Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Ein helsta hetja nýafstaðinna vetrarólymp- íuleika, skíðagöngukappinn Johannes Høsflot Klæbo, var ekki fremstur í sinni íþrótt frá unga aldri. Þessi 21 árs gamli íþrótta- maður var fremur lágvaxinn sem krakki, þroskaðist seint og var ekki endilega líklegastur til afreka. Hann var raunar ekki einu sinni ákveðinn í því sjálfur fyrr en fyrir nokkrum árum að hann ætlaði að leggja skíðagöngu fyrir sig því hann hafði líka mikinn áhuga á fótbolta. Eftir að hann tók vaxtarkipp um 15 ára aldur fór honum að ganga betur á skíðunum og hæfileikar hans og elja komu betur í ljós. Hann æfði þó bæði fótbolta og skíða- göngu allt þar til hann tók þá ákvörðun 17 ára að leggja skíða- gönguna fyrir sig. Afi Klæbo gaf honum fyrstu gönguskíðin þegar hann var tveggja ára og afinn, Kåre Høsflot, Stórkostlegur árangur norskraíþróttamanna á Vetrarólymp-íuleikunum í Pyeongchang í Suð- ur-Kóreu hefur vakið athygli víða um heim. Norðmenn nældu sér í fjórtán gull- verðlaun, fjórtán silfurverðlaun og ellefu brons á leikunum. Alls 39 verðlaunapen- ingar rötuðu um háls Norðmanna og stærri þjóðir klóra sér nú í höfðinu yfir því hvernig þjóð sem telur aðeins fimm milljónir manna getur borið höfuð og herðar yfir þær sem eru margfalt fjöl- mennari eins og til dæmis Bandaríkin (320 milljónir), Þýskaland (83 milljónir), Bretland (66 milljónir), Suður-Kóreu og Kanada (36 milljónir). Menningin kringum íþróttirnar skipti máli Norðmenn sjálfir, bæði íþróttamenn og forsvarsmenn íþróttastarfs í landinu sem rætt hefur verið við í erlendum miðlum, telja að skýringar á þessum góða árangri megi fyrst og fremst finna í menningunni sem leitast hefur verið við að byggja upp í kringum allt íþróttastarf í landinu. „Okkar sýn er að íþróttir eigi að vera fyrir alla,“ segir Tom Tvedt, formaður norsku ólympíunefndarinnar, í samtali við breska blaðið Guardian á dögunum. „Áður en þú verður þrettán ára ættu íþróttir bara að snúast um að það sé gam- an. Við einblínum ekki á það hverjir vinna fyrir þann aldur. Í staðinn leggjum við alla áherslu á að fá börn til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi í ein- hverjum af okkar 11.000 íþróttafélögum. Og árangurinn er sá að 93% norskra barna stunda íþróttir reglulega hjá ein- hverjum þessara félaga.“ Að ná sem flestum iðkendum er mark- miðið og þannig telja Norðmenn sig bæði leggja grunn að bættri heilsu lands- manna og betri árangri á stórmótum, því með auknum fjölda iðkenda sé úr fleiri einstaklingum að velja þegar kemur að því að velja þá bestu úr til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar. En jafnvel þá, þegar komið er í alþjóðlegar keppnir milli landa, síast „allir-með-menningin“ inn hjá norsku íþróttamönnunum. Ólympíu- farar halda þétt hver utan um annan og leggja áherslu á vináttu og samstöðu í stað stjörnudýrkunar. Eða eins og silf- urverðlaunahafinn og ólympíufarinn Kjetil Jansrud orðaði það svo vel í viðtali: „Við sjáum enga ástæðu eða réttlætingu fyrir því að þú þurfir að vera skíthæll til að vera góður íþrótta- maður.“ Enga skíthæla í liðið, takk! Norðmenn voru sigurvegarar Vetrarólympíuleik- anna með 39 verðlaun. Í Noregi er áhersla lögð á að í íþróttafélögum séu sem flestir iðkendur, allir séu með en enginn keppi fyrr en 13 ára. Norðmenn vilja engan hroka hjá sínu íþróttafólki, samstaða er sett á oddinn en stjörnustælum úthýst. þjálfar piltinn enn þótt líklega hafi fleiri bæst í þjálfarateymið á síðari árum. Klæbo, sem sneri heim með þrjú ólympíugull frá Pyeongchang, er talinn gott dæmi um það að ekki skyldi leggja ofuráherslu á sérhæfða afreks- þjálfun barna of snemma. Tore Ovrebo, sem sér um afreksþjálfun hjá norska Ólympíusamband- inu segir til mikils að vinna að láta krakka ekki keppa í íþróttum of snemma. „Við viljum að þau þroskist og öðlist félagslega færni. Þau læra mikið af íþrótt- um. Þau læra mikið af því að leika sér. Þau læra mikið af því að vera ekki dæmd. Þau læra mikið af því að þurfa ekki að vera kvíðin. Og þannig líður þeim betur. Og þá er líklegra að þau haldi áfram.“ Aðdáendur Klæbo eru eflaust þakklátir fyrir að honum leið vel á æfingum sem barn og hélt áfram. Gulldrengurinn Johannes Hoes- flot Klæbo. AFP Ekki alltaf verið bestur AFP Norðmenn kunna að fagna og á Vetrarólympíuleikunum höfðu þeir ríka ástæðu til enda nældi norska keppn- isfólkið sér í 39 verðlaun, fleiri en nokkur önnur þjóð. Þeir vilja meina að það að hlúa vel að grasrótinni, þ.e. barna- og unglingastarfi íþróttafélaganna, sé lykilatriði í góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi. ’ Yfirburðirnir eru slíkir að ef liðið „Norðmenn sem heita Johannes“ væri skráð til keppni þá væri það lið í 10. sæti yfir flesta gullpeninga. Dan Wetzel, dálkahöfundur Yahoo Sports ERLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMUR Madeleine prinsessa eignaðist sitt þriðja barn á föstudag með eiginmanni sínum Christopher O´Neill. Fyrir eiga hjónin tvö börn, fædd 2014 og 2015. NORÐUR-KÓREA Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, bauð Donald Trump forseta Banda- ríkjanna á sinn fund og hefur sá síðarnefndi þekkst boðið. Jafnframt samþykkti Jong-un að stöðva kjarn- orku- og eldfl augatilraunir landsins. Vonir eru bundn- ar við að fundurinn bæti ástandið á Kóreuskaganum. BANDARÍKIN LOS ANGELES Klám- myndaleikkonan Stephanie Clifford hefur höfðað mál gegn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, þar sem samkomulag sem hann lét gera við hana um að þegja um sam- band þeirra sé ógilt vegna þess að Trump hafi aldrei skrifað undir samkomulagið um að hún þegði um samband þeirra gegn peningagreiðslu. TYRKLAND Tyrknesk yfi rvöld hafa nú sektað Ítala um tæplega 100.000 evrur eða um 12,3 milljónir íslenskra króna fyrir að reyna að smygla hvítum truffl um út úr landinu. Truffl ur eru taldar mikið hnossgæti og seldar dýrum dómum. Hundar eru notaðir til að þefa uppi truffl ur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.