Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
gaman að ganga á fjöll og anda að
mér útiloftinu. Ég stunda útivist
daglega og hef gert frá fermingar-
aldri, þá fór maður að fara á fjöll.
Síðan eignaðist ég mann sem hafði
líka mikinn áhuga á fjallgöngum og
útivist,“ segir Ágústa.
Hjónin ferðuðust einnig til út-
landa, til dæmis til Þýskalands þar
sem Davíð nam hagfræði, til Banda-
ríkjanna, norrænu landanna, Græn-
lands og Frakklands. „París hefur
alltaf verið uppáhaldsborgin mín,“
segir Ágústa og nefnir að þar hafi
hún lært frönsku.
Ágústa segir að hagur íslensku
þjóðarinnar hafi vænkast mjög á ævi
hennar. „Áður fyrr var fátæktin
óskaplega mikil. Sem betur fer
þekkist það síður í dag og samfélagið
hefur breyst gífurlega mikið. Mennt-
un hefur skipt miklu máli og spornað
við fátækt. Þjóðinni hefur farnast vel
á þessum tíma,“ segir Ágústa.
Aðspurð segir hún að reglusemi á
öllum sviðum sé góð uppskrift að
góðu lífi. „Reglusemi er mikilvæg
fyrir hvern og einn,“ segir hún.
„Ég tel mig Reykvíking, ég man ekki
eftir öðru því ég flutti ung. Ég hef
auðvitað oft komið á æskuslóðirnar
en alltaf verið búsett í Reykjavík,“
segir Ágústa. Hún nefnir að það hafi
verið sérstaklega áhugavert að fylgj-
ast með borginni stækka.
„Á æskuárunum byrjaði Reykja-
vík að stækka og maður tók sífellt
eftir einhverju nýju. Það var mjög
gaman. Síðan var Tjörnin aðal-
leiksviðið á veturna,“ segir Ágústa
og nefnir að hressandi hafi verið að
renna sér á skautum í frostinu.
„Nú er Reykjavík orðin stærri, en
það hefur samt alltaf verið mikið líf í
borginni,“ segir Ágústa.
Þjóðinni hefur farnast vel
Aðspurð segir hún að mestu gleði-
stundirnar um ævina hafi verið að
eignast börn og fylgjast með þeim
vaxa úr grasi. Einnig nefnir hún að
útivist hafi leitt af sér ófáar ánægju-
stundir. Aðspurð segir hún að úti-
vistinni megi þakka langlífið að ein-
hverju leyti.
„Mér hefur alltaf þótt afskaplega
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ágústa Gísladóttir fagnar í dag 100
ára afmæli, en hún fæddist á Mos-
felli í Grímsnesi 4. apríl árið 1918.
Ágústa er víðförul og hefur einnig
klifið fjölmörg fjöll. Hún segir úti-
vistina eiga sinn þátt í langlífinu og
að gott sé að hafa reglusemi að leið-
arljósi. Hyggst hún halda upp á stór-
afmælið í faðmi fjölskyldunnar.
Eiginmaður Ágústu var Davíð
Ólafsson, fv. alþingismaður, fiski-
málastjóri og seðlabankastjóri. Börn
þeirra eru Ólafur Davíðsson, fv.
ráðuneytisstjóri og sendiherra, og
Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður í
London. Barnabörn Ágústu eru sex
talsins og barnabarnabörnin átta.
Að loknu námi við Verzlunarskóla
Íslands starfaði hún víða við skrif-
stofustörf, m.a. hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna.
Alltaf verið líf í Reykjavík
Ágústa er Reykvíkingur í húð og
hár þó hún sé fædd á Suðurlandi.
Morgunblaðið/Hari
Afmælisbarn Ágústa Gísladóttir tók á móti blaðamanni og ljósmyndara á dvalarheimilinu Grund, þar sem hún býr.
Dagleg útivist hefur
gert gæfumuninn
Ágústa Gísladóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag
Góður gangur er í sprengingu og
greftri Dýrafjarðarganga á milli
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Í síð-
asta mánuði lengdust þau um 387
metra sem er rúmum 100 metrum
lengra en gert var ráð fyrir í áætl-
unum verktakanna Suðurverks og
Metrostav. Göngin voru í gær orðin
tæplega 1.770 metra löng.
Í nýliðinni viku lengdust göngin
um 87 metra en í vikunni þar á und-
an náðust 90 metrar sem er metið
til þessa.
Karl St. Garðarsson, staðarstjóri
Suðurverks, þakkar árangurinn
duglegum starfsmönnum beggja
verktakanna. Hann segir að bergið
sé misjafnt og eitthvað af vatni leki
inn í göngin. Það sé meira en Eski-
fjarðarmegin í Norðfjarðargöngum
en ekkert í líkingu við ána sem opn-
aðist inn í Vaðlaheiðargöng. Karl
segir reynt að vinna eftir áætlunum
og gott ef gangurinn er góður og
vinnan slysalaus. Hann vill þó ekki
spá of miklu um framhaldið. Alltaf
geti eitthvað komið upp á við
gangagröft.
Sprengt verður um 3,7 km inn í
heiðina úr Arnarfirði og næsta
haust flytja starfsmennirnir sig í
Dýrafjörðinn og grafa þeim megin
það sem eftir er. Þeir eru byrjaðir
að undirbúa aðstöðuna þeim megin.
helgi@mbl.is
Sprengdu 100
metrum lengra
en áætlað var
Dýrafjarðargöng orðin 1.770 metra
löng Undirbúningur í Dýrafirði
Ljósmynd/Karl St. Garðarsson
Arnarfjörður Bílstjórar Suðurverks
aka efninu út úr göngunum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég segi upp með mikilli eftirsjá. Ég
vil starfa við þetta. Aðstæður ljós-
mæðra hafa að vísu mikið breyst á
síðustu fimmtán árum. En það var
erfitt að skrifa uppsagnarbréfið. Ég
gerði það ekki með glöðu geði,“ segir
Guðrún I. Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir
á Landspítalanum. Hún er ein af 21
ljósmóður sem sagt hefur upp störf-
um þar að undanförnu.
Guðrún nefnir tvær meginástæður
fyrir uppsögn sinni: Aukið álag og
launakjör. Hún getur þess að þjón-
usta við fæðandi konur hafi verið
skert víða um land og við það fjölgi
konum sem leiti á Landspítalann.
Einnig bætist við ferðamenn og hæl-
isleitendur. Þá séu skjólstæðingar
ljósmæðra með flóknari vandamál en
áður var. „Vaktirnar eru orðnar
þyngri. Það er líka álag á starfsfólkið
í frítíma þess því sífellt er verið
spyrja hvort við getum tekið auka-
vaktir eða komið til hjálpar. Frítím-
inn er ekki virtur,“ segir Guðrún.
Fær hærri laun annars staðar
Það situr í ljósmæðrum að dregið
var of mikið af launum þeirra í verk-
fallinu 2015 og þær hafa ekki fengið
leiðréttingu á því. Þær unnu reyndar
málið í héraðsdómi en ríkið ákvað að
áfrýja og niðurstaða er ekki komin.
„Ofan á allt annað gengur ekkert í
viðræðum við ríkið. Við erum búnar
að vera með lausan samning í hálft
ár. Ljósmæður eru orðnar á eftir öðr-
um í launum. Ég tel að miklar breyt-
ingar þurfi að verða til þess að ljós-
mæður verði sáttar,“ segir Guðrún.
Hún segist aðeins vera farin að
kanna möguleika á annarri vinnu.
Hún starfaði sem hjúkrunarfræðing-
ur í sautján ár áður en hún bætti við
sig ljósmóðurnáminu. Ef hún fer til
dæmis að vinna á hjúkrunarheimili er
starfsreynslan metin og viðbótar-
námið að auki. Hún fái því hærri laun
en hún hefur nú sem ljósmóðir.
Slæm áhrif á vinnustaðinn
Guðrún segir að uppsagnir ljós-
mæðra hafi slæm áhrif á vinnustað-
inn. Þær spyrjist út og aðrar ljós-
mæður verði leiðar og jafnvel reiðar
og upp komi söknuður við að missa
starfsfélaga. Hún bætir því við að það
sé dýrt fyrir spítalann að missa
margar reynslumiklar ljósmæður og
það geti skapað upplausn.
Segir ekki upp með glöðu geði
21 ljósmóðir hefur sagt upp störfum á fæðingardeild Ljósmóðir segir að aukið
álag, gremja úr verkfallinu 2015 og erfiðleikar í samningum séu ástæður uppsagnar
Ljósa Guðrún I. Gunnlaugsdóttir
vill helst starfa sem ljósmóðir.
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Ekkert gengur í samningum
Ljósmæðrafélags Íslands og
samninganefndar ríkisins.
Sáttafundur sem haldinn var í
gær var árangurslaus, segir
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for-
maður kjaramálaráðs Ljós-
mæðrafélagsins. Hún segir að
samninganefnd ríkisins virðist
hafa lítið umboð til að koma til
móts við kröfur ljósmæðra sem
vilja fá leiðréttingu á launum
sínum. Menntun og ábyrgð í
starfi verði metin í launum. Nýr
sáttafundur hefur verið boð-
aður mánudaginn 16. apríl.
Árangurslaus
sáttafundur
KJARADEILA LJÓSMÆÐRA