Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 1

Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  77. tölublað  106. árgangur  ARON Í HLUTA- STARFI Í BAREIN OG HAFNARFIRÐI VERÐLAUNA- HÁTÍÐ BARNANNA LJÓÐALESTUR OG -ÞÝÐINGAR Á NORSKU SÖGUR 12 KRISTJÁN BREIÐFJÖRÐ 30HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fjórtán manns slösuðust í tveimur umferðarslysum í gærdag. Varð annað þeirra við Blönduós en hitt á Grindavíkurvegi. Alls slösuðust sjö í árekstri tveggja fólksbíla á Norðurlandsvegi sunnan Blönduóss, skammt frá Laxá á Ásum. Þar af voru þrír þeirra flutt- ir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á bráða- deild Landspítalans í Fossvogi. Ekki fengust í gærkvöldi nánari upplýs- ingar um líðan fólksins. Hinir fjórir voru fluttir til aðhlynningar á Heil- brigðisstofnun Norðurlands, en sam- kvæmt upplýsingum þaðan voru meiðsli þeirra minniháttar. Var fólk- ið útskrifað að lokinni skoðun. Ók á röngum vegarhelmingi Loka þurfti fyrir umferð ökutækja á Norðurlandsvegi sunnan Blöndu- óss í um tvær klukkustundir á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglu- maður á Blönduósi, segir ekki vitað með vissu hvað olli slysinu, en rann- sóknarnefnd samgönguslysa var í gær að störfum á slysstað. „Það er bíll sem fer yfir á öfugan vegarhelming og bílarnir skella sam- an. Við vitum samt ekki hvað gerðist nákvæmlega þarna, en rannsóknar- nefnd samgönguslysa er að rann- saka hvað gerðist,“ segir Vilhjálmur og bætir við að vel hafi gengið að flytja fólk af vettvangi. Árekstur á Grindavíkurvegi Þá slösuðust einnig sjö manns í þriggja bíla árekstri á Grindavíkur- vegi, skammt sunnan Seltjarnar, um svipað leyti. Þrír þeirra voru fluttir á Landspítalann, en fjórir á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. Meiðsl þeirra voru minniháttar. Ekki fengust upp- lýsingar um líðan þeirra sem fluttir voru á Landspítalann. Stefán Rafn Rafnsson, lögreglu- fulltrúi á Suðurnesjum, segir tildrög slyssins vera til rannsóknar. „Það sem við vitum er að það skella þrír bílar saman. Hugsanlega hefur einn þeirra farið yfir á öfugan vegarhelm- ing. Það verður hins vegar ekkert gefið út fyrr en að rannsókn lokinni,“ segir Stefán, en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Suðurnesj- um var krap í vegaröxlum þegar slysið átti sér stað. Ekki er þó vitað hvort það átti þátt í því að ökutækin skullu saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraflug Þyrla Landhelgisgæslu Íslands lenti með slasaða við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 15, en fremstur t.h. á myndinni er þyrlulæknir. Fjórtán manns eru slasaðir eftir alvarleg umferðarslys  Þrír voru fluttir mikið slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur MVilja breyta veginum »4 Talsmenn skíðasvæða voru ánægð- ir með veður og aðsókn að skíða- svæðum um páskana. Um mestallt land var gott veður. Á Ólafsfirði setti lítill snjór strik í reikninginn og í Stafdal hófust páskarnir á hraglanda og éljagangi. Á Akureyri renndu yfir 10.000 manns sér á skíðum yfir páskana og yfir 9.000 í Bláfjöllum. Ísfirðingar skíðuðu í björtu og góðu veðri og nutu góðs af hátíðinni Aldrei fór ég suður. Enginn alvarleg slys urðu á skíðafólki en nokkur smáslys áttu sér stað. Í Bláfjöllum var boðið upp á skíðamessu í 29. sinn og á Akur- eyri skíðaði Björg Finnbogadóttir sem verður níræð í næsta mánuði af hjartans lyst. Hún hefur verið fastagestur í Hlíðarfjalli á Akur- eyri í 75 ár. Páskaeggjaleit fór víða fram í skíðabrekkum og skíðamenn mættu í furðufötum á Ísafirði. »14 - 15 Gott skíðaveður gladdi um páskana Morgunblaðið/Árni Sæberg Skíðamessa Pálmi Matthíasson messaði í skíðamessu í Bláfjöllum sem hefur verið árlegur viðburður á páskadag.  Boðið upp á skíðamessu í Bláfjöllum Þeir tæplega 1.100 einstak- lingar sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári voru hlutfallslega mjög margir á evrópska vísu. Þeir eru tvisvar til þrisvar sinn- um fleiri en gengur og gerist í ríkjum Evrópu- sambandsins og fimm til sex sinnum fleiri en sækja til Danmerkur og Noregs. Mikil fjölgun varð á umsóknum um alþjóðlega vernd hér á árinu 2016, einkum vegna fólks sem kom frá löndum sem talin eru örugg til að leita eftir vinnu og betra lífi hér á landi. Flestum umsóknum af þessu tagi er synjað og fólkið sent heim aftur. Fjöldinn var svipaður í fyrra en nú hefur aftur dregið úr straumn- um. Í öðrum löndum Evrópu er meginhluti umsókna hins vegar frá flóttamönnum frá stríðshrjáðum ríkjum, eins og Sýrlandi, Írak og Afganistan. »4 Margir sækja til Íslands  Hælisumsóknir hlutfallslega margar Flótti Víða er leitað eftir vernd.  Umhverfisstofnun í Bretlandi hefur lagt til að netaveiðar á laxi í sjó verði bannaðar við strendur Englands og við landamærin að Skotlandi og að öllum laxi sem veiddur er á stöng í tíu ám verði sleppt. Tilgangurinn er að reyna að draga úr frekari hnignun laxa- stofnanna sem eru sumir komnir að hættumörkum. Sjómenn hafa mót- mælt þessum áformum. Fiskur úr ánum gengur að ströndum Íslands en ekki er vitað til þess að lax úr ís- lenskum ám gangi til Englands og því hafa aðgerðir Breta væntanlega engin áhrif hér á landi. »11 Englendingar hyggjast banna laxveiðar í sjó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.