Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 12
Auk þess að vera með réttar bólusetningar ættu ferðalangar stundum að taka með sér tiltekin lyf og grípa til vissra varúðarráðstafana til að draga úr líkunum á veikindum. Helgi segir ágætt að pakka lyfjum gegn niðurgangi sem geti stoppað verstu einkennin þangað til fólk getur leitað læknisaðstoðar. „Ekki ætti að reyna að halda veikindin út inni á hóteli heldur fara til læknis eða jafnvel á bráðamóttöku og láta meta sig þar. Veikindi eins og magaveiki og niðurgangur geta dregið fólk til dauða ef ekki er veitt rétt aðhlynning.“ Helgi ræður ferðalöngum líka frá því að borða götumat, og þegar ferðast er í þriðjaheimslöndum að borða eingöngu soðinn mat og steikt- an, og sneiða hjá hráum matvælum eins og fersku grænmeti. „Aðeins ætti að drekka drykki sem koma úr flöskum eða fernum, ell- egar heita drykki eins og kaffi eða te. Á ferðalögum er reyndar te einn öruggasti drykkurinn,“ segir hann. „Biðja ætti um drykki án klaka og forðast kældan safa úr vélum, jafnvel á góðum hótelum, því vélarnar geta verið stútfullar af gerlum ef þær eru ekki hreinsaðar rétt.“ Í sumum löndum segir Helgi m.a.s. vissara að kaupa drykki á flöskum aðeins í góðum búðum. „Þar gætu óprúttnir aðilar verið orðnir mjög þjálfaðir í að fylla á flösk- ur með kranavatni eða heimagerðri blöndu og átt tækin til að festa tappa á eins og um ekta vöru væri að ræða.“ Verkjatöflur og plástrar geta líka komið í góð- ar þarfir, og sömuleiðis sólarvörn og flugnafæluáburður sem má þó yfirleitt kaupa þegar komið er á áfangastað. Í afskekktustu og fátækustu héruðum gæti jafnvel verið ráðlegt að hafa með hreinar sprautunálar, til öryggis. „En umfram allt ætti fólk að gæta þess að hafa góðar ferðatryggingar. Þeir sem eru með kortatryggingar eða fá ferðavernd sem hluta af fjölskyldutryggingum sínum ættu að skoða skilmálana vel, ganga úr skugga um að tryggingin sé í gildi allt ferða- lagið og greiði t.d. fyrir heimflutning sjúklings.“ Varist götumatinn og hafið tryggingarnar í lagi VARKÁRIR FERÐALANGAR VEIKJAST SÍÐUR 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forsjálni Helgi Guðbergsson segir oftast hægt að veita fullnægjandi bólusetningu ef sex vikur eru til stefnu. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íöllum látunum við aðskipuleggja ferðalag langt útí heim vill það stundumgleymast að huga að bólu- setningunum. Víða er hætta á al- varlegum sjúkdómum sem ekki er bólusett gegn á Íslandi og sum lönd gera jafnvel kröfu um að ferðamenn framvísi bólusetning- arskírteini með vegabréfinu. Huga þarf tímanlega að bólusetningunum og stundum þarf tvær eða fleiri sprautur með nokkurra vikna eða nokkurra mánaða millibili til að tryggja nægjanlega vernd. Helgi Guðbergsson læknir er sérfræðingur í atvinnu- og um- hverfissjúkdómum og sér um ferðaverndarsvið Vinnuverndar í Holtasmára. Hann segir bólusetningarnar ekki bara nauð- synlegar þegar ferðast er til fjar- lægra heimshluta heldur líka þegar vissir staðir í N-Ameríku og Evr- ópu eru heimsóttir. „Ef ferðast á eitthvað annað en til Evrópulandanna, Bandaríkj- anna, Kanada, Japans, Ástralíu eða Nýja-Sjálands þarf að athuga með bólusetningar. Þá getur í vissum tilvikum verið þörf á bólusetningu þegar t.d. farið er til Bandaríkj- anna í nám eða ef fólk hyggst ferðast um sveitir eða í nágrenni við eða í skóglendi á sumum stöð- um í Mið-, Austur- og Norður- Evrópu,“ útskýrir Helgi. Í Evrópu er það skógarmítill- inn sem þarf að varast en hann þrífst á ýmsum dýrategundum og getur setið á runnum og grasi sem fullorðnir og börn strjúkast utan í. „Hann borar sig inn í húðina og getur borið ýmis smit með sér og valdið eituráhrifum, en hættu- legust er veira sem veldur heila- bólgu.“ Skólar í Bretlandi, Bandaríkj- unum og Ástralíu gera líka margir kröfu um að erlendir nemendur hafi verið bólusettir við t.d. hlaupa- bólu eða mislingum, og segir Helgi að stundum verði að endurtaka eða a.m.k. staðfesta með bólusetningar- skírteini að fólk hafi fengið hefð- bundnu barnabólusetningarnar. „Hafa verður í huga að tilfell- um sjúkdóma á borð við mislinga og hettusótt hefur fjölgað á ákveðnum svæðum í Evrópu, m.a. vegna innstreymis flóttamanna, og raunhæf hætta er á smiti,“ segir hann. Það hvaða bólusetninga er þörf ræðst ekki bara af því hvert ferðinni er heitið, heldur hversu lengi ferðin varir og hvernig fólk ferðast. Segir Helgi að stundum sé óhætt að sleppa bólusetningum ef ferðin varir stutt, en þeir sem fara margar stuttar ferðir á staði þar sem varasamir sjúkdómar eru landlægir ættu að bólusetja sig rétt eins og þeir sem fara þangað í lengri tíma: „Um flesta staði í Asíu gildir að ef dvelja á þar í tvær vikur eða lengur ætti fólk að láta bólusetja sig við taugaveiki, kóleru ef hún er að ganga og japanskri heilabólgu. Ef ætlunin er að fara í langt bak- pokaferðalag, ferðast utan alfara- leiða og t.d. hjólandi eða gangandi innan um fólk og dýr, þá getur líka verið ástæða til að bólusetja við hundaæði enda útbreiddur sjúk- dómur og mjög alvarlegur ef fólk fær hann.“ Í Suður-Ameríku þarf að huga að taugaveikibólusetningu, kóleru ef við á og mýgulusótt (e. yellow fever). „Ef ferðast er á milli landa í Suður-Ameríku gæti fólk þurft að framvísa skírteini um að það hafi fengið bólusetningu við mýgulu, fyrir utan að sjúkdómurinn er Heimshorna- flakk með bólusetning- arnar í lagi Misjafnt er eftir löndum og lengd ferðalags hvaða bólusetningar þarf að fá og verður að huga tímanlega að þeim. Í sumum tilvikum ætti að bólusetja við hundaæði og víða í Evrópu þarf að varast heilabólgu sem berst með skógarmítli. Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir fjallar um helstu vorverkin í garð- inum kl. 20-22 í kvöld, mið- vikudagskvöld 4. apríl, í Borgarbókasafninu Gerðu- bergi. Hún leggur sérstaka áherslu á undirbúning mat- jurtaræktunar sumarsins og fer yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga til að garðurinn haldist blómleg- ur og fagur allt sumarið. Guðríður, sem hefur unnið við garðyrkju frá því hún var unglingur, var með garðyrkjuþætti á RÚV. Hún er með BS-gráðu í líffræði og MPM frá Háskóla Ís- lands og er garðyrkjufræð- ingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Lífsstílskaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi Vorverkin í garðinum Morgunblaðið/Golli Blómlegt Í vel hirtum garði þrífast matjurtir og fögur blóm, t.d. valmúi. Meira til skiptanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.