Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. BORGIRNAROKKAR –með Alberti Eiríkssyni & Bergþóri Pálssyni Sælkeraferðir með heims- borgurunum Alberti og Bergþóri Bratislava 20. september Prag 27. september Búdapest 19. október Porto 16. nóvember ÚT AÐ BORÐA MEÐ ALBERTI OG BERGÞÓRI Aðeins 16 pláss – fyrstur kemur fyrstur fær Frá kr. 79.995 m/morgunmat 595 1000 . heimsferdir.is Hoppandi og skopandi ærslabelgir við menningarhúsin í Kópavogi Gleði á túninu við Gerðarsafn Morgunblaðið/Eggert Gleði Það hoppar hver á sínum forsendum á Ærslabelg. Sumir voru einbeittir á svip og huguðu að næsta leik á með- an aðrir slepptu fram af sér beislinu og ósvikin gleði og frelsi sáust langar leiðir úr brosandi andlitunum. Í mildu sumarveðri á sunnudags- morgni var hópur barna og fullorð- inna samankominn við nýuppsetta hoppudýnu á túninu við Gerðarsafn í Kópavogi. Fullorðnir nutu þess að fylgjast með ungviðinu sem hoppaði og skoppaði af öllum lífs og sálar kröftum á litríkri dýnunni. Foreldar, afar og ömmur sátu í rólegheitum og fylgdust glöð með börnunum skemmta sér og fá útrás fyrir hreyfiþörfina. Eldri börnin sem komu án full- orðinna skemmtu sér ekki síður. Uppblásna hoppudýnan sem kall- ast Ærslabelgur var sett upp í síð- ustu viku. Að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra var varla byrjað að blása í dýnuna þegar krakkarnir voru mættir. Ármann segir að Ærslabelgur hafi verið hugsaður sem fyrsta skrefið til þess að lífga upp á svæðið bak við menn- ingarhúsin. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ef ekkert verður að gert eru líkur á að verð á bílum fyrir utan rafbíla sem ganga 100% fyrir rafmagni, muni hækka um 25 til 35% í tveimur hækk- unum 1. september og 1. janúar. Þessar hækkanir koma til vegna nýs og betri mengunarmælikvarða Evr- ópusambandsins sem hvatt hefur að- ildarríkin til þess að grípa til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir að hækkunin lendi á bifreiðaeigendum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir að Danir hafi lækkað vörugjöld til að koma í veg fyrir að hækkunin skili sér í hærra verðlagi á bifreiðum og Svíar hafi nýtt sér heimild til þess að fresta hækkunum til ársins 2020. Geta komið í veg fyrir hækkun „Íslensk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og ekki brugðist við sem skyldi. Frá því í vetur höfum við ýtt á aðgerðir frá stjórnvöldum. Það hefur ekki skilað sér og allar líkur eru á að ekki verði hægt að koma í veg fyrir 10 til 15% hækkun á innfluttum bifreið- um hinn 1. september,“ segir Jón Trausti og bætir við að það sé hins vegar nægur tími til þess koma í veg fyrir aðra 10 til 15 % hækkun um ára- mótin og jafnvel draga til baka, með mótvægisaðgerðum væntanlega hækkun í september. „Við erum mjög ánægð og fögnum nýjum og réttlátari mengunarmæli- kvarða, Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, sem sýnir rauntölur um eldsneytisnotkun og útblástur koltvísýrings (CO2). Hann tekur við hlutverki New Euro- pean Driving Circle, sem notaður hefur verið frá 1980 og er að flestra mati er úreltur,“ segir Jón Trausti sem bendir á að minni bifreiðameng- un sé allra hagur. „Bíllinn er oft talinn mesti orsaka- valdur CO2 mengunar en samkvæmt svari umhverfisráðherra árið 2015 við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen er hægt að rekja 4% losunar gróð- urhúsalofttegunda til útblásturs bif- reiða á Íslandi á meðan 72% útblást- ursins koma frá framræstu votlendi,“ segir Jón Trausti sem óttast hæga endurnýjun bifreiðaflotans. „Meðalaldur íslenska bifreiða er 12 ár og ég er hræddur um að sala á nýj- um bifreiðum með þróuðustu og sparneytnustu bensín- og dísilvélun- um auk tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hybrid-bíla muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækk- ana,“ segir Jón Trausti sem bendir á að minnkandi innflutningur á um- hverfisvænum bifreiðum geti valdið stjórnvöldum erfiðleikum við að standa við Parísarsamkomulagið frá 2015. Ríkið lækki vörugjöld á bifreiðum Morgunblaðið/Golli Álögur Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins vill aðgerðir.  Nýr mengunarmælikvarði gæti hækkað verð á bifreiðum  ESB hvetur aðildarríkin til þess að koma í veg fyrir hækkun  Danir lækka vörugjöld  Svíar fresta gildistöku  Ekkert að gerast á Íslandi Losun gróðurhúsa- loftegunda á Íslandi » Framræst land 72% » Iðnaður/ efnanotkun 12% » Fólksbílar 4% » Landbúnaður 4% » Annað 4% » Sjávarútvegur 3% » Aðrar samgöngur 1% Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að bregðast við skorti á daggæsluúr- ræðum yngstu barna í bænum. Meðal þess sem gripið verður til er þreföldun á stofnstyrk til dagfor- eldra sem hækkar úr 100.000 kr. í 300.000 krónur. Stofnstyrkur gerir dagforeldrum kleift að undirbúa húsnæði sitt fyrir daggæslu og kaupa nauðsynlegan búnað. Þá fá allir dagforeldrar 150 þúsund króna aðstöðustyrk fyrir viðhaldi og endurbótum á húsnæði og leik- tækjum og er hann greiddur ár- lega. Loks verða framlög bæjarins til dagforeldra hækkuð til að koma til móts við mismun á leikskóla- gjöldum annars vegar og dvalar- kostnaði hjá dagforeldrum hins vegar þegar börn ná 15 mánaða aldri. Nemur hækkunin 20 þúsund krónum. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. ágúst. Markmið aðgerðanna er annars vegar að laða nýja dagforeldra að starfinu og styrkja þá faglega og hins vegar að efla starfskrafta dag- foreldra í Kópavogi. Í frétt frá Kópavogsbæ segir að í samráði við stjórn Félags dagfor- eldra í Kópavogi verði skipulögð aukin starfsþjálfun og fræðsla verði á vegum daggæslufulltrúa og leikskólaráðgjafa. Bætist hún við starfsréttindanámskeið sem gerð er krafa um að dagforeldrar ljúki. Þá segir að haldinn verði kynningarfundur fyrir foreldra til upplýsingamiðlunar varðandi þjón- ustu dagforeldra og hlutverk Kópa- vogsbæjar gagnvart daggæslumál- um. Fyrsti slíkur fundur verður haldinn í haust og verður hann með svipuðu sniði og fundir sem haldnir eru fyrir nýja foreldra í leikskólum í Kópavogi. Dagforeldrar í Kópavogi fá nú 300 þúsund í stofnstyrk  Bæjarstjórnin bregst við skorti á daggæslu yngstu barna Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Kópavogur Verið er að styrkja um- gjörð dagforeldra í bænum. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, þingmaður Mið- flokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur flutt lög- heimili sitt í Garðabæ. Sig- mundur var áður til heimilis í Að- alstræti 6 á Ak- ureyri í húsi í eigu fjölskyldu Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þing- manns Miðflokksins. Hann flutti lögheimilið sitt þangað í desember í fyrra eftir að fyrri lögheimilis- skráning var kærð skömmu eftir kosningar. Sigmundur Davíð, sem hefur um árabil verið þingmaður fyrir Norð- austurkjördæmi, flutti lögheimili sitt á eyðibýlið Hrafnabjörg III í Jökulsárhlíð fyrir alþingiskosning- arnar 2013. Sigmundur Davíð bjó hins vegar hvorki þar né á Akureyri, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttar- innar. Flytur lögheimilið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.