Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
✝ Ketill ÁgústKierulf Larsen
fæddist í Reykja-
vík 1. september
1934. Hann lést á
Landspítalanum
26. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Axel
Larsen, f. 12.11.
1879 í Kaup-
mannahöfn, d.
1938, og Helga
Þórðardóttir Larsen, f. 14.05.
1901 að Vola í Flóa, d. 1989.
Systur Ketils eru Zoe Fanney
Sóley, f. 1929, d. 1943, og Ingi-
björg Guðrún Sólveig, f. 1937.
Dóttir Ingibjargar er Helga
Fanney Bergmann, f. 1969.
Sambýliskona Ketils var
Ólöf Benediktsdóttir bóka-
safnsfræðingur, f. 1947. Þau
byggðu sér hús í Grafarholtinu
sem þau nefndu Tjarnarengi
og þar bjó Ketill til æviloka.
Þau hættu sambúð árið 2003.
Börn þeirra eru 1) Hólmfríður
stundaráðs Reykjavíkur á
Fríkirkjuvegi 11 frá árinu
1963 og þar til hann lét af
störfum vegna aldurs. Hann
stofnaði þar unglingaklúbba
og fór með barnahópa í Saltvík
á Kjalarnesi og í Víðidal á
sumrin. Hann var einnig um-
sjónarmaður hússins á Frí-
kirkjuvegi 11 og gætti þess af
mikilli samviskusemi. Hann
starfaði í leikflokki Litla sviðs-
ins í Þjóðleikhúsinu 1967-68 og
í Leiksmiðjunni 1968-69. Hann
lék ýmis hlutverk í Þjóðleik-
húsinu frá 1969, m.a. í sýning-
unni Inuk, sem sýnd var í 19
löndum á árunum 1974-78.
Ketill var þekktur skemmti-
kraftur fyrir börn, lék jóla-
sveininn Askasleiki og stjórn-
aði jólasveinaskemmtunum á
Austurvelli frá árinu 1969.
Hann skapaði persónuna Tóta
trúð og lék fyrir börn. Hann
málaði í frístundum og hélt yf-
ir 40 málverkasýningar frá
1970-2017.
Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, mánudag-
inn 14. maí kl. 13.
Þórunn, f. 1971,
gift Ugo Morelli.
Börn þeirra eru
Alma Sól, Bene-
dikt Axel, Imm-
anuel Ketill, Krist-
ófer Tómas, Emil
Þorlákur og Agata
Líf. 2) Sólveig
Dögg, f. 1974, gift
Brynjari Hilm-
arssyni. Börn
þeirra eru Axel
Enok og Esther Ólöf. 3) Axel,
f. 4.4. 1980 og d.10.4. 1980. 4)
Ívar Helgi, f. 1981.
Ketill stundaði nám við
Bændaskólann á Hvanneyri á
árunum 1960-62, Leiklistar-
skóla Ævars Kvaran árin 1962-
64 og útskrifaðist úr Leiklist-
arskóla Þjóðleikhússins árið
1967. Hann sótti einnig tíma í
söng og myndlist.
Ketill vann á býli móður
sinnar, Engi v. Vesturlands-
veg, 1952-60. Hann var starfs-
maður Æskulýðs- og tóm-
Pabbi reyndist mér afar vel,
hann var skilningsríkur, raun-
góður og hvetjandi. Hann var
húsvörður hjá Æskulýðsráði
Reykjavíkur. Mér fannst ævin-
týralegt að fá að vera með hon-
um í vinnunni á Fríkirkjuvegi
11, í þessu stórkostlega húsi þar
sem voru leynileg herbergi,
langir gangar og brakandi stig-
ar. Háaloftið var mest spenn-
andi en til að fara þangað þurfti
að fara upp draugalegan stiga
baka til í húsinu.
Við fórum líka stundum með
honum í Saltvík á sumrin þar
sem hann hélt uppi skemmtun
fyrir börnin á reiðnámskeiðinu.
Hann sagði sögur og stóð fyrir
ýmsum skemmtilegum uppá-
komum. Honum fannst gaman
að koma fólki á óvart. Hann
sagði alltaf að maður ætti að
lífga upp á lífið með því að gera
eitthvað skemmtilegt. „Lífið er
leikur,“ sagði hann oft.
Ég hafði líka gaman af að
fara í bæinn með pabba en eins
og margir vita var hann þekkt
andlit í mannlífi bæjarins. Hann
þekkti annan hvern mann og
það gat verið svolítið þreytandi
fyrir barn að stoppa á hverju
götuhorni til að spjalla við ein-
hvern. Stundum fórum við niður
að smábátahöfn og settumst inn
í kaffivagninn, það þótti mér æv-
intýralegt. Við fórum líka á
Hverfisgötuna og fengum
pönnsur hjá henni Fríði í hatta-
búðinni. Núna á síðustu árum
fóru barnabörnin með honum í
bæjarferðirnar. Minnisstætt er
mér atriði út þættinum Sjálf-
stætt fólk þar sem Jón Ársæll
var að ræða við pabba á Mokka
og ungur sonur minn var með
honum. Pabbi stendur upp
þarna meðal kaffihúsagesta á
Mokka og tekur eina af sínum
flottu aríum, en hann gat brostið
í söng hvar og hvenær sem var.
Myndavélinni er þá beint að
syni mínum sem sýnir engin
svipbrigði en sötrar sitt barna-
kakó með röri eins og ekkert sé
eðlilegra. Svona vorum við öll
vön þessum óvæntu uppákomum
hans pabba.
Pabbi lék Tóta trúð og Askas-
leiki, foringja jólasveinanna. Við
börnin lékum alltaf með honum
þegar við vorum lítil og svo stóð
barnabörnum það til boða einn-
ig. Sem barni fannst mér æv-
intýri að taka þátt í þessu með
honum. Það var eftirminnileg
upplifun að standa á þaki köku-
hússins á Austurvelli með mann-
hafið fyrir framan mig og taka
þátt í skemmtun jólasveinanna.
Þegar ég varð eldri reiddi pabbi
sig á mína hjálp með því að und-
irbúa sveinana, sminka og
hjálpa til með búninga og skegg.
Þegar hann fór að eldast kom
hann í leikskólann þar sem ég
var að vinna og lék jólasvein á
jólaballi. Ég sá hann síðast
skemmta börnum í október síð-
astliðnum, hann lék þar við
hvern sinn fingur og börnin velt-
ust um af hlátri. Þá var hann
bara að sýna einföld töfrabrögð,
brjóta saman vasaklút og þykj-
ast spila á penna. Hann hafði
ótrúlegt lag á börnum og náði að
fanga athygli þeirra án þess að
vera með læti. Sem barn man ég
eftir brúðunni Hvutta sem hann
dró stundum fram fyrir okkur
og mér fannst brúðan lifna við í
höndunum á honum. Röddin var
líka svo raunveruleg, ég var al-
gerlega heilluð.
Pabbi var alltaf að gefa manni
ráð og ég ætla að enda á ráði frá
honum. Dveldu ekki við nei-
kvæða hluti heldur gerðu líf þitt
að leik. Ég mun aldrei gleyma
þér, elsku pabbi minn.
Þín
Sóldögg.
Afi spurði mig oft hvað mér
þætti skemmtilegt við sig.
Hann var skemmtilegur, hann
var alltaf að ferðast og hann
sagði skemmtilegar sögur. Hann
kenndi mér að vera ekki hrædd-
ur við flugur, hann sagði að
Tarsan kæmi og bjargaði mér.
Það var gaman að fara í bæ-
inn með afa, á Mokka og í Ráð-
húsið. Hann hitti fullt af fólki í
Ráðhúsinu en skrifaði og sagði
fullt af sögum inni á Mokka.
Einu sinni vorum við í bæn-
um að fá okkur pylsur í Pylsu-
vagninum. Afi keypti handa mér
tvær pylsur og þegar ég var bú-
inn með fyrri pylsuna þá kom
máfur og rændi hinni pylsunni.
Afi var rólegur en ég spurði
hvort ég fengi aðra fría. Afi
reddaði því.
Hann var góður afi.
Axel Enok.
Í dag minnist ég frænda míns
og vinar, Ketils Larsen. Við
Ketill vorum þremenningar að
skyldleika, föðuramma mín og
móðurafi Ketils voru systkin.
Alla tíð var mikill samgangur og
kærleikar milli fjölskyldna okk-
ar. Ég man Helgu Larsen og
þau systkin þegar þau bjuggu á
Hjalla við Sogaveg og við í
næsta nágrenni. Þá var oft kom-
ið við hjá frænku til að þiggja
einhverjar góðgerðir. Þegar ég
var níu ára var ákveðið að senda
mig sumarlangt í sveit til fólks,
sem við þekktum ekki, en var
sómafólk og góðkunningjar
Helgu. Það sem réð úrslitum var
að Ketill fór á sama stað og mér
fannst ég vera öruggur að eiga
hann sem stoð til að halla mér
að meðan ég var fjarri foreldr-
um mínum og systkinum. Þetta
var ógleymanlegt sumar, Ketill
var alltaf að segja mér sögur
sem hann bjó til sjálfur. Eitt
sinn sátum við á sunnudegi inni
í stofu og Ketill las fyrir mig
spennandi glæpasögu upp úr
Dýraverndaranum. Ketill fletti
blaðsíðum og virtist lesa af síð-
unum, sem auðvitað var hreinn
spuni. Lesturinn féll niður þar
sem við þurftum að bregða okk-
ur frá til að stugga kindum úr
túninu. Þegar við komum aftur
inn í stofuna var kona nokkur,
sem hafði hlustað á, að blaða
fram og aftur í Dýraverndaran-
um. Hún skildi ekkert í því að
hún fann ekki söguna, en var
spennt að vita hvernig þetta
endaði allt saman. Svona leið
sumarið, Ketill var ótrúlega
hugmyndaríkur og mér leiddist
aldrei. Eftir þetta hef ég litið á
Ketil sem verndarengilinn minn,
fyrir utan frændskapinn.
Síðar, þegar við systkinin vor-
um orðin fullorðin og búin að
stofna fjölskyldur, kom Ketill til
okkar í jólaboðin, hann lék og
söng, börnum og fullorðnum til
mikillar gleði. Það setti sann-
arlega skemmtilegan og góðan
svip á jólaboðin að fá Askasleiki
í heimsókn.
Katli var mjög margt gott
gefið í vöggugjöf, mikið hug-
myndaflug og listfengi og hann
var einn af þeim mönnum, sem
tókst að varðveita barnið í sjálf-
um sér. Hann var því gleðigjafi
þar sem hann kom og lagði aldr-
ei illt til nokkurs manns. Það fer
vel á því að útför Ketils er á af-
mælisdegi móður hans, sem
reyndar er líka afmælisdagurinn
minn. Ég fékk þann heiður að
halda undir horn á kistu Helgu
þegar hún var jarðsett í Lága-
fellskirkjugarði vorið 1989.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Katli samfylgdina og allar
ógleymanlegu stundirnar og
sendum fjölskyldu hans samúð-
arkveðjur. Við biðjum þeim
blessunar um ókomna tíð.
Guðmar Magnússon.
Þá hefur Ketill vinur minn
kvatt. Seinast sáumst við þegar
hann sýndi mér þá vinsemd að
sækja móttöku í höfuðstöðvum
Morgunblaðsins 17. janúar sl.
Hann var glaðbeittur með
glettnisglampann í augum, þótt
nokkuð hefði þyngst fyrir fæti.
Við höfðum um margt að tala,
eins og jafnan þegar fundum
okkar bar saman, en í fjölmenn-
inu þennan dag fengum við ein-
ungis smástund einir.
Ketil hafði ég þekkt í 55 ár.
Þá hittumst við í okkar fyrsta
tíma í Leiklistarskóla Ævars R.
Kvarans, leikara, lögfræðings og
lífskúnstners. Þann heimilislega
skóla sóttum við í tvö ár og töld-
um báðir að þeim tíma hefði ver-
ið vel varið. Þeir nemendur Æv-
ars sem ætluðu sér stærri hlut í
leiklistinni héldu síðar í for-
framaðri skóla þar sem fjöl-
mennur hópur kennara tók við
þeim. Það má segja að hjá
mörgum hafi þar með stærra
skref verið stigið. Ketill var einn
af þeim sem sóttu sér meiri
menntun í listgreininni. Ég fór
annað, þótt halda megi því fram
að þar með hafi leiklistin ekki
endilega verið yfirgefin. Ketill
var elsti nemandinn í hópnum
okkar hjá Ævari en ég var
yngstur. En við urðum þó fljót-
lega góðir vinir og það breyttist
aldrei, þótt síðar yrði stundum
alllangt á milli funda. Ketill, sem
var lengur en aðrir „foringi jóla-
sveinanna“, fékk mig í lið með
sér og í allmörg ár skemmtum
við saman á jólaböllum og þegar
mest var stundum á mörgum á
dag. Pétur Pétursson útvarps-
þulur, sem átti bækistöð í húsi
Hreyfils við suðvesturhornið á
Arnarhóli, var okkar umboðs-
maður og hlóð á okkur verk-
efnum. Síðar bjuggum við að því
hversu vel Ketill var kynntur
sem jólasveinn, en sumir vinir
hans héldu því fram að Ketill
væri í raun í dulargervi 11 mán-
uði á ári, þ.e. þegar hann birtist
ekki sem foringi jólasveinanna í
aðdraganda jóla og fram að
þrettánda. Þótt þessi vertíð
stæði aðeins fáeinar vikur, þar
til Grýla kallaði sitt hyski í hell-
inn aftur, þá fékk maður for-
smekkinn af fjárhagslegu sjálf-
stæði þarna og gat staðið á eigin
fótum gagnvart jólagjöfum og
nokkuð umfram það. Ketill var
hinn fæddi jólasveinn. Aðstoð-
armenn hans komust ekki með
tærnar þar sem hann hafði hæl-
ana og ég hafði iðulega ástæðu
til að vera þakklátur fyrir að
vera ósýnilegur og óþekkjanleg-
ur innan í hinu mikla gervi.
Ketill var góðviljaður, hrekk-
laus og hjálpsamur og hvarf iðu-
lega með mann inn í heima sem
enginn kynntist án hans. Sömu
heimar sáust einnig í myndum
sem aðeins hann hefði getað
málað. Þær voru litskrúðugar og
bjartar og hétu gjarnan nöfnum
sem tengdu þær við heima sem
stundum eru viðkunnanlegri en
þessi eini sem flestir aðrir láta
sér nægja að þekkja. Nú er Ket-
ill horfinn úr heimi og á örugg-
lega innangengt í aðra. Hvað
sem því líður er víst að honum
verður hvarvetna tekið fagnandi.
Hans barnslega hjarta var samt
við sig og sló ætíð í þeim takti
sem ég heyrði fyrst fyrir 55 ár-
um. Enginn veit með algjörri
vissu hvernig farið er á milli
landamæranna sem Ketill hefur
nú gert, en á meðan nákvæmari
fréttir hafa ekki borist um ann-
að er ekki úr vegi að gefa sér að
Ketill muni sennilega hafa farið
þetta á puttanum.
Davíð Oddsson.
Ljúfur drengur er látinn.
Allt frá unglingsárum höfum
við þekkt Ketil, annað okkar úr
drengjaflokki í Vatnaskógi, hitt
sem ungan puttaling sem stóð
við Vesturlandsveginn nálægt
Engi eða Grafarholti og beið
þess að fá far til Reykjavíkur. Á
þeim árum var þetta landsvæði í
sveit, talsvert langt frá Reykja-
vík. Tveimur áratugum síðar eða
svo kynntist 10 ára sonur okkar
svo æskulýðsfulltrúanum Katli
og naut góðs af vinsemd hans,
frásagnargleði og umhyggju á
námskeiði í Saltvík. Vinskapur
þeirra hefur enst alla tíð síðan.
Ketill var hugmyndaríkur
með ólíkindum svo að ævintýra-
persónur og nýir heimar spruttu
upp og voru honum sem op-
inberun, hann hafði unun af því
að skálda og segja frá. Hann tók
sögusögnum með fyrirvara og
talaði aldrei illa um nokkurn
mann. Ketill málaði myndir, hélt
fjölda sýninga á þeim og hann
hlustaði mikið á tónlist, alls kon-
ar tónlist. Einstakur, dálítið sér-
kennilegur, oft kjagandi í bæn-
um með burðarpokana sína, afar
eftirminnileg persóna sem vildi
allt gera fyrir þá sem minna
máttu sín og áttu við sjúkdóma
eða erfiðleika að stríða. Ketill
Larsen sagði stundum eitthvað
á þessa leið: Ganga lífsins er
alltaf leit að ró og jafnvægi.
Hann fann sínar leiðir í þeirri
leit.
Vinskapur okkar hélst stöð-
ugt. Við eigum margar góðar
minningar um samveru, meðal
annars frá heimsókn til hans í
súpuveislu fyrir mörgum árum.
Tvö barnabörn okkar fengu eitt
sinn að skoða strætisvagninn
hans – neðanjarðar. Ógleyman-
legt.
Áðurnefndur sonur okkar
kom fram í nokkur skipti með
Katli þar sem báðir voru í trúða-
hlutverki á þjóðhátíðum. Ein-
stakt samband var á milli þeirra
vinanna. Okkur þótti vænt um
að frétta af því að sonur okkar
hringdi í vininn fyrir fáeinum
vikum. Ketill kvaðst vera lasinn
svo að hann spurði þá hvort
hann gæti eitthvað gert fyrir
hann. Ketill svaraði að bragði:
„Já, syngdu fyrir mig. Eitthvað
sem þú velur sjálfur.“
Hann valdi til flutnings
norskan söng, og þar sem systir
hans var nærstödd sungu þau
saman keðjusöng – í símann –
um göngu á skógarstíg í leit að
friði og ró: „Jeg gikk en tur på
stien og sökte skogens ro.“ Ein-
stök kveðjustund.
Ketill talaði stundum um ung-
lingsár sín í KFUM í Laugar-
nesinu og hvað honum hefði þótt
vænt um leiðtogann Bjarna
Ólafsson. Hann sótti oft sam-
komur KFUM og Kristniboðs-
sambandsins og átti ljúfar og
góðar minningar úr Vatnaskógi.
Vinahópur Ketils er mjög stór
og ljúflyndi hans kunnugt öllum
þeim sem hann umgekkst. Við
fjölskyldan þökkum alla elsku-
semi Ketils á samleiðinni. Inni-
legar samúðarkveðjur til barna
hans og fjölskyldunnar.
Blessuð sé minning Ketils
Larsen.
Rúna Gísladóttir og
Þórir S. Guðbergsson.
Ég kynntist Katli fyrst í
Landssambandi hugvitsmanna,
en hann hafði ýmsar hugmyndir
til bóta fyrir land og þjóð.
Ekki var neinn skortur á slík-
um hugmyndum hjá Katli, en
eins og oft er til vandkvæða
varðandi góðar hugmyndir er að
það vantar fjármögnun til verk-
efna.
Veit ég um þó nokkur mál
sem hægt væri að koma í fram-
kvæmd af hans hugmyndum, þá
er slíkt gert í fullri samvinnu við
afkomendur.
Talsvert var um samskipti og
Ketill var glettinn og hafði gam-
an af ýmsum uppákomum. Til
dæmis hafði hann mjög góða
rödd. Eitt sinn hringdi ég í Ket-
il, en var þá að sækja dæturnar
á leikskólann, og sagði við þær
að ég ætluðu að hringja í jóla-
sveininn, þetta vakti mikla at-
hygli meðal leikskólabarnanna.
Ketill ræddi við börnin í dágóða
stund, og allir höfðu gaman að
uppátækinu.
Ketill sagið mér að „heiðra
skaltu skálkinn þannig að hann
skaði þig ekki“. Ég hef nú alist
upp við það að þegar menn sýna
af sér siðleysi í athöfnum á að
taka á slíkum málum af ein-
drægni og hörku, og þó að menn
standi saman.
Ketill valdi að fylgja Jesú
Kristi og hans boðskap, þar var
um engan ágreining okkar á
milli. Nú er hann kominn á ann-
an og betri stað.
Erlingur Thorsteinsson.
Fjöllistamaðurinn Ketill Lar-
sen, vinur okkar allra, er látinn.
Það er sjónarsviptir að þessum
einstaka manni, er við sáum
daglega í miðbænum með far-
angur sinn. Ketill þekkti marga
og margir þekktu hann, ef ekki,
kynntist hann fólki auðveldlega
með fuglablístri og brosi. Það
var hans háttur að nálgast fólk.
Að kveðja góðan vin eftir sextíu
ára hnökralausa vináttu er
þakkarvert.
Í Leiklistarskóla Ævars
Kvaran og Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins áttum við samleið
sem var einstaklega ánægjuleg-
ur og gefandi tími. Ketill var
góður félagi og traustur vinur,
sagði heiðarlega sinn hug og var
alltaf uppörvandi og leiðbein-
andi, á jákvæðan hátt, varðandi
listina. Minnismiðar Ketils voru
margir og penninn alltaf með í
för, því hugmyndaflugið var ein-
stakt og oft var lófinn allur út-
skrifaður og teiknaður. Er ég
kvaddi Ketil á dánarbeðnum,
var hann ekki sáttur að hverfa
úr þessum heimi, átti mörgu
ólokið. Allar sögurnar, ævintýrin
og ljóðin áttu að verða að bók.
Nú taka börnin hans við ævi-
starfinu og greiða úr öllum hug-
myndunum, því þau eru fær um
það, Fífa, Sólveig og Ívar. En
Ketill og Ólöf eignuðust fjögur
börn, misstu dreng nýfæddan
sem þau syrgðu mjög.
Margt upplifði Ketill, ferðað-
ist mikið, lék og sprellaði, stund-
aði kristilegt félagsstarf og var
fullur af áhuga fyrir lífinu. Á
yngri árum var hann léttur og
lipur, sem jólasveinn sást hann á
þökum í miðbænum og veifaði til
barnanna. Ketill var mjög barn-
góður enda leiðbeinandi barna
til margra ára. Mér vildi hann
einnig leiðbeina sem best og ég
þakka nú fyrir það. Í lok sam-
tals okkar hvort sem það var að
kvöldlagi í síma eða á förnum
vegi lauk samtali okkar alltaf á
þessa leið „og vertu sigurviss“.
Ég bið Guð að blessa Ketil,
Ólöfu, börn og afkomendur, með
þessum orðum, verið sigurviss.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Jónína H. Jónsdóttir,
Heiðdalshúsi, Eyrarbakka.
Meðan aðrir unglingar fóru
sína gandreið á flöskustútum og
hasspípum vorum við í Klúbbi
71 á allt annars konar flugi und-
ir dyggri leiðsögn Ketils Larsen.
Við flugum á vit ævintýra, skap-
andi lista og fórum í helgar-
útilegur upp um fjöll og firnindi.
Þar var mikið samið og spilað,
heimsmálin rædd og heimspeki-
legar vangaveltur ígrundaðar.
Sem starfsmaður íþrótta- og
tómstundaráðs vann Ketill Lar-
sen mikið og gott starf með ung-
lingum, þar sem hann meðal
annars stofnað Klúbb 71. Klúbb-
urinn hélt til í veglega timb-
urhúsinu að Fríkirkjuvegi 11,
sem Thor Jensen byggði á sín-
um tíma Það var mikil gróska í
starfseminni. Samin leikrit, lög,
textar og ljóð sem flutt voru á
sjúkrastofnunum, sambýlum,
fangelsum og á litla sviðinu á
jarðhæð höfuðstöðvanna við Frí-
kirkjuveg. Um árabil aðstoðuðu
klúbbsfélagar Ketil við að und-
irbúa komu jólasveinanna til
Reykjavíkur og skemmtu áhorf-
endum við hátíðlega athöfn þeg-
ar ljósin voru tendruð á stóra
jólatrénu á Austurvelli. Allt und-
ir dyggri stjórn Ketils. Nokkur
okkar fengu auk þess vinnu sem
aukaleikarar hjá Þjóðleikhúsinu
gegnum tengslanet Ketils, sem
var lærdómsríkt og gott vega-
nesti. Margoft var farið í skála-
ferðir í hina ýmsu skála og eng-
um datt í hug að reyna að
smygla með sér áfengi. Ketill
setti ekki margar reglur, en ein
regla var ávallt í hávegum höfð.
Það mátti aldrei hafa áfengi um
hönd, né önnur vímuefni í
tengslum við starfsemi Klúbbs
71. Þetta var á þeim tíma þegar
notkun áfengis var mjög algeng
meðal unglinga og þó ýmsir
klúbbfélagar neyttu þess við
aðrar aðstæður bárum við það
mikla virðingu og hlýhug til
Ketils að það kom aldrei til
greina að brjóta þá reglu.
Um leið og ég þakka Katli
áratuga kynni sendi ég afkom-
endum hans og öðrum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Ásgeir R. Helgason.
Sjónarsviptir er að Katli Lar-
sen, sem nú hefur lokið jarðvist
Ketill Larsen