Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna heldur naumlega velli ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 23. til 25. apríl. Meiri- hlutaflokkarnir þrír mælast þar með um 47% fylgi og 12 borgarfulltrúa af 23. Samfylkingin mælist jafnframt með mesta fylgið, 30,7% og átta borgarfulltrúa. Sjálfstæð- isflokkurinn kemur þar á eftir með 27,3% og sjö borgarfulltrúa. Aðrir flokkar fá umtalsvert minna fylgi, en samkvæmt könnuninni myndu Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Miðflokk- urinn og Píratar öll fá tvo borgarfulltrúa. VG mælist með um 9,7% fylgi, Miðflokkurinn fær 7,3% og Píratar fá 6,8%. Viðreisn og Flokkur fólksins fá síðan hvort um sig einn borgarfull- trúa, en fylgi Viðreisnar mælist 5,3% og Flokk- ur fólksins fær 3,6%. Af öðrum flokkum í framboði er Framsókn- arflokkurinn hlutskarpastur með 2,8%. Sósíal- istaflokkurinn og Kvennaframboðið mælast bæði með um 1,8% og Höfuðborgarlistinn fær 1%. Alþýðufylkingin fær 0,8% og Íslenska þjóðfylkingin mælist með hálft prósent. Frels- isflokkurinn rekur svo lestina með 0,3% en 0,5% nefndu að þeir myndu kjósa annan flokk eða lista en þá sem í boði voru í könnuninni. Þess má geta að litlu munaði að Sjálfstæð- isflokkurinn næði inn áttunda borgarfulltrúan- um í könnuninni á kostnað Pírata og felldi um leið meirihlutann. Líkt og fyrr sagði var könn- unin unnin dagana 23.-25. apríl og náði hún til 3.700 þátttakenda. Alls svöruðu 1777 úr þeim hópi og er svarhlutfall því 48%. Niðurstöðurn- ar voru vigtaðar eftir menntun og borgarhluta Einnig var spurt hvaða einstakling kjósend- ur vildu helst sjá gegna embætti borgarstjóra að kosningunum loknum og svöruðu alls 980 þeirri spurningu. Dagur B. Eggertsson, borg- arstjóri, var þar oftast nefndur á nafn en 45,4% þeirra sem svöruðu könnuninni vildu fá hann sem borgarstjóra. Eyþór Arnalds, borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins, var nefndur af 29,4% og 8,8% svarenda vildu Vigdísi Hauks- dóttur, oddvita Miðflokksins í embættið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, fékk 4,4% stuðning en aðrir fengu minna. Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík Könnunin var gerð dagana 23. til 25. apríl 2018. Einnig var spurt um fylgi Kvennaframboðs (1,8%), Sósíalistaflokksins (1,8%), Höfuðborgarlistans (1,0%), Alþýðufylkingarinnar (0,8%), Íslensku þjóð- fylkingarinnar (0,5%) og Frelsisflokksins (0,3%). Björt framtíð býður ekki fram að þessu sinni. Heildarúrtak í könnuninni var 3.700 einstaklingar. 1.777 svöruðu og var þátttökuhlutfall 48%. Kjörnir verða 23 borgarfulltrúar í vor í stað þeirra 15 sem nú eru. 12 fulltrúa þarf til að mynda meirihluta. Úrslit kosninga 31. maí 2014 Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa Könnun 21.-27. mars 2018 Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa Könnun 23.-25. apríl 2018 Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa30% 25% 20% 15% 10% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2 10,7% 2 7,3% 1 5,3% 1 5,9% 2 7,7% 2 6,8% 5 31,9% 8 31,7% 8 30,5% 1 5,0% 2 7,3% 1 8,3% 3 12,8% 2 9,7% 4 25,7% 7 27,4% 7 27,3% 0 3,1% 0 2,8% 0 2,7% 1 3,6% B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkurfólksins M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstrihreyfingin– grænt framboð Meirihlutinn heldur naumlega velli  Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn njóta mests fylgis  Um 45% vilja Dag sem borgarstjóra  30% vilja Eyþór  Píratar, VG, Miðflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins fá fulltrúa kjörna „Ég get ekki annað en verið ánægð- ur með stöðuna. Ljóst er að það stefnir í jafnar kosningar. Við þurf- um að taka á öllu okkar og sjáum að mikilvægt er að halda vel á spöð- unum næstu vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og efsti maður á lista Samfylkingarinnar. Hann segist finna meðbyr í kosn- ingabaráttunni og það endurspeglist í könnunum. Nefnir að Samfylkingin hafi verið að mæl- ast með helmingi minna fylgi í haust. „Ég tel að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir. Þeir snúast um það hvort borgin þróist áfram sem græn, nútímaleg, skemmtileg og fjölbreytt borg þar sem lögð er áhersla á að allir hafi tækifæri. Eða þá að hverfa aftur til gamla tímans,“ segir Dagur. Hann segist innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fái sem borgarstjóri. „Ég mun gera mitt besta til að standa undir því. Ég lít þannig á að þarna sé í raun verið að lýsa yfir stuðningi við samhentan meiri- hluta í borginni en ekki aðeins mig persónulega.“ Dagur B. Eggertsson Býsna skýrir val- kostir teiknast upp „Mér sýnist að meirihlutaflokkarnir séu aðeins að gefa eftir og ný fram- boð að koma inn. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að mælast álíka stór í skoðanakönn- unum, eru efst til skiptis,“ segir Ey- þór Laxdal Arnalds, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Almennt sígur þetta í rétta átt. Meirihlutinn gefur eftir smátt og smátt, hann hangir nú á minnsta mögulega mun og fell- ur á endanum. Ég er bjartsýnn á að þetta fari vel,“ seg- ir Eyþór. Hann segir að frambjóðendur flokksins finni fyrir vaxandi stuðningi við þau mál sem sett hafi verið á oddinn. „Margir vilja sjá breytingar og við erum flokkurinn sem getur innleitt þær,“ segir Eyþór. Spurður um niðurstöðu könnunarinnar um borg- arstjóraefni, þar sem 45% þátttakenda vilja Dag B. Eggertsson áfram segir Eyþór að sitjandi borg- arstjórar hafi yfirleitt sterka stöðu í slíkum könnunum en reynslan sýni að ef borgarstjóri sé ekki með helm- ings traust þá falli hann. Eyþór Laxdal Arnalds Meirihlutinn hangir á minnsta mun „Ég er þakklát fyrir fylgið og að fólkið nefnir okk- ur í skoðana- könnun. Það er síðan allt annað mál hvað kemur upp úr kjörköss- unum. Ég er ánægð með að meirihlutinn heldur, við erum sam- mála um að starfa áfram saman. Ef vinstriáherslur eiga að aukast, verður að kjósa VG,“ segir Líf Magneudóttir, efsti maður á lista Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs. Hún vonast til að fylgið aukist og VG nái inn sínum þriðja manni. „Við erum vígreif og ég held að fylgið eigi eftir að skila sér.“ Líf Magneudóttir Vonast eftir auknu fylgi „Ég er afar þakklát fyrir þann stuðning sem við erum að fá. Hann sýnir að við erum komin á skrið og það passar við tilfinn- ingu okkar um að það hafi verið síðustu eina til tvær vikur. Þá er ánægjulegt að við séum orðin fjórði stærsti flokkurinn í Reykjavík og við stefnum hraðbyri í að verða þriðji stærsti,“ segir Vigdís Hauks- dóttir, efsti maður á lista Mið- flokksins. Hún segist líta björtum augum til næstu fjögurra vikna og spáir því að Miðflokkurinn toppi á réttum tíma, í kosningnum. Vigdís Hauksdóttir Toppum á réttum tíma „Við komum frekar seint fram og erum rétt að klára okkar kynningarefni með helstu stefnumálum. Ég er bara ánægð í ljósi þessa. Við erum með frá- bæran lista,“ segir Kolbrún Bald- ursdóttir, efsti maður á lista Flokks fólksins. Hún segir að framboðið fari á fulla ferð í kosningabarátt- unni eftir helgi. Verði með kynn- ingarfund, fari á hverfafundi og fari um til að hitta fólk. „Við erum með öðruvísi áherslur en mörg hinna framboðanna og efnislega ósátt við núverandi borgarstjórn.“ Kolbrún Baldursdóttir Með öðruvísi áherslur „Það er auðvitað ánægjulegt að við bætum við okkur fylgi frá síðustu kosn- ingum. Enn er langt til kosn- inga og fylgi flokkanna rokk- ar mikið á milli skoðanakannana. Við ætlum að gera miklu betur í kosningnum,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, efsti maður á lista Pírata. Hún telur framboðið á réttri leið og vísar til skoðanakönnunar sem Fréttablaðið birti nýlega en þar var flokkurinn í þriðja sæti. „Við ætlum að halda áfram að sýna fólki þau góðu bar- áttumál sem við höfum,“ segir hún. Dóra Björt Guðjónsdóttir Ætlum að gera betur „Okkur líst ágæt- lega á stöðuna. Þessi könnun er gerð á löngum tíma þegar listi okkar var bara kominn fram en ekki málefnin og kosningabar- áttan ekki hafin fyrir alvöru. Við erum undir það búin að sveiflur séu í tölunum og vissum að það væri fullt af pólitísk- um tækifærum í farvatninu,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, efsti maður á lista Viðreisnar. Hún segir að niðurstöður skoðanakönnunar- innar brýni frambjóðendur Við- reisnar og minni þá að fjörið sé rétt að hefjast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fullt af tækifærum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.