Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Fjármálastarfsemi á Íslandi á sér ekki langa sögu. Viðskipti einkenndust af sjálfs- þurftarbúskap með innskriftum hjá kaupmanni. Viðskipti við erlenda kaup- menn voru vöruskipti þar sem skreið, vað- mál og ef til vill smjör voru gagngjald fyrir erlenda vöru. Góðmálmar voru ekki algengir í viðskiptum hér í landi og er sú ályktun dregin af því að lítið hef- ur fundist af slíku í fornminja- uppgreftri, hvort heldur á versl- unarstöðum eða í húsakynnum heldri manna. Þeir sem voru lengra komnir kunna að hafa eignast dönsk ríkisskuldabréf. Sjónarmið takast á Lengi fram eftir öldum tókust á tvö trúarleg sjónarmið. Á einn veg voru það sjónarmið frum- kirkju allt fram til 1500: Það er ekki siðlegt að taka vexti af dauðu fé! Það byggir á kennisetn- ingum í bókum Móse í Gamla testamentinu. Þar er vaxtataka ávallt nefnd í samhengi við nauð- ung. Þar segir einnig að ekki megi taka vexti af bræðrum sín- um. Gyðingar gagnálykta og lána öðrum kynþáttum. En þeir hjálpa bræðrum sínum og kaupa kröfur með afföllum. Þar er komin skýr- ing á því að ekki eru vextir í texta á víxlum. Þetta er skýring á því hvers vegna Gyðingar taka að sér fjárvörslu og ávöxtun! Hin eðlilega auðsuppspretta var afrakstur jarðar og vinnu. Þessa sjónarmiðs gætir hjá Loðnum Leppi sendimanni konungs þegar hann gerir athugasemd við tíund- argerð Árna bisk- ups: „Þið bisk- uparnir heimtið tíund af sylgjum og silfurbeltum, kopp- um og keröldum og öðru dauðu fé, og undra ég mjög hví landsbúar þoli yður slíkar óhæfur og gerið eigi norræna tíund að eins og þá sem gengur allan heiminn, og ein- saman er rétt og lögtekin.“ Árni svar- ar þessu og segir: „Af orðum Innocenti páfa vitum vér að sú tíundargerð er eigi okur og vinn- ur engum manni sálutjón.“ Strax á 13du öld fengust undanþágur frá evrópskum tilskipunum. Sjónarmið mótmælenda var að iðjusemi og sparsemi sé hinn eini mælikvarði á dyggðugt líf í þessum heimi og veiti því að- gang að himnaríki. Í útvalning- arkenningu Kalvins sagði að auðurinn væri hinn rétti mæli- kvarði á iðjusemi og sparsemi. Þeir einir komast í himnaríki sem láta eftir sig auð af iðjusemi sinni. Skilur þá hver sem vill Skotasögur og mikinn auð í Sviss. Upphaf fjármálastarfsemi Upphaf fjármálastarfsemi á Íslandi er að finna í Skútustaða- hreppi, í Sparnaðarsjóði bú- lausra 1858 til 1864. Það endaði með því að stærsti innistæðueig- andinn kvæntist dóttur stærsta skuldarans og þar með lauk starfseminni. Á sama veg varð Sparisjóður Múlasýslna skamm- lífur á Seyðisfirði. Þar varð þörf- in fyrir peningaviðskipti vegna síldveiða og sauðaviðskipta. Ekki er færi á að ræða einkabanka- starfsemi eins og þá sem lýst er í Hótel Jörð: Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst í líku hlutfalli’ og Metúsalem og Pétur. Bankar á Íslandi Það er áleitin spurning hvers konar banka Íslendingar þurfa í dag. Það hefur komið til tals að arður af bönkum fjármagni vega- gerð í landinu. Á að láta lántaka fjármagna vegagerð og innviði? Eru fjármálastofnanir skattheimt- ustofnanir? Svo er auðvitað alls ekki. Svo eru einhverjir sem vilja fjármagna Sundabraut með gjaldi í Hvalfjarðargöng! Fjármálastofnanir eru aðeins til að miðla fjármunum milli spar- enda og lántaka. Fjármálastofn- anir eru til þess að miðla fjár- magni milli tímabila í ævi vinnandi fólks, að fjármagna þarf- ir við upphaf starfsævinnar, og að njóta fjármagnsins í lífeyrissparn- aði eftir að starfsævi lýkur. Fjármálastofnanir eru ekki til þess að flytja auðæfi og velferð á milli fólks með gjafvaxta lánum en það er vilji margra, sem vilja gera góðverk á annarra kostnað. Eru líkur til að íslenskir bank- ar geti látið mikið að sér kveða á erlendum fjármálamörkuðum? Því miður er það svo að nýir bankar sem hefja viðskipti á þróuðum fjármálamörkuðum fá hrakval við- skiptavina, þá er bankar sem fyr- ir eru vilja ekki hafa í viðskiptum. Þá er það einnig áleitin spurn- ing hvað bankaþjónusta á að kosta. Mælikvarði á kostnað er vaxtamunur, þ.e. munur útlána- vaxta og innlánavaxta. Eru þókn- anatekjur banka í einhverju sam- ræmi við þá þjónustu sem bankarnir veita? Eru við- skiptavinir að njóta afraksturs af tækniframförum og hagræðingu í bönkunum? Af hverju á að skattleggja banka um 0,376% af skuldum þeirra? Borga bankar þennan skatt? Er ekki líklegra að við- skiptavinirnir borgi þennan skatt, rétt eins og álögur sem kunna að verða lagðar á banka til að byggja upp innviði sem vanræktir hafa verið frá því bankakerfið hrundi? Bankar og geimvísindi Er bankastarfsemi slík geimvís- indi að þar eigi að fóstra ofur- launaaðal? Sú var tíð að íslenskir bankastjórar töldu að þeim væri rétt skammtað kr. 140 milljónir í mánaðarlaun. Sama á við um líf- eyrissjóði. Þar átti að skammta stjórnendum vel, þó ekki í neinu samræmi við ofurlaun banka- stjóra. Orðið áhætta kemur 339 sinn- um fyrir í lögum um fjármálafyr- irtæki í einhverju sambandi. Rekstur fjármálafyrirtækja og rekstur lífeyrissjóða er í eðli sínu áhættustýring. Fjárfestingar líf- eyrissjóða eru ekki „brask“, held- ur eitt form eignaumsýslu þar sem varúðarsjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Hver á að eiga banka? Engin þjóð á jafn hraklegan feril við að einkavæða íslenska ríkisbanka eins og íslenska þjóð- in. Í stað þess að bankakerfið styrktist við einkavæðingu, veikt- ist það sem söluverðinu nam, því andvirði söluverðsins var að meg- inhluta fengið að láni í öðrum lánastofnunum. Með markaðs- misnotkun bankanna sjálfra í við- skiptum með hlutabréf í bönk- unum var enn gengið á eigið fé fjármálafyrirtækjanna. Við það bættust kaupaukar æðstu stjórnenda, sem ákveðnir voru að geðþótta, til að tæma ís- lensku bankana. Á íslenska ríkið að eiga bank- ana og bera af þeim verulega áhættu? Eiga lífeyrissjóðir að eiga íslenska banka og bera af þeim verulega áhættu? Af hverju vilja engir heiðvirðir útlendingar eiga íslenska banka? Nú er það alls ekki svo að er- lendir bankar eigi ekki viðskipti við íslensk fyrirtæki. Það er öðru nær. Stöndug íslensk fyrirtæki eiga mikil bein viðskipti við er- lenda banka, þeim bönkum að skaðlausu. Þessir sömu bankar vilja ekkert með íslenskan al- menning hafa. Enda eru almenn- ingsviðskipti lítil og einföld. Sporin hræða Sporin hræða og það kann vel að fara svo að íslenska ríkið verði óhjákvæmilega að eiga tvo ís- lenska banka í nokkur ár enn. Sá tími kann að verða langur ef grundvallarspurningum verður ekki svarað. Réttlætið er köld dygð og ef dygðin sigrar verður fátt til að lifa fyrir í mannheimi. Svörin varða ekki aðeins fjár- málastarfsemi, því fjármálastofn- anir lifa ekki sjálfstæðu lífi, held- ur einnig lífskjör í landinu. Það er einfaldlega svo að hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi er und- irstaða hagsældar og lífskjara. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Þá er það einnig áleitin spurning hvað bankaþjónusta á að kosta. Mælikvarði á kostnað er vaxtamunur, þ.e. munur útlánavaxta og innlánavaxta. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Hvers konar banka? Það var eitthvað svo við- eigandi að Samfylkingin skyldi velja Gamla bíó til að kynna kosningaloforð sín. Mörg þeirra hafa nefnilega verið sýnd áður en ekki kláruð. Gömul lof- orð eins og að tryggja 18 mánaða börnum leik- skólapláss hafa verið sýnd á fjögurra ára fresti allt frá árinu 2002 þegar nú- verandi borgarstjóri tók fyrst sæti í borgarstjórn í meirihluta. Það hefur þó ekki gengið betur að efna þetta 16 ára gamla loforð en svo að nú eru alls 1.629 börn á biðlistum. Endursýning Fyrir síðustu kosningar lofaði Sam- fylkingin 3.000 leiguíbúðum „fyrir venjulegt fólk“ en lítið bólar á þeim. Þvert á móti hefur fasteignaverð snarhækkað í Reykjavík og margir flytja annað. Leigan hefur nefnilega snarhækkað og húsnæðislausum hefur fjölgað mjög mikið. Í stað þess að endursýna þetta loforð í Gamla bíó kom Dagur með aðra útgáfu og lofaði 1.000 íbúðum fyrir ungt fólk. Það er sá hópur sem á erfitt með fyrstu kaup þar sem nýjar íbúðir fást varla fyrir minna en 40 milljónir króna í dag. Það er ljóst að húsnæðismarkaðurinn hefur farið úr skorðum á síðustu fjór- um árum, enda allt of lítið verið byggt af hagstæðu húsnæði í Reykjavík. Af hverju ætti fólk að trúa þessu núna? Er þetta ekki fullreynt? Nýju fötin keisarans En svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað segir máltækið. Í stað þess að viðurkenna vandann og axla ábyrgð á ástandinu er farin önnur leið. Núverandi meirihlutaflokkar sömdu við ríkið um að setja allar stórar fram- kvæmdir á ís árið 2012. Þetta er ein af ástæð- unum fyrir því að við er- um nú með gríðarlegar umferðartafir. Ekkert hefur gengið að efla al- menningssamgöngur sem eru enn þá aðeins 4% ferða í borginni. Borgin ætti að forgangsraða skynsamlegum fram- kvæmdum og bæta ljósa- stýringu. Efla leiðakerfi Strætó svo það nýtist fleirum og bæta aðstöðu í biðskýlum í Mjódd, Kringlunni og víð- ar. En í staðinn er lofað upp í ermi ríkisins um Miklubraut í stokk og Borgarlínu. Þessi stóru verkefni munu saman kosta vel yfir hundrað millj- arða en leysa samt aðeins hluta vand- ans. Allt bendir til þess að loforð þessi verði því ekki að veruleika á næsta kjörtímabili. Líkt og loforðin um leik- skólana sem hafa verið endursýnd á fjögurra ára fresti, loforðin um hag- stæðu leiguíbúðirnar og samgöngu- loforðin eru eins og nýju fötin keis- arans: Það sést í gegnum þau. Gamla bíó Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Gömul loforð, eins og að tryggja 18 mánaða börnum leikskólapláss, hafa verið sýnd á fjögurra ára fresti allt frá árinu 2002 þegar núverandi borgar- stjóri tók fyrst sæti í borg- arstjórn í meirihluta. Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Fyrir sjö árum var Ísland meðal fyrstu 13 ríkja Evrópu til að und- irrita samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, eða Istanbúl-samninginn. Ein und- irritun kann að láta lítið yfir sér en á þeim tíma var lykilatriði að fá hóp ríkja að borðinu til að samning- urinn hlyti þann slagkraft sem þurfti til að þoka málum áfram. Þá var hægt að setja þrýsting á stjórn- völd annarra ríkja til að fylgja í kjölfarið. Nú hafa næstum öll ríki Evrópu und- irritað samninginn og þannig skuldbundið sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að út- rýma ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Í gær fullgilti Ísland samninginn formlega og er þá tryggt að íslensk löggjöf standist öll ákvæði samn- ingsins, sem er mikið fagnaðarefni. Istanbúl-samningurinn er fyrsti bindandi al- þjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á barátt- unni gegn ofbeldi gegn konum. Ákvæði samnings- ins og lagaramminn hér á landi ná að sjálfsögðu til ofbeldis gegn fólki af öllu kynjum en samning- urinn viðurkennir eigi að síður að ofbeldi gegn konum er kerfisbundinn vandi sem verður ekki upprættur nema tekið sé á honum sem slíkum. Samningurinn hefur fyrir vikið hlotið lof baráttu- samtaka kvenna víða um heim. Með samningnum eru meðal annars lagðar þær skyldur á herðar aðildarríkjanna að styrkja þjón- ustu við þolendur ofbeldis (þar á meðal andlegs of- beldis), að tryggja að lögregla geti fjarlægt ger- endur í heimilisofbeldismálum af heimilum, að skilgreina nauðgun með skýrum hætti í hegning- arlögum og að lögfesta ákvæði gegn kynferð- islegri áreitni, nauðungarhjónaböndum, limlest- ingu á kynfærum kvenna og þvinguðum fóstureyðingum. Á Íslandi var meðal annars inn- leitt sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi í hegning- arlög og skerpt á löggjöf gegn nauðung- arhjónaböndum. Einnig var gerð breyting á lögsöguákvæðum þannig að saksækja megi íslenska ríkisborg- ara á Íslandi þótt brot þeirra séu framin utan Íslands og í löndum þar sem verknaðurinn er ekki refsiverður. Þetta gæti til dæmis átt við um nauð- ungarhjónabönd og limlestingu á kyn- færum kvenna sem færi fram í lönd- um þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt lögum. Þessar lagabreytingar eru mik- ilvægur áfangi á langri vegferð í bar- áttunni gegn ofbeldi gegn konum. En fullgilding Istanbúl-samningsins er ekki loka- skrefið, þvert á móti. Nú stendur upp á stjórnvöld að tryggja að í hvívetna verði farið eftir samn- ingnum og að unnið sé í anda hans við stefnumót- un og lagasetningu. Ég mun leggja mitt af mörk- um til að svo megi verða. Stýrihópur á mínum vegum, með þátttöku fimm ráðuneyta, vinnur nú að því að hrinda í framkvæmd tímabærum úrbót- um sem varða kynferðislegt ofbeldi og tryggja að Ísland verði í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meðal verkefna stýri- hópsins er að gera tillögur um sterkari rétt- arstöðu brotaþola, móta stefnu um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi og vinna að heildarend- urskoðun forvarna og fræðslu í menntakerfinu og samfélaginu almennt. Baráttan gegn ofbeldi er langhlaup, ekki spretthlaup, og hér gildir að halda áfram svo að dag einn geti börnin okkar vaxið úr grasi án ógnarinnar af kynbundnu ofbeldi. Istanbúl-samning- urinn fullgiltur Eftir Katrínu Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir » Í gær fullgilti Ísland samn- inginn formlega og er þá tryggt að íslensk löggjöf standist öll ákvæði samningsins, sem er mikið fagnaðarefni. Höfundur er forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.