Morgunblaðið - 03.04.2018, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Sérblað helgað
sjávar-
útveginum
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 6. apríl
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFA:
Valur Smári Heimisson
Sími 569 1277
valursmari@mbl.is
og
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
Sími 569 1134
sigridurh@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir miðvikudaginn 4. apríl
Listamenn að norðan fluttu Matteusarpassíu
Listamenn Hörður Áskelsson stjórnaði listafólkinu af kunnri snilld.
Athygli Heyra mátti saumnál detta meðan á flutningi stóð.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það virðist sem töluverður áhugi sé
á íslenskum í bókmenntum í Noregi
og bendir Kristján Breiðfjörð á að
það sé hluti af skyldunámi norskra
unglinga að lesa Snorra Sturluson.
„Ekki nóg með það heldur þurfa
nemendurnir að geta stafað sig í
gegnum hluta af skrifum hans á
forn-íslensku. Ég man að þegar ég
þreytti sjálfur stúdentspróf í Noregi
þurfti ég að þýða textabút eftir
hann úr íslensku á norsku.“
Kristján er rithöfundur og þýð-
andi og hefur einkum fengist við
þýðingar á íslenskum ljóðum á
norsku. Hann á íslenskan föður en
norska móður og fékk því þá vöggu-
gjöf að tilheyra báðum þjóðum.
„Hann faðir minn fer til Þránd-
heims í Noregi til að mennta sig og
fann þar hana móður mína. Ég kem
svo í heiminn í Noregi árið 1970,
fyrsta barnið í systkinahópnum, en
fjölskyldan flytur skömmu síðar til
Íslands þar sem ég elst upp til 11
ára aldurs þegar við höldum aftur
til Noregs þar sem ég fékk nær alla
mína menntun.“
Saknar alltaf hins landsins
Kristján býr á Íslandi í dag en
hefur skipt árunum nokkuð jafnt á
milli landanna. „Ég held það sé erf-
itt að komast hjá því, þegar maður
er tvítyngdur og hefur svona sterk
tengsl við tvo staði, að þegar maður
er í öðru landinu þá saknar maður
alltaf hins og reynir að fara sem
mest á milli, og myndi helst vilja að
þessir tveir heimar gætu runnið
saman.“
Bókmenntaáhugi Kristjáns er
sjálfsprottinn og var æskuheimilið
ekki meira eða minna menning-
arlegt en önnur íslensk eða norsk
heimili. Faðir hans menntaði síg í
tæknifræði og rak á sínum tíma
smíðaverkstæðið Breiðfjörðsblikks-
miðju þar sem Kristján vann öll
sumur og í öllum fríum. „Áhuginn á
ljóðum kom eins og hálfgerð op-
inberun þegar ég fékk í hendurnar
ljóðasafn Steins Steinars fyrir lið-
lega þremur áratugum. Þar upp-
götvaði ég texta sem var allt annað
en það sem ég hélt að ljóðagerð
væri og í framhaldinu byrjaði ég að
gera tilraunir með að yrkja ljóð í
sama stíl, og um leið þýða verk
Steins. Hugsa ég að í dag hafi ég
þýtt nærri því hvert einasta ljóð
sem hann hefur skrifað.“
Fleiri leiðir til að koma
ljóðum á framfæri
Nýlega þýddi Kristján (sem ritar
nafnið sitt Kristian Breidfjord þeg-
ar hann er Noregsmegin) ljóðabók
Sigurðar Pálssonar, Ljóð muna
rödd, sem fengið hefur norska tit-
ilinn Dikt husker stemmen og er
gefin út af Nordsjoforlaget. Þá
kemur út á næstunni sýnisbók með
áður óbirtum ljóðum eftir fjögur ís-
lensk skáld, í tilefni af árlegri
ljóðahátíð í Bergen. Eiríkur Örn
Norðdahl er ritstjóri bókarinnar og
valdi í hana ljóð eftir Fríðu Ísberg,
Jón Örn Arnarson, Ástu Fanneyju
Ljóð geta passað
nánast hvar sem er
Steinn Steinarr kveikti ljóðaáhugann hjá Kristjáni Breið-
fjörð og hefur hann þýtt nær öll hans ljóð á norsku Ný-
lega kom ljóðabók Sigurðar Pálssonar út í Noregi, í þýðingu
Kristjáns, og von er á bók með ljóðum fjögurra íslenskra
skálda sem verða í sviðsljósinu á ljóðahátíð í Bergen
Aðlögun „Það má setja
ljóð í Twitter-færslu eða
inn á Facebook og halda
því óbreyttu en það sama
er ekki hægt að segja um
skáldsögu,“ segir Kristján
Breiðfjörð.
Starf þýðandans er erfiðara en
margur heldur – kannski vegna
þess að þegar þýðing ljóðs eða
bókar heppnast vel þá virðist text-
inn hafa sprottið fram alveg
áreynslulaust. Er óhætt að fullyrða
að ljóðaþýðingar séu erfiðasta
verkefni sem þýðandi getur tekið
sér fyrir hendur enda þarf hann að
koma til skila, á mjög knöppu
formi, sem mestu af merkingu,
takti, stíl og lögun ljóðsins.
Kristján bendir á að þýðing-
arstarfið sé svo krefjandi að það
sé flestum um megn að þýða á
annað mál en sitt eigið móðurmál,
og sjálfur haldi hann sig við að
skrifa og þýða á norsku enda málið
sem hann vandist að nota á sínum
mikilvægustu mótunar- og mennt-
unarárum.
„Þó margt sé skylt með íslensku
og norsku, og menning landanna
svipuð, þá eru tungumálin það ólík
að yfirleitt verður að umskrifa
ljóðið sem á að þýða,“ segir Krist-
ján og bætir við að þýðing á ljóði
verði helst að fylgja frumtextanum
svo náið að línufjöldinn sé sá sami
og línurnar álíka langar. Er undir
hverjum þýðanda komið hversu
langt hann vill ganga við að fylgja
frumtextanum, en oft fer mikil
vinna í að gera þýðinguna eins
knappa og textinn leyfir.
Kristján – sem dreymir um að
gefa í framtíðinni út veglega sýn-
isbók með norskum þýðingum á ís-
lenskum ljóðum – hefur það fyrir
sið, hvort sem hann á að þýða ljóð
til útgáfu eða ekki, að gera orð-
rétta þýðingu á textanum. „Það er
skrítið hvað það tekur í raun lang-
an tíma að lesa ljóð, gaumgæfa
það frá öllum hliðum, og vera þess
fullviss að maður sé að lesa text-
ann rétt og nái hverri einustu
merkingu. Við erum alltaf að lesa
ljóð vitlaust, það get ég sagt þér,“
segir hann.
„Svo nær maður að grípa í ein-
hvern spotta í textanum, og út frá
honum er hægt að byrja að þýða
ljóðið og koma bæði til skila merk-
ingu orðanna og tilfinningunni
sem textinn býr yfir. Alltaf er eitt-
hvað sem hverfur við þýðingu á
ljóði, en þýðandinn verður líka að
vara sig á að bæta ekki of miklu
við. Þetta er púsluspil þar sem
stöðugt þarf að huga að því hvað
má nema í burtu til að gera þýð-
inguna knappa en um leið skýra og
rétta.“
„Erum alltaf að lesa ljóð vitlaust“
ÞARF AÐ ÞÝÐA FRUMTEXTANN AF NÁKVÆMNI
Morgunblaðið/Styrmir Kári