Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.04.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífréttum heyristoftast talað umað Bretar muni lenda í vandræðum þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Útgangan - Brexit - verður þó ekki sárs- aukalaus fyrir ESB. Ein ástæðan er sú að Bretar hafa lagt meira til sambandsins en þeir hafa tek- ið út. Er í þeim efnum talað um 13 til 15 milljarða evra gat, sem myndast muni á ári í fjárlögum sambandsins. Ekki kemur til greina að draga saman seglin sem því nem- ur að aðildarríki með 65 milljónir íbúa hverfi úr sambandinu. Þar sem ekki er sérlega vinsælt, sér- staklega ekki hjá þeim ríkjum, sem á hallar þegar kemur að framlögum annars vegar og end- urheimt fjár hins vegar, horfa menn nú til hjáleiða. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, get- ur verið sérlega úrræðagóður þegar þarf að sjá til þess að ekk- ert lát verði á útþenslu sam- bandsins. Hans nýjasta hugmynd er sú að stytta sér leið og leita beint í sjóði evrópska seðlabank- ans. Dagblaðið Irish Times gekk svo langt í fyrirsögn fréttar um málið í liðinni viku að fullyrða að Brussel ætlaði að leggja til 56 milljarða evra ránsárás á hagnað bankans. Í fréttinni sagði að framkvæmdastjórn ESB liti svo á að strandhögg í sjóði bankans væri fljótleg leið til að ná í pen- inga í sameiginlegan sjóð ESB vegna þess að ríki á borð við Danmörku, Finnland, Svíþjóð, Holland og Aust- urríki neituðu að hækka framlag sitt til að stoppa í fjár- lagagatið, sem verð- ur til við Brexit. Haft var eftir ónefndum stjórnarerindreka hjá samband- inu að hér væri á ferð hugmynd til að ná í ávextina sem hanga á neðstu greinum trésins, ávextina sem auðveldast er að tína. Annar erindreki í Brussel sagði blaðinu að þegar væru hafnar viðræður um þetta mál við stjórnvöld í landi sínu. Evrópski seðlabankinn lætur meira en 90% af hagnaðinum af því að prenta peninga ganga til baka til seðlabanka evruríkjanna 19. Seðlabankarnir fara með þá peninga eins og þeim þykir hæfa og hefur sá þýski til dæmis skilað hluta af hagnaðinum í ríkissjóð. Þessari hugmynd verður ekki kyngt möglunarlaust. Þegar hef- ur verið að því fundið að Juncker vilji láta evruríkin bera hallann af útgöngu ríkis sem ekki til- heyrir evrusvæðinu. Svo ríkir ekki eining um hvort Brexit muni þýða gat á fjárlögum ESB. „Þetta er ekki gat,“ sagði Magdalena Anderson, fjár- málaráðherra Svía. „Bretar eru ekki lengur til staðar og þá verð- um við að minnka umfang fjár- laganna.“ Slíkan söng vilja ráðamenn í Brussel ekki heyra. Framkvæmdastjórn ESB leitar auðveldra leiða til að bæta upp brotthvarf Breta } Er gatið gat? London er stór-borg okkar ná- grennis rétt eins og Kaupmannahöfn var lengi heimahöfn og gjarnan fyrsta borg- in sem Íslendingar sóttu heim. Auðvitað er samkeppnin öll önnur þegar flugvélar lenda hér jafnoft og jafnvel oftar en Strætó sést á stoppistöðvum. Nú berast því miður þær frétt- ir að glæpatíðni aukist hratt í London og hún sé búin að slá út sjálfa New York. En þá er átt við New York eftir að Rudolph Giuli- ani borgarstjóri ryksugaði mesta glæpalýðinn burt. Það var ekki um það deilt að borgarstjórinn átti heiðurinn af því verki og við- urkenndu andstæðingar hans það allir sem einn. En þegar umræð- ur hófust um andstæðuna í Lond- on hafði borgarstjórinn þar, Sa- diq Kahn, fátt annað um málið að segja en að þessar ófarir í borg- inni væru ekki hans mál eða ábyrgð. Öll sök lægi hjá Theresu May forsætisráðherra! Eitthvað var þetta kunnuglegt. Umferðaröngþveitið í borginni hér er ekki borgarstjóranum að kenna. Skuldasöfnun sem er stór- kostlegri en sést hefur í Reykja- vík er honum jafn óviðkomandi og svefndrukkið fólk í Súdan. Sorinn sem sverti strend- urnar í borginni komu honum við seinustum allra manna. Hann frétti af óhroðanum mörg- um dögum eftir að hann varð og fékk undirmann sinn til að gefa sér vottorð um að málið kæmi honum ekki við. Það virðist fjölnota nóta sem grípa má til í hvert eitt sinn. Um vandræðin í húsnæðismálum borgarinnar, sem liggja eins og helsi á ungu fólki sem fetar sér leið að sínu fyrsta heimili, gildir hið sama. Hvernig skyldi standa á því að þær ógöngur allar hafi ekkert að gera með borgarstjórann heldur. Ekki frekar en svifrykið og vand- ræðin á leikskólunum og við- haldsleysi mannvirkja. Jú, það er vegna þess að borgarstjórinn get- ur sannað að enginn hafi haldið fleiri blaðamannafundi á umliðn- um árum en hann um lóðafram- boð og skipulag. Það má segja að hann syngi seinasta skipulagið fyrir fréttir í hverjum einasta fréttatíma „RÚV“. Og svo eru það glærurnar. Fleiri en eyjarnar á Breiðafirði. Hver annar hefur sýnt jafnmargar glærur um nýjar lóðir og hann? Glórulausar glær- ur eru varla verra byggingarefni en annað. Eða hvað? Ekki spyrja mig. Ég hef ekki grænan grun og vottorð upp á það} Ógöngur öðrum að kenna Á dögunum lögðum við í þingflokki Samfylkingarinnar fram þings- ályktunartillögu þess efnis að frá hausti 2018 verði tryggt að einn sálfræðingur starfi að jafnaði í hverju fangelsi landsins. Í dag starfa fjórir sál- fræðingar í þremur stöðugildum hjá Fangels- ismálastofnun og ber þeim að annast, auk sál- fræðimeðferðar fanga og skilorðsfanga, áhættu- og þarfamat, ráðgjöf, stuðning, starf- semi meðferðarganga á Litla- Hrauni, kennslu, umsjón og uppbyggingu sálfræði- starfs, ráðgjöf innan fangelsismálastofnunar varðandi einstök mál og loks rannsóknir. Er þeim ætlað að sinna öllum föngum sem afplána hverju sinni auk þeirra sem á skilorði eru, en í janúar síðastliðnum voru 155 fangar í afplánun í íslenskum fangelsum, þar af tæplega helm- ingur í endurkomu, þ.e. í afplánun í annað skipti eða oftar. Miðað við starfslýsingu þeirra sálfræðinga sem við stofnunina starfa er ljóst að þeim er gert útilokað að veita föngunum sjálfum nauðsynlega þjónustu. Einn sálfræð- ingur er staðsettur á Litla-Hrauni, hinir tveir heimsækja fangelsin einu sinni í viku eða sjaldnar. Tilgangur fangelsisrefsingar er annars vegar forvörn og hins vegar betrun. Með frelsisskerðingunni er ein- staklingurinn sviptur grundvallarrétti sínum til frjáls- ræðis og er hver einasti dagur í slíkri skerðingu afar íþyngjandi. Vissulega er á köflum um síðasta úrræði að ræða á langri braut frá veginum góða en frelsisskerðingin engu að síður íþyngjandi. Þá er ekki hægt að horfa framhjá því að þegar fangi hefur afplánun, hvort sem um er að ræða gæsluvarðhald strax í kjölfar brots eða eftir áralanga meðferð réttar- vörslukerfisins á máli viðkomandi, er bak- grunnur einstaklingsins og lífsreynsla við upp- haf afplánunar það sem einnig þarf að vinna með, burtséð frá þeirri erfiðu reynslu sem fang- elsisvistin í sjálfu sér er. Í því kerfi sem við höfum skapað virðist algjör lágmarksþjónusta vera í gangi og megin- áherslan sú að forða samfélaginu frá frekari af- brotum með rannsóknum og mati á hættu sem samfélaginu stafar af viðkomandi fanga. Minni áhersla virðist vera á að koma í veg fyrir ítrekuð brot. Betrunarhlutinn lýtur þannig í lægra haldi fyrir meintu öryggi okkar hinna, eins og það haldist ekki í hendur. Nú skal það tekið fram að með orðum mínum er ég alls ekki að gagnrýna þá sálfræð- inga sem meðferðinni sinna heldur stjórnvöld sem tryggja ekki fjármagn fyrir þessum nauðsynlega þætti. Það að huga jafn lítið að betrun og uppbyggingu fanga og raun ber vitni er mikil sóun á dýrmætum tíma þar sem fangar gætu verið í raunverulegri betrun. Meðfram sálfræðiþjón- ustunni þarf svo auðvitað að auka virkni inni í fangelsunum með vinnu og námi. Það er dýrt fyrir samfélagið að hlúa ekki betur að föngum á Íslandi. Við getum betur. Helga Vala Helgadóttir Pistill Sálfræðingar óskast Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumvarp um styttinguvinnuvikunnar úr 40 í 35vinnustundir er nú aftur tilumræðu á Alþingi. Frestur til að skila umsögnum rann út 21. mars og bárust 13 umsagnir til vel- ferðarnefndar vegna málsins. Margir vísuðu til fyrri umsagna sinna um samhljóða frumvarp á fyrri þingum. Samtök atvinnulífsins (SA) lýsa andstöðu við frumvarpið og ítreka fyrri áskorun um að Alþingi felli lögin úr gildi. SA segir ákvæði um vinnu- tíma vera viðfangsefni samningsaðila. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) kveðst vera „þeirrar skoðunar að breyting á lögum um 40 stunda vinnuviku, feli í sér ótímabært inn- grip í heildarendurskoðun aðila vinnumarkaðar um skipulag vinnu- tíma …“ Þá vísar ASÍ til bókunar um skipulag vinnutíma sem gerð var í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 2015. Þar kemur m.a. fram að aðilar kjara- samningsins stefni að breytingum á skilgreiningum vinnutíma. Félag atvinnurekenda (FA) ítrekar þá afstöðu sína að vinnutími verði ekki styttur með lagaboði frá Alþingi. FA bendir á að stjórn- arskráin tryggi mönnum rétt til að semja um starfskjör sín og vinnu- tengd réttindi. Með lagasetningu af þessu tagi væri Alþingi raunverulega að ákveða umtalsverða hækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Mannréttindaskrifstofa Íslands styður frumvarpið og tekur undir að margt bendi til að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða. Umboðsmaður barna (UB) fagn- ar frumvarpinu og vonar að það verði samþykkt. UB tekur undir áherslu frumvarpsins á að stytta vinnutíma „og telur það vera í samræmi við þann rétt barna að fá að njóta sam- vista við foreldra sína og umhyggju og umönnunar þeirra.“ Fyrirbyggjandi aðgerð Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) lýsir stuðningi við frumvarpið og bendir á að Svíþjóð, Danmörk og Noregur hafi fyrir nokkru innleitt 35 stunda vinnuviku. ÖBÍ bendir á að álag á vinnumarkaði eigi stóran þátt í því að fólk verði óvinnufært. Stytting vinnuvikunnar geti verið fyrirbyggj- andi aðgerð auk þess sem draga þurfi úr vinnuálagi. Félag um foreldrajafnrétti fagn- ar frumvarpinu. Stytting vinnuvik- unnar muni gefa foreldrum sem eru í fullri vinnu meiri möguleika á að njóta samvista við börn sín. Jafnréttisstofa styður frum- varpið og „telur að stytting vinnuvik- unnar sé til þess fallin að jafna stöðu kynjanna og bæta möguleika karla og kvenna til að samræma ábyrgð sína gagnvart fjölskyldu og skyldur sínar í atvinnulífinu“. Stjórn Félags kvenna í atvinnu- lífinu (FKA) styður frumvarpið. Hún telur brýnt að aðilum vinnumark- aðarins verði tryggður lengri aðlög- unartími til þess að líkur aukist á því að styttri vinnutími verði að veruleika hér á landi. Þá fagnar stjórn Öldu, fé- lags um sjálfbærni og lýðræði, frum- varpinu. SAMLEIK-R, Samtök for- eldra leikskólabarna í Reykjavík, styðja styttingu vinnuvikunnar. Bandalag háskólamanna (BHM) kveðst fagna öllum tillögum um end- urskoðun vinnufyrirkomulags á vinnumarkaði hér á landi „þar sem styttri vinnutími án launaskerðingar er markmiðið“. Kvenréttindafélag Íslands styð- ur efni frumvarpsins og hvetur einnig til þess að skoðað verði hvernig stytt- ing vinnuvikunnar geti nýst til að út- rýma launamun kynjanna. Ólík viðhorf til stytt- ingar vinnutímans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinnutími Lagt er til í frumvarpi að vinnuvikan verði 35 dagvinnustund- ir, eða 7 tímar á dag, í stað 40 eins og kveðið er á um í lögum. Í frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, með síðari breyt- ingum, felst að í hverri viku verði ekki fleiri en 35 dag- vinnustundir. Þær verði unnar á dagvinnutíma á virkum dög- um. Þannig verði að jafnaði unnar sjö klukkustundir í dag- vinnu á hverjum virkum degi frá mánudegi til föstudags. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Björn Leví Gunn- arsson og meðflutningsmenn hans eru fimm aðrir þingmenn Pírata. Frumvarpið var áður lagt fram á 144. löggjafarþingi (2014-2015) og einnig á því 145. (2015-2016) en hlaut ekki afgreiðslu. Nú er það lagt fram óbreytt en með ítarlegri grein- argerð en áður. Núgildandi lög um 40 stunda vinnuviku tóku gildi 1. janúar 1972 eða fyrir rúmlega 46 árum. 35 tíma vinnuvika LÖG UM VINNUTÍMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.