Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 ✝ Guðrún ErlaIngvadóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1958. Hún lést á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi 14. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingvi Gunnar Ebenhardsson, skrifstofustjóri, f. 11. júní 1921, d. 10. júní 2003, og Emma Guðrún Carlsson, f. 16. október 1922, d. 18. október 1985. Emma Guðrún var fædd á Íslandi, en ólst upp og bjó í Kaupmannahöfn fram á full- orðinsár þar til hún fluttist á Selfoss eftir að hún kynntist Ingva. Systir Guðrúnar Erlu er Jónína Ingvadóttir deildar- stjóri, f. 31. maí 1962, gift Jó- hanni Hjartarsyni, lögmanni og stórmeistara, f. 8. febrúar smiður, f. 6. maí 1991, og Sæ- unn Sif Heiðarsdóttir, BS í verkfræði og tölvunarfræð- ingur, f. 27. september 1993. Árið 1997 reistu Guðrún Erla og Heiðar sér heimili í Vættaborgum 125 í Grafarvogi þar sem fjölskyldan hefur búið síðan. Guðrún Erla ólst upp á Sel- fossi og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1978. Leið hennar lá síðan í Kennaraháskóla Íslands það- an sem hún lauk B.Ed.-prófi ár- ið 1982 og prófi í sérkennslu- fræðum árið 1984. Samhliða náminu dvaldi hún nokkur sumur í Kaupmannahöfn við ýmis störf, m.a. á leikskóla. Guðrún Erla starfaði sem sér- kennari árin 1984-2005, lengst af í Laugarnesskóla. Þá settist Guðrún Erla aftur á skólabekk og lauk diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf árið 2006 og starfaði síðan sem náms- ráðgjafi í Fellaskóla allt til árs- ins 2017. Útför Guðrúnar Erlu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. apríl 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. 1963. Börn Jónínu og Jóhanns eru Hjörtur Ingvi Jó- hannsson tónlistar- maður, f. 7. september 1987, og Sigurlaug Guð- rún Jóhannsdóttir, BS í hugbúnaðar- verkfræði, f. 16. júní 1993. Hinn 27. júní 1992 giftist Guð- rún Erla eftirlifandi eiginmanni sínum, Heiðari Pétri Guðjóns- syni húsasmíðameistara, f. 24. júlí 1960. Foreldrar Heiðars eru Sigurveig Sæunn Stein- dórsdóttir, f. 11. maí 1940, og Guðjón Kristján Benediktsson, f. 31. október 1937. Þau skildu. Börn Guðrúnar Erlu og Heiðars eru Emma Guðrún Heiðarsdóttir myndlistarmaður, f. 27. júní 1990, unnusti hennar er Jón Gabríel Lorange tón- Erla móðursystir mín hefur kvatt þetta jarðlíf sem verður mun tómlegra fyrir vikið. Hún lést þegar lífið var að kvikna á ný með fuglasöng í brumandi trjám og löngum sólsetrum yfir Faxa- flóa. Hún fæddist á þeim tíma þegar sólin stígur varla upp fyrir sjóndeildarhringinn en lofaði alla tíð ljósið og birtuna. Hún hlakk- aði til komandi sumars, þess sem aldrei kom. Það er sárt að hugsa til framtíðarinnar án Erlu en í stað þess lít ég til baka og ylja mér við minninguna um yndis- lega frænku og þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegn- um tíðina. Sterkasta minningin um Erlu á heima við eldhúsborðið í Vætta- borgum um kvöldmatarleytið, helst á spænskum tíma. Yfir afar gómsætum mat sem Erla töfraði fram spunnust gjarnan líflegar umræður. Allt frá því að við frænkurnar, ég, Sæunn og Emma, vorum litlar gátum við spjallað við Erlu á jafningja- grundvelli. Iðulega rökræddum við og spáðum í heimsmálin því hún hlustaði alltaf af einlægni á það sem við höfðum að segja. Erla var kennari af guðs náð og hafði unun af því að miðla af þekkingu sinni og innsæi. Við eld- húsborðið reikaði hugur hennar oft til fyrri tíma þar sem hún sagði okkur sögur af fjölskyldu og frændfólki í Danmörku og líf- inu á Selfossi. Það var því ein- stakt að fá tækifæri til að fara með Erlu, mömmu og Sæunni til Kaupmannahafnar fyrir síðustu jól þar sem við nutum hvers ein- asta augnabliks og hún rakti sögu fjölskyldunnar í Danmörku í bland við það sem fyrir augu bar. Erla leyndi aldrei væntum- þykju sinni til þeirra sem hún elskaði. Hún var einlægur stuðn- ingsmaður í leik og starfi, hvort sem það var þegar við Sæunn spiluðum saman fótbolta í Val eða á öðrum vettvangi. Hún sparaði aldrei hrósið og lifði sig inn í æv- intýramennsku og ferðalög mín og dætranna um fjarlæg lönd þótt hún vildi kannski ekki leika þann leik eftir sjálf, enda mjög varkár að eðlisfari. Og nú þegar lífið kviknar á ný allt í kringum okkur erum við þó minnt á það hve viðkvæmt og stutt það er. Erla fór alltof fljótt en hún lifir sem fögur minning í hjörtum okkar og í dætrum sín- um sem hún var svo einlæglega stolt af. Það er með trega í hjarta og tári á hvarmi sem ég kveð þig, kæra frænka, og þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér. Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. Um þessar mundir tekur dag- inn sífellt að lengja, grösin byrja að spretta og manneskjurnar öðlast að nýju trú á lífið og til- veruna, eftir að hafa legið í dvala skammdegis og stormviðvarana. En í okkar fjölskyldu einkennast þessir vordagar af djúpri sorg yf- ir þeim mikla og ótímabæra missi sem við höfum orðið fyrir. Að missa er erfitt, ekki síst þegar um er að ræða einstakling sem hefur fylgt manni alla tíð, og hefur alltaf verið til staðar. Það er sérstaklega erfitt þegar um er að ræða einstakling sem var í blóma lífsins og hafði enn svo margt að færa sínum nánustu: lífskraft, væntumþykju, ástúð. Þegar ég var barn var Erla alltaf til staðar þegar þess þurfti og þannig hefur það verið síðan. Sem móðursystir bar hún ávallt hag minn og minnar fjölskyldu fyrir brjósti, svo aldrei bar skugga á. Eftir að dóttir okkar Ingridar, Kristín Jóna, kom í heiminn fyrir rétt um tveimur ár- um, var Erla henni undantekn- ingalaust góð og tók Kristín strax ástfóstri við frænku sína. Hún kallaði hana „Æju“, eins og ég gerði sjálfur þegar ég var á henn- ar aldri. Þannig virtist veröldin snúast áfram, eins og vera bar, en hlutirnir taka stundum enda fyrr en maður heldur. Ég kann þó for- lögunum hinar bestu þakkir fyrir að hafa kynnt þær stöllur, því þær glöddu hvor aðra, á meðan Erla var enn meðal okkar. Þegar sjúkdómurinn kvaddi dyra tók heimsóknum til Erlu að fjölga, því maður veit hvað átt hefur, þegar maður sér fram á að missa það. Ég settist iðulega við píanóið og spilaði lagstúfa sem voru margir hverjir ekki neitt sérstaklega vel ígrundaðir. En Erlu leið betur við að heyra mig spila og ég kunni að meta þessar samverustundir. Nú er komið að leiðarlokum. Lagið hefur tekið enda, en laglín- an liggur enn í loftinu, angurvær að vori. Vertu sæl, Erla, og takk fyrir allt. Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Erlu mágkonu hitti ég fyrst þegar við Jónína systir hennar byrjuðum að draga okkur saman fyrir margt löngu. Þá voru þær systur báðar ungar og ólofaðar og leigðu saman íbúð í Reykjavík þar sem oft var glatt á hjalla. Mér var vel tekið af stóru systur og strax í upphafi ræktuðum við með okkur góðan vinskap sem aldrei bar skugga á. Erla hafði þá ný- lega lokið kennaraprófi og snemma fundið sína lífsköllun í gegnum kennarastarfið. Það var Erlu til mikillar gleði þegar Hjörtur Ingvi systursonur hennar fæddist ekki löngu síðar. Naut hann ómældrar ástúðar og athygli frá frænku sinni rétt eins og um hennar eigið barn væri að ræða. Á þessum tíma var Erla orðin þrítug og meira en tilbúin að stofna sína eigin fjölskyldu. Sá draumur rættist farsællega þeg- ar hún kynntist Heiðari. Þau giftu sig, stofnuðu heimili og eignuðust fljótlega dæturnar Emmu og Sæunni. Þær veittu Erlu ómælda hamingju og upp frá því var velferð dætranna það sem skipti hana mestu máli í líf- inu. Heiðar og Erla voru mjög samtaka í heimilisrekstrinum og nýttu eigin krafta til að byggja sér fallegt hús í Reykjavík þar sem fjölskyldan bjó eftirleiðis. Emma móðir Erlu var hálf- dönsk að uppruna og uppalin í Kaupmannahöfn þar sem hún bjó áður en hún giftist Ingva og flutti til Íslands. Sveif ætíð danskur andi yfir vötnunum á æskuheimil- inu á Selfossi. Erla hafði því alltaf miklar mætur á öllu því sem danskt var og ræktaði vel tengsl- in við Ole móðurbróður sinn og önnur skyldmenni í Danmörku þar sem hún dvaldist sumarlangt á námsárunum. Þessa sá líka merki í matargerðinni þegar listakokkurinn Erla töfraði fram kræsingar eftir dönskum upp- skriftum fyrir okkur hin auk þess sem hún hafði miklar mætur á danskri hönnun. Síðasta ferð Erlu til Danmerkur var fyrir síð- ustu jól þegar megnið af kvenlegg fjölskyldunnar brá undir sig betri fætinum. Áttu þær stöllur saman ógleymanlegar stundir í Kaup- mannahöfn sem munu lifa áfram í minningunni. Erla var ætíð mjög samvisku- söm og kastaði ekki höndunum til neinna verka, hvort sem var í vinnu eða einkalífi. Hún hafði brennandi áhuga á kennarastarf- inu, sér í lagi sérkennslu og námsráðgjöf fyrir þá nemendur sem glímdu við örðugleika í námi. Erla fylgdist vel með þróun á þeim sviðum og sótti sér fram- haldsmenntun meðfram kennara- starfinu. Það var mikið áfall þegar Erla greindist öllum að óvörum með illvígan sjúkdóm fyrir tæpu ári, hún sem hafði ætíð verið svo hraust og hugsað vel um heilsuna. Það var þungur dómur sem hún átti erfitt með að sætta sig við og vakti upp erfiðar minningar um það þegar móðir hennar þurfti einnig að lúta í lægra haldi fyrir sama vágesti langt um aldur fram. Hún barðist eins og ljón en enginn má sköpum renna og því fór sem fór. Óhætt er að segja að ótímabært fráfall Erlu skilji eftir stórt skarð í okkar litlu fjöl- skyldu, sér í lagi fyrir dætur hennar og eiginmann. Kæra mágkona, takk fyrir samfylgdina sem var okkur öllum svo mikils virði þótt hún yrði allt- of stutt. Blessuð sé minning Guð- rúnar Erlu Ingvadóttur. Jóhann Hjartarson. „Enginn fær sjálfur rök sinna daga fundið“ segir Helgi Hálf- danarson í ljóðaþýðingu. Þessi orð leituðu á hugann þegar ég frétti af andláti Guðrúnar Erlu náms- og starfsráðgjafa; dauðinn þyrmir engum en óviss er hans tími og á augabragði er lífið slokknað. Guðrún Erla átti starfsvettvang sinn í skóla og þar blandast engum hugur um að náms-og starfsráðgjafar eru lyk- ilmenn í skólastarfinu. Ekki að- eins vinna þeir ásamt kennurum, skólastjórnendum og öðru starfs- fólki skólans að því að styðja við nám nemenda og auðvelda þeim að átta sig á eigin óskum varðandi framtíð sína heldur eru þeir mik- ilvægir trúnaðarmenn nemenda og fjölskyldna þeirra sem þau treysta og vita að þeir geta leitað til þegar vanda ber að höndum. Í mínum huga var Guðrún Erla einstök manneskja, ekki aðeins góður samstarfsmaður heldur einnig tryggur vinur sem bar vel- ferð annarra fyrir brjósti. Já- kvæðni hennar og brosið sem náði upp til augna voru hvetjandi og gleðjandi í erli dagsins og léttu undir við lausn verkefna. Viðmót hennar einkenndist af hógværð, hlýju, manngæsku og næmi á líð- an annarra. Átti það ekki aðeins við um nemendur og fjölskyldur þeirra heldur ekki síður okkur samstarfsfólk hennar. Þrátt fyrir að hún væri iðulega störfum hlað- in gaf hún sér alltaf öðru hvoru tíma til að líta inn hjá mér í lok dags rétt til að heyra hvernig mér liði. Hún var einstakur hlustandi, var óspör á að lofa það sem vel var gert og veita uppbyggilega og lausnamiðaða endurgjöf; verk- efnin voru til að leysa, hindranir til að sigrast á. Guðrún Erla var afskaplega góður náms- og starfsráðgjafi, hún var sérkennari að auki og veitti það henni meiri hæfni til starfa sinna með nemendum og fjölþættari sýn á vanda þeirra. Henni var í mun að búa ung- lingana sem best undir nám og starf að loknum grunnskóla og átti hugmynd að því, að auk viku- legra tíma í náms- og starfs- fræðslu og lífsleikni hjá 10. bekk byði hún upp á valáfanga á ungl- ingastigi sem miðaði að því að sporna við brottfalli. Er það til marks um hve vel hún skynjaði þarfir nemenda og hve umhugað henni var um að þeir næðu ár- angri og farnaðist vel að loknum grunnskóla. Guðrún Erla lést langt fyrir aldur fram. Hannes Pétursson skáld segir á einum stað að dauð- inn sé regla sem reglur nái ekki til. Dauðinn „er endapunktur margsinnis á skökkum stað, að því er mannlegri skynsemd virð- ist, og það gerir ferðir hans óskilj- anlegar“. Þessi orð eru réttmæt hvað Guðrúnu Erlu varðar. Hún féll frá í blóma lífsins en víst hafði hún margt unnið sem mörgum lánast ekki á lengri ævi. Með henni er fallin í valin einstök mannkostakona sem brá ljóma á umhverfi sitt og verður hennar sárt saknað. Ástvinum hennar öllum sendi ég samúðarkveðju. Kristín Jóhannesdóttir. Fyrir nærri hálfri öld bundust tvær 12 ára stúlkur vináttubönd- um. Höfðu þekkst í mörg ár, en á þessum tíma myndaðist strengur milli þeirra. Unglingsárin tóku við og að loknu landsprófi ákváðu þær að fara í Menntaskólann á Laugarvatni og voru saman í her- bergi í þrjá vetur. Vináttan styrktist enn frekar með tíman- um. Guðrún Erla vinkona mín var traust og samviskusöm. Erla greindist með krabba- mein fyrir ári. Þetta ár hefur tek- ið á, hún gekk í gegnum erfiðar lyfjameðferðir sem því miður skiluðu ekki árangri og lést hún laugardaginn 14. apríl sl. Erla var ekki sú sem auglýsti á facebook hvað gerðist í hennar lífi. Þvert á móti vildi hún sem minnst um sína hagi tala út á við, og átti það líka við um veikindin. Því var það þannig að margir sem þó þekktu hana allnokkuð, eins og gamlir skólafélagar, höfðu ekki hug- mynd um krabbameinið og bar- áttuna sem hún háði. En þannig var bara hún Erla. Emma og Ingvi, foreldarnir og systurnar, Erla og Jóna, fóru að mig minnir á hverju ári til Spán- ar. Á þessum tíma var ekki mjög algengt að fólk færi í sólarlanda- ferðir og þekkti ég enga aðra sem stunduðu það. Ekki var laust við að ég öfundaði Erlu af því. En það kom nú kannski ekki til af góðu því Emma móðir hennar þjáðist mjög af liðagigt og leið mun betur í hitanum. Þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér að veikindi Emmu hafi mótað Erlu ansi mik- ið. Erla var að sumu leyti hæglát og alvörugefin. En jafnframt var stutt í hláturinn og fallega brosið á góðum stundum. Erla blómstr- aði á Laugarvatni, það var eig- inlega ekki annað hægt, heima- vistarskóli á þessum mótandi árum er besti skólinn. Og þar eignast maður vini fyrir lífstíð. Erla kenndi einn vetur í Reyk- holtsskóla í Biskupstungum eftir stúdentspróf, og fór síðan í kenn- araskólann. Kennsla varð ævi- starfið, seinna sérkennari og námsráðgjafi. Og svo kynntist hún honum Heiðari sínum, og dæturnar fæddust, Emma Guðrún og Sæ- unn Sif. Þau byggðu sér fallegt hús, það má segja að dugnaðar- forkurinn Heiðar hafi byggt það með eigin höndum, mörg voru handtökin þar. Falleg fjölskylda og Erla svo stolt af þeim. Stelp- unum hefur gengið mjög vel í sínu námi og framtíðin blasir við þeim. Ég veit að Erla verður áfram stolt af þeim og fylgist með úr fjarska. Sárt er það að fá ekki að hafa hana áfram með okkur, en kæra fjölskylda, ég vona að með tíð og tíma getið þið þakkað fyrir að hafa átt hana Erlu. Þakkað fyrir öll góðu árin og góðu stund- irnar. Ljúfar minningar eru dýr- mætar. Elsku Heiðar, Emma, Sæunn, Jóna og fjölskyldan öll. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigríður (Sigga Jóna) og fjölskylda. Árið 1979 lágu leiðir okkar Erlu saman í Kennaraháskóla Ís- lands. Við vorum tvítugar og lífið rétt að byrja, höfðum báðar tekið dönsku sem valfag og það átti eft- ir að skila okkur mörgum góðum stundum. Erla átti djúpar rætur í Danmörku og ég fékk að njóta þess á margan hátt. Með henni kynntist ég dönsku fjölskyldulífi, fékk að fljóta með í heimsóknir til vina og vandamanna og lærði að rata í Kaupmannahöfn. Það má segja að hún hafi orðið örlaga- valdur í mínu lífi. Síðustu vikur hef ég velt fyrir mér hvort stór hluti af þeim danska sjarma sem heillaði mig hafi kannski legið í hennar eigin persónu og um- hverfi. Það var upplifun að koma á heimili foreldra Erlu, þar sem andrúmsloftið var einstaklega létt, en líka fullt af umhyggju. Lengi býr að fyrstu gerð. Um- hyggja, gleði og jákvæðni fylgdu Erlu fram á síðustu stund og eng- an þekki ég sem var jafn eðlis- lægt að samgleðjast öðrum. Hringing frá Erlu á afmælisdag- inn brást ekki þó hún stæði í sínu stríði. Stríð er sennilega ekki rétta orðið, því hún tók snemma þann pól í hæðina að sigrast á krabbameininu með jákvæðni og trú. Hún leitaði uppi dæmi sem sönnuðu að enginn úrskurður væri óhrekjandi og þar kom Gunnhildur skólasystir okkar inn með sinn styrk. Á kveðjustund leitar hugurinn til samverustunda innan lands og utan. Æfingakennslan, boðsferð á herragarð í Danmörku, sumur í Kaupmannahöfn, sumarbústaða- ferðir með börnum og eiginmönn- um, að ógleymdum Spánar- ströndum á meginlandinu og Mallorca. Síðasta samverustund- in í Malaga fyrir nokkrum mán- uðum er ómetanleg á þessum tímamótum. Erla var gæfumanneskja í einkalífi. Í öllum hennar orðum og gjörðum skynjaði maður þá ást, virðingu og metnað sem hún hafði til dætra sinna og eigin- manns, þar bar ekki skugga á. Sama má segja um samband Erlu við Jónu systur sína sem staðið hefur eins og klettur með henni undanfarið ár. Þær voru fallegar sögurnar um systrabönd og allt sem gert var til að lifa lífinu fram á síðustu stund. Emma og Sæ- unn, þessar einstöku dætur, áttu hug Erlu og það voru margir áfangarnir í lífi þeirra sem glaðst var yfir meðan hún lifði. Það var bæði fallegt og átakanlegt að sjá þær fylgja mömmu sinni þetta þungbæra ár og sýna hvað í þeim býr af hlýju og einlægni. Fram undan er enn einn glæsilegur áfangi í fjölskyldunni þar sem Erla verður með í anda, glöð og stolt eins og alltaf. Megi Guð og gæfan fylgja fjölskyldunni á erf- iðum tímum og inn í bjartari framtíð. Ég kveð Erlu vinkonu með innilegu þakklæti, virðingu og ást. Þórhalla. Kær vinkona til áratuga hefur kvatt þetta jarðlíf eftir stutt en erfið veikindi. Á slíkri stundu mega orð sín lítils og það er óend- anlega sárt til þess að hugsa að hún fái ekki lengur notið lífsins með fjölskyldu sinni, Heiðari og dætrunum, Emmu og Sæunni Sif. Við kynntumst haustið 1974, þegar við hófum nám við Mennta- skólann á Laugarvatni, og hefur vinátta okkar staðið frá þeim tíma. Á kveðjustund koma ótal minningar upp í hugann, dýr- mætar minningar frá áratuga samfylgd sem vekja hlýju í brjósti og ég hugsa með þakkæti til. Erla var einstaklega traust og góð manneskja, með hlýja og góða nærveru. Hún gladdist ein- læglega með vinum og fjölskyldu og studdi dyggilega þegar þess þurfti. Á fagnaðarstundum naut Erla sín vel, brosmild og geisl- andi falleg, hress og skemmtileg og með hlátur sem alla smitaði. Erla var sérkennari að mennt og náms- og starfsráðgjafi. Kennsla og ráðgjöf var hennar köllun og það var ekki annað hægt en að hrífast með þegar hún ræddi þau mál. Hún var dugleg og ósér- hlífin. Erla var mikil fjölskyldumann- eskja og naut þess að hlúa að sín- um. Heiðar og dæturnar, Emma og Sæunn Sif, voru hennar líf og yndi. Samband Erlu og Heiðars var traust og fallegt og dæturnar studdi hún og hvatti. Glæsilegar, vel menntaðar ungar konur sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Hún tókst á við erfiðan sjúk- dóm af yfirvegun og æðruleysi, hélt í vonina og vildi umfram allt engum kvíða valda. Hún var þakklát öllum þeim sem veittu henni hjálparhönd í veikindunum. Nú skilur leiðir um sinn. Ég kveð kæra vinkonu, þakklát fyrir þær samverustundir sem við átt- um, og óska henni hvíldar og blessunar á æðra tilverustigi. Við Stefán sendum Heiðari, Emmu, Sæunni Sif og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Minningin um Erlu mun lifa áfram björt og hlý. Svanhvít Jakobsdóttir. Í fáum orðum viljum við minn- ast hennar Erlu okkar. Hún var samstarfsmaður okkar og vinur Guðrún Erla Ingvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.