Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs Reykjavíkur var jákvæð um tæplega 5 milljarða á síðasta ári. Er það nærri þrisvar sinnum betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Sameiginleg rekstrarniðurstaða borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar var jákvæð um rúma 28 milljarða sem er nærri tvöfalt betra en gert var ráð fyrir. „Þetta sýnir ábyrgan rekstur borgarinnar, að tekist hafi að ná vel utan um fjármálin,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Orkuveita Reykjavíkur var stóra verkefnið framan af. Á þessu kjörtímabili tókst okkur að snúa við rekstri borgarsjóðs og nýta svigrúmið til að bæta við fjárveitingar til skólanna, velferð- armála og húsnæðismála. Við erum að njóta þess núna að mikill kraftur er í uppbyggingunni. Svo bætast einskiptistekjur vegna lóðasölu við hefð- bundnar tekjur.“ Eyþór Laxdal Arnalds, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, vekur athygli á því að um einskiptistekjur er að ræða. Ef söluhagnaðarins nyti ekki við væri tap á rekstri borgarinnar í mesta góðæri Íslandssögunnar. Hann bendir á að skuldir borgarsjóðs hafi vaxið um 15 milljarða og handbært fé minnkað. „Reksturinn er ekki sjálfbær til framtíðar. Þegar allt er dregið sam- an lítur þetta út eins og nýsprautaður bíll sem á að selja rétt fyrir kosningar,“ segir Eyþór. Þrefalt meiri afgangur borgarsjóðs  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgarbúar séu að njóta uppbyggingarinnar  Eyþór Arnalds Sjálfstæðisflokki segir að rekstur borgarinnar sé ekki sjálfbær til framtíðar Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Frambjóðendur líta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar ekki sömu augum. Ársuppgjör borgarinnar » Ástæður fyrir betri rekstr- arniðurstöðu borgarsjóðs skýr- ast af hærri skatttekjum, hærri framlögum Jöfnunarsjóðs, hærri tekjum af sölu bygging- arréttar og söluhagnaði fast- eigna. Á móti kemur gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga. » Helstu ástæður fyrir betri niðurstöðu samstæðu Reykja- víkurborgar og fyrirtækja henn- ar eru tekjufærsla vegna hækk- unar fasteignamats eigna Félagsbústaða og lægri fjár- magnsgjöld vegna framtíð- arhagnaðar af raforkusamn- ingum Orkuveitu Reykjavíkur. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg mun á næstu vikum hefja viðræður við fyrirtæki um uppsetningu biðskýla og auglýs- ingastanda í borginni. Trúnaður gildir um viðkomandi fyrirtæki. „Þetta er heimild frá innkauparáði borgarinnar til að viðhafa samnings- kaup. Það komu engin tilboð og því fáum við þessa heimild til að reyna að ná samningum við áhugasama að- ila á grundvelli útboðsgagna. Það er aðili við borðið sem er að vinna í því að skila inn tilboði, aðili sem ætlaði sér að bjóða í verkið en náði ekki að klára á sínum tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Hann kveðst bundinn trúnaði um viðkomandi. Fyrr í apríl var lagt fram erindi frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar varðandi um- rædda heimild, þar sem engin tilboð bárust í opnu útboðsferli. Útboðið var opnað fimmtudaginn 8. mars. „Við munum fara yfir tilboðið og meta hvort það sé fullnægjandi. Ef það uppfyllir allar okkar kröfur, og víkur ekki frá útboðsgögnum að miklu leyti, þurfum við að fá heimild innkauparáðs aftur til þess að ganga til samninga við viðkomandi aðila. Við förum í ferlið til að reyna að ná samningum,“ segir Þorsteinn. Hafa sex til níu mánuði Hann segir aðspurður að skv. nú- gildandi samningi hafi fyrirtækið AFA JCDecaux sex til níu mánuði til að taka niður grænu biðskýlin sem fyrirtækið er með í borginni, ef nýr aðili tekur verkefnið að sér. Núver- andi samningur renni út 30. júní. Stefnt er að því að setja ný skýli upp um leið og þau gömlu eru fjarlægð, eitt í einu. Þorsteinn segir borgina ekki hafa heimild til breyta mikið frá útboðinu. Ef frávik verða mikil í til- boði muni borgin þurfa að efna til annars útboðs á EES-svæðinu. Reyna að semja um skýlin í borginni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Biðskýli við Lækjartorg Áformað er að skipta út hundruðum biðskýla.  Fulltrúar borgarinnar hefja viðræður um ný biðskýli fyrir strætisvagna  Útboð skilaði ekki tilboði  Að óbreyttu verða núverandi biðskýli tekin niður smátt og smátt frá miðju sumri og ný sett í staðinn Íslandsbikarkeppni Hjólreiðasambands Íslands hófst í gærkvöldi með Morgunblaðshringnum í fjallahjólreiðum. Ingvar Ómarsson og Halla Jónsdóttir sigruðu í keppninni sem var á 6,8 kíló- metra langri braut í nágrenni höfuðstöðva Morgunblaðsins í Hádegismóum við Rauðavatn. Ingvar stakk helsta keppinaut sinn af í þriðja hring af fjórum. Halla fór fram úr keppinaut sín- um á öðrum hring af þremur og hélt forskotinu. Morgunblaðið/Hari Átök í fyrstu hjólreiðakeppni ársins Keppt í Morgunblaðshringnum í fjallahjólreiðum Strandveiðifrumvarp atvinnuvega- nefndar Alþingis var samþykkt í gær. Það felur í sér breytingar á lög- um um stjórn fiskveiða með það að markmiði að auka öryggi sjómanna og auka sveigjanleika í kerfinu. Horfið er frá því kerfi að fastir fjórir dagar í viku séu leyfilegir til strand- veiða og sjómönnum gefst nú færi á að velja þá 12 daga í mánuði sem ró- ið verður. Fram kom við umræður um málið á Alþingi að vonast er til að þetta dragi úr hvata til þess að róa í viðsjárverðum veðrum. Þá er meðal annars aukið umtalsvert við heildaraflaheimildir innan strand- veiðikerfisins, eða um 1000 tonn, auk þess sem ufsi er ekki talinn með upp að hámarksafla í strandveiðum. Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað síðustu ár. Í stjórn- arsáttmála er kveðið á um að þróa skuli strandveiðikerfið og eru þess- ar breytingar tilraun í þá veru. Til stendur að taka málið aftur upp í haust og fara yfir árangurinn af breytingunum. Aukinn sveigjanleiki strandveiða  Aflaheimildir auknar um 1000 tonn Boðin voru út að lágmarki 210 biðskýli og að hámarki 50 aug- lýsingastandar. Haft var eftir Þorsteini Hermannssyni í byrjun mars að verktaka yrði heimilt að setja upp allt að 400 biðskýli í borginni. Fjöldi skýla myndi vega þungt þegar borgin veldi verktaka til að setja upp og reka biðskýli og auglýsingastanda. Franska fyrirtækið AFA JCDe- caux hefur rekið strætóskýlin í borginni. Það á enga aðild að núverandi samningaviðræðum. Mest 400 FJÖLDI SKÝLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.