Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 4. MARS 2018 www.husgagnahollin.is 558 1100 HELGAR SPRENGJA LÝKUR Á MÁNUDAG ACURA Borðstofustóll. Dökk­ grátt áklæði með svörtum stálfótum eða aski. Og svart leður með svörtum stálfótum eða aski. AFSLÁTTUR 50% Áklæði með stálfótum 17.995 kr. 35.990 kr. Áklæði með viðarfótum 19.995 kr. 39.990 kr. Leður með stálfótum 19.995 kr. 39.990 kr. Leður með viðarfótum 21.995 kr. 43.990 kr. 2ja sæta: 170 × 95 × 92 cm 259.994 kr. 399.990 kr. 3ja sæta: 225 × 95 × 92 cm 279.494 kr. 429.990 kr. Stóll 207.994 kr. 319.990 kr. AFSLÁTTUR 35%WARREN Sófasett frá Broyhill. Hágæða brúnt leður. TAXFREE HELGARSPRENGJU af allri SMÁVÖRU* og öllum STÓLUM* * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti. Gildir hvorki af Iittala né sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátt­ urinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Kristín Helga Kristinsdóttir fékk ung mikinn áhuga á hand- bolta, þökk sé föður hennar, og þau hafa margoft farið saman á landsleik. Hún hugsaði sér því gott til glóðarinnar þegar hún sá tvo landsleiki auglýsta; keypti á netinu miða á þann seinni, sunnudaginn 25. febrúar, og bauð föður sínum og systur með. „Ég sagði þeim að þetta væri mjög spennandi, Guðmundur [Guðmundsson] orðinn þjálfari og leikirnir umspil fyrir HM 2019. Pabba fannst það reyndar skrýtið, hélt það ættu ekki að vera leikir fyrr en í júní en ég sagði það ekki rétt; það stæði svart á hvítu að þetta væri umspil fyrir HM.“ Daginn fyrir leik sendi faðir Kristínar henni skilaboð. Hafði áttað sig á hvernig í málinu lá: þetta væri körfubolti! „Ég var búin að bíða spennt í heilan mánuð eftir handboltalandsleik en við fórum auðvitað, og höfðum rosalega gaman af. Þetta var einn mest spennandi körfuboltalandsleikur sem hefur farið fram!“ segir Kristín. Áhorfendur skemmta sér í Laugardalshöll. Að vísu á handboltalandsleik en það skiptir varla máli með þessari frétt! Morgunblaðið/Golli Það var þó handaíþrótt! Jón Arnór Stefánsson, besti íslenski körfubolta- maðurinn, í leiknum gegn Tékkum. Ólafur bróðir hans er besti handboltamaður Íslandssögunnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keypti miða á landsleik í handbolta og hafði gaman af – þótt það væri körfubolti „Það er gestkvæmt í Lista- mannaskálanum þessa dagana. Engin furða. Jóhannes Sveinsson Kjarval er þar á ferð með sýn- ingu á nýjum verkum, sem ekki hafa áður komið fyrir almenn- ings sjónir,“ sagði Valtýr Pét- ursson, myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, 19. febrúar 1961. Valtýr, gagnrýnandi blaðs- ins til áratuga, segir: „Megnið af þeim verkum er meistari Kjar- val sýnir að sinni hefur hann unnið síðustu ár, en einstaka málverk er frá eldri tíma. Það er ætíð mikill viðburður í listalífi Reykjavíkur, þegar Kjarval held- ur sýningu, og þótt hann hafi al- veg nýlega átt 75 ára merkisdag, verður ekki séð á þessari sýn- ingu, að aldur skipti nokkru máli fyrir þennan einstaka listamann. Hann er langt frá því að losa hald á penslinum, og sum þeirra verka, er hann hefur nýlokið við, eru með því bezta, er hann hef- ur gert. Um mosa og hraunmyndir Kjarvals er óþarft að spjalla. Hann hefur ekki yfirgefið þetta viðfangsefni sitt. Nú sýnir hann nokkrar slíkar myndir, sem hvergi gefa eftir, því er hann hef- ur áður gert, jafnvel freistast maður til að halda því fram, að hann hafi ekki áður verið eins til- þrifaríkur í mosa og hraunum og nú.“ GAMLA FRÉTTIN „Með því bezta“ Páll Ísólfsson tónskáld og Jóhannes Sveinsson Kjarval, til hægri, rýna í verk þess síðarnefnda á sýningu hans í Listamannaskálanum 16. febrúar 1961. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Helen Hunt bandarísk leikkona Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá embætti Landlæknis Jodie Foster bandarísk leikkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.