Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 13
„Stóru húsin sáum við
meira fyrir okkur sem
dúkkuhús, sem eigend-
urnir gætu síðar meir
notað sem skrín fyrir
ýmsa hluti sem
þeim eru kærastir
í lífinu.“
Morgunblaðið/Hari
Byggingameistararnir Halla Kristín, t.v., og Auður Ösp, með tilsniðna veggi og annan smáhúsbúnað í húsin sín.
sem hann klæddist alltaf stöðl-
uðum og leiðinlegum jakkafötum.
Heima hjá sér gerði hann sér það
helst til dundurs að sauma á sig
fatnað úr húsgagnaáklæði og
skrýddist slíkum flíkum alltaf
nema í vinnunni.“
Áhöld kunna að vera um hvort
athæfið sé skrýtnara, karlsins hjá
SÞ eða þeirra Auðar Aspar og
Höllu Kristínar. En þær kærðu sig
kollóttar. Auður Ösp var á þessum
árum í meistaranámi í leikmynda-
og búningahönnun í Tékklandi og
Halla Kristín í meistaranámi í
hönnun í Sydney í Ástralíu. Þær
eru svo til nýkomnir heim, starfa
báðar sjálfstætt, meðal annars við
kennslu og hafa hvor um sig sinnt
ýmsum verkefnum á sínu sviði og
hafa nóg að gera. Áhuginn á smá-
húsum með tilheyrandi smámunum
er þó enn fyrir hendi og saman
hafa þær haldið vinnustofur fyrir
börn sem vilja gera lítil hús í
Hönnunarsafni Íslands og víðar.
„Þau hús eru af allt öðrum
toga en við byggðum þegar við
vorum báðar staddar á landinu og
sýndum á Hönnunarmars fyrir
nokkrum árum. Þá bjuggum við
allan húsbúnað til á staðnum og
létum þannig eins og fólkið væri
að flytja inn og koma sér fyrir í
húsunum sínum,“ segir Auður Ösp.
Á sýningunni tefldu þær fram
fimm eintökum af númer-
uðum smáhúsum úr viðar-
plötum, sem öll stóðu á
mahónífótum og voru þrjár
hæðir og ris. Svona álíka
stórt og vænt hefðbundið
dúkkuhús. Einnig byggðu
þær þrjú minni hús eins og
þær eru enn að þróa og
framleiða í smáum stíl.
Dúkkuhús verða
furðuskrín
Sem vöruhönnuðir eru þær
vanar að vinna módel af öllu
mögulegu í smækkaðri mynd, en
þó ekki jafn agnarsmárri og hús-
búnaðurinn í smáhúsin. „Maður er
auðvitað miklu frjálsari að búa til
smáútgáfur af hlutunum heldur en
að vinna þá í eðlilegri stærð. Lítið
mál að snara upp innréttingum í
herbergi á einum degi ef það er
bara 20 fersentímetrar og búa það
ýmsum smámunum samkvæmt
þörfum og smekk þeirra sem við
ímynduðum okkur að eigi her-
bergið. Stóru húsin sáum við meira
fyrir okkur sem dúkkuhús, sem
eigendurnir gætu síðar meir notað
sem skrín fyrir ýmsa hluti sem
þeim eru kærastir í lífinu. Nokk-
urs konar furðuskrín eða safn-
gripir.“
Smáhúsin, sem þær kenna
krökkum og fjölskyldum þeirra að
setja saman og innrétta á vinnu-
stofunum draga að mörgu leyti
dám af fyrrnefndu húsunum fimm.
Enda leiddi eitt af öðru í smá-
húsagerð vinkvennanna.
Nammibarinn
og sköpunargáfan
„Við mætum til leiks með
nammibarinn okkar, eins og við
köllum efniviðinn, sem saman-
stendur af þremur tilsniðnum
veggjum og gólfi auk húsgagna,
tilsniðinna borð- og stólfóta, timb-
urs, tannhjóla, víra, textíls, og alls
konar dóts til að prýða herbergin.
Oftast hafa krakkarnir frjálsar
hendur, en stundum felum við
þeim að innrétta herbergi fyrir
ákveðna manngerð, til dæmis upp-
finningamanneskju, sem gæti hafa
fundið upp hina fullkomnu kleinu
eða hvað annað sem væri. Verk-
efnin fara alveg eftir hópunum
sem koma á námskeiðin,“ segir
Auður Ösp.
Gluggarnir í smáhúsunum
eiga sér fyrirmyndir því þeir
eru gerðir eftir ljós-
myndum sem vinkon-
urnar tóku á ferðum
sínum um Vesturbæ
Reykjavíkur og Hlíð-
arnar áður en þær
héldu utan í meistara-
námið. Áhuginn á
hinu smáa hefur
nefnilega lengi blund-
að í þeim – og blundar enn. „Við
höfum ekki auglýst smáhúsa-
vinnustofurnar, en svörum kalli
þegar við getum. Garðabær hefur
til dæmis fengið okkur til að halda
vinnustofur fyrir börn í vetrarfríi,
en þær henta mjög vel fyrir tíu
ára börn og eldri. Betra er að þau
yngri komi í fylgd með foreldrum
sínum, sem oft hafa ekki síður
gaman af að spreyta sig. Þroska
sköpunargáfuna og eiga góða
stund með börnum sínum.“
Skapandi starf Í Hönnunarsafni Íslands hefur stundum verið efnt til smá-
húsavinnustofa fyrir skapandi krakka og foreldra þeirra.
Herbergi uppfinningakonu Svona býr uppfinningakona í huga hönnuðanna.
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Ævintýrahús Burðarstoð-
irnar og húsið sjálft sem
er þrjár hæðir og ris.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
www.apotekarinn.is
- lægra verð
REYKLAUS
VERTU
Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ
Nicotinell
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín.
Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf
á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afslátt
ur*
* 2MG og 4MG 204 stk
pakkningum. Gildir af öllum
bragðtegundum.