Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 lækka upphitunarkostnað Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Varmadælur Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og á geoSilica.is Kísil STEINEFNI Hágæða 100% náttúrulegt steinefni, þróað og framleitt á Íslandi úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Getur meðal annars stuðlað að: • Fyrirbyggingu við beinþynningu • Styrkingu á hjarta- og æðakerfi líkamans • Heilbrigði húðar og hárs • Sterkari nöglum • Góðri heilsu • Losun áls úr líkamanum • Aukinni upptöku annarra steinefna • Örvun kollagen myndunar Inniheldur engin aukaefni. Miðflokkurinn er lausnarmiðaður miðju- flokkur og vill nýta fjár- magn þar sem börn, aldraðir og öryrkjar ganga fyrir þegar grunnþjónusta er ann- ars vegar. Í gegnum ár- in höfum við tekið upp stefnu varðandi heils- dagsskóla og skóla án aðgreiningar. Þetta hefur þróast með þeim hætti að foreldrar, sem vinna úti og oft mikið, eiga allt undir því að sam- félagið byggi upp innviði og þjónustu sem virkar. Nýr áfangi til eflingar skólastarfs og jafnræðis Á næsta kjörtímabili verður nýr áfangi tekinn í þessari framþróun verði Miðflokkurinn kjörinn til áhrifa í Mosfellsbæ. Miðflokk- urinn ætlar að innleiða á kjörtímabilinu gjald- frjálsar skólamáltíðir í grunnskólum bæjarins en með því má tryggja ungum börnum aðgengi að hollum mat. Gæðin yrðu tryggð með fag- legu eftirliti með upp- runa hráefnis og fram- leiðsluferli máltíða. Með slíku fyrirkomulagi er lagður grunnur að betri heilsu og vellíðan í leik og starfi. Við vitum hvað þetta kostar og lausnina Á því skólaári sem er að líða eru um 107 grunnskólabörn í Krikaskóla, 711 í Lágafellsskóla og 808 í Var- márskóla. Samtals eru þetta um 1626 börn á grunnskólaaldri í skólum bæj- arins. Nýr skóli, Helgafellsskóli, er hannaður fyrir 600 börn og reikna má að á næsta ári verði um eða yfir 100 börn þar við nám. Innleiðing Miðflokksins á gjald- frjálsum skólamáltíðum miðast fyrst og fremst við yngri börn grunnskóla fyrstu árin og ætlunin er að ljúka inn- leiðingunni gagnvart efri bekkjum grunnskóla undir lok kjörtímabilsins. Samkvæmt fjárhagsáætlun Mosfells- bæjar er áætlað að grunnskólabörn bæjarins verði um 1970 skólaárið 2021 til 2022. Áætlunin er þá að kostnaðurinn verði á bilinu 150 til 200 milljónir árlega á núverandi verðlagi og hefur Miðflokkurinn séð tækifæri til að ná þessu út úr þeim tekju- ramma sem liggur í bókum bæjarins. Næring er forsenda hreyfingar og vellíðunar Það liggja fyrir ítarlegar rann- sóknir um mikilvægi góðrar nær- ingar. Án næringar verður lítið um orku til hreyfingar. Á málþingi, sem Embætti landlæknis stóð fyrir í nóv- ember á síðasta ári og bar yfirskrift- ina „Heilsueflandi grunnskóli“, kom fram að það er næringin sem ber uppi hreyfinguna auk þess sem varn- ir gegn vímuefnum, ofbeldi og slysum voru ítrekaðar. Miðflokkurinn vill vellíðan fyrir alla og stuðla að því að grunnskólabörn geti stundað nám sitt öll södd og glöð til framtíðar. Börnin í Mosfellsbæ eiga að fá að sitja við sama borð óháð efnahag for- eldra. Eftir Herdísi Krist- ínu Sigurðardóttur » Öll börn í Mosfells- bæ eiga að fá að sitja við sama borð óháð efnahag foreldra. Herdís Kristín Sigurðardóttir Höfundur er sjálfstætt starfandi verktaki og hrossaræktandi sem skip- ar 2. sæti á lista Miðflokksins í Mos- fellsbæ. www.facebook.com/Midflokkurinn- Moso Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn í Mosfellsbæ Þriðja heimsmark- mið Sameinuðu þjóð- anna er að „stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar“ og í því felst meðal annars að efla forvarnir og stuðla að geðheil- brigði. Markmið Sam- fylkingarinnar er að vinna enn frekar að því að gera Reykjavíkurborg að heilsueflandi samfélagi í takt við heimsmarkmiðin. Með nýrri lýðheilsustefnu vilj- um við auka vellíðan borgarbúa og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með því að bæta bæði manngert og félagslegt umhverfi allra íbúa. Forvarnir eru einn mikilvægasti þátturinn í lýð- heilsustefnunni og í raun sá þáttur sem skilar samfélaginu mestu, það er að styrkja og styðja við fólk en þannig má mögulega koma í veg fyrir heilsubrest. Okkar markmið er að Reykjavík verði heilsueflandi samfélag og höfum við nú þegar hrint af stað fjölmörgum verkefnum sem snúa að heilsueflandi samfélagi, svo sem í leik- og grunnskólum borg- arinnar ásamt því hvetja til heilsu- eflingar eldri borgara með því að bjóða þeim ókeypis í sund og auka aðgengi þeirra að hreyfingu og fé- lagsheimilum. Einkunnarorð heimsmarkmiða Sam- einuðu þjóðanna eru að enginn verði und- anskilinn (e. „leaving no one behind“). Til að uppfylla einkunn- arorðin þarf að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífs- háttum, vellíðan allra íbúa og auka jöfnuð. Verður það meðal annars gert með auk- inni hverfaþjónustu, öflugri stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og stuðningi við fatl- að fólk og eldri borgara ásamt hvatningu eða stuðningi til auk- innar virkni. Samfylkingin ætlar að halda áfram þeirri vinnu sem hafin er við að skapa borg fyrir fólk og ætlar ekki að undanskilja neinn. Áfram Reykjavík fyrir okkur öll! Vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar Eftir Ellen Calmon » Með nýrri lýð- heilsustefnu vilj- um við auka vellíðan borgarbúa og draga úr tíðni og afleið- ingum langvinnra sjúkdóma. Ellen Calmon Höfundur skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. calmonellen@gmail.com Það er sameiginlegt markmið samfélagsins að halda fólki hraustu og öflugu. Við viljum að eldri borgarar geti búið heima eins lengi og vilji er fyrir. Tíma- bil hinna gullnu ára verður sífellt lengra og hópurinn sem því nær stækkar með hverju árinu. Í dag telur þessi hópur rúmlega 42 þús- und einstaklinga og ef miðað er við mannfjöldaspá til ársins 2033 mun þessi hópur verða tæplega 69 þús- und. Beinn efnahagslegur kostn- aður af dvöl eldri borgara á stofn- unum í dag er 50,6 milljarðar á ári og mun aukast um 61% á næstu 15 árum. Við eigum öll að leggjast á ár- arnar til þess að fjölga hjúkr- unarrýmum og stytta biðlista eftir dagþjónustu en það er fleira sem sveitarfélag eins og Kópavogur get- ur gert til þess að bæta líðan og heilsu eldri borgara og um leið dregið úr efnahagslegum kostnaði samfélagsins við dvalarrými. Það er áleitin spurning að í stað þess að bregðast í sífellu við einkennum og sjúkdómum sem mætti draga úr eða jafnvel koma alfarið í veg fyrir, ættum við að stórauka og efla verkefni sem viðhalda heilbrigði langt fram eftir aldri. Til lengri tíma eru fyrirbyggj- andi inngrip í lýðheilsu mjög ár- angursrík. Það að lifa betra og heilsusamlegra lífi er eftirsókn- arvert fyrir einstaklinginn og dreg- ur úr þrýstingi á almenn útgjöld til heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi ætlar að innleiða íþróttastyrki til eldri borgara ásamt því að skoða fjölþætt heilsueflandi verkefni. Fyrirmynd af slíkum verkefnum má finna t.d. í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Árangur af slíkum verkefnum er ekki ein- göngu mældur í þörf- inni á minni aðstoð heima fyrir heldur einnig í öflugri ein- staklingum sem halda sér virkum og hraust- um mun lengur en ef ekki væri um slík skipulögð inngrip í heilsufar þeirra að ræða. Geðheilbrigði áskorun 21. aldarinnar Það er ljóst að þjóðfélagið þarf að bregðast við auknu þunglyndi, kvíða, ótta og jafnvel í sömu andrá aukinni notkun vímuefna ásamt því sífellt fleiri taka sitt eigið líf með óbætanlegum afleiðingum fyrir þá sem sitja eftir. Aukin lyfjanotkun er staðreynd og það er hávært kall um að betur þurfi að hugsa um þá sem eiga við geðrænan vanda að stríða. Við greinum þennan vanda og sem sveitarfélag finnum við hann helst innan menntakerfisins og velferðarsviðsins. Hvernig getum við sem sveitar- félag brugðist við þessari válegu aukningu í vanlíðan í samfélaginu? Horfa þarf til forvarna, fræðslu og meðferðarúrræða. Auka þarf sál- fræðistuðning innan skólanna ásamt því að það þarf að efla snemmtæka íhlutun innan leikskól- anna er vanda verður vart. Athygl- isvert væri jafnvel að innleiða hug- leiðslukennslu um núvitund innan skólanna í upphafi dags. Það er mikið álag á ungu fólki í dag og stafrænn heimur verður til þess að viðbragðstími okkar við öllu áreiti styttist sífellt með tilheyrandi hraða. Það er hins vegar sífellt ljósara að heilbrigðiskerfið nær ekki að taka utan um alla þá sem þjást og því hefur þörfin sífellt vaxið fyrir frjáls félagasamtök til stuðnings þeim sem eiga um sárt að binda. Hér sem dæmi eru nefnd örfá s.s. Hugarafl, Hugarfrelsi, Pieta, Geð- hjálp, Klúbburinn Geysir og Stíga- mót. Slík samtök hafa átt undir högg að sækja með húsnæði og hafa mörg þeirra fengið utanaðkomandi mikilvægan styrk frá fyrirtækjum eða hinu opinbera til þess að starfa áfram að málefnum um bætta líðan og stuðning til almennings. Hressingarhælið á Kópavogstúni var vígt og byggt 1926 fyrir til- stuðlan Hringskvenna sem vildu láta gott af sér leiða fyrir sitt sam- félag. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og hafa staðið yfir undanfarin ár framkvæmdir við endurnýjun á þessu merka húsi sem var friðað í október 2012. Við í Sjálfstæðisflokknum sjáum fyrir okkur að innan veggja Hressing- arhælisins mætti opna nýja geð- og lýðheilsumiðstöð. Þannig væri þessu húsi mikill sómi sýndur vegna sögu þess og upphaflegs til- gangs. Slík geð- og lýðheilsu- miðstöð myndi veita félagasam- tökum skjól um leið og þau myndu geta aðstoðað okkur, ásamt því að stunda sinn rekstur, innan mennta- og velferðarkerfisins við að halda betur utan um fræðslu, forvarnir og almennan stuðning við þá sem til okkar leita og þurfa aukna leið- sögn. Samstarfsverkefni þar sem sveitarfélag útvegar öruggt hús- næði um leið og það veitir frjálsum félagasamtök tækifæri á því að geta haldið áfram að efla og bæta geðheilbrigði og lýðheilsu væri öllu samfélaginu í hag og afar áhuga- vert í framkvæmd. Geð- og lýðheilsa í Kópavogi Eftir Karenu Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir » Til lengri tíma eru fyrirbyggjandi inn- grip í lýðheilsu mjög árangursrík. Það að lifa betra og heilsusam- legra lífi er eftirsókn- arvert. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. karen.halldors@kopavogur.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.