Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 17
2004 Mark Zuckerberg býr til Facebook
í herberginu sínu á heimavistinni í Har-
vard.
2006 Hver sem er yfir 13 ára aldri má
stofna reikning. Fréttayfirlitið (news
feed) kynnt til sögunnar.
2007 1,6% hlutur seldur til Microsoft fyr-
ir 240 milljónir dala.
2008 Notendur ná 100 milljóna mark-
inu.
2009 „Like“-hnappurinn kynntur til sög-
unnar.
2010 Skilar hagnaði í fyrsta sinn.
2012 Facebook kaupir Instagram fyrir
milljarð dala í reiðufé og hlutabréf. Not-
endur eru orðnir fleiri en milljarður.
2014 Facebook kaupir skilaboðaþjón-
ustuna WhatsApp fyrir 19 milljarða
dala.
2018 Virkir notendur eru 2,2 milljarðar
talsins og er Facebook vinsælasti sam-
félagsmiðillinn í heiminum.
FACEBOOK Í GEGNUM ÁRIN
GettyImages/iStockphoto
11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Þórhildur Magnúsdóttir tók sér frí frá öll-um samfélagsmiðlum í febrúar í ár og ífyrra.
Hvernig datt þér í hug að gera það?
„Ég las blogg Leos Babauta, zenhabits.net,
en hann skrifaði þar um hvernig hann sleppti
einhverju í hverjum mánuði í ár. Hann prófaði
að sleppa kaffi, sykri, áfengi og mörgu fleiru.
Þá fékk ég þá hugmynd að gera eitthvað svip-
að í eitt ár,“ sagði hún og úr varð að febrúar
varð samfélagsmiðlalaus.
Upplifunin af því að gera þetta í annað sinn
er aðeins öðruvísi en í fyrra, segir Þórhildur.
„Í fyrsta skiptið var þetta svo rosalega áhrifa-
mikið. Það var svo mikil spennuuppbygging
fyrir að slökkva á öllu. Ég var búin að segja
öllum frá þessu og fólk var að láta mig fá síma-
númerið sitt og svoleiðis.“
Önnur samskipti stærsti kosturinn
Hvatti þetta þig til öðruvísi samskipta við fólk?
„Algjörlega og fyrir mér er það stærsti
ávinningurinn. Það sem mér finnst aðal-
ókosturinn er hvað fólk notar samfélagsmiðl-
ana mikið í þeirri trú að það sé í alvörunni að
byggja upp sambönd við aðra sem það er að
gera að einhverju leyti en ekki nógu djúpt.
Þetta er svolítið yfirborðskennt og hamlandi.
Það eru takmörk fyrir því hversu mikið maður
getur tengst eða kynnst fólki í gegnum sam-
félagsmiðla,“ segir hún.
„Það er ekki endilega að maður sé meðvit-
aður um að nú sé maður ekki að spjalla við fólk
á Facebook og hugsi að maður ætti að spjalla
við það í alvörunni heldur hefur maður bara
meiri tíma og tekur betur eftir því hvað maður
er að gera við tímann þegar þessi tímaþjófur
er ekki til staðar.“
Hún notar að vísu messenger en þar er ekki
hægt að skrolla því það er bara skilaboðaþjón-
usta. Hún segist hafa notað hann aðeins meira
en hún hafi líka komist meira áfram í ýmsu
sem hún hafi þurft að sinna þegar hún var laus
við áreiti samfélagsmiðlanna.
Henni fannst kannski aðeins minna spenn-
andi að taka samfélagsmiðlalausan febrúar í ár
en í fyrra því hún vissi betur hvað hún var að
fara út í. „En ég var samt alveg tilbúin til að
gera þetta,“ útskýrir Þórhildur og bætir við að
maður læri mikið um sjálfan sig þegar maður
geri eitthvað svona.
„Nú nota ég Facebook kannski öðruvísi en
margir því ég er að stýra mörgum hópum
þannig að mér finnst ég svolítið vera að missa
af einhverju meira en bara skrolli. Ég missi af
að halda uppi samræðum og vinna í þessum
hópum sem mér finnst mjög skemmtilegt og er
uppbyggilegt. Þetta er nokkuð sem kætir mig
og mér finnst mjög gaman og gefandi.“
Mesti lærdómurinn sem kemur út úr því að
sleppa samfélagsmiðlum er að það er gott
tækifæri til að komast að því hvers hún sakn-
aði og hvers hún saknaði alls ekki.
Hún segir að eftir hléið í þetta sinn hafi hún
tekið eftir því að það hafi tekið hana langan
tíma að byrja að nota Facebook aftur. Fyrstu
dagana hafi hún gleymt því að hún „mætti“
nota Facebook. „Ég er ekki spennt fyrir því
og er lengi að venjast því aftur að sigta út
áhugaverðu upplýsingarnar frá „hávaðanum“.
Það er markmiðið; að finna meðalveginn, hve-
nær hlutirnir gera lífið betra og hvenær þeir
eru farnir að stela frá þér,“ segir hún en það
eru til ýmsar leiðir til að nota Facebook.
Fólki finnst erfitt að eyða út
Sumir hafa búið til nýjan aðgang og eru þá bara
í hópum sem þeir þurfa að vera í eins og fyrir
skóla eða annað og eiga enga vini þar, útskýrir
Þórhildur sem á vinkonur sem hafa gert þetta
en önnur aðferð er að eyða út af vinalistanum.
„Það er fullt af fólki sem mér þykir vænt um
og ég hitti eða er að vinna með og ég umgengst
og vil endilega hitta í kaffi eða spjalla við í
vinnunni en ég vil ekki sjá myndir af köttunum
þeirra á Facebook. Það sem fólk deilir á Face-
book er kannski ekki það sem ég á sameigin-
legt með þeim. Fólki finnst erfitt að eyða fólki
af vinalistanum eða hætta að fylgjast með því
þar og er hrætt um að einhver annar taki
þessu persónulega. Þegar ég opnaði aftur á
Facebook í fyrra var ég með önnur gleraugu
og var dugleg að henda út, skrá mig úr hópum,
taka til á vinalistanum og breyta tilkynninga-
stillingunum,“ segir Þórhildur sem hefur alltaf
slökkt á öllum tilkynningum frá Facebook í
símanum.
„Ég hef heyrt einhverja tala um að vera í
„skrollbanni“, þeir lesa tilkynningar og opna
hópa en skrolla ekki því það er svo mikil orku-
suga. Það klárast aldrei og þú ert ekki að
skoða neitt sérstakt,“ segir Þórhildur og bætir
við að upplýsingainntökuþröskuldur hennar
hafi lækkað mikið með tímanum.
Hún er ekki kvíðin manneskja almennt en
tók eftir því í samfélagsmiðlahléinu að hún
fann enn minna fyrir kvíðatilfinningum. „Ég
melti miklu minna af upplýsingum. Oft eru
þetta djúpar pælingar og skemmtilegar en það
þarf að vera eitthvert hóf.“
Er líklegt að þú gerir þetta aftur? „Kannski
aðeins öðruvísi. Núna fannst mér ég aðeins
meira hafa verið að missa af en ég er samt glöð
að hafa gert þetta. Kannski bý ég bara til app
til þess að gera Facebook betri!“ segir Þórhild-
ur sem gæti vel gert það þar sem hún er forrit-
ari.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Markmiðið að
finna meðalveginn
Þórhildur Magnúsdóttir hefur haft febrúar sam-
félagsmiðlalausan tvö ár í röð og notar samfélags-
miðla markvissar eftir hléið.
Þórhildur segir skroll-
ið vera orkusugu því
það klárist aldrei.
’Það eru takmörk fyrir þvíhversu mikið maður geturtengst eða kynnst fólki í gegnumsamfélagsmiðla.