Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 40
Avengers: Infinity War Þriðja kvikmyndin um ofurhetju- hópinn Avengers verður frumsýnd í dag. Persónurnar koma úr heimi Marvel-teiknimyndasagnaútgáf- unnar og má af þeim nefna Hulk, Járnmanninn, Kóngulóarmanninn og Þór. Að þessu sinni þurfa hetj- unar að verja jarðarbúa fyrir mestu ógn sem að þeim hefur steðjað fram til þessa, hinum ógurlega Þanosi sem kemur utan úr geimnum ásamt her sínum til að sölsa undir sig hina svokölluðu „eilífðarsteina“. Stein- arnir búa yfir ógnarmætti og sam- einaðir gætu þeir tortímt alheim- inum. Leikstjórar myndarinnar eru Anthony og Joe Russo og aðalleik- arar eru Benedict Cumberbatch, Chadwick Boseman, Chris Evans, Chris Hemsworth, Elizabeth Olsen, Josh Brolin, Letitia Wright, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr., Scar- lett Johansson, Tom Hiddleston og Tom Holland. Metacritic: 68/100 You Were Never Really Here Spennumynd eftir leikstjórann Lynne Ramsay með Joaquin Phoen- ix í aðalhlutverki. Phoenix leikur uppgjafahermann sem leitar týndra stúlkna við hættulegar að- stæður. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra og keppti þar um aðalverð- launin, Gullpálmann. Phoenix hlaut verðlaun sem besti leikari í aðal- hlutverki og Ramsay hlaut verð- laun fyrir besta handrit. Aðrir helstu leikarar í myndinni eru Dante Pereira-Olson, Larry Canady, Vinicius Damasceno, Neo Randall, John Doman, Alex Man- ette og Frank Pando. Metacritic: 84/100 L’atelier Frönsk kvikmynd sem segir af ung- um manni, Antoine, sem tekur þátt í vinnusmiðju að sumri með ungu fólki sem valið var til þess að skrifa glæpsögur undir leiðsögn þekkts rithöfundar. Antoine fer fljótlega að vekja ugg hjá hinum í smiðjunni fyrir skrif sín um fjöldamorð frá sjónarhorni gerandans. Leikstjóri myndarinnar er Laurent Cadet og með aðalhlutverk fara Marina Foïs, Matthieu Lucci og Florian Beau- jean. Metacritic: 76/100 Bíófrumsýningar Spenna Úr kvikmyndinni L’atelier sem Bíó Paradís frumsýnir í dag. Hetjur, týndar stúlkur og glæpasagnaskrif 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Í nær 30 ár hefur bandaríski leik- arinn Hank Azaria gefið rödd kjör- búðareigandanum Apu Nahasapee- mapetilon og fleiri persónum Simpsons-þáttanna sívinsælu. Und- anfarið hefur hópur Bandaríkja- manna sem eiga ættir að rekja til Indlands og nálægra landa deilt hart á röddina sem Azaria hefur gefið Apu. Leikarinn er hvítur en Apu talar með þykkum indverskum hreim sem sumir eru ósáttir við. Umræðan fór á flug eftir að heim- ildarkvikmyndin The Problem With Apu var sýnd í fyrrahaust. Azaria, sem hefur unnið til fernra Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á Apu og fleiri persónum þátt- anna, segir umræðuna hafa vakið sig til umhugsunar og hann hefur nú lýst því yfir að hann væri full- komlega sáttur við að hætta að tala fyrir Apu. Þeir sem deilt hafa á talanda Apus segja persónuna hafa árum saman verið mest áberandi fulltrúa suðurasískra Bandaríkjamanna í sjónvarpi og í því felist mikil ábyrgð af hálfu framleiðenda og höfunda þáttanna. Gagnrýna framburð Nahasapeemapetilons Deila Hómer og Apu í verslun síðar- nefnda en deilt er um framburð hans. Skipuleggjendur Echo-tónlistar- verðlaunanna, sem eru þau þekkt- ustu sem veitt eru fyrir tónlist í Þýskalandi og eru afhent í hinum ýmsu flokkum, hafa ákveðið að leggja verðlaunin af vegna háværra mótmæla við því að umdeildir rapp- arar, Kollegah og Farid Bang, hafi á dögunum hreppt verðlaunin í þeim flokki sem kenndur er við hipphopp og borgartónlist. Rapp- ararnir eru sakaðir um gyðinga- hatur í textum sínum en þeir líkja sér meðal annars við fanga í útrým- ingarbúðunum í Auschwitz. Hafa margir listamenn sem hlot- ið hafa Echo-verðlaun skilað verð- launagripunum í mótmælaskyni, þar á meðal stjórnandinn Daniel Barenboim. Framkvæmdastjóri Echo-verðlaunanna sagði á mið- vikudag að þau væru svo illa sködd- uð að nauðsynlegt væri að byrja frá grunni með nýjum verðlaunum. Tónlistarverðlaun aflögð vegna rappara Umdeildir Rappararnir Kollegah og Farid Bang með Echo-verðlaunagripina. AFP Doktor Proktor og prumpuduftið Bíó Paradís 18.00 Loving Vincent Bíó Paradís 20.00 Doktor Proktor og tímabaðkarið Bíó Paradís 18.00 A Gentle Creature Morgunblaðið bbbbm Metacritic 82/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 22.00 Cicha noc IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 20.00 SE7EN Bíó Paradís 20.00 The Workshop Bíó Paradís 22.45 You were never really here Bíó Paradís 18.00, 22.00 Avengers: Infinity War 12 Metacritic 68/100 IMDb 9,4/10 Laugarásbíó 16.45, 19.50, 22.55 Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.00, 20.00, 22.10, 23.10 Sambíóin Egilshöll 16.30, 18.00, 20.00, 23.10 Sambíóin Kringlunni 16.00, 17.50, 19.10, 21.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.00, 19.10, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.00, 19.10, 22.20 Smárabíó 15.40, 16.30, 19.00, 20.00, 22.00, 22.20 Super Troopers 2 12 Smárabíó 19.50 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 21.30 Every Day Metacritic 53/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 17.50 Sambíóin Álfabakka 15.20, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.40 Borgarbíó Akureyri 19.30 Hostiles 16 Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 19.10, 22.00 Strangers: Prey at Night 16 Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 20.40 The Death of Stalin Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 Tomb Raider 12 Metacritic 47/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Egilshöll 22.10 Ready Player One 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.20 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 8,2/10 Háskólabíó 18.00 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 20.30 Önd önd gæs Einhleyp gæs verður að hjálpa tveimur andarungum sem hafa villst. Íslensk tal- setning. Laugarásbíó 15.50 Smárabíó 15.20, 16.50 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans og þeir há mikla baráttu. Laugarásbíó 15.50 Smárabíó 15.20, 17.40 Borgarbíó Akureyri 17.30 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 17.40 Víti í Vestmanna- eyjum Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 16.40, 17.40 Sambíóin Egilshöll 16.30 Sambíóin Kringlunni 16.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Fjölskylda ein býr á afviknum stað í algjörri þögn. Ótti við óþekkta ógn vofir yfir, og ræðst á þau við hvert einasta hljóð sem þau gefa frá sér. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.20, 23.10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 19.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 A Quiet Place 16 Rampage 12 Metacritic 47100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Blockers 12 Þrír foreldrar komast á snoðir um leynisamkomulag sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á út- skriftarballi sem nálgast. Metacritic 73/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.