Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 10

Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Sex flugvélar Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaða- og Akureyrar- flugvelli í gærmorgun sökum mikillar snjókomu á Keflavíkurflugvelli. Fjór- ar vélanna lentu á Egilsstöðum og tvær á Akureyri. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, héldu vélarnar fljótlega til Keflavíkur. Tvær vélar hafi þó þurft að bíða fram yfir hádegi á Egilsstöð- um sökum þess að áhafnir þeirra voru komnar fram yfir leyfilegan hámarks- vinnutíma. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir að talsverðar raskanir hafi orðið á flugi sökum snjó- komunnar. Auk fyrrgreindra Ice- landair-véla þurfti flugvél frá banda- ríska flugfélaginu Delta, sem lenda átti í Keflavík, að lenda í Skotlandi. Þá hafi flugumferð til og frá Keflavíkur- flugvelli legið niðri meðan á ofankom- unni stóð. „Það varð talsverð seinkun á flugi frá Keflavík meðan á ofankomunni stóð. Ég á þó ekki von á því að það taki langan tíma að vinda ofan af þessu,“ segir Guðjón og bætir við að þegar upp koma slæmar veðurað- stæður séu upplýsingar um það send- ar til flugstjóra viðkomandi véla. Þeir taki í kjölfarið ákvörðun um hvort lenda eigi á umræddum flugvelli. „Bremsuaðstæður á flugvellinum eru mældar með reglulegu millibili. Þær eru síðan sendar flugstjórum véla sem eru væntanlegar inn til lending- ar. Það er í þeirra verkahring að taka ákvörðun um hvort lenda eigi vélinni á vellinum eða ekki,“ segir Guðjón sem telur að ekki hafi verið hægt að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu. „Það kyngdi niður miklu af þung- um og blautum snjó sem erfiðlega gekk að moka í burtu. Þetta olli tvennskonar vandamálum. Annars- vegar gekk illa að afísa vélar sem voru að fara í loftið og hins vegar gát- um við ekki tryggt bremsuskilyrði fyrir flugvélar sem voru að koma inn í lendingu,“ segir Guðjón. Hann segir að þrátt fyrir að ofan- komunni hafi verið spáð í nokkra daga sé erfitt að bregðast við aðstæð- unum sem upp komu í gær. „Það er alltaf erfitt að búa sig undir eins þungan og blautan snjó og var í gær. Það hefði ekki skipt máli hvort það voru 100 manns eða 20 manns á vakt. Þetta er bara mjög erfitt viðureign- ar,“ segir Guðjón sem telur að vel hafi verið unnið úr stöðunni. „Það gekk greiðlega að koma vélum aftur af stað og það er ekki útlit fyrir að það taki langan tíma koma flugáætlunum í rétt horf á nýjan leik,“ segir Guðjón. Ljósmynd/Stephan Fischer Egilsstaðaflugvöllur Fjórar þotur Icelandair þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna mikillar ofankomu. Flug raskaðist vegna ofankomu  Sex vélar Icelandair lentu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli í gær  Bremsuskilyrði í Keflavík ekki talin fullnægjandi  Illa gekk að afísa farþegaþotur og ryðja flugbrautir á Keflavíkurflugvelli Guðrún Erlinsdóttir ge@mbl.is „Ég er að fylgja síðustu tónlistar- mönnunum upp í flugvél. Hér er glampandi sól, heiðskírt og smá andvari,“ sagði Kristján Freyr Hall- dórsson, rokkstjóri á hátíðinni Aldr- ei fór ég suður, í gærdag. „Það er mjög erfitt að vera í fýlu hér fyrir vestan. Það er búið að vera svo gaman og blíðskaparveður alla páskana, sem hefur hjálpað mikið til. Við eigum alltaf von á smá páskahreti en hér var einmuna blíða allan tímann,“ segir Kristján Freyr. „Ég verð að segja að hátíðin í ár er sú allra besta og stærsta hingað til. Miðað við fólksfjöldann erum við að slá metið frá því í fyrra,“ segir Kristján Freyr og tekur fram að erf- itt sé að meta fjölda hátíðargesta með vissu. „Við notum tölur Vegagerðar- innar um umferð bíla um Ísafjörð og tölur um flugfarþega til Ísafjarðar. Í fyrra áætluðum við að á milli 4.000 og 5.000 manns hefðu mætt á hátíð- ina. Það kæmi ekki á óvart að talan væri yfir 5.000 í ár,“ segir Kristján Freyr. Hann segir að hátíðarhald- arar séu komnir með þau verkfæri sem þurfi til þess að halda ókeypis tónlistarhátíð þar sem allir eru vel- komnir. „Þetta gekk eins og í lygasögu og við sem komum að hátíðinni erum orðin eins og vel smurð vél auk þeirra fjölmörgu sjálboðaliða sem koma til okkar ár eftir ár. Þeir taka þátt í gæslu, búa um rúm fyrir tón- listarmennina og finna til morgun- mat,“ segir Kristján Freyr. „Þessir gestir sem koma á hátíðina ár eftir ár eru orðnir hluti af tannhjóli vél- arinnar sem kemur að hátíðinni.“ Þá segir hann að aðstandendur hátíðarinnar afli fjár til þess að standa straum af hátíðinni með styrkjum frá einstaklingum og fyr- irtækjum og með sölu á veitingum og ýmsum varningi á hátíðinni sjálfri. Það er alveg magnað að okk- ur hafi tekist þetta í 15 skipti,“ segir Kristján Freyr sem bendir á að tón- listarhátíðin sé ekki haldin í hagn- aðarskyni heldur til þess að hafa gaman af og búa til skemmtilegan viðburð. „Tónlistarmenn Aldrei fór ég suð- ur skemmtu gestum á pökkuðu skíðasvæði Ísfirðinga. Það er ekki til betri blanda af páskum að mínu mati en skíði og tónlistarhátíð.“ Ljósmynd/ Ágúst Atlason Tónlistarhátíð 200.000 naglbítar skemmta gestum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Tónlistarhátíð og skíði góð blanda  Rúmlega 5.000 á Aldrei fór ég suður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.