Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Side 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Ný ríkisstjórn tók til starfaundir merkjum þess aðstyrkja Alþingi, auka sam- starf stjórnar og stjórnarandstöðu, slá nýjan tón og efla traust á stjórn- málunum. Þetta eru ekki eingöngu orð á blaði heldur einlægur ásetn- ingur. Ég hef heyrt ýmsa úr stjórn- arandstöðunni taka undir mikilvægi þessa, að vísu miseindregið. En þeg- ar á reynir má sjá hversu mikil al- vara er að baki. Sé pólitískur stund- arávinningur í boði stenst stjórnarandstaðan ekki þá freistingu að stunda hallærislegan skot- grafahernað og neðanbeltishögg. Þetta eru vonbrigði. Einstakur atburður Fyrir atburði vikunnar voru meira en 60 ár liðin frá því að vantrausts- tillaga var borin upp á Alþingi á hendur einum tilteknum ráðherra. Engar sérstakar takmarkanir eru á því hvert tilefni vantrausts getur verið. Samt hafði þetta bara gerst einu sinni áður á lýðveldistímanum, fyrir næstum mannsaldri. Hér er því um mjög óvenjulegan og í raun ein- stakan atburð að ræða. Hvers vegna hefur engin slík til- laga komið fram í meira en sex ára- tugi? Er það vegna þess að ráðherrar og embættisverk þeirra hafi verið óumdeild á þess- um tíma? Er það vegna þess að stjórnarandstæð- ingar hafi upp til hópa verið lið- leskjur og und- irlægjur allan þennan tíma? Auðvitað ekki. Ástæð- an er ósköp einfaldlega sú að þeir hafa tekið hlutverk sitt og ábyrgð al- varlega. Ráðherra tók mark á Alþingi í góðri trú Allir þingmenn vita að listi hæfnis- nefndar yfir dómara Landsréttar, sem Sigríður Andersen dómsmála- ráðherra breytti, hefði ekki farið óbreyttur í gegnum þingið. Hann hefði ekki verið samþykktur. Þing- menn, meðal annars liðsmenn núver- andi stjórnarandstöðu, kröfðust þess beinlínis að ráðherra myndi breyta listanum. Í þessu máli er grundvallaratriði að hafa í huga að það er óumdeilt að dómsmálaráðherra var í fullum rétti til að gera breytingar á dómara- efnum. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi gætt að rannsókn- arskyldu sinni eins og hún taldi full- nægjandi. Og Alþingi fékk tillögu ráðherrans til meðferðar og féllst á hana. Eina álitamálið snýr að því, sem ávallt hlýtur að vera matskennt, hvort málið hafi verið fullrannsakað. Það er sjálfsagt að læra af því þeg- ar dómar skýra gildandi löggjöf, sem gerist reglulega eins og við vitum. En að fullyrða að mat Hæstaréttar á því, að ráðherra hafi getað sinnt rannsóknarskyldu sinni betur, sé til- efni til að leggja fram vantrauststil- lögu er fyrirsláttur í pólitískum leik sem gerir lítið til að auka virðingu Alþingis, nema síður sé. Fyrst með, síðan á móti Málatilbúnaður þingmanna Við- reisnar er kapítuli út af fyrir sig. Þau studdu sem kunnugt er tillögu ráð- herrans um dómara en halda því núna fram að ráðherra hafi leynt þau upplýsingum sem gjörbreyti málinu. En um hvað snýst málið? Jú, Hæstiréttur segir að ráðherra hafi ekki rannsakað málið nógu vel. Eru það nýjar upplýs- ingar fyrir Viðreisn að efasemdir hafi verið um þetta? Nei, ekki aldeilis. „Við höfðum uppi verulegar efasemd- ir í umfjöllun okkar um málið, að það hefði ekki verið nægilega vel rann- sakað,“ sagði Þor- steinn Víglundsson sjálfur á Alþingi í umræðum um vantraustið núna í vikunni. Samt studdu þau tillögu ráðherrans á sínum tíma. Á fundi stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar á sínum tíma var ráð- herra auk þess beinlínis spurð út í ráðgjöf sem hún hefði leitað eftir, eins og fram kom í máli forsætisráð- herra á Alþingi í vikunni: „Það var spurt um þá ráðgjöf sem hæstvirtur ráðherra hefði sótt sér. Það gerði ég sjálf á fundi stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar. Það kom fram hjá hæstvirtum ráðherra að hún vísaði til eigin mats eins og hún hefur gert síðan þannig að þetta eru ekki nýjar upplýsingar í málinu,“ sagði for- sætisráðherra. Það sem hefur gerst nýtt í þessu máli er að umboðsmaður Alþingis hefur ákveðið að taka það ekki til sérstakrar skoðunar en hann hefur hins vegar boðað frumkvæðis- athugun á því mati hæfnisnefnda sem fer fram á hæfi umsækjenda um opinberar stöður. Ég fagna þeirri at- hugun. Það er svo hlutverk okkar stjórnmálamanna að fara yfir það hvort endurskoða þurfi reglurnar eða breyta verklagi. Vonandi eru sem flestir tilbúnir í þá vinnu. Fyrirsláttur ’Hvers vegna hefurengin slík tillagakomið fram í meira ensex áratugi? Er það vegna þess að ráð- herrar og embættisverk þeirra hafi verið óum- deild á þessum tíma? Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/Hari Rithöfundurinn Davíð Logi Sig- urðsson fór í Costco. „Jæja. Maður talar ekki illa um Costco. En í gærkvöldi greip ég í tómt í þriðja skiptið í röð þegar ég ætl- aði að næla mér í tojara – þið vitið, salernispappír. Matvæla- og heimilisvöruverslun sem ekki selur klósettpappír – getur hún talist á vetur setjandi?“ skrifaði hann á Facebook. Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir stjórnmálafræðingur er í Stokkhólmi: „Eyddi deginum í að þjálfa kosn- ingateymi sænsku verkalýðshreyfing- arinnar og eins og með allt sænskt voru vatnskönn- urnar fallegar og smart líka.“ Björn Teitsson deildi tengli í hópinn Samtök um bíllausan lífsstíl um væntanlegan matarmarkað í Skeifunni í sumar. „Frábært fram- tak í Skeifunni í sumar. Sérstaklega þar sem þetta hægir á umferð og e.t.v. munu skapast aðstæður f gangandi og hjólandi í fyrsta sinn í sögu Skeifunnar :) Þetta er allt að mjakast, við erum að verða að al- vöru borg <3“ Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur tjáði sig um lestur en hún deildi frétt um að við hættum of snemma að lesa upphátt fyrir börn. „Hvað með að snúa heima- lestrinum við í eina viku og láta börnin kvitta fyrir að einhver hafi lesið fyrir þau? Það má vera foreldri, kennari, systkini, afi, amma, nágranni, fót- boltaþjálfarinn, frænka heima í Póllandi (gegnum Skype) eða hver annar sem svarar kallinu.“ Franz Gunnarsson tónlistar- maður skrifaði um grát. „Smá innlegg um „grát“. Það er æðislegt og fallegt að ungir sem aldnir menn sýni raunverulega tilfinningar sínar hvort sem það er gert op- inberlega eða prívat. Það er öm- urlegt og lélegt að fólk noti grát sér til framdráttar hvort sem það er gert opinberlega eða prívat. Að blanda sjálfsvígum ungmenna inn í umræðu um grát í söngva- keppni er í besta falli absúrd. P.s. Ég er ekki að halda því fram að tilfinningaflæðið í söngvakeppn- inni hafi verið skipulagt plott til að veiða stig!“ Kristján Sigurjónsson, rit- stjóri ferðavefjarins Túrista, tur- isti.is, var á ferð og flugi og lenti í ævintýri á flug- velli. „Ég hef ekki oft náð augnkontakt við heimsfrægt fólk en nú hefur það gerst í tvígang á stuttum tíma. Og svo vandræðalega vill til að í bæði skiptin var ég að fara að létta á mér í Benelúx-landi. Fyrra skiptið var goðsögn úr fótbolt- anum á klósetti í Amsterdam og rétt áðan heimsfrægur sjónvarps- maður við pissuskál í Brussel. Af tillitssemi við þann síðari mun ég ekki nefna hann á nafn því sá gekk út án þess að þvo sér um hendur. Hann gengur núna um salinn og tekur í spaðann á aðdáendum sín- um.“ Fyrrverandi þingmaðurinn Paw- el Bartoszek er að velta leik- skólum fyrir sér og komst að eft- irfarandi stað- reynd. „Í Árbæ er leik- skóli sem heitir Árborg. Í Árborg er leikskóli sem heitir Árbær.“ AF NETINU Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggjamálning Dýpri litir - dásamleg áferð ColourFutures2018 Silver Shores Steel Symphony Faded Indigo

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.