Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þrír fræðimenn við Félagsvísinda- svið Háskóla Íslands og norrænir samstarfsfélagar þeirra hafa fengið rúmlega 120 milljóna króna styrk frá Nord- forsk til að rann- saka áhrif hryðju- verkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetning- ar gegn hryðju- verkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Af heildarstyrknum til verkefnisins koma 32,5 milljónir króna í hlut Há- skóla Íslands. Íslensku fræðimennirnir eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórn- málafræði, og Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórnmálafræði. Verkefnið lýtur forystu Dag Arne Christensen frá UNI Research AS í Noregi en auk þeirra koma fræði- menn frá Háskólanum í Bergen og Gautaborgarháskóla að verkefninu. Nordforsk er norræn stofnun sem starfar á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar og hefur umsjón með og styrkir rannsóknasamtarf á Norðurlöndum. Guðbjörg Andrea sagði í samtali við Morgunblaðið, að styrkurinn sem HÍ hefði hlotið væri til þriggja ára, þannig að hún ætti von á því að rann- sókninni lyki 2021. „Við teljum að það sé mikil þörf á svona rannsókn. Verkefnið er m.a. til komið vegna þeirra hryðjuverka sem átt hafa sér stað á Norðurlöndunum. Frumkvæðið að verkefninu kemur frá Noregi og það er Norðmaður sem stýrir verkefninu,“ sagði Guðbjörg Andrea. „Það sem við ætlum að skoða sér- staklega, er hvort óttinn við hryðju- verk, hafi þær afleiðingar, að fólk sé tilbúið til þess að fórna borgaraleg- um réttindum að einhverju leyti. Er fólk tilbúið til þess að leyfa í auknum mæli símahleranir, aukið eftirlit og handtökur er meðal þess sem mun- um rannsaka,“ sagði Guðbjörg Andr- ea ennfremur. Hún segir að skoðað verði hversu mikil áhrif hryðjuverkaógnin hafi á daglegt líf Norðurlandabúa, en einn- ig verði skoðaðar alþjóðlegar kann- anir sem gerðar hafi verið. Í frétt frá Háskóla Íslands kemur fram að meginrannsóknarspurning verkefnisins sé hversu vel lýðræðis- ríki geti staðið af sér þá ógn sem þau standa frammi fyrir vegna hryðju- verka. Í verkefninu verði leitast við að svara henni með greiningu fyrir- liggjandi gagna úr fjölþjóðlegum spurningakönnunum og söfnun nýrra gagna í þremur rannsóknar- verkefnum sem hafi eftirfarandi þemu: „Hefur óttinn við hryðjuverk það mikil áhrif á borgara að þeir séu tilbúnir til að fórna borgaralegum réttindum? Hversu mikil áhrif hafa lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og traust þess á stjórnvöldum og lögmæti þeirra? Hver eru tengsl mismunandi stjórnskipulags og ótta borgara við hryðjuverk?“ Rannsaka áhrif hryðju- verkaógnar á líf fólks  HÍ tekur þátt í samnorrænu rannsóknarverkefni AFP Norðmenn áttu frumkvæðið Rannsakendur ætla meðal annars að skoða sérstaklega, hvort óttinn við hryðjuverk, hafi þær afleiðingar, að fólk sé tilbúið til þess að fórna borgaralegum réttindum sínum að einhverju leyti. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur lokið rannsókn sinni á máli karl- manns á fimm- tugsaldri sem grunaður er um gróf kynferðis- brot gegn börn- um. Maðurinn var stuðnings- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg og er hann grunaður um kynferðisbrot gegn minnst sjö börnum á tíu ára tímabili. Málið var sent til embættis héraðssaksóknara til ákæru- meðferðar fyrir páska. Kolbrún Benediktsdóttir vara- héraðssaksóknari staðfestir við mbl.is að mál sakbornings sem sæt- ir gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn börnum hafi borist embættinu til meðferðar. Kolbrún segir tólf vikna frest til að gefa út ákæru renna út í lok næstu viku, en samkvæmt lögum um með- ferð sakamála er ekki heimilt að láta sakborning sæta gæslu- varðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhags- munir krefjist þess. Þann 21. mars síðastliðinn stað- festi Landsréttur úrskurð Héraðs- dóms Reykjaness frá 16. mars um að maðurinn skyldi sæta gæslu- varðhaldi til 13. apríl næstkomandi. Þá hefur einnig verið fenginn dóm- kvaddur sálfræðingur til að fram- kvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi mannsins, en úr- lausnarefni matsmanns var að leggja mat á kynferðislegar lang- anir og hvatir mannsins, að því er segir í úrskurði dómsins. Málið komið til ákærumeðferðar  Grunaður um mörg kynferðisbrot Sakamál Maður- inn er í varðhaldi. Reiðhjólahjálmur er talinn hafa bjargað lífi fimm ára gamals barns þegar óður hundur af tegundinni Alaska malamute réðst á það. Árásin átti sér stað í Kópavogi á föstudag- inn langa. Barnið var bitið illa í andlit og hendur, en samkvæmt heimildum mbl.is þurfti meðal annars að sauma 80 spor í andlit þess. Til stóð að lóga hundinum í gær. Eigandi hundsins sagði í samtali við mbl.is að það eina ábyrga í stöð- unni væri að lóga dýrinu. Fjölskyld- an vilji ekki hafa hundinn eftir árás- ina eða gera nágrönnum sínum það að vera með hann áfram. Barnið sem hundurinn beit var flutt á sjúkrahús eftir að hafa komist sjálft í burtu frá dýrinu. Það liggur nú á Barnaspítala Hringsins. Gekkst barnið undir tveggja klukkustunda langa aðgerð á föstudag hjá lýta- læknum. Það mun samkvæmt heim- ildum mbl.is gangast undir aðra að- gerð í dag. Er barnið með nokkur bitsár á höndum auk þess sem það var bitið á milli augnanna. Ekki fyrsta árás hundsins Hundurinn var bundinn í langa keðju fyrir utan heimili nágranna barnsins þegar árásin átti sér stað. Var meðal annars í fyrstu óskað eftir aðstoð lögreglumanna úr sérsveit ríkislögreglustjóra vegna málsins, en sú beiðni var afturkölluð skömmu síðar. Þá hefur dýrið áður ráðist á póstburðarmann, en í því tilfelli glefsaði það í fatnað viðkomandi. Mál sem þetta eru mjög sjaldgæf að sögn framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Kópa- vogs og Garðabæjar. Oftast koma upp mál sem kalla má ógnun eða minniháttar árás. Hjálmur bjargaði barni frá óðu dýri  Sauma þurfti 80 spor í andlit barnsins Ljósmynd/Wikipedia Dýr Ljósmyndin sýnir hund af tegundinni Alaska malamute.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.