Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 35
Byrjendalæsi: Rúnar Sigþórsson og
Rannveig Oddsdóttir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Rúnar Sigþórsson, prófessorvið kennaradeild Háskólansá Akureyri (HA), stýrði
rannsókn á byrjendalæsi og meðal
samstarfsmanna hans var Rannveig
Oddsdóttir, sérfræðingur við Mið-
stöð skólaþróunar við HA.
Þau segja í samtali við Sunnu-
dagsblað Morgunblaðsins að í stuttu
máli sé árangurinn af byrjendalæsi
góður. Kennsluaðferðin hefur verið
notuð víða um land í tæpan áratug. Í
þessari viðamiklu rannsókn eru
færð rök fyrir því að aðferðin hafi á
margan hátt sérstöðu sem þróun-
arverkefni á sviði læsismenntunar,
en þar er ýmsum þáttum fléttað
saman í því skyni að breyta starfs-
háttum á grunni fræðilegrar þekk-
ingar.
Greint er frá niðurstöðum í bók-
inni Byrjendalæsi – rannsókn á inn-
leiðingu og aðferð.
Í rannsóknarhópnum var fólk úr
ýmsum sviðum og deildum Háskól-
ans á Akureyri, menntavísindasvið
Háskóla Íslands átti þar fulltrúa,
svo og skóladeild Akureyrarbæjar,
og fleiri komu að.
Rannveig nefnir að umræðan sé
stundum á þann veg að skólar séu
annaðhvort með byrjendalæsi eða
hljóðaaðferðina, þá „gömlu, góðu“
þar sem stafir eru fyrst kenndir, að
því loknu læri börnin að tengja þá
saman, lesi stutta texta og þannig
koll af kolli. „Það er í raun eins og að
bera saman epli og ávaxtakörfu
vegna þess að samhengið er miklu
víðara í byrjendalæsi. Þar er gengið
út frá þeirri hugmynd að læsi snúist
um talað mál, hlustun og ritun og
áhersla er lögð á að kenna alla þessa
þætti allt frá upphafi.“
Í byrjendalæsi fást börn ekki við
texta eins og Sísí sá sól, sem margir
kannast við úr æsku, heldur er þar
unnið með merkingarbæran texta
sem svo er kallaður; lesinn er texti,
hvort sem er barnabók eða ljóð, svo
dæmi séu nefnd, talað er um text-
ann, börnin læra stafina um leið, far-
ið er í hljóðkerfisþjálfun og nem-
endur skapa síðan sjálfir eitthvað
nýtt út frá umræddum texta.
Rannsakað var, í fyrsta lagi, hvers
konar fyrirbæri byrjendalæsi er,
hverjar fræðilegar forsendur þess
eru og hvað aðferðin feli í sér. Í öðru
lagi var innleiðingarferlið sjálft
rannsakað og loks voru sendir út ít-
arlegir spurningalistar til foreldra,
þar sem forvitnast var um hug-
myndir þeirra um lestrarkennslu og
hlutverk og þeirra sjálfra, ábyrgð og
samstarf við skólana.
„Í fyrsta lagi er niðurstaða okkar
sú að kennsluaðferðin, byrjendalæsi,
standi fyrir sínu, sé byggð á mjög
traustum grunni og á hugmyndum
um kennslu og nám sem skólarnir
byggja almennt á í dag,“ segir Rún-
ar. Rannveig bætir við að þau hafi
ekki orðið vör við verulegan mun á
þeim skólum sem nota umrædda að-
ferð og hinum sem nota hljóðaað-
ferðina við lestrarkennslu. „Okkur
finnst líklegt að það sé einmitt vegna
þess að hugmyndafræðin sem byrj-
endalæsið byggist á hefur verið að
síast inn í skóla almennt síðustu ár,“
segir hún.
Misjafnt reyndist hvernig kenn-
arar útfærðu kennsluna. „Margir
virðast hafa náð góðum tökum á að-
ferðinni, við sáum mjög vel útfærða
kennslu á þáttum sem byrjendalæsi
leggur upp með; maður sá þá lifna
við í kennslustofunni, en svo voru
aðrir kennarar sem höfðu ekki náð
eins góðum tökum á aðferðinni.
Margir höfðu ekki þorað að sleppa
alveg gömlu aðferðunum og þá virð-
ist meðal annars skipta máli hve vel
skólastjórnendur studdu við breyt-
ingarnar,“ sagði Rannveig.
Þeir skólar, sem kjósa að taka
þátt í þróunarverkefninu, fara í
tveggja ára samstarf við miðstöð
skólaþróunar við HA, bæði mæta
kennarar á námskeið og sérfræð-
ingar frá HA fara í skólana. Mikil
ánægja er, almennt séð, með þá inn-
leiðingaraðferð, að sögn Rúnars.
Varðandi þátt foreldra segir Rún-
ar að í ljós hafi komið að þeir séu
mjög meðvitaðir um sinn þátt. „Það
sem stendur upp úr varðandi for-
eldrana er hvernig þeir horfðu á
ábyrgð sína út frá mismunandi
námsgreinum. Þeir telja sig til dæm-
is bera miklu meiri ábyrgð á lestr-
arnámi en öðrum greinum og eru
mjög meðvitaðir um sitt hlutverk.“
Vel heppnuð aðferð
Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp í fyrsta og öðrum bekk
margra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á
Akureyri þar sem aðferðin var þróuð fyrir rúmum áratug. Út er komin bók
þar sem kynnt er niðurstaða viðamikillar rannsóknar á kennsluaðferðinni.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 28. FEB.-6. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Mið-AusturlöndMagnús Þorkell Bernharðsson
2 ÞorstiJo Nesbø
3 Það sem að baki býrMerete Pryds Helle
4 Áttunda dauðsyndinRebecka Edgren Aldén
5 UppruniDan Brown
6
Hulduheimar 3
– Skýjaeyjan
Rosie Banks
7 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano
8 Elín, ýmislegtKristín Eiríksdóttir
9 Óvættaför 30 – AmiktusAdam Blade
10 Konan í glugganumA.J. Finn
1
Hulduheimar 3
– Skýjaeyjan
Rosie Banks
2 Óvættaför 30 – AmiktusAdam Blade
3
Lói þú flýgur aldrei einn
Styrmir Guðlaugsson/
Sigmundur Þorgeirsson
4 Hvolpasveitin – LitabókNickelodeon
5
Lærðu að láta þér líða vel
Judith M.Glasser Ph.D./
Kathleen Nadeau Ph.D
6
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
7 Ég er ekki myrkfælinn
8 Á SkyndihæðBenji Davies/Linda Sarah
9 Ekki er allt sem sýnist
10 Sönglögin okkarÝmsir höfundar
Allar bækur
Barnabækur
Ég er í dásamlegum lesklúbbi sem
hvetur mig til lesturs. Við lásum nú
síðast Sögu Ástu eftir Jón Kalman
Stefánsson sem heillaði mig mjög
mikið. Undurfagurt
tungumál, áhuga-
verðir karakterar og
skemmtilegt sögu-
svið. Það er töfrum
líkast að lesa þessa
bók.
Í meistaranáminu
mínu í menntavísindum við HA les
ég líka mikið og er nú m.a. að lesa
bókina Peer-Group Mentoring for
Teacher Develop-
ment eftir finnsku
höfundana Hannu
L.T. Heikkinen og
Hannu Jokinen. Við
Íslendingar getum á
svo margan hátt tek-
ið okkur Finna til fyr-
irmyndar í skólamálum, ekki síst
með vísun í faglegt sjálfstraust
kennarastéttarinnar.
Á náttborðinu er
svo bókin Orlandó
eftir Wirginiu Woolf
í snilldarþýðingu
frænku minnar og
nöfnu Soffíu Auðar
Birgisdóttur. Ég er
byrjuð á henni og hún lofar góðu –
ég hlakka til að kynnast Orlandó
betur.
ÉG VAR AÐ LESA
Soffía
Gísladóttir
Soffía Gísladóttir er forstöðumað-
ur Vinnumálastofnunar á Norður-
landi eystra og Austurlandi.
HLJÓÐMOGGI
BÝÐUR GÓÐAN DAG