Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Líklega mörg „dauð atkvæði“  Listi þarf frá 2,6 til 4,2% atkvæða til að fá borgarfulltrúa kjörinn í Reykjavík Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur segir það vel hugsanlegt að mörg atkvæði „falli dauð“ í kom- andi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vegna þess hve framboðs- listar eru margir að þessu sinni. Þá er átt við að atkvæði nýtist ekki til að koma að fulltrúa í borgarstjórn. „Ef það eru margir litlir flokkar, sem eru rétt undir því að ná manni inn þá gæti þetta orðið umtalsvert af dauðum atkvæðum. Í alþingiskosn- ingum hafa venjulega innan við 5% atkvæða verið dauð en í kosningun- um 2013 voru dauð atkvæði 12% sem var óvenjulega mikið. Í kosningun- um í fyrra voru það aftur á móti inn- an við 2% atkvæða sem voru dauð,“ segir Ólafur. Í Reykjavík eru 16 listar í fram- boði og eftir fjölgun borgarfulltrúa verða borgarfulltrúar í Reykjavík 23. Ólafur segir að þessi fjölgun borgarfulltrúa hafi áhrif á fjölda dauðra atkvæða. Listi þarf 2,6 til 4,2% til að ná manni inn. „Þó að nokkrir listar fái minna fylgi og kannski margir undir einu prósenti þá er ekki víst að dauðu at- kvæðin verði neitt rosalega mörg og ekki endilega miklu fleiri heldur en í alþingiskosningum. Það er mjög ólíklegt að listi nái inn manni með 2,6% atkvæða sem er reiknað lág- mark. Það er líklegast að listi þurfi 3,5 til 4% til að ná inn. Miðað við kannanir virðist um það bil helm- ingur framboðanna líklegur til þess að fá engan mann. Hins vegar hafa sumir litlu flokkarnir verið að bæta við sig og þeir hafa margir ekki fengið eins mikla kynningu og eldri flokkarnir og þess vegna er ekki úti- lokað að litlu flokkarnir bæti við sig í kosningabaráttunni og einhverjum þeirra takist að skríða inn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að meirihlutamyndun í Reykjavík geti orðið erfiðari ef mörg nýju framboðanna nái einum manni inn. „Að öðru jöfnu þýðir fjöldi framboða mögulega að það þurfi fleiri flokka í meirihlutann sem gæti verið flóknara eða snúnara, en það veltur á því hvað stærri flokk- arnir fá mikið. Það eru núna fjórir flokkar í meirihlutanum og það gæti mjög vel gerst að það væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn jafnvel þótt einhverjir litlir flokkar fengju einn mann kjörinn hver.“ Umhugsunarefni er að utanaðkomandi aðilar geti gert einskonar áhlaup á fá- menn sveitarfélög til þess að hafa áhrif á mál sem þar eru til umfjöllunar, segir Haraldur Benediktsson, 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Tilefnið er að alls sautján manns hafa á síðustu vik- um flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum, en áður voru þar 43 með lögheimili. Því er fjölgunin 40%. Þetta gerist í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninga, en ný hreppsnefnd í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins mun ráða miklu um byggingu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. „Það er hættuleg þróun að hægt sé að bera fé á sveitarstjórnir í fámennum byggðum til að hafa áhrif á ákvarðan- ir,“ segir Haraldur. „Í Reykhólasveit heimilaði sveitarstjórn lagningu vegar um Teigsskóg en eftir það komu fjár- sterkir menn sem buðust til þess að greiða fyrir úttekt á því hvort annað vegstæði skyldi valið. Þetta efni ræddi ég með for- ystumönnum við samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra á dögun- um, sem hét því að gerð yrði úttekt á lögmætinu. Í Árnes- hreppi, þar sem skipulagsdrög vegna virkjunar hafa verið samþykkt, hafa sveitarstjórnum sömuleiðis verið boðn- ir fjármunir til þess að skoða og byggja upp nýja valkosti verði ekki virkjað. Fram hefur komið að Þjóðskrá Ís- lands mun athuga hvort eðlilegar skýr- ingar séu á flutningi lögheimilis fólks í Árneshrepp. Samkvæmt lögfræðiáliti sem gert hefur verið fyrir sveitarstjórn bendir margt til þess að flutningarnir séu málamyndagjörningar og fram kom í fréttum að níu manns hafa skráð sig til heimilis á Dröngum, að landeig- endum þar forspurðum. Þarf að bregðast við „Ég velti fyrir mér hvert við séum komin þegar stefnir í fjandsamlega yf- irtöku á sveitarfélögum. Vestfirðir eru landshluti sem er að rísa úr margra ára kyrrstöðu vegna aðgerða í atvinnumál- um. Þá er umhugsunarvert að menn geti notað aðstæður og löggjöf sem er barn síns tíma til að yfirtaka ákvörð- unarvald heimamanna með peningum og því að reyna að hafa áhrif á kosn- ingar. Þessu þurfa sveitarfélög að bregð- ast við,“ segir Haraldur. sbs@mbl.is Fjandsamleg yfirtaka  Bera fé á sveitarstjórnir og lögheimilisskráning vafasöm Haraldur Benediktsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Meirihluti Íslendinga er á móti því að færa vald yfir orkumálum lands- ins til evrópskra stofnana. Þetta er niðurstaða skoð- anakönnunar sem Maskína gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálf- stæðissinna í Evrópumálum. Heimssýn lét gera könn- unina vegna hugsanlegrar þátttöku Íslands í þriðja orkupakka ESB og Orkustofnunar sambands- ins í gegnum aðild Íslands að EES. 80,5% eru andvíg því að færa vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana en 8,3% eru hlynnt því. 91,6% stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins eru andvíg og 91,1% Miðflokksins. 88,5% stuðnings- manna Framsóknarflokksins og 86,3% Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru á móti því að færa vald á orkumálum til evrópsku stofnananna. Það sama má segja um 64,1% stuðningsmanna Flokks fólks- ins, 63,8% Samfylkingarmanna, og 60,8% Pírata. Andstaða við valda- tilfærsluna er mest hjá konum, landsbyggðarfólki og tekjuháum. Vald orku- mála verði á Íslandi Orka Sjálfræðið skiptir miklu máli.  80,5% andvíg þriðja orkupakka Spáð er áframhaldandi rigningar- skúrum með köflum á landinu öllu í vikunni og verður hitastig um 5 til 10 stig. „Það er útlit fyrir suðlægar áttir áfram í vikunni. Svala suðvestanátt með hléum þannig að það gætu kom- ið slydduél til fjalla en þetta verða meira og minna rigningarskúrir á láglendi þannig að við fáum ekki élin aftur eins og fyrir tveim vikum en fjöllin grána kannski aðeins,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á fimmtudag mun hlýna örlítið á landinu en einnig er þá útlit fyrir suðvestanátt með talsverðri rigningu með köflum um allt sunnan- og vestanvert landið. mhj@mbl.is Rigningu spáð næstu daga Eliza Reid forsetafrú heilsaði um helgina upp á sjálfboðaliða sem seldu Mæðrablómið 2018 í Kringlunni í þeim tilgangi að afla fjár fyrir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar í tengslum við mæðradaginn. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur og mæður til menntunar svo þær eigi möguleika á góðu framtíðarstarfi. Frá 2012 hafa verið veittir meira en 170 styrkir til 100 kvenna. Blómið góða, sem er vaxkerti, verður selt til 23. maí í verslunum Pennans Eymundsson og víðar en allir selja þau án endurgjalds og styrkja málið þannig. Hvert blóm er í fallegri postulínsskál og eftir að kveikt hefur verið á kertinu og vaxið bráðnar koma smám saman í ljós leyniskilaboð á skálarbotni. sbs@mbl.is Seldu Mæðrablóm með leyniskilaboðum Morgunblaðið/Eggert Forsetafrúin og konur úr Mæðrastyrksnefnd í Kringlunni Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.