Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Side 36
Sónar er hátíð dansins og gleði, tónlistarhátíð þar sem tækni og sköp-unargáfa eru í fyrirúmi með fjölmörgum tónlistaratriðum, vinnustof-um og fleiru. Nú er bara að reima á sig íþróttaskóna og halda í Hörpu hinn 16. og 17. mars og búa sig undir að fá innblástur frá nýjustu straumumog stefnum í tónlistarheiminum. Nánari upplýsingar um listamennina semkoma fram og dagskrána í heild er að finna á sonarreykjavik.com.
Breska hljómsveitin Underworld með
Karl Hyde í fararbroddi varð fræg á tí-
unda áratugnum, fyrst í neðanjarðarsen-
unni en sló rækilega í gegn með laginu
Born Slippy sem varð einkennislag heillar
kynslóðar í gegnum myndina Trainspott-
ing. Underworld kom fram hérlendis á
tónleikum í Laugardalshöllinni árið 1994
en þá var Darren Emerson í sveitinni en
hann sagði skilið við hana árið 2000.
Tónleikar sveitarinnar þykja mikið sjón-
arspil og eru jafnan mikið fyrir augað.
Ljósmynd/Perou
Innblástur til að dansa
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram á fjórum sviðum í Hörpu um næstu helgi. Hér verða taldir
upp nokkrir af þeim listamönnum sem fram koma en dagskráin er viðamikil og spennandi.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
GusGus á sér tryggan aðdáendahóp sem mun ábyggilega mæta í stórum stíl, ekki síst til að heyra
lög af glænýrri plötu sveitarinnar Lies Are More Flexible, í bland við gamla slagara sem eru ótalmarg-
ir. Víst er að Biggi veira og Daníel Ágúst munu leiða gesti í danstrans í Hörpu á föstudagskvöldið.
Ljósmynd/Kjartan Hreinsson
Bad Gyal er
frá Barcelona
á Spáni. Hún
varð fræg í
heimalandinu
þegar hún
gerði sína
eigin útgáfu
af laginu
Work með
Rihönnu en
Bad Gyal hef-
ur verið köll-
uð dancehall-
drottning
Spánar. Búið
er að horfa á
myndbandið
við lag henn-
ar Indap-
anden 3,3
milljón sinn-
um á You-
Tube.
Mynd/Pablo Alzaga
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018
LESBÓK
MÁLMUR Hið goðsagnakennda band Rainbow hefur
sent frá sér sína fyrstu smáskífu í rúma tvo áratugi,
Waiting For A Sign. Lagið verður á nýrri breiðskífu
sveitarinnar, Memories in Rock II, sem koma mun út í
næsta mánuði. Auk nýs efnis verður tónleikaefni frá síð-
asta ári á plötunni, auk viðtalsefnis við meðlimi en gít-
arleikarinn Ritchie Blackmore er sá eini upprunalegi í
þessari lotu. Með honum í Rainbow eru nú söngvarinn
Ronnie Romero, Jens Johansson, Bob Nouveau og Dave
Keith. Þá syngja Lady Lynn og Candice Night bakradd-
ir. Blackmore stofnaði Rainbow þegar hann hætti í
Deep Purple á áttunda áratugnum og af frægum lögum
bandsins má nefna I Surrender, Long Live Rock ’n’ Roll
og Since You Been Gone.
Nýtt efni frá Rainbow Ritchie
Blackmore
SJÓNVARP Ránið á John Paul Getty, hinum
þriðja, er mönnum hugleikið um þessar
mundir, enda þótt 45 ár séu liðin frá atburð-
inum sem vakti á þeim tíma heimsathygli.
Nýlega var frumsýnd kvikmynd um málið,
All the Money in the World, sem fékk prýði-
lega dóma en vakti ekki síður athygli fyrir
þær sakir að klippa þurfti Kevin Spacey út úr
myndinni á elleftu stundu og Christopher
gamli Plummer leysti hann af hólmi. Í lok
þessa mánaðar verður síðan frumsýndur nýr
sjónvarpsþáttur um málið, Trust, þar sem
Donald Sutherland leikur aauðkýfinginn J.
Paul Getty, afa piltsins sem var rænt.
Gamalt mannrán fer eins og eldur í sinu
Donald Sutherland er enn í fullu fjöri 82 ára.
AFP
Ellen Dorrit Petersen í hlutverki sínu.
Blinda
RÚV Sunnudagsmyndin er norsk
verðlaunamynd, Blinda, um konu
sem einangrar sig á heimili sínu eft-
ir að hún missir sjónina og byrjar
að efast um að eiginmaður hennar
sé henni trúr. Hún býr til alls kyns
sögur í huganum um atvik sem eig-
inmaður hennar gæti lent í og með
tímanum eignast sögurnar sitt eigið
líf. Leikstjóri er Eskil Vogt en aðal-
hlutverk leika Ellen Dorrit Peter-
sen, Henrik Rafaelsen og Vera Vit-
ali. Sum atriði eru ekki við hæfi
barna.
STÖÐ 2 Allir geta
dansað, nýr ís-
lenskur skemmti-
þáttur í beinni út-
sendingu, byggður
á Dancing with the
Stars, hefur göngu
sína á sunnudag
kl. 19.10. Í þátt-
unum keppa tíu þjóðþekktir Íslend-
ingar í dansi en þeir eru paraðir
saman við tíu fagdansara og eitt
par stendur uppi sem sigurvegari.
Kynnar eru Sigrún Ósk Kristjáns-
dóttir og Eva Laufey Kjaran Her-
mannsdóttir og dómarar Selma
Björnsdóttir, Karen Reeves og Jó-
hann Gunnar Arnarsson. Meðal
keppenda eru Lóa Pind, Bergþór
Pálsson, Jóhanna Guðrún og Óskar
Jónasson.
Dans er allra
Jóhanna Guðrún
SJÓNVARP SÍMANS Einn vinsæl-
asti skemmtiþáttur veraldar, The
Voice USA, þar sem hæfileikaríkir
söngvarar fá tækifæri til að slá í
gegn, er kominn aftur á sunnudags-
dagskrá stöðvarinnar. Þjálfarar í
þessari seríu eru Adam Levine,
Blake Shelton, Kelly Clarkson og
Alicia Keys. Allt miklir reynslubolt-
ar með ráð undir rifi hverju. Barist
verður til síðasta blóðdropa.
Alicia Keys er meðal dómenda.
Rödd fólksins