Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018
Ingimundur var fríður sýn-
um, bjartur yfirlitum og svo
kvikur í hreyfingum að hann
gekk aldrei, heldur hljóp jafnan
við fót. Öllum kom það því jafn-
mikið í opna skjöldu þegar hann
var bókstaflega hrifinn frá okk-
ur. Við stóðum hjálparvana í
kringum hann, en með djúpri að-
dáun. Við aðstæður sem buðu
ekki upp á afrek, heldur upp-
gjöf, tókst honum að skapa feg-
urð og einstaka nánd á kveðju-
stund, sem hafði djúpstæð og
varanleg áhrif á ástvini hans.
Kveðjurnar streyma til fjöl-
skyldunnar hvaðanæva úr heim-
inum, eftirminnilegum manni er
þakkað, manni sem skildi eftir
sig minnisstæð spor í hverju því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Vináttan fölskvalaus, ávallt
örvandi og gefandi í senn. Svo
margs er að minnast og sakna og
við þökkum fyrir þá gjöf að hafa
notið samferðar við Ingimund
meginhluta ævi okkar, hafa upp-
lifað hann síungan í leit að nýj-
um frjóum lausnum, og ekki
bara á hinum augljósu sviðum
sem flestir tengja við hann, í við-
skiptum og síðar í störfum
sendiherrans. Heldur líka í öfl-
ugu safnaðarstarfi fyrir Dóm-
kirkjuna. Í áralöngu farsælu og
árangursríku starfi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á viðkvæmu sviði
sem aldrei varð tilefni til gagn-
rýni. Í leit að tækifærum fyrir
Spánverja á Íslandi sem aðal-
ræðismaður og sem áhugamað-
ur um framgang leiklistar og
margvíslegrar menningar- og
menntunarstarfsemi alla tíð.
Þá eru ótalin stórkostleg
landgræðslustörf þeirra hjóna
að Þingeyrum og Sigríðarstöð-
um í Húnavatnssýslu og nú síð-
ustu árin atorkumikil forysta og
barátta fyrir rannsóknum og
endurreisn fornrar virðingar
Þingeyra sem eins af höfuð-
klaustrum Íslands á sinni tíð.
„Kólnar heitt ef köldu er á
blásið“. Flestir menn sem berj-
ast fyrir nýjungum reka sig á
veggi, nýjungar kæfðar með því
að tala þær niður eða sýna þeim
áhugaleysi. Ekkert slíkt beit á
Ingimund. Honum tókst með
mýktinni að fá fólk á sitt band,
stækkaði viðmælendur sína,
kom eins fram við alla og áður en
nokkurn varði, hafði hann náð
markmiðinu og hækkað metnað-
arstigið. Erfiðum málstað snúið
í sigur – það var ekki aðferðin
sem réði, heldur var það eðli
mannsins sem kallaði fram hinn
góða árangur.
Samtalslistin var listgrein
Ingimundar og fleytti honum
langt og stuðlaði svo sannarlega
að því að efla orðspor bæði hans
sjálfs og þeirra verkefna sem
hann vann að á hverjum tíma.
Ingimundur sótti næringu í
samtalið, fræddist, funi kveikt-
ist af funa, ný sjónarmið komu
fram sem leiddu til lausna.
Alla ævi var hann yngra fólki
verðug fyrirmynd, tók því sem
jafningjum, gaf ráð og hlustaði á
sjónarmið af fágætri ljúf-
mennsku.
Ingimundur var gæfumaður,
hann fann tilgang með lífi sínu,
fann að hann var hluti af heild,
naut náinna tengsla við þá sem
honum þótti vænt um, lifði í
góðri sátt og kunni þá list að
gleðja aðra og ekki síður að sam-
gleðjast öðrum.
En hvers vegna fetaði Ingi-
mundur ekki bara venjulega
leið, framfærði sína fjölskyldu
við venjubundin störf í ábata-
sömum viðskiptum? Hvers
vegna leitaði hann alltaf út fyrir
þægindahringinn og túlkaði
hlutverk sitt langt umfram
skyldu?
Enginn sem þekkti Ingimund
efaðist um það eitt andartak að
hann taldi það hafa varðað
mestu í lífi sínu og þroska að
hafa kvænst Valgý, Valgerði
Valsdóttur, fyrir 59 árum. Hún
umbreytti venjulegu hversdags-
lífi í ævintýri. Það er ótrúlegt
hverju tveir einstaklingar geta
áorkað saman, mikið afl sem við
þekkjum og fleytir áfram lífi og
list. Kærleikurinn sem þau um-
vöfðu hvort annað var óþrjót-
andi. Þar birtist meginstefið í
persónu þeirra beggja.
Þau voru einstök alls staðar
þar sem þau lögðu saman hönd á
plóg, hvort sem það var í rekstri
veiðihúsa, forystu stórfyrirtæk-
is eða sem fulltrúar Íslands hjá
erlendum stórþjóðum. Um-
hyggja þeirra og áhrif á um-
hverfið voru svo langt umfram
skyldu og væntingar. Þau komu
stöðugt á óvart, sköpuðu ný við-
mið, klifu hærri tinda, fengu
meira út úr aðstæðum en aðrir í
sömu sporum, áratugum á und-
an sinni samtíð.
Við kveikjum á kertum í
minningu Ingimundar og horf-
um á ótal myndir í albúmi, en
bestu myndirnar voru aldrei
teknar, þær lifa í hugskotinu og
efla okkur til dáða.
Við sendum Valgý, sonunum
Val og Sigfúsi, Birgittu, eigin-
konu hans og sonum þeirra
tveim einlægar samúðarkveðj-
ur. Guð blessi minningu Ingi-
mundar Sigfússonar.
Kjartan Gunnarsson
og Sigríður Ásdís Snævarr.
Fyrir rúmlega hálfri öld, fyrir
sextíu og sex árum, lágu vegir
okkar Ingimundar saman í
Verslunarskólanum. Unglingar
úr Vesturbænum. Indi á Melun-
um, ég í Skjólunum. Foreldrar
okkar voru vinafólk. Mömmur
okkar skólasystur og pabbar
okkar heildsalar. Sigfús í bíla-
sölu og pabbi í ávöxtunum. Ingi-
mundur vakti snemma athygli,
brunandi á mótorhjóli í Versló á
Grundarstígnum og seinna á
Volkswagen og þau voru orðin
kærustupar, hann og stúlkan af
Hagamelnum, hún Valgí, sem
hafði verið skólasystir mín frá
því í Melaskólanum. Með öðrum
orðum: Vinátta okkar var fram-
lenging á vináttu foreldra okkar.
Og var fram á síðasta dag. Við
Ingimundur töluðum saman í
símanum viku áður en hann dó,
og það samtal var þrungið upp-
rifjun og þakklæti fyrir liðnar
stundir, vináttuna og samferð-
ina.
Ingimundur var séntilmaður í
orði og hegðun. Kurteis og prúð-
ur, heiðarlegur og sannur í fram-
göngu og viðræðum. Alla tíð. Líka
þegar ég var farinn úr flokknum
hans. Einlægni og velvild, séntil-
mennska, hlátur og einlægni voru
viðbrögð Inda í hvívetna. Og það
var alltaf hægt að treysta honum.
Í blíðu sem stríðu.
Við stunduðum lögfræðinám
saman í Háskólanum og útskrif-
uðumst cand. jur um sama leyti.
Svo kom að pólitíkinni, þegar ég
„gaf“ sæti mitt á alþingi og
fyrstur manna bauð Indi mér
vinnu. Með Herði Einarssyni
(sem réð ferðinni hjá Vísi með
Ingimundi) bauð hann mér að
taka við ritstjórastarfinu hjá því
blaði. Í janúar 1979. Og gaf mér
strax ráð og stuðning og sjálfs-
traust. Ég á honum margt að
þakka og vinátta okkar hélt út
öll hliðarsporin og það var stór
ákvörðun sem Ingimundur tók,
þegar honum bauðst sendi-
herrastörf, sem hann sinnti með
framúrskarandi frammistöðu og
framkomu. Og alltaf stóð Valgí
við hlið hans og það geislaði af
þeim hjónum.
Á síðustu árum hafa þau hjón-
in haldið til með annan fótinn í
Þingeyjarsýslu, norður í landi,
og þar hafa þau unnið og unað.
Stundum tókst Inda að mæta á
fundum hjá skólasystkinum
okkar, í seinni tíð, og þar hafa
æskuárin verið rifjuð upp. Ingi-
mundur breyttist aldrei, ekki í
útliti, ekki í framkomu, ekki í
frásögum og fyrirheitum og ætíð
í krafti sinnar meðfæddu eðal-
mennsku. Ég kveð hann með
virðingu og velþóknun fyrir vin-
áttu og vegferð gamalla félaga.
Frá æsku til elli.
Blessuð sé minning hans.
Ellert B. Schram.
Það var í janúar sem ég átti
símtal við Inda vin minn og
spurði hann hvort ég ætti að
senda honum nýju bókina mína
til Reykjavíkur eða Þingeyra.
„Bernd, sendu hana norður, þar
erum við flestum stundum.“
Allt leit út fyrir að vera í sóm-
anum. Óvænt tilkynningin um
veikindi hans og andlát er okkur
Christinu, eiginkonu minni,
þungbær og mikill harmur.
Um miðjan tíunda áratug síð-
ustu aldar var sendiráð Íslands í
Þýskalandi enn starfrækt í
Bonn, en þegar Indi sinnti störf-
um sínum í Berlín, snæddi hann
oft með konu sinni á veitinga-
staðnum Paris Bar, en þangað
vöndu listamenn jafnan komur
sínar. Hann skrifaði mér kveðju
sína á nafnspjald og stuttu síðar
sat ég andspænis hjónunum
glæsilegu, Ingimundi Sigfússyni
og Valgerði Valsdóttur. Hann
bar höfuðið hátt yfir gervilegum
líkamanum og snöggklippt hvítt
hárið stóð lóðrétt upp og gaf
honum einbeitt og þróttmikið yf-
irbragð. Af honum stafaði hlýja
og hluttekning og mildi skein úr
augum hans. Hann og Valgerður
voru afar samlynd og varð þessi
fundur upphafið að náinni vin-
áttu.
Indi minnti mig á að ekki er til
fegurð án sannleika. Og ekkert
líf án vonar.
Þegar ég leiði hugann að ferð-
um mínum yfir Víðidalsá og
Vatnsdalsá á komandi sumri
birtist ásjóna Inda yfir sjón-
deildarhringnum og við hlið
sorgar minnar finn ég fyrir tak-
markalausu göfuglyndi hans.
Valgerði og fjölskyldu Inda
votta ég mína dýpstu samúð.
Bernd Koberling.
Mikill og óvæntur mannskaði
er orðinn við fráfall Ingimundar
Sigfússonar. Þó að kominn væri
nokkuð við aldur, þá var heilsan
góð að því séð varð, en þá bloss-
uðu veikindin upp. Hann átti
mörgu eftir ólokið er hann féll
frá og ber þar hæst Þingeyra-
verkefnið um rannsóknir á
klaustrinu forna og hugsanlega
endurreisn. Vonandi halda aðrir
því verkefni áfram. Hann vann
mörg þjóðhagsleg störf um æv-
ina, sem ég ætla ekki að telja
upp hér, heldur minnast hans
sem góðmennis og náttúruunn-
anda. Fuglalíf var honum einkar
hugstætt. Man ég að eitt vorið
er við vorum að keyra götuna
upp að Sigríðarstöðum og fórum
út til að skoða gróður, þá flýgur
spói framhjá með háu velli. Ingi-
mundur varð alveg uppnuminn,
snarast inn í bílinn, grípur sím-
ann og hringir í Val son sinn,
sem var í Sviss og segir fyrst
orða: Veistu hvað, ég heyrði í
spóa. Ekki veit ég hvort hann
man eftir því, en mér fannst það
sérstakt. Í annað skipti um svip-
að leyti árs, þá hljóp þar á undan
okkur rjúpa með marga litla
unga. Allt í einu þá hljóp hún
upp kantinn til hliðar og ungarn-
ir á eftir, en sá síðasti og minnsti
hafði það ekki. Þá rýkur minn
maður út, tekur ungann með
varfærni og hjálpar honum upp,
segir svo er hann kom til baka.
Ó, hvað þetta er fallegur fugl.
Oft spurði hann er ég hafði sam-
band við hann á vorin: Sástu
hvort að álftin er komin á tjörn-
ina? Svona umhyggju sýnir bara
góður maður.
Hann var ræktunarmaður
mikill, sáði grasfræi í sandinn
ofan á ásnum og gerði þar stórt
tún. Utan með sáði hann lúpínu í
tugi hektara, sem og á Þingeyr-
um, þar sem þau hjón áttu heim-
ili sitt mörg hin síðustu ár. Þau
hjón gróðursettu fjölda trjáa
þar og á Sigríðarstöðum, en þau
voru mjög samhent í öllu rækt-
unarstarfinu, m.a. fjölmargar
aspir, birki og lerki. Ekki gekk
vel með lauftrén, því að sauðfé,
sem alltaf slapp inn, þótti þau
girnileg og átu þau jafnharðan
og tókst ekki að hindra það fyrr
en eftir miklar vangaveltur, þeg-
ar óvænt leið kindanna fannst
niður Björgin.
Þá lét hann sá melgrasfræi í
sandana sem hærra lágu, til
varnar sandfoki, en allt þetta
starf hindraði sandfokið sem var
orðið mikið.
Blasa handarverk hans við
okkur daglega úr gluggum héð-
an, handan vatnsins. Dökkblá
lúpínuflæmi á sumrum gefa sér-
stöku landslagi undra- og töfra-
svip. Margir melgrasgígar sem
hann sáði til á kambinum út við
hafið, eru tilsýndar sem nátt-
úrulegir pýramídaminnisvarðar
um hann.
Frá mörgu er að segja sem
ekki er tækifæri til hér. Ofar-
lega er okkur þó í huga ómet-
anleg hjálp hans, þegar útlend-
ingaeftirlitið meinaði útlendri
unnustu sonar okkar um land-
vistarleyfi, er hún kom til að búa
hér. Vorum við alveg ráðalaus
og leituðum til Ingimundar um
hjálp, sem hann veitti fúslega og
kom í gegn með hjálp góðra
manna.
Við söknum Ingimundar sár-
lega og vottum konu hans, son-
um og fjölskyldum þeirra sem
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Hlíf og Agnar
í Hrísakoti.
Hjartahlýr og skemmtilegur
séntilmaður eru orðin sem koma
fyrst upp í hugann þegar við
minnumst góðs vinar okkar,
Ingimundar Sigfússonar. Hann
lést eftir skamma baráttu við
krabbamein. Baráttu sem hann
háði í faðmi fjölskyldu og ást-
vina. Baráttu sem hann taldi
einfaldlega vera hluta af því
góða lífi sem hann hafði átt.
Hann var sáttur við það líf sem
Guð og gæfan hafði úthlutað
honum og tókst á við krabba-
meinið af fádæma æðruleysi.
Margar bjartar og skemmtileg-
ar minningar koma upp í hugann
við leiðarlok. Ingimundur með
lokuð augun að keyra jeppa í
stórum sandhólum á Sigríðar-
stöðum og Kjartan Gunnarsson,
þáverandi framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, í farþega-
sætinu sem átti að segja til um
beygjur til hægri, vinstri eða
beint. Ingimundur skemmti sér
konunglega og við í aftursætinu
líka, sennilega Sigfús og Baldur
með mér þar, en Kjartan var að
mig minnir ekki alveg eins
spenntur. Önnur minning, Ingi-
mundur takandi á móti mér á
Tjarnargötunni í gamla daga, á
menntaskólaárunum að heim-
sækja Sigfús vin minn, hann í
náttfötum og náttslopp. Kyssti
mann og knúsaði. Og þrátt fyrir
að vera unglingur á þeim tíma
þá þótti manni þetta eðlilegt og
gott að fá svona kossa og knúsa.
Ingimundur kom til dyranna
eins og hann var klæddur og var
óhræddur við að sýna væntum-
þykju. Knúsa fólk.
Ingimundur var sendiherra í
Þýskalandi og Japan í 10 ár og
dvöldu þau Valgý erlendis vegna
þessa. Samskiptin urðu minni á
þeim tíma en síðustu ár fluttu
þau lögheimili sitt norður á
Þingeyrar og þar var þeirra
heimili. Síðustu tvö þrjú ár kom
ég alloft við hjá þeim á Þingeyr-
um á leið minni norður á Hall-
gilsstaði. Spjall, vatnsglas og
færði þeim gæsabringur og
tengdar afurðir. Mér þykir mjög
vænt um þessar stundir nú þeg-
ar Ingimundur er farinn og
minnist ég þeirra með miklu
þakklæti. Þá er eftirminnileg
heimsókn okkar hjóna til þeirra
á Þingeyrum síðasta sumar með
þýskum vinahjónum. Þar var
fyrrverandi sendiherrann í ess-
inu sínu. Gestrisinn með af-
brigðum og talaði auðvitað reip-
rennandi þýsku. Þótti
Þjóðverjunum mikið til þessarar
heimsóknar koma.
Við vottum Valgý, Sigfúsi,
Val, barnabörnum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
SJÁ SÍÐU 20
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN HILDUR S. THORSTENSEN
Lilla
áður til heimils í Gullsmára 10
og Granaskjóli 9,
lést miðvikudaginn 28. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Örn Thorstensen Guðbjörg Grétarsdóttir
Ágúst Thorstensen Helga Linda Gunnarsdóttir
Rikard Thorstensen Sigríður Steinunn Sigurðard.
Ölver Thorstensen Kristín Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR VALUR ÓLAFSSON,
Stapavöllum 10, Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu sunnudaginn 11. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ragnheiður I. Halldórsdóttir
Halldór Reinhardtsson Þóranna Andrésdóttir
Anna Bjarnadóttir Ted Wahoske
Eiríkur Bjarnason
Andrés, Ragnheiður, Jake, Jessica
Júlíanna, James, Kolfinna
og barnabarnabörn
KRISTÍN ÞÓRVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR
lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 19. mars.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 28. mars.
Aðstandendur
Okkar ástkæra,
JÓRUNN GUÐRÚN ODDSDÓTTIR,
Melhólum 8,
Selfossi,
lést mánudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. apríl klukkan 13.
F.h. aðstandenda,
Haukur Árnason
Kolbrún Hannesdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HELGI ÓLAFUR BJÖRNSSON
frá Læk,
Skagaströnd,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
mánudaginn 2. apríl.
Björn Helgason Ásta Harðardóttir
Sigrún Helgadóttir Alfred G. Matthíasson
Anna Helgadóttir Gunnar Kristófersson
Jóhann Helgason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín og amma,
RÓSA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
sjúkraliði,
Skipholti 15, Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 31.
mars. Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þrúða Sif Einarsdóttir
Bjartur Logi Indíönu-Kristinsson