Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 34
LESBÓK Um helgina eru síðustu forvöð að skoða „Þetta vilja börnin sjá“ íGerðubergi. Á sýningunni eru myndverk 14 íslenskra myndlistar-
manna úr alls 17 barnabókum og er sýningin fyrir alla fjölskylduna.
Sýningu bókamynda lýkur
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
Það er trend í fjölskyldunni að geta ekkikomið inn í sýningarsal án þess aðreyna að fylla hann,“ segir myndlistar-
maðurinn Björn Roth og brosir þegar haft er á
orði að hann hafi komið með yfrið nóg af verk-
um að setja upp á sýningunni sem hann opnar
í BERG Contemporary á Klapparstíg 16 í dag,
laugardag, kl. 17.
Sýninguna kallar Björn Taugasallöt 2009-
2018. Þar getur bæði að líta raðir vatnslita-
verka og olíumálverk; minni og eldri málverk í
innri salnum en fjögur stór og splunkuný taka
á móti gestum. Þetta er fyrsta sýning Björns í
BERG Contemporary en listrænn ferill hans
spannar rúma fjóra áratugi. Hann hófst með
tilraunakenndum, sjónrænum tónlistargjörn-
ingum í lok áttunda áratugarins og þróaðist
fljótlega í umfangsmikið og náið samstarf með
föður Björns, Dieter Roth, einum áhrifamesta
myndlistarmanni síns tíma á alþjóðlegum vett-
vangi. Eftir lát Dieters fyrir nær tuttugu árum
hefur Björn unnið með dánarbúið, í samvinnu
við gallerí þeirra feðga erlendis. Hefur hann
sett upp sýningar og verk þeirra í virtustu
söfnum og sýningarsölum út um lönd, í seinni
tíð með sonum sínum, Oddi og Einari Roth. En
á milli hefur Björn gefið sér tíma til að vinna
að sinni eigin sköpun, eins og verkunum sem
hann sýnir nú. En hvaða verk eru þetta?
„Í gegnum árin hef ég mikið haldið til í Loð-
mundarfirði og í Bryggjuhúsinu mínu á Seyð-
isfirði og ekki með nein sérstök plön um að
mála, teikna eða vinna að slíkum verkefnum,“
svarar hann. „Ég elska þessa staði, er alltaf
með heimþrá til Austurlands og hlakka til að
láta mér líða vel þegar ég er þar. En ég er líka
alinn upp við það að vera alltaf að mála, teikna
og græja eitthvað. Þess vegna er ég alltaf að
vinna að einhverju fyrir austan, ekki að nein-
um sérstökum verkefnum, en dagarnir líða
ekki án þess að ég vinni eitthvað með litum eða
rissi eitthvað. Eins er það þegar ég er í vinnu-
stofunni minni á Álafossi, ef ég er ekki að und-
irbúa með sonum mínum einhver verkefni,
sem venjulega eru sett upp eða flutt erlendis,
þá mála ég þar einn út af fyrir mig. Þar mála
ég í olíu en í vatnslitum fyrir austan.“
Í rauninni sjálfsþerapía
Björn segir taugasallötin sem gefa sýningunni
heiti vera vatnslitamyndirnar sem hann hefur
unnið fyrir austan. Þegar hann var undir álagi
í vinnu og einkalífi hafi hann róast með því að
sitja við á kvöldin og næturnar og gera þessar
myndir. „Í rauninni er þetta sjálfsþerapía,“
segir hann. „Ég sá þetta líka hjá föður mínum,
þegar hann tók sér blýant í hönd og byrjaði að
teikna þá urðu oft til svona grúppur. Maður
heldur áfram og áfram og það losnar um það
sem hefur hvílt á manni og maður róast …
Þessu vinnulagi hefur líklega líka verið
haldið að mér því móðir mín er listþerapisti,“
bætir hann við en Sigríður Björnsdóttir var
frumkvöðull á því sviði hérlendis.
„Þegar maður hefur setið allan daginn á
skrifstofunni, í símanum og skrifað tölvupósta,
að væla í fólki og þrasa eitthvað, fjármagna
verkefni og biðja um réttlæti eða eitthvað ann-
að – sem er það sem maður gerir á skrifstofu-
tíma – þá er gott þegar kvöldið kemur og nótt-
in að vera einn með sjálfum sér mála og
teikna; fyrr en varir, þegar ég stoppa, er kom-
in grúppa af einhverju litskrúðugu og ég finn
fyrir létti. Og get farið að sofa, áður en nýr
dagur tekur við með nýju streði – þetta eru
taugasallötin …“
Að heillast af hugarheimi Dieters
Í samtali um olíumálverkin kemur í ljós að þau
eldri hafa verið lengi í vinnustofu Björns, verið
þar eins og heimalningar „í einhver ár,“ segir
hann, og þar hefur hann unnið reglulega í
þeim, „klappað þeim og strokið við og við
gegnum árin“, eins og segir í texta sem fylgir
sýningunni úr hlaði.
„Ég ákvað síðan að gera eitthvað sérstakt
fyrir þessa sýningu og það eru stóru verkin
fjögur sem taka á móti fólki. Ég lagðist í vík-
ing á vinnustofunni fyrir tveimur vikum og
vann að þeim á næturnar; þessi málverk eru
þaulunnin og einskonar samantekt á öllu hinu
sem má sjá á sýningunni. Í þeim má sjá birtast
aftur þær sjónrænu hugmyndir sem ég vinn út
frá í hinum verkunum.“
Þeir sem fylgjast með alþjóðlegum miðlum
sem fjalla um myndlist sjá að verk Dieters
Roth, og þau sem þeir Björn unnu saman, eru
sett upp á sýningum víða. Og eins og gefur að
skilja er í mörg horn að líta hjá Birni í kring-
um sýningarhaldið. Er ekki erfitt fyrir hann
að finna tíma til að vinna sín eigin verk sam-
hliða?
„Ég er mikið spurður að þessu – en þetta
rennur allt í eitt.“ Og Björn nefnir sem dæmi
hvernig tíma sínum hafi verið varið undan-
farna mánuði. „Frá áramótum vann ég í
Zürich að uppsetningu á mjög stórri sýningu á
verkum föður míns en hún var opnuð 18. jan-
úar. 21. janúar var ég kominn austur á Seyðis-
fjörð að taka á móti listaháskólanemum á
tveggja vikna námskeið; 6. febrúar var ég
kominn hingað suður að undirbúa þessa sýn-
ingu hér, meðal annars með því að ramma inn
með syni mínum tæplega hundrað myndir og
mála þessi stóru olíumálverk. Þau eru rétt að
þorna! Í byrjun apríl þarf ég að vera kominn
erlendis aftur að vinna að stóru verkefni og
verð við það í tvo mánuði. Svona rekur þetta
sig áfram.“
Því þessi verk ykkar Dieters Roth eru ekki
þess eðlis að hægt sé að senda þau í kössum
milli safna og hver sem er geti sett þau upp.
„Nei, þetta er létt vandamál,“ segir Björn
og brosir. „Og málin hafa þróast þannig að
synir mínir eru komnir á fullt í þetta með mér.
Og án þess að ég hafi ýtt á þá – þetta gerðist
átómatískst enda voru þeir strax flinkir og
áhugasamir unglingar. Það var ekki síst afi
þeirra sem smitaði þá af áhuganum, þeir unnu
að myndverkum með honum og það var ekkert
venjulega skemmtilegt að vera með gamla
manninum! Sama kom fyrir þá og kom fyrir
mig þegar ég var strákur, að heillast af hugar-
heimi Dieters. Án þess að ég vissi af vorum við
allt í einu farnir að vinna saman – en svo á ég
mín einka-taugasallöt sem ég vinn að á milli,“
segir Björn.
„Ég ákvað síðan að gera eitthvað
sérstakt fyrir þessa sýningu og
það eru stóru verkin,“ segir
Björn Roth um málverkin sem
taka á móti gestum.
Morgunblaðið/Einar Falur
„Maður heldur áfram og áfram“
„Þetta eru taugasallötin,“ segir Björn Roth um raðir vatnslitamynda á sýningunni sem hann opnar í BERG Contemporary.
Og hann sýnir líka eldri olíumálverk og nokkur stór og splunkuný og segist alltaf vera „að mála, teikna og græja eitthvað“.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’Ég sá þetta líka hjá föðurmínum, þegar hann tók sérblýant í hönd og byrjaði aðteikna þá urðu oft til svona
grúppur. Maður heldur áfram og
áfram og það losnar um það sem
hefur hvílt á manni og maður
róast …