Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 15
11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 fyrst í Leeds, þar sem hún æfði með píanó- kennara og undirbjó sig fyrir inntökupróf í skóla. Hún flaug inn í Guildhall School of Mu- sic & Drama. Eftir tvö ár í námi varð Vala ófrísk sem kom flatt upp á hana en henni hafði verið sagt að hún gæti ekki eignast börn. „Ég var svo hamingjusöm og glöð og fannst ég hafa himin höndum tekið en samnemendur mínir litu öðruvísi á þetta og sögðu bara: „Nú er ferillinn þinn búinn og það verður ekkert meir.“ Sem betur fer trúði ég þeim ekki“. Þekkti ekki Völu Þegar Vala skreppur heim í frí til að segja mömmu sinni að hún sé ófrísk sýnir móðir hennar engin viðbrögð heldur starir á hana tómum augum. Meðan Vala var í Versló hafði móðir hennar verið greind með Alzheimer en nú voru einkennin orðin alvarleg og hún var orðin þrælveik. Þegar Vala kemur svo heim í sumarfrí með dóttur sína 2 mánaða þekkir hún ekki Völu. Vala flytur heim um haustið. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera að- standandi þeirra sem þjást af Alzheimer sé með erfiðari hlutverkum, yfirleitt erfiðara en að vera aðstandandi sjúklinga með aðra sjúk- dóma. Tengirðu við það? „Já, ég get alveg trúað því en sennilega hef- ur þetta verið sérstaklega erfitt fyrir mig því ég var mjög ung þegar hún greindist, var ung- lingur, þó að skellurinn hafi ekki komið strax því framgangur sjúkdómsins var hægur í fyrstu. Þegar henni fór hins vegar að hraka gerðist það mjög skyndilega og hratt og smátt og smátt hvarf hún inn í þennan sjúkdóm en hennar tilfelli var með því versta sem hægt er að fá, með miklum ranghugmyndum. Þegar ég var í London og talaði við hana í gegnum síma var hún mjög ósátt við sína stöðu. Móðir hennar hafði líka verið með Alz- heimer og ég man eftir frá því ég var bráðung að hún sagði: „Bara hvað sem er annað, ég er til í að fá allt annað, en þennan sjúkdóm.““ Hver voru fyrstu einkennin? „Þau einkenni sem ég tók fyrst eftir, en tengdi ekkert við sjúkdóminn, voru að hún fór að segja alls konar furðulegar sögur, af til dæmis samstarfsfólki sínu en þá starfaði hún á Kleppi. Svo fór hún allt í einu að gleyma hvernig átti að gera eitthvað sem hún kunni upp á hár og hún endurtók sig í sífellu. Ég man eftir mér sem pirruðum unglingi segja: „Æ, mamma þú varst að segja þetta.“ Ég geri mér grein fyrir að ég fór í afneitun og svo kom reiðin. Af hverju var hún með þetta bull og hvaða ranghugmyndir voru þetta í manneskjunni? Þegar maður gerði sér grein fyrir hvað var á seyði kom skömmin. Maður fór að reyna að fela ástandið, að hún væri ekki svona veik. Þegar ég útskrifaðist úr söngskól- anum 22 ára var ég svo stressuð að mamma færi að gera einhverjar gloríur, segja eitthvað við fólk á lokatónleikunum að ég var að deyja. Svo er það sorgin og það er allt sett á ís því manneskjan er ennþá lifandi en hún er samt algjörlega horfin. Þetta var sérstaklega erfitt fyrir pabba, að fylgjast svona með manneskj- unni sem hann elskaði út af lífinu, hann var mjög ástfanginn af mömmu, veslast svona upp.“ Vala segist líklega aldrei hafa gert sér grein fyrir, fyrr en í seinni tíð, hvað þetta var erfitt. „Ég hef eiginlega ekki getað talað um þetta, ég gat ekki talað um mömmu í mörg ár. Mér finnst mjög mikilvægt að þessi umræða er í dag komin á allt annan stað, þarna talaði ég aldrei við nein Alzheimer-samtök eða slíkt. En þessi elska, þótt ég tali svona, þá hafði hún þessa eðlislægu gleði sína þó í einhvern tíma og það lifnaði yfir henni þegar hún heyrði tónlist. Ég hugsa stundum að ég vildi óska að maður hefði haft enn meiri tónlist fyrir henni því það var það síðasta sem fór – hún gat spilað á píanóið þegar hún var orðin mjög lasin. Ég er líka mjög þakklát fyrir að ég var ekki ein í þessu, við vorum mörg systkinin og gátum stutt hvert annað, það er ekkert smá dýrmætt.“ Býr aftur í fjölskylduhúsi Kristín móðir Völu dó þegar Vala var um þrí- tugt, eftir um 15 ára veikindi. Pabbi hennar hafði látist örfáum árum áður, þegar Vala var 26 ára en um svipað leyti skildi Vala við barns- föður sinn og kynntist ári síðar Rögnvaldi Þórssyni, sem er menntaður heimspekingur og sagnfræðingur, en saman eiga þau tvær dætur svo stelpurnar hennar eru þrjár. Þú ert búin að missa báða foreldra ung, eftir langvarandi veikindi móður þinnar, það hlýtur að hafa verið flókið tilfinningalega? „Þetta var ofboðslega skrýtið. Ég held að ég hafi alltaf verið afskaplega þakklát fyrir Rögn- vald og mína dásamlegu tengdamóður, Aðal- björgu, sem hefur verið gríðarleg stoð og stytta. Systkini mín og vinir líka. Ég hef í raun alltaf upplifað þakklæti fyrir allt það góða sem ég hef en þegar mamma dó fór ég í gegnum mikla krísu. Mamma dáin, pabbi dáinn, við Rögnvaldur með lítið barn og þar leið mér hvað verst af öllu í lífinu. En ég hef alltaf haft í mér alveg ofboðslega þrjósku, ég ríf mig upp úr volæðinu, þótt ég viti að stundum megi ég vera duglegri að tala um hlutina. Söngurinn hjálpaði mér líka mikið og hvað ég hef alltaf haft mikið að gera, það að geta dreift huganum í alls konar verkefnum er frá- bært. Tveimur árum eftir þetta eignaðist ég mína þriðju dóttur og það var mikill gleðigjafi. Þá hafði ég tekið ákvörðun um að hvíla söng- inn og fara í frönsku í Háskólanum en svo kom söngurinn aftur því ég fékk hlutverk í Borg- arleikhúsinu í Sound of Music, manni er alltaf kippt aftur inn í bransann.“ Dætur Völu heita Bergdís, Ástríður og Sól- ey, sem er yngst og Vala segir að henni líði sem það sé kraftaverk, fyrir manneskju sem átti að eiga erfitt með að eignast börn. Hún upplifi að dætur hennar hafi breytt henni og þroskað á öllum sviðum, gefið henni meiri dýpt sem manneskju. Dætrunum kippir í kynið og eru allar listrænar á ólíkum sviðum og syngja fallega. Og þið tengdamamma svona nánar? „Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Við búum einmitt saman í svona fjölskylduhúsi, eins og ég bjó í, hún og unglingurinn minn á efri hæðinni og við á neðri. Við Rögnvaldur kynntust í gegnum bróður hans og það var lengi vel gert grín að okkur fyrir aldursmun, hann var ungi kærastinn sem var að verða 19 ára þegar hann byrjaði með 27 ára einstæðri móður í Barmahlíð. Það er ofsalega gott í hon- um, ein vandaðasta manneskja sem ég hef kynnst og svo er hann bara svo fyndinn!“ Ef þú leggur mat á af hverju þú hefur haft nóg að gera í listinni, án þess að vanmeta þig, hvað telurðu að hafi hjálpað fyrir utan hæfi- leika? „Kannski hjálpar að ég er samviskusöm, mjög skipulögð og vil gera hlutina vel, helst 150 prósent. Ég hef líka unun af því sem ég er að gera og það skilar sér alltaf. Stundum er maður kannski aðeins mikið með svipuna á bakinu en það er samt líka kostur. Ég finn líka að það hjálpar að vera á réttri hillu, í stað þess að ströggla í vinnu sem hentar manni illa. Mér finnst afar mikilvægt að ögra sjálfri mér, tak- ast á við verkefni sem eru krefjandi raddlega séð eins og það sem ég var að syngja í The Phantom of The Opera. Ég hef mörgum sinn- um sinnt stórum hlutverkum og konsertum þar sem ég hef hugsað: Hvað er ég eiginlega að fara út í? En svo er maður alltaf jafnglaður þegar vel tekst til.“ Vala er núna á listamannalaunum í heilt ár, hún hefur aldrei sótt um þau fyrr þrátt fyrir að hafa unnið fyrir sér sem söngkona frá 17 ára aldri og segir þetta mikinn heiður og gott næði til að prófa nýja hluti. Á meðan er hún í fríi frá kennslu í Söngskóla Sigurðar Demetz en þar stýrir hún söngleikjadeild ásamt Þór Breiðfjörð. Framundan eru tónleikar 16. mars í Salnum þar sem Vala syngur lög af plötu sinni Draumskógur ásamt lögum eftir Helgu Laufeyju Finn- bogadóttir en einnig í fyrsta skipti lag eftir sjálfa sig. Hún viðurkennir að vera með fiðrildi í mag- anum. Við Vala teljum að þrátt fyrir að við gætum setið hér í allan dag sé kominn tími til að láta staðar numið. Þegar upp er staðið, hvað heldurðu að líf þitt, að hafa ekki fengið allt upp í hendurnar og það sem þú hefur prófað hafi gefið þér, hvað nýtist þér í dag? „Kannski er ég opnaði og umburðarlyndari fyrir allskonar, að alast upp á óvenjulegu heimili og vera í umhverfi þar sem er alls kon- ar fólk. Ég finn oft þegar ég er að takast á við alls konar hlutverk hvað maður býr að dýr- mætri reynslu í stað þess að hafa siglt mjög lygnan sjó í einhverju mjög ferköntuðu um- hverfi þar sem allt var spikk og span. Dætur mínar segja stundum við mig: „Mamma, þú ert svo skrýtin.“ Ég segi þá: „Það er gott að vera skrýtinn. Kannski er maður svolítið dýna- mískari karakter ef maður hefur upplifað alls konar aðstæður. Og kannski er maður betri listamaður.“ Morgunblaðið/Eggert „Ég gat ekki talað um mömmu í mörg ár,“ segir Vala en hér eru þær mæðg- ur þegar Vala er á unglingsárum. ’Þegar ég útskrifaðist úrsöngskólanum 22 áravar ég svo stressuð aðmamma færi að gera ein- hverjar gloríur, segja eitt- hvað við fólk á lokatónleik- unum að ég var að deyja Kostir Völu: Vala er góð, glöð, hlý og skapandi, rosalega dugleg og stendur með þeim sem standa henni nærri. Þegar Vala var barn vakti það strax athygli hvað hún var lífleg og hafði mikinn áhuga á öllu, forvitin um umhverfi sitt án þess að vera hnýsin. Gallar Völu: Maður er alltaf með blindu þegar kemur að manns nán- ustu en hún er skapmikil og getur látið hluti flakka en hún er líka fyrsta manneskjan til að biðjast afsökunar. Þetta er aldrei fýla eða langur að- dragandi – þetta kemur bara strax og fer strax. Ég veit því eiginlega ekki hvort ég á að kalla það galla þar sem hún segir alltaf það sem henni mislíkar hreint út og erfir aldrei neitt. Kostir Völu: Hún Vala er eins og stormsveipur; til- finningarík, ástríðu- full og gefandi. Hún býr yfir einstökum persónutöfrum og hrífur alla með sér. Það merkilega við Völu er að á sama tíma og hún ber með sér alla þessa jákvæðu orku, flögrandi um eins fiðrildi, þá er hún ofsalega jarðbundin. Hún er djúpþenkjandi, skynsöm og úrræða- góð. Gallar Völu: Tilfinningarnar, ástríðan og réttlætiskenndin geta líka flækst fyrir henni og þá á hún það til að rjúka upp og tárin spýtast í allar áttir. En bara í smá stund. Það er bara elsku Vala. Svo sönn og einlæg, en umfram allt traust vinkona og hlý manneskja sem kemur alltaf til dyr- anna eins og hún er klædd. Ásdís Pétursdóttir vinkona segir: Kristín Elfa systir segir:

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.