Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 37
Hinn þýski plötusnúður frá Köln, Lena Willikens, spilar skemmtilega
blöndu af teknó, diskó og hústónlist og kann að koma fólki á óvart á dans-
gólfinu. Hún hefur m.a. komið fram á klúbbum á borð við Golden Pudel í
Hamborg, Corsica Studios í London og Panoramabar í Berlín til viðbótar við
að spila á hátíðum um allan heim.
Mynd/Sara Mautone
Nýjasta plata TOKi-
MONSTA, Lune Rouge,
hefur hlotið góðar við-
tökur en þetta er þriðja
plata TOKiMONSTA,
sem er listamannsnafn
Jennifer Lee frá Kali-
forníu. Hún þykir hafa al-
gjörlega sinn eigin stíl sem
er góð blanda af poppi,
hipphoppi og elektró.
Þeir eru ábyggilega nokkrir
sem fara bara á Sónar til að
hlýða á Danny Brown en
hann þykir vera einhver
djarfasti og frumlegasti rapp-
arinn sem siglir um á öldum
hipphoppsins um þessar
mundir. Þessi rappari frá
Detroit er litríkur persónu-
leiki sem segir persónulegar
sögur í textum sínum.
Mynd/Timothy Saccenti
Nýjasta plata hins ítalska Lorenzos Senni ber nafnið Persona og kom út hjá hinni
virtu útgáfu Warp. Hann er þekktur fyrir trans-tónlist og að vera einstaklega líflegur
á sviði með takta sem þykja minna á næturklúbbana á Rimini á tíunda áratugnum.
Mynd/Sónar
11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
POPP Tónlistarbransinn er ennþá karlaklúbbur þar
sem konur fá ekki nægilega mörg tækifæri til að láta
ljós sitt skína. Þetta fullyrðir breski lagahöfundurinn
Carla Marie Williams, sem meðal annars hefur samið
fyrir Beyoncé, Britney Spears, Craig David og Girls
Aloud, í samtali við The Guardian. Brekkurnar eru
sumsé víðar en í kvikmyndalistinni. Í samtalinu hvetur
Williams útgáfufyrirtæki til að styðja sérstaklega við
bakið á ungum kvenkyns lagahöfundum sem hafa burði
til að gera góða hluti. Sjálf lætur Williams ekki sitt eftir
liggja en á næstunni ætlar hún að bjóða hundrað konum
í tónlist til fundar á vegum samtaka sem hún starfrækir
og kallar Girls I Rate. „Ég lít á það sem skyldu mína að
fræða ungar stúlkur um tónlistarbransann.“
Poppið er karlaklúbbur! Carla Marie
Williams
lagahöfundur. ROKK Söngvarinn Myles Kennedy, sem tróð
upp með Slash í Laugardalshöllinni um árið,
sendi í gær frá sér sína fyrstu sólóskífu, Year
Of The Tiger. Um er að ræða konseptplötu
sem byggð er á ævi Kennedys sjálfs. „Þetta
er saga frá upphafi til enda sem fjallar um
það þegar faðir minn féll frá meðan ég var
strákur og hvaða áhrif það hafði á mig, bróð-
ur minn og móður mína,“ sagði söngvarinn í
samtali við Metal Wani. Í samtalinu kemur
einnig fram að Kennedy sé undir miklum
blúsáhrifum á plötunni og frá órafmagnaðri
tónlist en auk þess að syngja leikur hann þar
á fjölmörg hljóðfæri.
Kennedy gerir upp barnæskuna
Kennedy með Slash í Laugardalshöll árið 2014.
Morgunblaðið/Eggert
Leikarinn David Oyelowo er hæstánægður með
það að þeldökkir leikarar séu farnir að fá tæki-
færi yngri að árum en þekkst hefur í Hollywood.
Nefnir hann í því sambandi John Boyega (Star
Wars), Daniel Kaluuya (Get Out) og Michael B.
Jordan (Black Panther)
„Ég er virkilega stoltur af þeim vegna þess
að þeir eru að gera það sem minni kyn-
slóð stóð ekki til boða,“ segir Oyelowo,
sem er fæddur árið 1976, í samtali við
The Guardian. „Þið vitið, Leonardo Di-
Caprioarnir og Ryan Goslingarnir fengu
tækifærið á undan okkur. Við þeldökku
leikararnir þurfum yfirleitt að juða og
puða lengur til þess að hljóta frægð og
frama og helst að fara með hlutverk
sögulegrar persónu, sem hvítir leik-
arar geta ekki leikið. John og Daniel
eru á þrítugsaldri sem þýðir að þeir
hafa mun lengri tíma til að byggja
upp markverðan feril en við Idris
[Elba] og Chiwetel [Ejiofor]. Þetta
gerðist seinna hjá okkur.“
Oyelowo talar af reynslu en hann sló
einmitt í gegn í hlutverki dr. Martins
Luthers Kings í kvikmyndinni Selmu árið
2014.
Oyelowo viðurkennir að
hann hafi ekki áhuga á því að
leika í ofurhetjumynd sjálfur,
af ótta við að festast í
ákveðnum karakter, en fagn-
ar eigi að síður ákaft vel-
gengni The Black Panther;
ekki síst vegna svörtu
kvennanna í myndinni.
„Ég þekki þessar vígakonur;
þær eru frænkur mínar, eldri
og yngri, og móðir mín; við
sjáum þær bara alla jafna ekki
á hvíta tjaldinu. Það er nóg
komið af mæðrum og ambátt-
um. Við höfum séð þær og vitum
að þær eru partur af arfleifð okk-
ar. En það eru vígakonurnar líka.“
Oyelowo lofar Black Panther; m.a. vegna
vígakvennanna sem séu partur af sögu
svartra í Bandaríkjunum.
AFP
OYELOWO UM HOLLYWOOD
Goslingarnir
ganga fyrir
David Oye-
lowo er litríkur
persónuleiki.
Marvel Studios
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
MYRKVA GLUGGATJÖLD
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is