Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ari Edwald,forstjóriMjólk-
ursamsölunnar,
hélt erindi á fundi
Viðskiptaráðs fyrr í
vikunni og fjallaði um sam-
keppnismál. Ari benti á margt
aðfinnsluvert í samkeppn-
isumhverfi fyrirtækja hér á
landi sem snýr að starfsemi
Samkeppniseftirlitsins. Hann
gagnrýndi ekki tilvist löggjafar
um samkeppni og sagðist telja
að grundvallarviðfangsefni
samkeppnisyfirvalda ætti að
vera að vinna gegn lögbrotum,
ólögmætu samráði og misnotk-
un á markaðsráðandi stöðu. En
hann gagnrýndi Samkeppn-
iseftirlitið og sagðist telja að
það ætti ekki að stýra því
hvernig atvinnulífið er byggt
upp.
Hann benti á að við værum
með markaðsskipulag og síkvik-
an markað. Stjórnendur reyndu
stöðugt að bregðast við að-
stæðum sem uppi væru en ekki
væri „raunhæft að fáeinir emb-
ættismenn sem eru langt frá
þessum aðstæðum, með fullri
virðingu fyrir þeim, séu í að-
stöðu til að draga nákvæmar
línur af einhverju viti um alla
samkeppniskraftana í augna-
blikinu og hvað þá til nokkurrar
framtíðar“.
Þessar ábend-
ingar eiga fullan
rétt á sér. Sam-
keppniseftirlitið
hefur iðulega haft
óeðlileg afskipti af
starfsemi fyrirtækja á markaði
og beitir til þess ýmsum aðferð-
um, til dæmis hvernig það skil-
greinir markaði og hverjir eru
keppinautar, sem þeim sem
stunda fyrirtækjarekstur á við-
komandi sviði þykir oft býsna
fjarstæðukennt.
Samkeppniseftirlitið er afar
valdamikil stofnun og þegar
henni er beitt af ákafa og of
litlum skilningi á markaðs-
aðstæðum er hætt við að hún
verði til tjóns. Og Ari benti á
dæmi um það hve mikil völd
stofnunarinnar eru og að
stjórnendur fyrirtækja forð-
uðust að gagnrýna stofnunina af
ótta við að lenda í ónáð. Það er
vægast sagt óheppileg staða.
Samkeppniseftirlitið hefur of
oft lent á villigötum. Það er
tímabært að fara yfir vinnu-
brögð stofnunarinnar og þá lög-
gjöf sem um hana gildir. Lög-
gjöf um samkeppni á að stuðla
að heilbrigðara og betra við-
skiptalífi en hún á ekki að koma
í veg fyrir að atvinnulífið geti
starfað með eðlilegum hætti,
hagrætt og lagað sig að breytt-
um aðstæðum.
Laga þarf starfs-
umhverfi íslenskra
fyrirtækja }
Réttmæt gagnrýni á
Samkeppniseftirlitið
Alllengi hafastaðið yfir
réttarhöld yfir Bill
Cosby, frægum
leikara vestur í
Bandaríkjunum.
Það ætti ekki endi-
lega að verða fréttaefni hér á
landi. En hefur orðið það vegna
þess hlutverks sem Cosby var
hvað frægastur fyrir.
Í fyrstu atrennu ákæruvalds-
ins rann málið út í sandinn því
kviðdómur náði samdóma nið-
urstöðu, hvorki um sakfellingu
eða sýknu. Ríkisvaldið gat gert
aðra tilraun og borið ákæruna
undir nýjan kviðdóm og sá sak-
felldi Bill Cosby. Þær ákærur
sem kviðdómurinn afgreiddi
eru hluti af þeim kærum sem
liggja fyrir.
Persónan sem Bill Cosby
gerði eftirminnilegsta var „fyr-
irmyndarfaðir“ í léttum og
notalegum fjölskylduleik. Á
skerminum birtist hann sem
bráðskemmtilegur „fyrirmynd-
arfaðir.“ En löngu síðar kom á
daginn að leikarinn væri ekki
sami engillinn og leikpersónan,
eða sú var að minnsta kosti nið-
urstaða kviðdómsins.
Í samræmi við þá miklu
refsigleði sem tíðkast í banda-
rískum dóms-
málum má Bill
Cosby búast við
mjög þungum dóm-
um, miklum mun
þyngri en nokkru
sinni sjást á Íslandi
eða öðrum Evrópulöndum.
Cosby er nú áttræður að aldri
og nær blindur og víst má telja
að fyrir honum liggi að eyða
síðustu árunum í fangaklefa.
Mikil umræða hefur verið
um málið í Bandaríkjunum.
Ýmsir sem láta þar til sín taka
halda því fram að í síðari lotu
réttarhaldanna gegn Cosby
hafi ákæruvaldið verið með
vindinn í bakið vegna þess
mikla uppnáms sem varð
vestra og víðar í kjölfar frétta
af framferði Harvey Wein-
steins kvikmyndamóguls og
annarra slíkra, úr þeim geira
tilverunnar sem Cosby hefur
dvalið í nær allan sinn feril.
Eftir þann tilfinningahita allan
og fordæmingu var ekki líklegt
að auðvelt yrði að finna kvið-
dóm sem hefði mikla samúð við
manni eins og Cosby og sem
borinn væri alvarlegum ásök-
unum er virtust óneitanlega
óþægilega trúverðugar og
einkar ógeðfelldar.
Andrúmsloftið var
breytt þegar kom að
réttarhaldi númer
tvö yfir Bill Cosby}
Ekki fín fyrirmynd
E
in af þeim áskorunum sem við
tökumst á við um þessar mund-
ir er að almennu læsi ung-
menna hefur hrakað í alþjóð-
legum samanburði. Það er
skoðun mín að framboð barna- og unglinga-
bóka á íslensku skipti máli í þessu samhengi.
Það eru sóknarfæri til að gera betur í þeim
efnum.
Á verðlaunahátíð barnanna, Sögum, um
liðna helgi kynnti ég aðgerðir til umbóta.
Það var ánægjulegt að geta þar greint frá
nýjum styrkjaflokki fyrir barna- og ung-
lingabækur sem verður bætt við bókmennta-
sjóð Miðstöðvar íslenskra bókmennta á
næsta ári.
Markmið hans er að styðja við ritun
barna- og unglingabóka á íslensku og auka
framboð af vönduðum bókmenntum fyrir þessa aldurs-
hópa.
Það er vitundarvakning um þessi mál samhliða auk-
inni þjóðfélagsumræðu um menntamál. Það er ljóst að
það er vilji til að gera betur í þessum efnum. Til að
mynda efndu nemendur í Hagaskóla til málþings í vet-
ur undir yfirskriftinni „Barnið vex en bókin ekki“. Þar
kom fram að þau teldu áhuga barna og ungmenna á
bókmenntum vera til staðar. Skólafólk, for-
eldrar og rithöfundar hafa einnig kallað eft-
ir aðgerðum til þess að efla megi útgáfu
barna- og unglingabóka hér á landi. Í
skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu
var meðal annars bent á að efla þyrfti út-
gáfu barna- og unglingabóka með sérstöku
tilliti til myndskreyttra bóka og léttlestr-
arbóka. Það slær í takt við stefnu mína sem
mennta- og menningarmálaráðherra.
Eitt það mikilvægasta sem við getum
gert til þess að efla læsi í landinu er að
tryggja gott aðgengi barna og ungmenna
að bókum.
Læsi barna er samvinnuverkefni sam-
félagsins alls. Lestrarfærni er forsenda
virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi og
nauðsynleg til að hver og einn geti nýtt
hæfileika sína til fulls. Bókmenntir eru samofnar sögu
okkar og við ætlum í sameiningu að tryggja að svo
verði áfram. Nýju barna- og unglingabókastyrkirnir
eru liður í því að fjölga þeim fjársjóðum sem íslenskar
bókmenntir hafa að geyma.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Fjölgum fjársjóðum
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
liljaalf@gmail.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Ámiðvikudaginn varslökkt á vefsíðunni web-stresser.org, sem er tal-in tengjast yfir fjórum
milljónum netárása um allan heim.
Nokkrir voru handteknir í Bret-
landi, Serbíu og Króatíu, í lög-
regluaðgerð breskra og hollenskra
stjórnvalda, en frá þessu segir í
fréttatilkynningu frá Europol og í
frétt AFP.
Stórir bankar eru á meðal
fórnarlamba árásanna, að sögn
evrópskra lögregluyfirvalda.
Netglæpamenn notuðu vefsíð-
una, sem hægt var að leigja fyrir
svo lítið sem 1.850 kr., til að gera
dreifða árás til skerðingar eða
lömunar netþjónustufyrirtækja og
stofnana (e. Distributed Denial Of
Service-attack, DDOS).
„Stressers“-þjónustur, svip-
aðar og webstresser.org, eru al-
mennt notaðar af starfsmönnum
fyrirtækja og stofnana til að prófa
seiglu netþjóna gagnvart álagi
o.fl., en mögulegt er að misnota
þær í þeim tilgangi að ráðast á
fyrirtæki og stofnanir á netinu.
Árásir á færi hvers sem er
DDOS-árás er virkjuð með
slíkri þjónustu, og fjarstýrir árás-
araðilinn tengdum tölvum með
skipunum, til að beina mikilli net-
umferð, t.d. með ruslpósti eða
gervi beiðnum, á vefsíðu eða
tölvukerfi. Fórnarlambið verður
annaðhvort of hægfara eða vef-
síða/tölvukerfi þess liggur niðri.
Áður þurftu menn að vera
nokkuð sjóaðir í virkni netsins til
að gera DDOS-árás, en það er
ekki lengur nauðsynlegt, að sögn
Europol. Með webstresser.org gat
hver sem er gert netárás gegn
vægri greiðslu.
Í lögregluaðgerðinni á mið-
vikudaginn leitaði breska lög-
reglan m.a. á heimili einstaklings
sem talinn er hafa notað web-
stresser.org til að gera DDOS-
áhlaup á sjö stærstu banka Bret-
lands í nóvember sl.
Europol gaf út viðvörun um
að aðgerðateymi þeirra í Haag
muni framvegis fylgjast vel með,
glæpamenn væru ekki eins nafn-
lausir og varðir á netinu og þeir
gætu haldið. Löggæsluyfirvöld
mundu framvegis finna og hand-
taka þá fyrir það tjón sem þeir
yllu, netárásir væru refsiverður
glæpur.
CERT-ÍS, netöryggissveit
Póst- og fjarskiptastofnunar segir
netnjósnir og -árásir, hvort sem
þær eru af hálfu ríkja, hópa eða
einstaklinga, hafa verið vaxandi
ógn á undanförnum árum og að
stjórnvöld hérlendis séu meðvituð
hættuna.
Endurskoðun á stefnu stjórn-
valda í málaflokkinum frá árinu
2015 og mótun nýrrar aðgerða-
áætlunar standi nú yfir.
Alvarleg samfélagsógn
Flest ríki telji netógnir á
meðal helstu ógna við nútíma sam-
félög. Þróun þessara ógna sé hröð
og margbreytileg, í sífellu þurfi að
þróa og bæta varnir. Íslensk
stjórnvöld hafi gert ráðstafanir til
að finna og greina veikleika og til
að bæta varnir. Til séu drög að
viðbragðsáætlun almannavarna
vegna netárása á lokastigi. Áætl-
unin hafi verið unnin í samráði við
CERT-ÍS og sé svipuð að gerð og
aðrar áætlanir sem Almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra hafi
gert til að taka á öðrum vám sem
geta steðjað að íslensku samfélagi.
Jafnframt sé í undirbúningi ný
löggjöf um netöryggi sem áætlað
er að verði lögð fram á komandi
haustþingi. Löggjöfin sé liður í
innleiðingu svokallaðrar NIS-
tilskipunar Evrópusambandsins
sem ætlað er að auka öryggi
rekstrar mikilvægra netháðra inn-
viða samfélagsins.
Vefsíðu sem þjónust-
aði netárásir lokað
Tölvuþrjótar Hægt var að leigja menn fyrir lítinn pening til að ráðast á vef-
síður um allan heim. Nú hefur verið lokað fyrir það í alþjóðlegri aðgerð.
Stærsta DDOS-árás sögunnar,
sem mældist mest 1,7 terabæti
á sekúndu, var gerð í Bandaríkj-
unum 5. mars sl. Algengustu
gerðir DDOS-árása eru:
Umferðaröngþveiti: Gríð-
armikið magn af TCP, UDP og
ICPM pökkum er sent á fórn-
arlambið. Lögmætar beiðnir við-
skiptavina glatast og þessum
árásum getur fylgt tölvuvírus-
smit. Bandvíddarstífla: Yfirfyllir
móttakandann með miklu
magni af ruslgögnum, svo að
bandbreidd netkerfisins, starf-
hæfi búnaðar skerðist og getur
leitt til algerrar rekstrarstöðv-
unar.Gagnaflutningsforritaárás:
Sogar upp alla afkastagetu í
forritalagi hugbúnaðar fórn-
arlambsins, svo að þjónusta
netkerfa verður ótiltæk.
Algengustu
DDOS-árásir
STÆRSTA DDOS-ÁRÁS
SÖGUNNAR 1,7 TERABÆTI
Þjónusta þessa vefsvæðis liggur niðri.