Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 36
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Arndís Jóhannsdóttir ásta créative clothes
Sunna Sigfríðardóttir
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
LESBÓK
Kvikmyndir Eitt eftirminnilegasta klúð-
ur Óskarsverðlauna fyrr og síðar varð á
síðasta ári þegar Warren Beatty og Faye
Dunaway tilkynntu vitlausa mynd sem
sigurvegara í flokki bestu mynda, La La
Land, sem vann alls ekki heldur Moon-
light. Það var að vísu ekki við þau að sak-
ast heldur rugling á umslögum hjá öðr-
um starfsmönnum en engu að síður
vekur það athygli að í ár ætla þau að
mæta aftur til leiks og kynna sama flokk. Á vef TMZ kemur fram að Bonnie og Clyde parið sé
að æfa sögulega framkomu og spurningin er hvort þau gantist eitthvað með umslögin eða vísi í
atvik síðasta árs. Dunaway hefur sagt frá því í viðtölum að hún hafi upplifað mikið sam-
viskubit eftir atvik síðasta árs en nú sé auðveldara að hlæja að því ári síðar.
Snúa aftur með atriði
Warren Beatty og Faye Dunaway eru tilbúin í slaginn.
Tónlist Meghan Trainor tókst á við mikið
þunglyndi og kvíða eftir að hún neyddist til að
leggjast undir hnífinn og gangast undir aðgerð
á raddböndum sínum árið 2016. Hún óttaðist að
ferli sínum gæti verið lokið. Í viðtalsþættinum
The Dan Wootton Interview podcast sagði hún
frá því hvernig kvíðaköstin gátu tekið þrjá
daga samfellt og hún hefði upplifað sig bæði
mjög andlega og líkamlega veika. Hún hefði
fyrst komist að því hvað hrjáði hana þegar hún
fór til læknis og sagðist óttast að hún væri
með ofnæmi fyrir einhverju, en þá kom í
ljós að kvíðinn hafði svona mikil líkamleg
áhrif.
Meghan Trainor hefur þurft að
takast á við mikinn kvíða. AFP
Taldi kvíða vera ofnæmi
Elen DeGene-
res varð fræg
fyrir að taka
hópsjálfu á
verðlaunahátíð-
inni.
Það er ekki tilviljunum háð að
Billy Crystal hefur verið kynnir
Óskarsverðlaunanna árin 1990-93,
1997-1998, 2000, 2004 og 2012. Hann
lendir yfirleitt í efstu sætum allra
lista yfir bestu Óskarsverðlauna-
kynnana. Skiptir þá engu þótt sum-
um finnist frammistaða hans síðast,
2012, ekki hafa verið á við þær fyrri,
hann er samt kóngurinn. Ástæðan
segja margir vera að fyndni hans er
hlýleg og svo er svo einstaklega auð-
velt að láta sér líka við hann að þótt
hann fari í grófan brandara er hann
samt hlýlegur.
Næstu kynnar eru ekki eft-
irminnilegir af því þau þættu svo
góð, þvert á móti þá lenda James
Franco og Anne Hathaway jafnan í
því að vera útnefnd sem verstu
kynnar fyrr og síðar, vandræðalega
vondir. The Wrap gekk svo langt að
segja að Franco hefði verið líkt og í
dauðadái á sviðinu og Hathaway
reyndi að redda málunum með því
að vera hress, en ofgerði hressileik-
anum svo að samspil þeirra varð eins
og einn stór brandari. Gestir botn-
uðu oft hreinlega ekki í hvað þau
voru að segja og reyna að gera.
Steve Martin hefur tvisvar
kynnt Óskarsverðlaunin og hlotið lof
í lófa fyrir. Martin hefur þessa stó-
ísku ró sem kynna skortir stundum,
og fyndni hans nýtur sín á fágaðan
og áreynslulausan hátt, hann kann
sig og veit nákvæmlega hversu langt
hann má ganga.
Whoopi Goldberg hefur gert
allar þær fjórar hátíðir sem hún hef-
ur kynnt, 1994, 1996, 1998 og 2002,
eftirminnilegar. Ekki bara með því
að vera skemmtileg og fyndin heldur
leggur hún alltaf svolítið aukalega í
sýninguna, með búningaskiptum í
ætt við Eurovision og ýmiss konar
góðlátlegri stríðni við samstarfsfólk
á sviðinu.
Ellen DeGeneres er eftirlæti
margra en hún var kynnir 2007 og
2014. Hún er afslöppuð og tekur upp
á ýmsu óvæntu og skemmtilegu, eins
og þegar hún smellti í hina frægu
hópsjálfu af sér og Óskarsgestum.
Sumum hefur þótt skorta á tilþrif í
hennar frammistöðu, það vanti flug-
eldasýningu en aðrir segja að hún sé
kynnir sem geti ekki mistekist og
falli öllum í geð.
Frá því að Hugh Jackman kynnti
Óskarsverðlaunin 2009 þykja fáir
hafa náð að fylla hans sæti. Kannski
geta það fáir, því ekki aðeins var
hann yfirmáta fyndinn heldur söng
hann og dansaði eins og hann væri
að leika í söngvamynd.
Seth MacFarlane kynnti hátíð-
ina 2013 og strax á fyrstu mínútum
þótti það ekki boða gott þegar hann
eyddi nokkrum mínútum í að tala
um hve slæmur kynnir hann yrði ef-
laust. Sem varð svo raunin. Mörgum
er í minni þegar hann flutti atriðið
Show us Your Boobs en í heild þóttu
brandarar hans óviðeigandi og með
hallærislegum kynferðislegum til-
vísunum.
Þrátt fyrir að Neil Patrick Harr-
is, sem sá um hátíðina 2015, hefði
staðið sig frábærlega á öðrum verð-
launahátíðum svo sem Emmy þá
birtist allt annar Harris á sviðinu á
Óskarsverðlaunahátíðinni og náði
sér aldrei á flug, ekki fyrr en með
töfrabrögðum alveg undir rest, en
þá höfðu heilir þrír tímar liðið í
fremur tilþrifalitlum leiðindum.
Chris Rock var kynnir fyrir
tveimur árum og einnig 2005. Rock
er einn þeirra góðu, hann potar í
áhorfendur, bendir á bleiku fílana í
gríni sínu, er orkumikill, léttur og
skemmtilegur.
Billy Crystal er í eftirlæti afar margra sem besti kynnir fyrr og síðar.
AFP
10 eftirminnilegir
Óskars-kynnar
Afhending Óskarsverðlaunanna verður sýnd næstu nótt, aðfaranótt mánu-
dags 5. mars. Kynnir kvöldsins er Jimmy Kimmell og snýr aftur eftir frábæra
frammistöðu í fyrra. Sunnudagsblað Morgunblaðsins skoðaði eftirminni-
lega kynna fyrr og síðar, slæma og góða.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Parið Anne Hathaway og James Franco áttu sögulega vonda frammistöðu sem
kynnar verðlaunanna, hann eins og dauðyfli og hún að reyna að redda málum.
Whoopi Goldberg gerir allt með stæl.
Steve Martin var háttvís og hans
fágaða fyndni naut sín vel.