Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018
Á Langholtsvegi 96, í stóru fjölskylduhúsi, bjó
fjölskyldan alla tíð frá því Vala fæddist. Föð-
urafi og -amma á efri hæðinni og síðar þegar
þau fóru á hjúkrunarheimili flutti föðursystir
Völu þangað. Elstu systurnar voru fluttar að
heiman þegar Vala kom til skjalanna en þrjú
systkini bjuggu enn heima.
Þegar þú talar um blankheit fjölskyldunnar,
hvernig lýstu þau sér?
„Það var ekki til peningur fyrir neinu auka-
lega, við fórum til dæmis aldrei til útlanda.
Maður hugsaði stundum; Guð, ef maður gæti
farið til Mallorca og fyllt skápinn af tyggjói eins
og fólk gerir. Heima hjá vinkonunum voru
skápar með lykli sem enginn mátti fara í því þar
var allt nammið frá Mallorca!“ Við tístum yfir
þessari sönnu tíðarandalýsingu 9. áratugarins.
„Við bróðir minn sváfum inni í herbergi hjá
mömmu og pabba, og ég alveg þangað til að ég
var 13 ára. Ég var í neðri koju og bróðir minn í
efri koju og við töluðum um hvað við myndum
gera ef við eignuðumst pening. Þá var það allt-
af mjög fínt hús sem við sáum fyrir okkur en
aðalatriðið var að það yrði gosbrunnur í garð-
inum, það var það flottasta. Hugsaðu þér, það
gat ekki orðið fínna!
En það var alltaf til nóg að borða og farið í
skemmtilegar útilegur um landið. Ég var alltaf
voða fín en ég var ekki í nýjum fötum. Mamma
keypti þau á flóamörkuðum, sem þykir nú
frekar sjálfsagt að gera í dag. Sumir myndu
segja að við hefðum verið fátæk en ég upplifði í
sjálfu sér aldrei að ég væri hræðilega fátæk.
Kannski var það líka bara að fólk barst minna
á á þessum tíma. En ég man enn útlandalykt-
ina þegar ég fór fyrst til útlanda 13 ára í sum-
arskóla með vinkonum mínum.“
Nágrannakonan borgaði ár í
tónlistarskóla
Vala segir að hún sé svolítið forn í fasi, vinum
hennar finnst hún gamaldags. Það hafi eflaust
eitthvað að gera með að hún ólst upp í húsi
með kynslóðum sem fæddar voru um 1900 á
efri hæðinni og svo eldri foreldrum og systk-
inum. Það er eitthvert töfraraunsæi í þessari
tilveru þeirra á Langholtsvegi, Isabel Allende,
við Vala erum eiginlega sammála um að það
þurfi að skrifa bók um fjölskylduna því sann-
arlega erum við bara að tæpa á stóru.
„Afi og pabbi byggðu húsið á Langholtsvegi.
Pabbi byggði svo síðar annað hús handa fjöl-
skyldunni við Ásenda en varð gjaldþrota þann-
ig að hann endaði á að flytja í kjallarann til afa
og ömmu, í húsið sem hann byggði með þeim
og svo bjuggum við þar alla tíð. Húsið var
mjög lifandi, það var gestkvæmt og alltaf mik-
ið líf og fjör á heimilinu, fólki fannst gott að
koma til okkar, maður fann það. Mamma spil-
aði á gítar og raddaði öll lög, oft slökktum við á
sjónvarpinu og sungum saman, hún kynnti mig
fyrir alls kyns tónlist.
Mamma var svona líka gestrisin, það var alltaf
einhvern veginn pláss fyrir alla og allt dregið
fram úr ísskápnum þótt lítið væri til. „Já, gerðu
svo vel og sestu hérna,“ sagði hún og svo sat alls
konar fólk í eldhúsinu. Mamma fór aldrei í
manngreinarálit og mörgum hefði þótt þetta fólk
sem dúkkaði upp sumt hvert frekar furðulegt.
Hún hefur greinilega verið útsjónarsöm?
Gert þig að fínustu stelpunni með fötum af
flóamörkuðum og fundið kræsingar þegar eng-
um fannst neitt vera til?
„Já, mjög svo. En hún átti auðvitað líka sína
drauga og hefur örugglega verið að kljást við
þunglyndi á tímabilum sem hún hefði í dag get-
að fengið betri hjálp við. En hún, og þau bæði
mamma og pabbi, höfðu þann eiginlega að vera
jákvæð og húmorinn sem var svo ríkjandi
fleytti öllum langt. Þetta er alltaf spurning um
hvort glasið er hálffullt eða hálftómt.
Sjálf var ég svolítið skondin inni í þessum
heimilisaðstæðum því mamma var mjög af-
slöppuð með drasl en ég var ótrúlega þrifgjörn
frá mjög ungum aldri. Það voru föt úti um allt,
mamma henti þeim í hrúgur og svo endaði hún
á að breiða bara yfir fatahrúgurnar ef þurfti að
gera þær snyrtilegri. Ég réð mjög illa við ka-
osið heima og man eftir mér, reiðri lítilli ræst-
ingakonu, þrífandi öskubakkana 5 ára gömul
eftir systur mínar.“
Á efri hæðinni var annars konar kaos en
þegar amma og afi Völu fóru á fjöll í göngur
héldu draugarnir partí, eins og foreldrar Völu
orðuðu það, mikill skarkali og mas heyrðist af
efri hæðinni.
Ertu að segja að það hafi verið draugagangur?
„Í það minnsta datt alltaf allt í dúnalogn
þegar farið var upp að athuga hvað væri í
gangi. Við Guðni bróðir minn heyrðum líka
umganginn þegar enginn var heima. Fólk er
frekar næmt í fjölskyldunni og sér og heyrir
ýmislegt.“
Það kom fljótt í ljós að þú varst hæfileikarík,
en væntanlega litlir peningar fyrir dýru tón-
listarnámi?
„Nei, það voru ekki til peningar til þess en í
þarnæsta húsi við okkur bjó besta vinkona mín,
Gunnlaug Þorvaldsdóttir, alltaf kölluð Gulla, og
hennar fjölskylda varð mín önnur fjölskylda.
Það var í raun mamma hennar, Anna Jóns-
dóttir, sem kom auga á ýmislegt sem mamma
var alveg græn fyrir, og hún ákvað að borga
fyrir mig einn vetur í tónlistarskóla þegar ég
var sex ára. En græn og ekki græn, eins og
mamma sagði við mig, það voru bara ekki til
peningar og það er ekki fyrr en ég fór í kór
Langholtskirkju, hjá Jóni Stefánssyni sem ég
fékk einhverja menntun í tónlist. Þar þótti
rödd mín svo kröftug að ég var fljótlega færð í
eldri kórinn. Ég hlaut mitt tónlistarlega upp-
eldi hjá Jóni og svo líka Ólöfu Kolbrúnu sem ég
átti eftir að fara í söngtíma til í fjögur ár.“
Varstu ekkert döpur yfir að geta ekki haldið
áfram í tónlistarskólanum?
„Nei, í rauninni ekki. Kannski reyndi ég bara
að horfa á þetta jákvæðum augum og horfa til
þess að Gulla kvartaði yfir því að það væri of
mikið að gera á fiðluæfingunum. Heima var
endalaust sungið, ég söng í skólanum, hátt og
snjallt í öllum leikritum og lék Rauðhettu sex
ára gömul í skólaleikriti með svo miklum til-
þrifum að ég grét alvöru tárum þegar amman
lenti í maga úlfsins. Heima settum við fjöl-
skyldan og vinkonurnar upp leikrit, saumuðum
búninga og æfðum stíft. Maður fann sér bara
tækifæri til að syngja í eigin litlu tilveru.
En af því að við erum að tala um óvenjulega
fjölskyldu þá fannst mér allt mjög venjulegt, of
venjulegt, því pabbi og mamma voru ekki skil-
in og ég átti engin hálfsystkini. Ég óskaði mér
þess oft að ég ætti ævintýralegri fortíð, hefði
verið ættleidd, væri frá Persíu, bara eitthvað.
Og við vinkonurnar vorum með ofboðslega
sterka ævintýraþrá. Við áttum það til að stel-
ast út um miðja nótt, lékum okkur í húsa-
grunnum, fundum gömul bein sem voru aug-
ljóslega rollubein en töldum okkur trú um að
þetta væri glæpavettvangur og mannabein. Af
öllu þráðum við heitast að lenda í ævintýrum.“
Ófrísk í í námi
Svo birtist Vala, sem nær fullsköpuð stór-
söngkona, strax á fyrstu árum í Versl-
unarskóla Íslands. Fyrsta minning blaða-
manns, og margra, er þegar hún kom fram í
vinsælum spjallþætti Eiríks Jónssonar á Stöð
2. og Eiríkur spurði hana; „Viltu ekki bara
syngja eitthvað?“ Og Vala, óundirbúin og án
alls undirleiks brast í söng og söng melódíu
Maríu Magðalenu úr Jesus Christ Superstar.
Vá, það yrði ekki hægt að gleyma henni.
Er þetta bara í kolli mínum eða heldurðu að
þarna hafirðu stimplað þig inn í minniskubb
fleiri og jafnvel þjóðarinnar?
„Jú, það eru sko fleiri sem hafa nefnt þetta
við mig! Þarna var ég að leika í Jesus Christ
Superstar. Í Langholtskórnum hafði ég fengið
tækifæri til að syngja í messum, stundum ein-
söngslínu, þannig að ég hafði fengið mjög dýr-
mæta reynslu þar. Söngleikirnir komu svo
strax til skjalanna þegar ég fór í Versló og það
vatt upp á sig, ég lék í Rocky Horror, fékk
hlutverk í sjónvarpsleikriti hjá Óskari Jón-
assyni 17 ára, söng inn á teiknimyndir, fékk
hlutverk í Þjóðleikhúsinu og ýmislegt fleira og
dyrnar inn í bransann opnuðust.“
Sagan segir að þú hefðir í raun getað gert
hvað sem er, lýst af fólki í kringum þig sem
bráðgáfaðri. En þú valdir tónlistina?
„Ég hefði örugglega getað lagt ýmislegt fyr-
ir mig. Mér gekk alltaf vel í skóla, hafði eink-
um áhuga á að sögu og stefndi reyndar á að
verða fornleifafræðingur en þrátt fyrir ým-
islegt sem togaði í mig kallaði tónlistin hæst. Á
tímabili var ég að jafnvel að hugsa um að fara í
leiklistarskólann og Baltasar Kormákur sagði
einhvern tímann við mig; „Þú getur alveg
sungið, ekki vera að pæla í því, farðu bara í
leiklistarskólann því þá opnast sá möguleiki,
svo geturðu bara sungið líka.“
En það var eitthvað sem sagði mér að ég
yrði að taka klassíkina. Fyrst ætlaði ég bara að
fara í söngleikina en þegar ég byrjaði að læra
hjá Ólöfu Kolbrúnu fékk ég svo mikinn áhuga
á öllum þessum óperuaríum og þá langaði mig
að verða óperusöngkona. En hvorttveggja tog-
aði í mig og ég hugsaði með mér; Ég get bara
gert hvorttveggja.
Ég hef alltaf haft mömmu í kollinum sem
sagði mér að fylgja hjartanu. En ég veit að ég
á alveg örugglega eftir að fara aftur og læra og
þá jafnvel eitthvað allt annað.“
Vala fór í Söngskólann samhliða mennta-
skólanum, 18 ára, og eftir útskrift hélt hún
með kærastanum sínum til Bretlands og bjó
„Kannski er maður svolítið dýna-
mískari karakter ef maður hefur
upplifað alls konar aðstæður. Og
kannski er maður betri listamað-
ur,“ segir Vala Guðnadóttir.