Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 14

Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Á skíðum skemmti ég mér,“ ómaði í Bláfjöllum um páskana í skíðamessu sem haldin er þar árlega að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra í Bláfjöllum. Einar segir að 8.800 manns hafi komið í Bláfjöll um páskana, en annar í páskum er ekki með í þeim tölum. Einar var mjög ánægður með aðsóknina og veðrið um páskana og það sama var að segja um flest skíðasvæði á landinu. „Dagurinn í dag er aðeins rólegri því hér er rok og þoka en það stopp- ar ekki hressa snjóbrettamenn sem skemmta sér í púðursnjó,“ segir Ein- ar og bætir við að svo mikil sé gleðin hjá snjóbrettamönnum í Skálafelli að einn þeirra hafi eyðilagt rennilásinn á úlpunni sinni. „Hann gat ekki hugsað sér að hætta og fara heim að sækja nýja úlpu og því brá ég á það ráð að lána honum mína.“ Einar segir að um 2.400 manns hafi skíðað í Skálafelli og heildar- fjöldi gesta sé kominn yfir 11.000 Hann segir að starfsmenn mæti allt- af fínir í tauinu á páskadag, í jakka- fötum eða að minnsta kosti í skyrtu með bindi. „Ég held að ég hafi mætt í allar 29 skíðamessurnar sem Pálmi Matt- híasson hefur haldið í Bláfjöllum. Það var mjög skemmtilegt þegar Jónas Þórir organisti hóf messuna á því að spila tónlist úr Star Wars og svo var lagið sem Mikki refur og Lilli klifurmús sungu saman, Dvel ég í draumahöll, úr Dýrunum úr Hálsa- skógi sungið í messunni,“ segir Ein- ar og er kátur með hversu vel hafi tekist til um páskana. Fullur bær af fólki „Páskarnir hafa verið alveg geggj- aðir og bærinn fullur af fólki sem skilaði sér vel upp í fjall í sól og blíðu alla páskana,“ segir Hlynur Krist- jánsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Hann segir að 1.200 manns á dag hafi komið á skíðasvæð- ið fyrstu þrjá dagana, 2.000 manns á laugardaginn en heldur færri annan í páskum eða um 300 manns. „Við vorum með dagskrá alla dag- ana. Fengum Íþróttaálfinn í heim- sókn og vorum með alls konar páska- mót og páskaeggjamót. Einnig samhliða svig, furðufatadag, grill- aðar pylsur og heitt kakó,“ segir Hlynur og bætir við að heljarinnar dagskrá hafi verið í Seljalandsdal. Hann telur að tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi haft áhrif á aðsókn á skíðasvæðið og tónlistarmenn af hátíðinni hafi spilað fyrir gesti. Á Ólafsfirði var lítið um að vera á alpagreinasvæðinu vegna snjóleysis, að sögn Kristjáns Haukssonar, for- manns Skíðafélags Ólafsfjarðar. Hann segir að venjulega sé metn- aðarfull dagskrá á alpasvæðinu en nú hafi þurft að láta duga einn dag með kvöldopnun og leikjabraut fyrir krakka. Kristján segir að skíðfélagið hafi skafið gönguspor inn í Skeggja- brekkudal og skíðamönnum gefist færi á stórkostlegu útsýni yfir Héð- insfjörð og Ólafsfjörð úr 700 metra hæð. „Það hafa sennilega verið um 150 manns á gönguskíðum en það er erf- itt að giska á fjölda þeirra sem voru á fjallaskíðum,“ segir Kristján. Allt gott í blankalogni „Allt gott hér, blankalogn, 5 gráðu frost og nýfallinn snjór. Það er ekki hægt annað en að vera glaður,“ sagði Viggó Jónsson, forsvarsmaður skíða- svæðis Skagfirðinga, á öðrum degi páska. Hann segir að allt hafi gengið vel og snurðulaust fyrir sig. „Það mættu á milli 1.500 til 2.000 manns á skíðasvæðið til þess að skíða og njóta útiveru og einhverjir leikir hafa verði í boði fyrir krakka,“ segir Viggó sem bíður spenntur eftir nýrri skíðalyftu sem áætlað er að verði komin upp fyrir næsta skíðatímabil „Þetta hefur verið stórkostleg dymbilvika eins og hún leggur sig. Frá skírdegi fram að öðrum í pásk- um hafa 3.000 manns komið á svæðið sem er meiri fjöldi en vanalega,“ seg- ir Egill Rögnvaldsson, for- stöðumaður Skíðasvæðisins á Siglu- firði. „Hér hafa verði toppaðstæður til skíðaiðkunar alla páskana, frost, heiðskírt og glaðasólskin. Það hefur allt gengið vel fyrir utan fjögur til fimm minniháttar slys, sem fylgir því að vera á skíðum. En allt hefur þetta sloppið stórslysalaust og það skiptir öllu máli,“ segir Einar og bætir við að alls kyns uppákomur hafi verið um páskana. „Tvo daga buðum við upp á lifandi tónlist, einnig páskaeggjamót fyrir 10 ára og yngri og tóku 80 börn þátt í því. Við útbjuggum 10 skíðaleiðir og 5 ævintýarleiðir. Það fylgir þessu öllu mikið umstang fyrir þá 16 til 17 starfmenn sem vinna í kringum páskana,“ segir Egill. „Hér hefur allt farið vel fram. Veðrið var mjög gott á laugardag og páskadag en þar á undan var svolítill hraglandi og éljagangur,“ segir Agn- ar Sveinsson, rekstarstjóri skíða- svæðisins í Stafdal við Seyðisfjörð. Hann segir páskadagskrána hafa verið með hefðbundnu sniði með páskaeggjaleit og skemmtun fyrir krakkana. „Það urðu engin slys um páskana og við erum hæstánægð með það,“ segir Agnar. Ekki liggja fyrir tölur um fjölda gesta á skíðasvæðinu í Stafdal um páskana Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Metaðsókn Gestir í brekkum Hlíðarfjalls voru í kringum 10.000 um páskana. Frábært veður var á Akureyri, glampandi sól og hæfilega kalt. Á skíðum skemmti landinn sér  Þúsundir skíðamanna í Bláfjöllum  Frábærir páskar á Ísafirði  Snjóleysi háði Ólafsvíkingum  Skagfirðingar glaðir í blankalogni  Stórkostleg dymbilvika á Siglufirði  Páskaeggjaleit í Stafdal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.