Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 ✝ Guðni KristinnSigurðsson fæddist 9. desem- ber 1938. Hann lést á heimili sínu 22. mars 2018. Guðni var sonur Jónu Sig- urveigar Vilborgar Jónsdóttur ljós- móður, f. 2. október 1902, d. 7. nóv- ember 1970, og Sig- urðar Marteins- sonar, bifreiðastjóra hjá Hreyfli, f. 8. mars 1899, d. 16. ágúst 1977. Systur Guðna eru Ágústa, f. 20. mars 1930, d. 10. nóv- ember 2014, og Elsie, f. 25. maí 1936. Eftirlifandi maki Guðna Krist- ins til 62 ára er Kristiana Kristjáns- dóttir, f. 24. janúar 1937. Synir Guðna og Kristiönu eru: 1) Kristján Henry, f. 5. mars 1958, hann á eitt barn með Birnu Lúðvíksdóttur, f. 4. maí 1957, Krist- íönu, f. 27. janúar 1982. Hún býr í Færeyjum ásamt sambýlismanni sínum, Marner Bech, f. 23. janúar 1985. 2) Heið- ar Þór, f. 14. nóvember 1959, maki Katrín N. Jónsdóttir, f. 8. september 1971. Þau eiga saman tvö börn, Aron Breka, f. 12. jan- úar 1998, og Anitu Björk, f. 19. ágúst 2004. 3) Agnar Jón, f. 21. júní 1966, hann á þrjú börn með Ástríði Elínu Jónsdóttur, f. 7. október 1968. Börn þeirra eru Snædís Björt, f. 15. desember 1988, í sambúð með Alberti Þór Guðmundssyni, f. 16. desember 1988, og eiga þau soninn Torfa Stefán, f. 29. janúar 2018. Hrafn- katla, f. 9. apríl 1993, og Egill Jón, f. 24. mars 2002. Guðni Kristinn starfaði sem bifvélavirki allan sinn starfsferil ásamt fjölmörgum hlutastörfum svo sem leigubílaakstri hjá Hreyfli. Hans fyrsta starf eftir próf var hjá Véladeild Sam- bandsins á Hringbraut 119. Þar kynntist hann konu sinni Krist- iönu sem hann deildi lífi með allt til æviloka. Eftir starfsferilinn hjá SÍS stofnaði hann sitt eigið verkstæði og var sinn eigin herra fram yfir starfslok. Útförin fer fram frá Vídalíns- kirkju í dag, 4. apríl 2018, klukkan 13. Látins vinar minnst. Ég kynntist Guðna Kristni Sig- urðssyni þegar við vorum báðir komnir á miðjan aldur. Hann og konan hans, Kristíana Krist- jánsdóttir, voru í hópi nánustu vina sambýliskonu minnar, Lovísu Einarsdóttur. Með okk- ur Guðna, eða Kidda eins og hann var kallaður, tókst traust vinátta sem engan skugga bar á. Hann bjó á þeim árum, ásamt Kristíönu, í glæsilegu húsi í Fífumýri í Garðabæ. Það hús hafði hann þá nýlega reist, að ég held að miklu leyti eftir eigin höfði. Húsið var ekki það fyrsta sem hann byggði og heldur ekki það síðasta því nokkrum árum síðar byggði hann annað fallegt hús í Kópa- vogi. Hann var dugnaðarforkur og liðtækur í flest verk. Faðir hans var leigubílstjóri og móðir hans kunn ljósmóðir í Reykjavík. Kidda varð tíðrætt um þau og harða lífsbaráttu þeirra. Hann var stoltur af þeim. Ungur að árum fékk Kiddi að grípa í bíl föður síns og á barnsaldri var hann látinn keyra móður sína í vitjanir og það í ýmsum veðrum. Áhugi hans á bílum vaknaði. Snemma fékk hann sinn fyrsta bíl. Þá var hann maður með mönnum og draumadísin með stjörnur í augum. Það lá því fyrir Kidda að nema bifvélavirkjun. Við þá iðn starfaði hann í áratugi. Vinnan var ástríða hans, grun- ar mig. Hann var hugfanginn af bílum og gat talað um þá og bílaviðgerðir endalaust. Marg- ar sögur fékk ég að heyra af svaðilförum og ýmsum bíla- gerðum. Mér fannst hann þekkja allar bílategundir og nánast hverja árgerð þeirra. Hann vissi líka upp á hár hvernig ætti að gera við alls konar bilanir eða breyta bílum þannig að þeir yrðu betri til aksturs. Kiddi naut sín í vina- og kunningjahópi. Hann hélt uppi fjöri. Jafnan hafði hann hnyttin tilsvör, vísur og skopsögur á hraðbergi. Hann var söngmað- ur góður og kunni býsnin öll af söngtextum. Í umræðum um menn og málefni lét hann að sér kveða. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum, sumar þeirra voru ekki við allra smekk. Þegar hitamál bar á góma gat hann stundum verið nokkuð hávaðasamur. Kiddi hafði mikið dálæti á kveðskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Oft vitnaði hann í kvæði hans en alveg sér- stakt yndi hafði hann af því að fara með kvæðið um Helgu Jarlsdóttur, blaðlaust. Kiddi gekkst undir uppskurð fyrir um 20 árum. Eftir þau veikindi gat hann ekki á sér heilum tekið. Það var erfitt fyr- ir mann sem var því vanur að vinna og taka til hendinni. En í þessum veikindum naut hann þess svo sannarlega að eiga in- dæla og umhyggjusama eigin- konu. Kiddi reyndist mér ávallt vel. Hann var greiðvikinn og ósér- hlífinn. Það var gott að leita til hans. Hann var fljótur að leysa vandamálin. Það var líka gott að sækja þau hjónin heim. Þau tóku stórmannlega á móti gest- um. Minningin um margar góð- ar samverustundir lifir. Kiddi og Kristíana eignuðust þrjá gjörvulega syni, þá Krist- ján, Heiðar og Agnar. Ég færi þeim og Kristíönu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingimar Jónsson. Alltaf kemur fráfall sam- ferðamanns og vinar jafn mikið á óvart, þó svo að vitað væri að hann gengi ekki heill til skógar. Þegar vinur fellur frá verður manni hugsað til liðins tíma og samverustunda. Mig langar til að minnast Guðna Kristins Sigurðssonar með nokkrum orðum. Við kynntumst þeim hjónum, Krist- iönu og Kidda, eins og hann var alltaf kallaður, fyrir rúmlega 30 árum, er við hjónin fluttum í Garðabæ. Fljótlega fórum við, fimm karlar úr bænum, að spila brids einu sinni í viku og hélst spilaklúbburinn lifandi allt fram á síðasta ár. Kiddi var áhugasamur um að hefja spila- mennskuna sem fyrst á haustin og rak á eftir okkur hinum, allt- af kraftur í honum. Við höfum átt margar góðar stundir með þeim hjónum í gegn- um árin og minnist ég ferðalaga með Norræna félaginu til Fær- eyja o.fl., einnig ferðar til Króatíu með spilaklúbbnum sem var ein- staklega skemmtileg. Á hjóna- böllunum sem haldnin voru á Garðaholti hér áður fyrr var Kiddi í essinu sínu. Á þessum böllum dönsuðu allir mikið og dansgólfið þéttskipað allan tím- ann. Eins og nærri má geta gaf Kiddi ekkert eftir í dansinum og sveif um gólfið með bros á vör. Í dansinum eins og í öðru var allt tekið með trompi. Eftir hjóna- böllin var oft farið í heimahús og tekið lagið. Já, eitt af því sem hann hafði mjög gaman af var að syngja. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann lygnir aftur augunum og syngur af hjartans lyst. Hann kunni mikið af textum og þurfti ekki að hafa söngbókina við höndina. Þá má ekki gleyma hans stóra áhugamáli, en það voru bílar. Hann hafði mikla þekkingu og áhuga á þeim farartækjum, bæði gömlum og nýjum. Já, Kiddi var laginn í höndunum og að berjast við að koma biluðum vélum í gang fannst honum bara gaman. Um tíma vann hann við pípulagn- ir og kunni ýmislegt fyrir sér á því sviði. Einnig vann hann við viðgerðir á stórum vinnuvélum og trukkum. Um tíma vann hann hjá verktaka á Grænlandi við vél- ar og tæki. Kiddi hafði róttækar skoðanir á málefnum líðandi stundar og gaf ekki afslátt af þeim. Það var ekki fyrir hvern sem er að ræða þau við hann, hann haggaði ekki sínum skoðunum. Þau hjónin, Kristíana og Kiddi, voru afar gestrisin og það var ekki komið að tómum kof- unum þegar þau voru heimsótt. Ég minnist þess þegar við vorum að spila heima hjá þeim hvað allt- af var tekið myndarlega á móti okkur. Það var gott að leita til Kidda ef eitthvað fór úrskeiðis, svo ég tali nú ekki um ef eitthvað var að bílnum. Hann var kominn á svæðið áður en varði og á kaf í að finna bilunina og lagfæra hana. Þetta lýsir Kidda mjög vel, hann var alltaf tilbúinn fyrir aðra. Við hjónin þökkum Kidda fyrir vináttuna og samfylgd í gegnum árin og vottum Kristíönu og allri fjölskyldunni samúð vegna frá- falls hans. Jóhannes Sverrisson. Guðni Kristinn Sigurðsson ✝ Karl Sveinssonfæddist á Sléttu í Fljótum, Skagafirði, 3. júní 1947 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu 22. mars 2018 eftir skammvin veik- indi. Foreldrar hans voru Kristín Aðal- björg Jóna Þor- bergsdóttir, f. 9. desember 1915 á Helgustöðum í Fljótum, d. 26. október 1999, og Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. 15. ágúst 1903 á Gili í Fljótum, d. 28. júlí 1992. Þau hófu búskap 1935, en fluttu að Sléttu 1943 og bjuggu þar til 1971 er þau fluttu til Reykjavíkur. Systkini Karls: Ólafur, f. 1935, d. 1994, Ásta Arndís, f. 1942, d. 2010, Ingvar Páll, f. 1944, Ástvaldur Bragi, f. 1945, d. 2006, Þorbergur Rúnar, f. 1950, d. 1997. Rétt um tvítugt fluttist Karl til Reykjavíkur og starfaði hann lengst af sem bifreiðastjóri hjá Hreyfli. Karl var í sam- búð um tíma með Eygló Björns- dóttur, f. 1. nóv- ember 1942, d. 18. maí 2012, dóttir þeirra er Þóra Birna, f. 1983, maki Þórarinn Eggertsson. Börn: Karl Eggert, Eygló Dís og Soffía Dagmar. Börn Eyglóar fyrir eru: Úlfar Þórðarson, f. 1963, giftur Salóme Gunn- arsdóttur. Börn: Andri Björn, Orri Leví, Gunnar Hlynur og Lára Sólveig. Iris Rán Þor- leifsdóttir, f. 1966, Börn: Sig- urdís Jara, Andrea Malín og Rakel Ýr. Karl var virkur í félagslífi og má þar einna helst nefna hestamennskuna sem og kóra- starf. Útför Karls fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. apríl 2018, klukkan 13. Elsku pabbi, mér finnst svo erfitt að trúa því að þú sért farinn, söknuðurinn er mikill og sár. Hjálpasamari mann var ekki hægt að finna, og geta líklega vinir og kunningjar þínir einn- ig verið sammála því, þú varst alltaf hlaupinn til ef eitthvað vantaði. Það var alveg sama hvað það var; dytta að, passa afabörnin, sækja og skutla, íþróttamót eða bara afabíltúr, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Ég er svo þakklát fyrir allar yndislegu minningarnar sem við eigum um þig. Hestarnir voru stór þáttur í lífi þínu og vorum við það heppin að fá að njóta þess með þér, heimsókn- ir upp í hesthús og í sveitina og kíkja á hrossin var í miklu uppáhaldi hjá krökkunum. Þú varst mikill sveitakarl og voru Fljótin þínir heimahagar, þú reyndir að fara þangað eins oft og færi gafst. Í Hvammi undir þú þér vel og varst iðinn við að fara þangað, dytta að, endurbæta og bara njóta þess að vera þar. Minningarnar sem við eig- um úr Fljótunum, úr Hvammi, eru mér dýrmætar, allar sög- urnar, því þú þekktir líklegast hverja þúfu þar, berjamó í Stífluhólunum og veiði í Stíflu- vatninu stendur þar upp úr ásamt ferðum okkar yfir á Siglufjörð. Við vorum byrjuð að plana að fara í Hvamm í sumar, sem við munum gera og veit ég að þú verður með okkur þar. Samband ykkar Karls Egg- erts afastráks var sterkt og varst þú stór hluti af lífi hans, ýmislegt sem þið félagarnir brölluðuð saman, svo margt sem þú kenndir honum og sem hann fékk að upplifa með þér, er ég óendanlega þakklát fyrir það og ykkar fallega samband. Einnig sást þú ekki sólina fyrir litlu afa- prinsessunum þínum. Veikindin komu hratt og var það erfitt fyrir þig, sérstak- lega þar sem þú hefur alltaf átt erfitt með að taka því ró- lega og vildir alltaf vera úti um allt í ýmsum verkefnum. Nú ert þú líklegast kominn norður í Skagafjörð að þeysast um á hestum. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þín Þóra Birna. Elsku besti afi. Ég á svo margar góðar minningar um þig, sérstaklega þegar þú fórst með mig á hestbak og líka að veiða, það var svo gaman, við fórum líka stundum saman í bíó. Ég man líka eftir þegar við fórum saman í Skagfirð- ingakaffi á Sauðárkrók, við vorum að plana að fara þangað aftur núna í vor. Þú kenndir mér svo margt. Elsku besti afi, ég vona að þú hafir það gott hjá Eygló ömmu núna, ég held samt að þú sért kominn á hestbak, ég veit það að alltaf þegar ég fer á hestbak núna verður þú með mér. Ég mun alltaf hugsa til þín og mun sakna þín mjög mikið. Guð geymi þig og allir engl- arnir á himninum. Þinn afastrákur Karl Eggert. Kalli frændi minn frá Sléttu í Fljótum er fallinn frá. Síð- ustu tvö árin voru honum erf- ið, langar og stuttar sjúkra- húsvistir en alltaf sama bjartsýnin og góða skapið sem voru einkenni hans alla ævi. Kalli var einstaklega bón- góður og hjálpsamur. Ég man þegar hann var unglingur og fékk vinnu við Skeiðsfossvirkj- un og hélt þá til í Hvammi að oft tók hann þá snúninga og verk sem mér voru ætluð; „ég skal gera það“ var viðkvæðið. Samskipti foreldra okkar voru góð og mikil eftir því sem fjar- lægðir leyfðu og eftir að Kalli fór að búa bauð hann foreldr- um mínum alltaf til sín þegar þau voru í Reykjavík. Þá var gjarnan tekið í spil eftir mat- inn. Kalli var félagslyndur, sótti kaffifundi Skagfirðinga meðan hann gat, átti hesta og hafði mikið yndi af þeim, hafði gaman af veiði, spilum og fleiru. Hann unni fjölskyldu sinni mjög og voru þeir Karl Eggert miklir félagar. Kalli hefur alltaf staðið mér nærri og við hjónin munum sakna hans mikið með góða skapið sitt og jákvæðnina. Það er ekkert ofsagt að góður dreng- ur sé fallinn frá. Við hjónin sendum Þóru Birnu og fjöl- skyldu samúðarkveðjur, einnig Írisi og Úlfari og fjölskyldum þeirra. Kristrún og Karl. Karl Sveinsson, nokkur orð til þín. Samfylgd okkar hófst fyrir rúmlega tíu árum þegar Þór- arinn okkar og Þóra þín einka- dóttir urðu par. Kalli var góður maður, hafði hlýja og góða nærveru, hæg- látur og mikið prúðmenni. Sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Hann var oft glaður og fannst gaman að segja sögur. Hann var mikill afi, þegar þau hittust var stundin svo falleg, hann var bæði natinn og kærleiksríkur og barnabörnin hans þrjú elsk- uðu afa sinn. Hann var félagslyndur og sinnti því áhugamáli, hann var í kór og var góður söngmaður. Í skötuveislu hér eitt sumarið í Traðarholti var fullt af fólki og mikil gleði, söng Kalli lagið Rósina. Það var dásamlegt og veit ég að þegar ungu hjónin, börnin okkar, munu láta verða af því að pússa sig saman þá ætlaði hann að stíga á stokk og syngja þetta lag til Þóru sinn- ar, en af því verður ekki. Kalla fannst líka gaman að dansa og vígðum við pallinn í ljúfum valsi þetta kvöld. Ógleymanlegt! Einnig á hverj- um laugardegi hittust brott- fluttir Skagfirðingar í kaffi og spjall og vildi hann ekki missa af því. Kalli var mikill hesta- maður og fór í margar slíkar ferðir. Hann átti stóran og sterkan vinahóp sem umvafði hann af kærleik og umhyggju og gerðu þau margt skemmti- legt saman, svo sem utan- landsferðir og margt fleira. Kalli vann um tíma hjá okk- ur á Vagnakaup/Bílakaup og var mikið hjá okkur, við áttum saman góðar stundir í sum- arbústaðnum, útilegu á Dalvík, öll jólin okkar og áramót und- anfarin ár. Afmælisveislur og ekki má gleyma nokkrum dög- um í Hvammi í Fljótum fyrir nokkrum árum, ættaróðali fjöl- skyldu hans. Hvað hann var stoltur að sýna okkur sveitina sína sem skartaði sínu feg- ursta, sól og dásamlegt veður. Kalli hafði líka mjög gaman af því að skella sér á fjórhjól með Eggerti og keyra hér í góðu veðri um Kjósina. Hann var ótrúlega duglegur og féll aldrei verk úr hendi. Hann vildi sífellt hafa eitthvað fyrir stafni og því hlýtur það að hafa verið honum þungbært þegar líkami hans fór sífellt að gefa sig og hann gat ekki sinnt öllu sem hann hafði svo gaman að. Rúmlega sjötugur er enginn aldur í dag og hann átti margt eftir ógert. Því kom kallið of fljótt og fyrir okkur að kveðja hann, en kannski líkn fyrir hann. Elsku Kalli, takk fyrir hversu góður þú varst Svein- birni okkar og mömmu, sem var orðin öldruð kona. Hlýju þína og natni viljum við nú þakka og nafni þínu höldum við á lofti með barna- börnunum sem við eigum sam- an og minnumst þín ætíð með sögum og gleði Takk fyrir allt, elsku Kalli, Guð blessi minningu þína. Soffia og Eggert, Traðarholti. Elsku Kalli. Nú er komið að kveðjustund, fyrr en við höfð- um ætlað. Margs er að minnast af öll- um þeim stundum sem þú dvaldir hjá okkur í Miðdal. Þú sagðir stundum frá því að krakkarnir litu á þig sem bróð- ur, sem væri bara aðeins eldri en mamma þeirra og pabbi. Vinskapurinn byrjaði í tengslum við hestamennskuna en fljótlega fórstu að koma mikið til okkar í sveitina og hjálpa til við sveitastörfin enda úr sveit og naust þess að vera þar. Með endalausan áhuga á dráttarvélum og vélavinnu, þú tókst þátt í heyskapnum og léttir verulega undir þegar mikið var að gera og hafðir gaman af. Þú vílaðir ekki fyrir þér að vera hálfu og heilu sóla- hringana á dráttarvél. Svo voru náttúrlega fjöl- margar hestaferðir sem við fórum saman í, sem og styttri reiðtúrar í Kjósinni. Þú hafðir gaman af að fara með alla kippuna í langan reiðtúr inn í sveit, helst niður Bakkana og koma seint heim. Þá hafði nú gjarnan margt sögulegt komið fyrir á leiðinni sem þú gast sagt okkur frá í lok dags. Það var erfitt fyrir svona duglegan mann þegar heils- unni fór að hraka og skrokk- urinn stoppaði þig af. En nú er hvíldin komin og þú vafalaust kominn í heyskap eða reiðtúr í Sumarlandinu. Hér er fækkað hófaljóni – heiminn kvaddi vakri Skjóni; enginn honum frárri fannst; – bæði mér að gamni’ og gagni góðum ók ég beislavagni til á meðan tíminn vannst. Á undan var ég eins og fluga; oft mér dettur það í huga af öðrum nú þá eftir verð. – Héðan af mun ég hánni ríða, – hún skal mína fætur prýða, einnig þeirra flýta ferð. Lukkan ef mig lætur hljóta líkan honum fararskjóta, sem mig ber um torg og tún: vakri Skjóni hann skal heita; honum mun ég nafnið veita þó að meri það sé brún. (Jón Þorláksson) Kæra Þóra, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og þökkum hon- um Kalla okkar fyrir samferð- ina. Svana, Guðmundur, Hjalti Freyr, Ólöf Ósk og Andrea. Karl Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.