Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eins og ofthefur veriðrætt þá hafa flestar for- sendur þess að neyða ríkisrekinn fjölmiðil upp á almenning fyrir löngu hrunið. Dálkarnir sem eru til ráðstöf- unar hér duga hvergi til að nefna allan þann opinbera rekstur sem horfið hefur verið frá eftir að forsendur hurfu. Þau dæmi eru til frá flestum þeim árum sem liðið hafa frá stofnun Ríkisútvarps. Í upphafi voru forsendur op- inbers rekstrar fyrir hendi í fá- tæku landi. Hitt er einnig rétt að Ríkisútvarpið hefur lagt gjörva hönd á margt og á fyrstu áratugum þess hefði margt efni týnst eða ekki verið dregið fram ef afli ríkisins hefði ekki verið beitt til að tryggja hér- lenda starfsemi þeirrar nýj- ungar sem útvarp og svo sjón- varp var. Ríkisútvarpið gerir enn fjöl- margt ágætlega og innan þess starfar margt ágætt fólk sem leggur sig fram. En forsendan sem áðan var nefnd er að mestu úr sögunni. Aðrir fjölmiðlar eru ekki síður í færum að gera það sem Ríkisútvarpið gerir og sennilega mun betur en Ríkis- útvarpið gerir, sérstaklega ef þeir þyrftu ekki að standa í óboðlegri samkeppni. Lengi var talið að Ríkis- útvarpið hefði auknar sérstakar skyldur og umfram aðra vegna hins mikla fjárhagslega for- skots þess. Þannig gilti sú regla lengi að Ríkisútvarpið yrði að gefa upp hverjir væru heimild- armenn þess að fréttum. Þeirri reglu var breytt fyrir allnokkru og borið við að skyldan veikti „samkeppnisstöðu“ Ríkis- útvarpsins. Þeir sem hafa per- sónulega átt reglubundin sam- skipti við Ríkisútvarpið hafa margoft séð að Ríkisútvarpið hefur síst umgengist ónafn- greinda heimildarmenn betur en aðrir. Það hefur sett sig sjálft á bekk með Stundinni (!) upp á síðkastið. Þeim, sem þekkja sæmilega til, virðist augljóst að hinir nafnlausu heimildarmenn séu fyrst og síð- ast sálufélagar starfsmanna. Viðtal við útvarpsstjóra vegna máls Guðmundar Spartakusar Ómarssonar hefur óvænt og óvart dregið fram sér- kennilega hegðun þessarar ríkisstofnunar. Guðmundur hótaði málshöfðun vegna frétta sem hann taldi Ríkisútvarpið ekki geta fært sönnur á, enda væru þær rangar. „RÚV“ féllst á að greiða Guðmundi háar fjár- hæðir fremur en að þola dóm og gerði um það leynisamning. Að sögn útvarpsstjóra hafði lög- maður stofnunarinnar talið lík- legt að Ríkisútvarpið „yrði sak- fellt fyrir að geta ekki sannað tilteknar heimildir í fréttaflutn- ingnum“. Aðrir fjölmiðlar báðu „RÚV“ um fyllri upplýsingar. „RÚV“ hafnaði því. Fréttablaðið kærði synjunina til úrskurðarnefndar. Sjón- armið kæranda var að „málið snúi með beinum hætti að al- mannahagsmunum. Það geti ekki verið samningsatriði hvort fréttaflutningur sé réttur eða rangur. Ef frétt er röng eða vafasöm í einhverjum atriðum eigi almenningur rétt á því að vita það. Þá eigi fjölmiðill eng- an annan kost en að draga frétt- ina til baka eða leiðrétta hana og biðjast velvirðingar“. Úrskurðarnefndin hafnaði rökum Ríkisútvarpsins. Í vörn- um þess fyrir nefndinni var sagt að upplýst hefði verið að Ríkisútvarpið hefði greitt „GSÓ málskostnað og miskabætur“. Eins og dómaframkvæmd sýnir eru miskabætur meiðyrðamála lágar. Þegar viðtalið við út- varpsstjóra er skoðað sést að leitast er við að blekkja al- menning. Hann segir: „Með þessu samkomulagi var málið látið niður falla og gengið frá þessari sátt. Lögfræðingar RÚV töldu að upphæðin sem samið var um væri nálægt „samanlögðum málskostnaði“ og mögulegri sekt.“ Þannig að „RÚV“ greiddi GSÓ áætlaðan málskostnað hans sjálfs, auk sektar (miska- bóta) og einnig upphæð sem samsvaraði þeim kostnaði sem „RÚV“ myndi hafa af málinu (!) yrði ekki komist hjá dómsmáli. Við það bætist svo kostnaður lögfræðinga við athugun máls- ins, og mat þeirra á væntan- legum hrakförum „RÚV“. Svo lögfræðikostnaður við átök við Fréttablaðið um synjun „RÚV“ á að málið ætti erindi við al- menning. Hlýtur að vera sjálf- sagt að upplýsingar um þann kostnað verði birtar. Aðrar rík- isstofnanir kæmust ekki upp með annað. Útvarpsstjórinn upplýsti að það sem lögfræðingarnir töldu að felldi málið var að heimildar- maðurinn hefði ekki viljað „staðfesta viss atriði“. Útvarps- stjóri hafði sem lokaorð að „Fréttastofan mun hér eftir sem hingað til leggja höfuð- áherslu á að vernda heimildar- menn sína.“ Þetta sýnir að Rík- isútvarpið ætlaði sér aldrei að upplýsa hver heimildarmaður- inn var. Það var því ekki þar sem hnífurinn stóð í kúnni. Það voru „viss atriði“ sem heimild- armaðurinn vildi ekki staðfesta að væru rétt í fréttinni. Ríkis- útvarpið segist þó enn standa við fréttina þótt útvarpsstjór- inn viðurkenni að heimildar- maður hennar neiti að staðfesta „viss atriði“ úr henni en upp- lýsir ekki hvaða atriði sé þar um að ræða! Ríkisútvarpið skortir trúverðugleika}Verðskulda ekki traust S enn líður að því að gengið verði að kjörborðinu enn á ný. Nú eru það sveitarstjórnarkosningar hinn 26. maí nk. Þriðju kosning- arnar á rúmu einu og hálfu ári. Kjósendur sýna minnkandi áhuga á að taka þátt og nýta atkvæðisrétt sinn. Það er mið- ur. Flokkur fólksins býður fram í Reykjavík nú, í fyrsta sinn. Ég er stolt af því að hafa stofnað Flokk fólksins og náð þeim árangri sem þegar hefur náðst. Að hugsjónin um að útrýma fátækt og spillingu hafi verið um- vafin af öllu því góða fólki sem er að berjast fyrir Flokk fólksins. Fólki sem hefur lagst á árarnar af öllu afli til að ná því markmiði sem að er stefnt. Tæplega fjórtán þúsund kjósendur gáfu Flokki fólksins sitt dýrmæta atkvæði í kosning- unum í október 2017. Um leið eignaðist flokkurinn fjóra þingmenn sem fengu aðgang að öflugasta ræðu- púlti landsins, sjálfs Alþingis Íslendinga. Þið eigið sanna málsvara sem hafa einskis látið ófreistað að berjast fyrir þá sem höllustum fæti standa. Það erum við kjósendur sem veljum valdhafana, það er hinn dýrmæti lýðræðisréttur okkar. Gullfiskaminnið Ég velti því fyrir mér hvort það sé rétt að því meiri peningum sem eytt í kosningarbaráttu því fleiri at- kvæði. Er nóg að dusta rykið af gömlum kosningalof- orðum sem ekki voru áður efnd og klifa á þeim úti um allt, daginn út og inn. Er nóg að segja „ég lofa ef þú kýst mig“. Getur verið að þetta sé satt með gullfiskaminnið margumtalaða. Mér er nánast ómögulegt að trúa að nokkur sé svo gleyminn. Nei, það getur ekki staðist að þeir sem eiga ekkert öryggi, ekkert heimili, engin úrræði fyrir börnin sín eða sitja hér fastir í um- ferðinni klukkustundum saman á hverjum einasta degi, séu búnir að gleyma að það er í boði núverandi borgarstjórnar. Fólkið fyrst Það er sannarlega ánægjulegt að sjá hve margir flokkar aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Þeir freista þess nú að gera hana að sinni. Allt það sem Flokkur fólksins berst fyrir er nú að rata inn á borð þeirra sem áður sýndu því engan áhuga að hjálpa þeim sem eiga bágt og búa við lök- ustu kjörin. Þvert á móti hafa þeir haldið stórum hluta þjóðarinnar í fátæktargildru sem engin leið hef- ur verið að losna úr. Eru þeir trúverðugir nú? Flokk- ur fólksins mun ætið setja fólkið í fyrsta sæti. Ef þið viljið raunverulegar breytingar til batnaðar þá veljið þið þá sem eru sannir í baráttunni gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Ég bið ykkur að varast eftirlík- ingar, þær munu ekki virka. Inga Sæland Pistill Lýðræðisrétturinn Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áföstudaginn undirrituðufulltrúar Garðabæjar,Urriðaholts ehf., Veður-stofu Íslands og Háskóli Íslands samning um samstarf um uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvar á sviði svonefndra blágrænna regn- vatnslausna. Samkvæmt samn- ingnum verður sett upp hátækni veðurstöð í Urriðaholti, sem mun rísa sunnanmegin í holtinu á opnu svæði vestan við Kauptún. Jafn- framt var undirritaður þjónustu- samningur milli Garðabæjar og Veð- urstofu Íslands um rekstur á veðurstöðinni, Blágrænum regnvatnslausnunum er beitt til að draga úr álagi á frá- veitukerfi og viðhalda um leið heil- brigðum og sjálfbærum vatnsbú- skap. Markmiðið er margþætt og felur m.a. í sér auðveldara og ódýr- ara viðhald fráveitukerfa, lengri líf- tíma þeirra og síðast en ekki síst ávinninginn sem felst í að hleypa vatni og gæðum þess aftur inn í hið byggða umhverfi á öruggan og markvissan hátt. Byggð umhverfis Urriðavatn er að hluta innan vatnasviðs þess. Til að koma í veg fyrir að vatnsbúskap- ur svæðisins raskist vegna byggð- arinnar er ofanvatn frá henni með- höndlað til að líkja eftir ferlum náttúrunnar. Í Urriðaholti var í fyrsta sinn á Íslandi beitt slíkum sjálfbærum ofanvatnslausnum í heilu hverfi. Regnvatni og snjó af þökum, götum og bílastæðum er beint í ofanvatnsrásir sem eru með- fram götum og/eða til safnlauta í grænum geirum. Þar sígur vatnið í jörðu og berst til Urriðavatns og votlendisins. Á vef Garðabæjar er talað um fjórþættan ávinning af uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvarinnar. 1.Veðurstöðin og búnaður henni tengdri mun skapa einstakae að- stæður til tilrauna á landsvísu. Þar eru m.a. sérhæfð tæki til mælinga vegna sjálfbærra regnvatnslausna, svo og úrkomu á 1 mínútu fresti, í fyrsta sinn á Íslandi. 2. Vísindalegar rannsóknir á virkni sjálfbærra regnvatnslausna. Þörfin fyrir blágrænar regnvatns- lausnir, hérlendis jafnt sem erlendis, eykst hratt m.a. vegna áhrifa hnatt- rænnar hlýnunar. Þær auka seiglu bæja til að takast á við loftslags- breytingar, hreinsa vötn, ár og læki, grænka borgir og auka líffræðilegan fjölbreytileika þeirra. Síðast en ekki síst þá sýnir reynslan að þær eru hagkvæmari en þær hefðbundnu. 3. Langtímavöktun á veðurfari sem innifelur þætti sem skipta sköp- um í fráveituhönnun, t.d. regn, hiti, sólarorka og snjóalög. 4. Miðlun veðurfarsgagna til þeirra rannsakenda sem áhuga hafa á nákvæmum veðurfarsgögnum af höfuðborgarsvæðinu. Einnig til nemenda og íbúa í Urriðaholti, svo og áhugasamra aðila almennt. Ástæðan fyrir því að Urriðaholt varð fyrir valinu er sú að það er fyrsta hverfið þar sem blágrænar regnvatnslausnir voru innleiddar sem aðallausn á ofanvatni til vernd- ar Urriðavatni. Það er einnig fyrsta hverfið á heimsvísu þar sem blá- grænar regnvatnslausnir hafa verið innleiddar á jafn norðlægri breidd- argráðu og í jafn miklum landhalla. Hverfið þykir eftirbreytnivert al- þjóðlegt dæmi um farsæla innleið- ingu þeirra og hefur þegar vakið at- hygli vegna þessa. Því þótti kjörið að nýta Urriðaholtið sem rannsóknar- vettvang fyrir vísindalegar rann- sóknir á blágrænum regnvatns- lausnum, og miðla niðurstöðum úr þeirri vinnu jafnt innan- sem utan- lands. Hátækni veðurstöð rís í Urriðaholti Veðurstöð Frá undirritun samnings um hátækni veðurstöð í Urriðaholti. Stór hluti Urriðaholts er innan vatnasviðs Urriðavatns. Hefð- bundnar fráveitulausnir safna ofanvatni frá byggð í fráveitu- kerfi og beina því þannig al- mennt til sjávar. Væri slíkum lausnum beitt í Urriðaholti er hætt við að náttúrulegt rennsli til Urriðavatns myndi minnka, með neikvæðum afleiðingum fyrir grunnt vatnið og lífríki þess. Þess í stað var leitað leiða við að meðhöndla ofanvatn staðbundið og beita samfara því náttúrulegri hreinsun til að koma í veg fyrir að mengunar- efni berist til Urriðavatns. Sjálfbærar lausnir URRIÐAHOLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.