi verið fært góðkunningjum úti í bæ sem
enga ábyrgð bera.
Engin fyrirstaða. Ekki
mishæð í flatneskjunni
Sennilega er meginástæðan fyrir því að lagt er í slíkan
leiðangur sú að stjórnmálin í landinu eru nú sem höf-
uðlaus her og þess gætir mjög í þinginu. Það hefði eng-
inn leyft sér að setja slíkan hælkrók á lýðræðið ef
menn eins og dr. Bjarni Benediktsson, Gunnar Thor-
oddsen og Ólafur Jóhannesson ættu enn sæti í þing-
salnum.
Þingheimur hefur hvað eftir annað verið með upp-
hlaup yfir því að framkvæmdavaldið sé yfirþyrmandi
gagnvart löggjafarvaldinu. Þó er hið íslenska fyrir-
komulag þannig að eftir hverjar kosningar gerir þingið
atlögu að höfuðstöðvum framkvæmdavaldsins og send-
ir þangað þingmenn (oftast) til að verða æðsta yf-
irmann í öllum ráðuneytum.
Og það er ekki hinn mjög svo rægði „fjórflokkur“
sem efast má um að sé til, sem mætt hefur galvaskur í
stjórnarráðið. Ekki aldeilis. Eftirfarandi flokkar hafa á
stuttu skeiði skipað mönnum í ráðherrastóla:
Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur
Björt framtíð
Borgaraflokkur
Framsóknarflokkur
Samfylking
Sjálfstæðisflokkur
Viðreisn og
Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Án þess að gerð hafi verið á því athugun skal giskað
á að ekki hafi ráðherrar komið frá svo mörgum flokk-
um að ríkisstjórnarborði víða annars staðar.
Ekki er frítt við að þingmenn úr öllum þessum flokk-
um hafi ónotast yfir því að framkvæmdavaldið eigi alls
kostar við löggjafarvaldið. En svo kemur sama fólkið í
pontuna og segist telja sig sjá merki um það að ráð-
herra hafi ekki í hvívetna hlýtt undirmönnum sínum.
Og þeir standa á haus í þingsalnum af aðdáun þegar
því er haldið fram utanþings og jafnvel í íslenskum
dómsal að nefnd úti í bæ eigi að ráða því endanlega en
ekki ráðherrann, sem hefur að auki samþykki þing-
heims!
Auðvitað verður öllu sómakæru fólki ómótt þegar
það sér fyrst valdseilingarmenn sem kunna sér ekki
hóf.
Fólkið horfir hrætt á að stjórnarskráin virðist ekki
eiga neinn vin, en í hverjum stjórnarmyndunarviðræð-
unum af öðrum er látið undan óvitum sem ganga með
þá meinloku að fyrir alla muni þurfi að breyta henni í
útþynntan óskalista. Óskalista sem þeim er þá vænt-
anlega slétt sama um hvort sé tekið mark á eða ekki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31