Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 VINNINGASKRÁ 52. útdráttur 26. apríl 2018 73 11979 24715 35637 45327 56558 63114 71200 436 12605 25420 35778 45833 56994 63744 71757 889 13362 26006 35919 45868 57053 63773 71760 1319 13712 26013 35920 46114 57167 63807 71787 2064 13743 26276 36007 46574 57171 64163 72242 2262 14084 26378 36438 46914 57191 64165 72833 2347 15026 26544 36548 47352 57291 64461 72879 3048 15605 26806 36567 49394 57580 64495 72921 3263 15817 27052 36618 50002 57992 64871 73320 3627 15900 27516 36692 50865 58159 65030 73371 4511 16234 27581 36733 51045 58574 65441 73373 4599 16373 27836 36925 51056 58720 66234 73759 4830 16495 28311 37001 51455 58790 66236 74816 5115 16516 28357 37254 51605 58851 66293 74827 5278 16570 28611 37730 51681 58960 66535 75057 5329 16971 28741 38132 51787 59264 66697 75159 5431 18168 28926 38137 52482 59383 66841 76419 6169 19009 28929 38792 52971 59477 66846 76421 6226 19085 29400 39065 53190 59490 67034 76691 6503 19295 29415 39238 53240 59957 67285 76799 6595 19457 29597 39470 53510 60347 67896 76988 7261 19458 29659 39804 53717 60445 68280 77210 7702 20592 29721 39936 53831 60564 68596 78658 7764 21046 31024 40351 53973 60770 68954 79030 7798 21233 31566 40697 54298 61145 68987 79580 8056 21254 31644 41092 54455 61257 69076 79727 8323 21578 31687 41294 54862 61380 69648 79732 8583 21872 31693 41300 55013 61433 69727 79749 8628 21897 32825 41860 55046 61455 70113 79768 8662 22056 32974 42105 55117 61736 70115 79831 8937 22289 33014 42338 55240 61786 70331 79999 9468 22482 33044 42866 55850 61844 70358 9791 23606 33138 43016 55889 61970 70807 10062 24149 33151 43120 55903 62078 70963 10863 24236 33827 43144 55941 62236 70964 11380 24631 34093 43679 55988 62244 71035 11486 24667 35550 44629 56427 62647 71083 362 11463 18626 31840 42542 53418 63580 74696 2416 12197 18905 32645 43481 54133 64703 74741 4373 14455 19020 32936 43716 54820 65131 74809 4853 14720 19224 35170 44262 54952 65706 75225 5533 14775 19359 35645 44515 59839 66528 75554 5613 14792 19788 36715 45936 60462 66853 75991 5740 15218 22174 38198 46921 61012 67208 77416 5818 15439 26690 38217 48831 61072 68948 78645 7354 15484 27705 38361 50308 61868 69306 79683 7645 15703 28031 38377 50905 62481 71016 9601 15766 28880 40552 51544 62675 71190 10009 16535 30799 41899 51968 62991 71912 11187 17478 31689 42077 52155 63019 72581 Næstu útdrættir fara fram 11., 15., 17., 24. & 31. maí 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 3711 20219 66994 78312 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 797 23805 48081 59800 66406 77367 4694 28252 50973 59929 68013 78249 17829 30319 55308 61686 74413 78932 22323 45687 55312 65008 75124 79912 Íbúðar v inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 3 5 5 9 0 Í aðdraganda síð- ustu kosninga varð til- vonandi þingmönnum tíðrætt um ömurleg lífsgæði lífeyrisþega … (skelfilegt þetta orð, lífeyrisþegi) og hvað það væri bráðnauðsyn- legt að gera eitthvað í því. Eins og allir vita sem vilja vita, þá hefur nákvæmlega ekkert verið gert í þeim málum. Menn segja örugglega, séu þeir spurðir, að verið sé að vinna í þessu, það þurfi að gera kerfisbreytingu og gera þetta allt skilvirkara og það taki tíma, og örugglega einhverjir í nefnd af því tilefni. Hvað er búið að segja það oft áður? Fólk yfir 67 ára er ekkert „þeg- ar“, fólk á þessum aldri er löngu bú- ið að skila öllum sínum sköttum og gjöldum og leggja fé til hliðar sem njóta átti á hinu margrómaða áhyggjulausa ævikvöldi, ævikvöldi, sem á ákveðnum tímapunkti breytt- ist í martröð. Martröð sem virðist engan enda taka, þó allir lofi öllu fögru. Bankarnir voru rændir innan frá, sögðu menn, en stjórnvöld ræna þá sem þau kalla lífeyrisþega, gera það fyrir allra augum og fæstir láta sig það varða, sem er í raun þyngra en tárum taki. Munið þið eftir mótmæl- um í borginni þegar öryrkjar reyndu að vekja athygli á sínum málum? Hélt ekki. Hvers vegna er það, að fjöldinn fer á límingunum í mótmælum ef flytja á eitt stykki ríkisstofnun út á land, en getur svo ekki lyft litla fingri til að mynda þrýstihóp til að styðja baráttu þess hóps sem er rændur af stjónvöldum beint fyrir framan nefið á okkur? Hvers vegna þetta sinnuleysi? Hvað er langt þangað til þú verður 67 ára? Það þarf ekki nema eina máls- grein inn í þingið sem segir: „af- nema skal strax krónu á móti krónu skerðingu á allar greiðslur Trygg- ingastofnunar til ör- yrkja og 67 ára og eldri.“ Þetta er ekki flókið og þarf enga nefnd eða endurskoðun til, vilji er allt sem þarf og að láta verkin tala. Allt annað getur komið síðar en þetta er lífsspursmál fyrir gríðarlega stóran hóp einstaklinga. Og það sem meira er, það kemur í veg fyrir áframhaldandi stórþjófnað ríkissjóðs af stórum hópi einstaklinga á þessu landi. Við skulum nefnilega ekki gleyma því að kalla þetta réttu nafni, þetta er þjófnaður og ekkert annað, alveg óþarfi að fara eins og köttur í kring- um heitan graut með fínyrðum eins og að kalla þetta skerðingar, tölum bara hreint út. Okkar heldri borgarar eiga betra skilið en svona framkomu. Öryrkjar eru líka kallaðir „-þeg- ar“ = lífeyrisþegar, alveg ótrúlegt fyrirbæri þessir „-þegar“, en þeirra hlutskipti er jú að þiggja það að vera t.d. blindur eða lamaður. Nú, svo er það sá hópur sem glímir við andleg veikindi sem helst enginn vill vita af, þetta eru allt einstaklingar, svona „þegar“ og hafa sjálfsagt þeg- ið það með þökkum að fá að vera blindur eða lamaður, það er jú, svo „kúl“, getur legið uppi á kerfinu og haft það huggulegt heima, ekki mæta í vinnuna og láta okkur hin bara vinna fyrir sér. Fráleitt að þessi hópur fái eitthvað greitt ef hann getur unnið eitthvað. Ef þau geta unnið þá vinna þau eins og við hin og málið dautt, er það ekki? Skítt með það þó þau þurfi að erfiða helmingi meira en við hin til að komast til og frá vinnu, skítt með það þó allt sem þau gera sé í mörg- um tilfellum helmingi erfiðara fyrir þau að gera en okkur hin og kosti kannski líka helmingi meira vegna fötlunarinnar. Já, en fá þau ekki allt frítt?Væri kannski bara ekki snið- ugt að þessi hópur hefði mannsæm- andi laun og gæti séð fyrir sér sjálf- ur? Það er ekkert fínt að neyðast til að framvísa örorkukorti til að betla afslátt þar sem hann er að fá, en fólk er neytt í þá stöðu. Það er sér- stök staða að fá t.d. frítt í sund en hafa ekki efni á því að kaupa sér sundskýlu. Það er auðvitað alltaf til fólk sem misnotar kerfið, það virðist því mið- ur vera eitthvað í hinu mannlega eðli sem gerir það að verkum að það finnast alltaf svartir sauðir. En þeir eru misjafnir sauðirnir í mörgum stéttum, man einhver eftir hruninu? Hvað er búið að dæma marga sauð- ina þar? Hvað eru þær margar krónurnar sem fara á milli handa í verslun og þjónustu, í iðnaðinum, í sjávarútveginum án þess að þær fari fyrst í „kassann“ sem borgar fyrir sjúkrahúsin og skólana okkar? Og hvor hópurinn haldið þið að sé með fleiri svarta sauði innanborðs, öryrkjar eða atvinnulífið? Ég er al- veg viss um að það eru ekki þeir fyrrnefndu. Það óskar sér enginn að verða ör- yrki ef viðkomandi hefði val og að sama skapi verður enginn lífeyr- isþegi (hata þetta orð) að eigin vali. Stjórnvöld hafa hins vegar það val að gera öllum þegnum sínum það kleift að lifa mannsæmandi lífi, en kjósa að gera það ekki og stela frá hluta þeirra, og ekki bara laun- um þeirra heldur einnig virðingu og sjálfstæði einstaklingsins. Mikið skelfing skammast ég mín fyrir ykkur sem þessu ráðið núna, sem og þau ykkar sem hafa ráðið = fyrri ríkisstjórnir. Hvernig getið þið sofið? Að skammast sín Eftir Sigurlaugu Gísladóttur » Þetta er ekki flókið og þarf enga nefnd eða endurskoðun til, vilji er allt sem þarf. Sigurlaug Gísladóttir Höfundur er verslunamaður á Blönduósi. Er ekki kominn tími til að tala um til- finningar? Hætta að bíta bara á jaxlinn, láta sem ekkert sé, töffarast áfram og reyna að gleyma? Það er þungt að verða fyrir áfalli og/ eða missa. Og missir getur verið marg- víslegur. Vinamissir og atvinnumissir svo eitthvað sé nefnt. Missir eigin getu vegna slyss eða sjúkdóma. Missir for- eldra, systkina, barna, maka eða annarra ástvina. Þar sem allt verður svo hrikalega sárt og við upplifum jafnvel einhverskonar höfnun um stund. Öll áföll eru þung og verða ekki með góðu móti afgreidd á léttvægan hátt með ein- hverjum útskýringum þar sem skautað er í gegnum tilfinningar á hraðferð. Hvernig líður þér í dag? Tölum um tilfinningar. Tölum um líðan okkar. Spyrjum ekki bara leiðandi spurninga eins og „hvað segir þú gott í dag?“ eða „hvað segirðu, er ekki bara allt gott, eru menn ekki bara hressir?“ Er ekki nær að spyrja: „hvernig hefurðu það í dag“ eða „hvernig líður þér í dag?“ Látum af yfirborðsmennsku í samskiptum og því að spyrja frétta en hlusta síðan ekki á svarið sem við höfum eftir allt saman kannski bara takmarkaðan áhuga á að heyra. Það er gott að gráta Það missir enginn eins og þú. Það syrgir enginn eins og þú. Það saknar enginn eins og þú, því það er enginn eins og þú og það líð- ur engum nákvæm- lega eins og þér. Það bregst því enginn ná- kvæmlega eins við og þú. Þú ert samt ekki eitthvað skrítinn eða með tilfinn- ingar sem þarf að bæla eða loka á eða fá hjálp við, nema í fæstum til- fellum. Þvert á móti. Veistu að þótt þú syrgir, saknir, grátir og finnir til þá má líka alveg brosa og hlæja inn á milli án þess að það þyki eitthvað óeðlilegt. Og veistu að svo er það bara styrkleikamerki að gráta af gleði og þakklæti. Það er ákveðið vott- orð um heilbrigði. Það að sýna ekki tilfinningar er nefnilega veik- leikamerki. Hefting sem setur á okkur þungt farg. Við þurfum að fá heilnæma útrás tilfinninga og finna þeim eðlilegan farveg. Það er svo þungt að missa, til- veran er skekin á yfirþyrmandi hátt. Angist fyllir hugann, örvænt- ingin og umkomuleysið er algjört. Tómarúmið hellist yfir og tilgangs- leysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýr- mætar daggir, perlur úr lind minn- inganna. Minninga sem tjá kær- leika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninga og þakk- lætis. „Sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.“ Og sælir eru þeir sem eiga von á Krist í hjarta því að þeir munu lífið erfa og eignast framtíð bjarta. Hlúum hvert að öðru Það er svo mikilvægt að við stöndum saman. Hlúum hvert að öðru og veitum sjálfum okkur og öðrum það skjól sem á þarf að halda og rými til að syrgja á okkar hátt og til að takast á við áföll, vonbrigði og söknuð. Og síðan jafn- framt til að rækta okkur og byggja okkur upp að nýju með einhverjum hætti til að líta bjartari daga. Jafn- vel þótt allt sé breytt og ekkert verði eins og áður var. Stöndum saman, sýnum hvert öðru virðingu, nærgætni og skiln- ing. Því þá verður allt svo miklu betra. Gefum vonina aldrei frá okkur. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Látum af yfirborðs- mennsku í sam- skiptum og því að spyrja frétta en hlusta síðan ekki á svarið sem við höfum jafnvel takmark- aðan áhuga á að heyra. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Tölum um tilfinningar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.