Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 22
Undirrituð er mikill aðdáandiskyndibita og þeir eru fáirskyndibitastaðirnir sem hafa ekki verið heimsóttir, raunar hef ég gert gott betur og borðað mig í gegnum flesta matseðla og hef því góða yfirsýn yfir úr- valið. Á yngri árum var svo mikið verslað við Dómínós að þaðan barst handskrifað jólakort á aðventunni 1999, í dag kemst ég varla í gegnum vikuna án þess að ná mér í víetnamska barbecue-bátinn á Hlemmi. Skyndibiti er hins vegar ekki ódýr og með auknum þroska hef ég smám saman fundið mér nokkra rétti sem ég útbý heima en gætu blekkt hvern sem er, svo mikið minna þeir á ilmandi skyndibita í bréfi. Bónusinn er að nær alltaf eru þeir heimagerðu aðeins hollari en sá sem þú grípur með heim. TORTILLUR MEÐ NAUTAKJÖTI OG CHILIMAJÓ Eftir að ég komst upp á lagið með að baka eigin tortillur finnst mér þessar úti í búð bragðast eins og plasthnífapör og enn hef ég ekki fundið stað sem býður upp á jafngóðar tortillur og þessar. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt til að setja á þær en bestar finnst mér þær með smá nautakjöti eða rifnu grísakjöti sem er gott að kaupa rifið og tilbúið í kjötborði, en má dunda sér við að útbúa sjálfur þeg- ar meiri tími er til um helgar. Þessi upp- skrift gefur ca átta pönnukökur en þær eru ekki í neinni yfirstærð svo það er allt í lagi að tvöfalda uppskriftina. Tortillur: 260 g hveiti ½ tsk. salt ½ tsk. lyftiduft ¾ bolli vatn 3 msk. olía, til dæmis repjuolía Hrærið vel sam- an, bætið við meira hveiti ef deig- ið er of blautt og vatni sé það of þurrt. Best finnst mér að nota hnoðarann í mat- vinnsluvélinni í þetta. Skiptið deiginu í átta hluta, breiðið viskustykki yfir og látið bíða í 10 mínútur. Fletjið boll- urnar út á hveitistráðu borði og steik- ið á vel heitri pönnu, án allrar olíu, í um mínútu á hvorri hlið. Fylling: 200 g góður nautakjötsbiti, til dæmis lund nokkrar lúkur gott kál ½ paprika, þunnt sneidd ½ rauðlaukur ef vill, þunnt sneiddur mulinn feta- eða geitaostur Kryddið bitann með pipar og salti og steikið við háan hita á öllum hliðum þar til kjötið hefur lokast. Setjið í ofn við 190°C og látið kjötið eldast þar til kjarnhitinn er um 56-60 gráður. Sker- ið kjötið í næfurþunnar sneiðar rétt áður en maturinn er borinn fram. Þetta er aðeins leiðbeinandi hugmynd að grænmeti en gaman er að breyta til og leika sér með hráefnin, bæta jafnvel guacamole við. Chilisósa: 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. majónes safi úr ½-1 lime, eftir því hversu súr sósan má vera 1 tsk. chipotle-chilisósa eða önnur chilisósa 1 tsk. chiliduft salt og pipar eftir smekk Heimagerðir skyndibitar Bráðinn ostur, löðrandi sósa, svissaður laukur og dúnmjúkt brauð. Þeir sem þykjast geta staðist ilmandi skyndibita, löðrandi í sósu sem lekur á diskinn, eru ekki að segja satt. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Getty Images/iStockphoto MATUR Hér að neðan er ostur bræddur yfir franskar kartöflur en þeir semvilja ganga skrefinu lengra ættu að prófa að strá rifnu grísakjöti yfir kartöflurnar og svo setja brædda ostinn yfir. Sælgæti. Franskar með rifnu grísakjöti 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Það er sjaldgæft að Íslendingar bræði ost yfir frönsku kartöflurn- ar sínar en þess virði að prófa. Þessi frönskuréttur er sérstaklega guðdómlegur. Hægt er að kaupa frönsku kartöflurnar frosnar eða gera sínar eigin. Ég nota frábært tæki sem fæst m.a. í Heimkaupum til að breyta kartöflunni í niður- skornar franskar með einu hand- taki en annars má bara líka nota hnífinn. Fyrir fjóra 6-8 stórar bökunarkartöflur salt eftir smekk ólífuolía ½ stykki Cheddar-ostur, rifinn nokkrar matskeiðar majónes 3-4 msk. vorlaukur, smátt saxaður Skerið kartöflurnar niður í lengjur svo þær líkist sem mest frönskum kartöflum. Þerrið kart- öflurnar með eldhúspappír, gott er að láta þær liggja aðeins á bréfi. Penslið kartöflurnar með ólífuolíu eða annarri grænmet- isolíu, ekki of mikilli. Bakið við 180°C í um 25 mínútur eða þar til gaffall smýgur auðveldlega í gegn- um þær. Best er að bræða ostinn annaðhvort í örbylgjuofni, þegar kartöflurnar eru tilbúnar eða þá að setja hann í skál og láta bráðna yfir sjóðandi vatni í potti áður en honum er hellt yfir kartöflurnar. Berið fram með smá majónes- polli á ostinum og söxuðum gras- lauk. Franskar með osti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.