Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 24

Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 ✝ Anna Egils-dóttir fæddist í Hólum í Hornafirði 28.3. 1955. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðaust- urlands á Höfn hinn 20. mars 2018. Hún var dóttir Egils Jónssonar, al- þingismanns og bónda, f. 14.12. 1930, d. 12.7. 2008, og Halldóru Hjaltadóttur, hús- freyju og bónda á Seljavöllum, f. 3.1. 1929, d. 27.11. 2017. Systk- ini Önnu eru: Valgerður, f. 1956, Hjalti, f. 1960 og Eiríkur, f. 1962. Anna ólst upp hjá for- eldrum sínum að Seljavöllum. Anna giftist Vigni Hjaltasyni, f. 1.1. 1951, þau skildu. Anna giftist Ara Guðna Hannessyni, f. 16.2. 1960, 16.2. 1991. Synir 1982, þau skildu. Synir þeirra eru Arnar Hrafn, f. 6.7. 2005, og Vignir Valur, f. 17.11. 2006. Maki c2) Þorbjörg Inga Þor- steinsdóttir, f. 20.7. 1982. Dætur þeirra eru Ragna Maren, f. 24.4. 2013, og Aldís Anna, f. 5.5. 2015. Fóstursonur Önnu og Ara er Guðjón Bjarni Óskarsson, f. 12.7. 1986. Sambýliskona hans er Íris Björk Óttarsdóttir, f. 15.4. 1993. Dóttir hennar er Máney Erna Gunnarsdóttir, f. 24.11. 2014. Anna lauk landsprófi frá Vestmannaeyjum og fóstrunámi frá Reykjavík. Anna og Ari bjuggu á æskuheimili Ara að Hólabrekku frá 1990 og stund- uðu þar sauðfjárbúskap auk ferðaþjónustu og síðar ráku þau sambýli fyrir fatlað fólk. Anna hafði unun af söng og ferðalög- um. Hún söng til dæmis í Sam- kór Hornafjarðar um árabil. Útför Önnu fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 3. apríl 2018, og hefst klukkan 14. Önnu og Vignis eru: a) Egill, f. 5.2. 1977, maki a1) Klara Ísfeld Árna- dóttir, f. 20.6. 1977, þau skildu. Dætur þeirra eru Steinunn Anna, f. 25.11. 1998 og Saga, f. 21.9. 2003. Maki a2) Bryndís Ósk Braga- dóttir, f. 6.4. 1987. Barn þeirra Bragi Egilsson, f. 29.7. 2014. Barn Bryndísar er Júlía Sól Héðins- dótir, f. 1.10. 2009. b) Hjalti Þór, f. 24.1. 1978, maki Guðrún Ing- ólfsdóttir, f. 10.3. 1979. Börn þeirra eru Salvör Dalla, f. 9.5. 2003, Siggerður Egla, f. 29.3. 2005, Kári, f. 25.5. 2007, og Katla, f. 18.2. 2014. c) Ólafur Páll, f. 3.10. 1984, maki c1) Unn- ur Eva Arnarsdóttir, f. 23.6. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður minnist Önnu systur. Hún var að mörgu leyti sérstök persóna og mikil- fengleg í bæði hugsun og skapi. Eftir að hafa lokið barnaskóla- göngu hér í Nesjum og landsprófi í Vestmannaeyjum lá leiðin í fóstruskólann í Reykjavík þar sem hún lauk námi. Á fyrri árum starfaði hún við leikskólakennslu bæði á Höfn og í Nesjum. Anna og Vignir, fyrri maður, hennar reistu sér einbýlishús í Hæðar- garði í Nesjum og bjuggu þar í nokkur ár, ásamt strákunum sín- um þremur. Seinni maður Önnu er Ari Guðni Hannesson bóndi. Anna og Ari keyptu jörðina Hóla- brekku á Mýrum af foreldrum Ara og stunduðu þar búskap samhliða því að byggja gistiheim- ili. Þau voru ákaflega samhent bæði í leik og starfi og fylgdust ávallt að. Á þessum tíma voru ferðamenn ekki á hverju strái eins og nú er og reksturinn gekk erfiðlega. Í kjölfar þess hófu þau rekstur sambýlis þar sem meðal annars voru geðfatlaðir einstak- lingar. Í þeim störfum naut Anna sín vel enda einkar lagin í sam- skiptum við skjólstæðinga sína. Kom fram við þá af mikilli nær- gætni, umhyggju og hlýju. Henni gekk vel að halda uppi aga og lét bæði heimilisfólkið og skjólstæð- ingana vita af því hver væri æð- stráðandi á heimilinu. Ég var vitni að því í hennar erfiðu veik- indum nú í vetur að sumir af fyrr- um skjólstæðingum Önnu voru að hafa samband við hana daglega. Það sýnir að þeir höfðu hlýjar og sterkar taugar til hennar enda var Anna góð manneskja. Hún var kærleiksrík og vinur vina sinna, en það var aldrei nein logn- molla í kringum Önnu. Lífshlaup hennar var á köflum stormasam- t.Var hún bæði föst fyrir, fylgin sér og lá aldrei á skoðunum sín- um. Fyrir rúmum fimm árum greindist hún með nýrnakrabba- mein sem hafði þegar haft nokk- urn framgang og ljóst var að þetta yrði erfið þraut. Þrátt fyrir veikindin var ekki uppgjöf í henn- ar huga. Anna og Ari héldu áfram starfsemi sambýlisins til ársloka 2016. Það er ekki einfalt mál að loka svona sambýli þar sem fólk- inu hafði liðið vel og búið við gott atlæti. Þegar kom að uppgjöri við sveitarfélagið vegna lokunar á sambýlinu kom upp ágreiningur sem var skotið til Gerðardóms. Þegar dómur hafði fallið neitaði sveitarfélagið að lúta honum og ætlaði að tefja uppgjörið. Anna sá ekki ástæðu til draga það, og lét lögfræðing sinn taka fjárnám í Ráðhúsi sveitarfélagsins. Ég hygg að einstaklingur hafi ekki beitt svo íþyngjandi aðgerðum gagnvart opinberum aðilum fyrr og sýnir vel hörku og ákveðni hennar. Það einkenndi Önnu systir að vera oft á síðustu stundu, einnig vildi hún ávallt vera vel tilhöfð og snyrtileg. Anna var gjarnan að furða sig á því að ekki skyldi vera „skvísuspegill“ í sólskyggninu bílstjóramegin, svo hún gæti puntað sig eftir að hún var lögð af stað í erindi sín. Í æsku okkar fengu við gott og kristilegt upp- eldi. Anna var alla tíð mjög trúuð. Það hjálpaði henni í þeim erfiðu veikindum sem að lokum báru hana á annað tilverustig. Í bók- inni um ljóð dagsins sem Sigur- björn Einarsson valdi efnið í er ritað á hennar fæðingardegi: Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjald- búð verði rifin niður þá höfum vér hús frá Guði eilíft hús á himnum, sem eigi er með höndum gjört. (Páll postuli) Blessuð sé minning Önnu syst- ur. Eiríkur Egilsson. Nú hefur Anna frænka kvatt í hinsta sinn. Þó svo að missirinn sé sár, er margs að minnast og óhætt er að fullyrða að ákveðnari og litríkari persónuleiki verður vandfundinn. Anna var að mörgu leyti mögnuð kona og skildi hún ótal margt eftir sig. Þegar ég minnist hennar kem- ur hlátur hennar fyrst upp í huga. Hún var með einstaklega góðan húmor og var ekki annað hægt en að hlæja dátt með henni þegar hún sagði frá einhverju. Hún hafði svo gott lag á að fá fólk til að lifa sig inn í frásagnir hennar. Brosið hennar var afar smitandi og var hún í mínum augum fögur og virðuleg kona, tignarleg og ávalt vel til fara. Anna var listræn, hafði gaman að lesa, bæði bækur og ljóð, dunda við hannyrðir auk þess sem hún var afar söngelsk og góður leikari. Ég var svo heppin að fá að taka með henni þátt í uppsetningu á Fiðlaranum á þak- inu, þar sem að Anna fór á kost- um. Á ég margar skemmtilegar minningar af henni frá þessum tíma, enda var gaman að vera í kringum hana því hún naut sín mikið í leiklistinni. Anna var baráttukona út í gegn. Hún fór sínar eigin leiðir og barðist bæði fyrir sínum hags- munum og annarra, þá helst þeirra sem minna máttu sín. Hún var ekki hrædd við að tjá skoð- anir sínar og lét engan valtra yfir sig eða sína. Baráttuvilji hennar kom sterkur fram í þeim veikind- um sem hún þurfti að kljást við síðustu árin. Var þrautseigja hennar aðdáunarverð, enda lét hún deigan aldrei síga og bar höf- uðið hátt. Ljóst er að margir mættu taka þrautseigju Önnu sér til fyrirmyndar og það mun ég leitast við að gera. Megi elskuleg frænka mín hvíla í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Fjóla Dögg Hjaltadóttir. Hvellandi hlátur, ærsl, gleði og óbilandi áhugi á öllum viðfangs- efnum voru einkenni minnar ágætu frænku sem nú hefur kvatt. Þessi dugnaðarforkur og bjartsýniskona var alltaf með hugmyndir og áform um fram- kvæmdir. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm lét hún aldrei bilbug á sér finna og eftir að hún var orðin rúmliggjandi að mestu, þá var rétt að fara að skrifa, enda veit ég ekki um nokkra manneskju með jafn óbrigðult minni og sem gat sagt sögur á eins lifandi hátt og hún. Anna var í þrjá vetur í Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og bjó þá heima hjá okkur. Það var aldrei lognmolla í kringum hana. Mér fannst alltaf eins og hún væri systir mín en ekki að við værum systkinabörn. Sem dæmi um vinsældir Önnu var hún talin með í árgangi ’55 í Eyjum. Anna var söngelsk og var í kór Gagnfræðaskólans í Eyjum og hefur verið síðan í Samkór Hornafjarðar. Það var alltaf skemmtilegt að heimsækja hana og fá þau Ara í heimsókn, hvort heldur var út í Eyjar eða á Höfn. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Nú kveðjum við glæsilega, ljúfa frænku og þökkum fyrir allt og allt, um leið og við sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Ara, Hjalta Þórs, Egils, Óla Páls, Guðjóns og fjölskyldunnar allrar. Guðbjörg Ósk og Hermann. Nú hefir lífs þíns sól í æginn sigið oss setur hljóð og klökkvi döggvar brár, en andi þinn til æðri heima stigið með öllu frjáls og laus við mannleg sár. Og víst er gott að sjúkdómsþrautin þunga, nú þjáir ekki veru þína meir. En unaðsdýrð sem engin lýst fær tunga og andans kraftur smyr hinn veika reyr. (LS) Elsku Anna. Hjartans þökk fyrir samfylgd- ina, gleðina og þinn einstaka hlát- ur, sem oftar en ekki hefur fylgt þér og einkennt okkar samveru- stundir. Ferðalög kóranna, sem við eigum sameiginleg, bæði karlakórs og samkórs, söngur, gleði og gaman einkenndi flestar þær stundir, líka erfiðar athafnir sem reyndu á. En upp úr standa margar ógleymanlegar kórsamkomur og ferðir, sem nú ylja og við geym- um. Einnig okkar „löngu símtöl“ síðustu misserin, sem oftast voru á þriðjudögum eða miðvikudög- um, að fylgjast með samkórs- starfinu, ekki síst eftir að þú hafð- ir ekki heilsu til að mæta á söngæfingar og bar ég þá kveðju þína í hópinn, oftar en ekki með þeim orðum að þú myndir von bráðar koma að syngja með okk- ur. Kjarkur þinn og elja voru mik- il, og lýsir því t.d. að fyrir örfáum dögum þegar við kvöddumst þann daginn varst þú ákveðin í, þó sárþjáð værir, að þú stefndir á að syngja með okkur, „allavega við eina páskamessu“ og þig lang- aði að það væri messan hér í Hof- felli. Eins og þú orðaðir það: „Þeir frændur Ari og Dúddi fara létt með að drösla hjólastólnum inn í Hoffellskirkju, annað eins afrekuðu þeir í síðustu kórferð.“ Já, svona varst þú. En nú er komin kveðjustund þá klökk verður okkar lund. Það er svo margs að minnast en seinna munum finnast. Á grænum blómabala björt þá sólin skín. Við saman munum hjala og hlæja enn á ný. ( Höf ók) Elsku Ari, Egill, Hjalti Þór, Óli Páll, Guðjón Bjarni og fjölskyld- ur, Hjalti, Vala, Eiríkur og fjöl- skyldur, sorg ykkar er mikil, hug- ur okkar hefur dvalið hjá ykkur. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þrúðmar (Dúddi) og Ingibjörg. Anna Egilsdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR SIGFÚSSON, forstjóri og sendiherra, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 4. apríl klukkan 11. Valgerður Valsdóttir Valur Ingimundarson Sigfús Ingimundarson Birgitta Bára Hassenstein Ingimundur Bergmann Sigfússon Guðmundur Steinn Sigfússon Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HELGI SIGURÐSSON, Rauðagerði 33, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 29. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bergdís R. Jónasdóttir Jónas Guðmundsson Sigurður Guðmundsson Svana Steinsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Helgi Helgason og barnabörn Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, INGÓLFUR RÚNAR SIGURZ, sem lést mánudaginn 26. mars, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. apríl klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á söfnunarreikning fyrir börnin hans, 0526-14-401653, kt. 050900-2740. Kristín Rán Sigurz Alexander Breki Sigurz Ingunn Þóra Jóhannsdóttir, Skúli E. Sigurz Berglind, Dagmar, Margrét og aðrir aðstandendur Okkar ástkæri GESTUR HELGASON, Fosshóli, lést 29. mars. Útförin fer fram frá Þorgeirskirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 14. Árný Þóra Ármannsdóttir Allan Haywood Helgi Hallgrímsson Hallgrímur Helgason Heiðveig Agnes Helgadóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÞORBJÖRG JÓNINNA PÁLSDÓTTIR frá Skagaströnd, lést 21. mars sl. á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 7. apríl kl. 13:00. Sigrún Kristófersdóttir Skarphéðinn H. Einarsson Anna Kristrún Sigmarsdóttir Jón Kristófer Sigmarsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON, Heimatúni 2, Álftanesi, lést á Sólvangi Hafnarfirði föstudaginn 30. mars. Alda Guðbjörnsdóttir Dagbjört Vilhjálmsdóttir Óli Björn Vilhjálmsson Hjördís Vilhjálmsdóttir Guðjón Á. Sigurðsson Guðbjörn Vilhjálmsson Gíslína Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Tanja Stepansdóttir Sveinn Svanur Antonsson Kristín Ingvadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN TORFASON lögfræðingur, Blönduhlíð 17, Reykjavík, lést á Landakoti föstudaginn langa 30. mars sl. Sigrún Sigvaldadóttir Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir Damien Degeorges Guðríður Margrét Kristjánsdóttir Gylfi Örn Þormar Torfi Kristjánsson Rúna Malmquist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.