Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
*
V
ið
m
ið
u
n
a
rt
ö
lu
r
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
u
m
e
ld
s
n
e
y
ti
s
n
o
tk
u
n
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
s
tr
i.
B
ú
n
a
ð
u
r
b
íl
s
á
m
y
n
d
e
r
fr
á
b
ru
g
ð
in
n
a
u
g
lý
s
tu
v
e
rð
i
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
7
1
1
1
Í FJÖLSKYLDUNNI
NISSAN
SJÁLFSKIPTUR /
3.350.000KR.
ARINNJUKEACENTA
117 HESTÖFL / EYÐSLA 6,0 L/100 KM*
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Farið er fram á með undirskrift-
arsöfnun sem hafin er að Garðabær
falli frá áformum um að heimilt
verði að reisa þriggja hæða fjöl-
býlishús á svonefndu miðsvæði á
Álftanesi, eins og tillaga að deili-
skipulagi sem kynnt var nýlega
gerir ráð fyrir. Þess í stað er farið
fram lágreista byggð, helst einnar
hæðar og í mesta lagi tveggja hæða
húsa, en sá er svipur aðliggjandi
byggðar í Suðurtúni, Skólatúni og
Kirkjubrekku. Eyþór Kristleifsson,
íbúi á Álftanesi, stendur fyrir söfn-
un undirskriftanna, sem í gær voru
orðnar um 100 talsins. Undir-
skriftasöfnunin stendur út júnímán-
uð.
Andspænis Bessastöðum
Viðhorf Eyþórs er að þriggja
hæða fjölbýlishús á áðurnefndum
stað, sem er á vinstri hönd þegar
ekið er inn í byggðina á Álftanesi
og beint andspænis Bessastöðum,
byrgi fyrir útsýni íbúa í aðliggjandi
byggð. Því fylgi rýrnun á virði fast-
eigna á svæðinu og skerði jafn-
framt lífsgæði, enda feli tillögur
Garðabæjar í sér verulega breyt-
ingu á hæðarlínu byggðarinnar á
svæðinu.
Ætlunin er að reist verði níu fjöl-
býlishús á svæðinu sem í dag er
beitiland fyrir hesta auk þess sem
mikið fuglalíf er á svæðinu. „Það
ríkir óánægja meðal íbúa á svæðinu
með þessi áform; breytingar sem
munu hafa umtalsverð áhrif á
ásýnd byggðarinnar,“ sagði Eyþór í
samtali við Morgunblaðið og bætir
við:
„Sú byggð sem þarna stendur til
að reisa er til frambúðar og mun
um ókomna tíð blasa við öllum
gestum Bessastaða, svo sem er-
lendum þjóðhöfðingjum. Þetta
varðar því ekki aðeins ímynd Álfta-
ness heldur jafnframt ímynd Bessa-
staða og Íslands. Manni er auðvitað
spurn hvort bæjarstjórn Garða-
bæjar ætli sér virkilega að reisa
minnisvarða um húsnæðisskortinn
2018 beint á móti Bessastöðum.“
Umferð einkabíla mun aukast
Hugmyndir um þéttingu byggðar
á Álftanesi segir Eyþór að eigi ekki
við og bendir í því sambandi á að í
byggðinni sé hvorki verslun né
þjónusta. Íbúar verði að sækja allt
slíkt í Hafnarfjörð eða á miðbæj-
arsvæðið í Garðabæ og þangað séu
um fimm kílómetrar.
Þessi spotti verði ekki farinn
öðruvísi en á einkabíl, það er um þá
einu leið sem á Álftanes liggur
enda séu almenningssamgöngur
þar götóttar. Jafnframt séu á henni
flöskuhálsar sem geti valdið höfum.
Verði á svæðinu reist fjölbýlishús
með alls 380 íbúðum muni það
ganga gegn öllum viðteknum hug-
myndum um að draga úr umferð
einkabíla. Fyrrgreindur íbúafjöldi
muni sennilega leiða til þess að bíl-
um íbúa á Álftanesi muni fjölga um
600 til 800. Eyþór minnir á í erindi
sem hann hefur sent bæjaryfirvöld-
um í Garðabæ vegna þessa að um-
talsvert dýrara sé fyrir sveitarfélög
að þétta byggð á svæðum eins og
Álftanesi vegna samgangna; það er
uppbyggingu vega og viðhalds
þeirra. Nú þegar virðist bæjar-
félagið eiga í vanda með að sinna
eðlilegu viðhaldi á vegum á þessum
slóðum. Því eigi Garðabær að ein-
beita sér að þéttingu byggða á
þeim svæðum í sveitarfélaginu þar
sem hagrænir hvatar til slíks séu til
staðar.
Tillögurnar sem fyrir liggi séu
sömuleiðis ekki líklegar til þess að
auka verðmæti eigna á Álftanesinu,
heldur þvert á móti. Allra hagur sé
að því sé áfram strjálbýlt, en á
svæðinu búa í dag um 2.700 manns.
Mótmæla byggingu fjölbýlishúsa
Óánægja á Álftanesi og undirskriftum er safnað Níu blokkir verða reistar
samkvæmt deiliskipulagstillögu Umtalsverð áhrif á ásýnd byggðarinnar
Samsett mynd/Eyþór Kristleifsson
Álftanes Svona gæti miðsvæðið litið út verði fyrirliggjandi hugmyndir að veruleika. Bessastaðir eru til hægri.
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í síðustu
viku tillögu frá ungmennaráði Breið-
holts þess efnis að staðið verði fyrir
átaki fyrir fjölskyldur af erlendu
bergi brotnar þar sem fram fari á
sama tíma íslenskukennsla fyrir for-
eldra og heimanámsaðstoð fyrir
börn og ungmenni yngri en 18 ára.
Í tillögu ungmennaráðsins felst að
ungmenni sem standa sig vel í námi
verði fengin til að aðstoða í þessu
átaki gegn því að fá þá vinnu metna
til eininga eða sem val í grunnskól-
anum. Í bókun ráðsins segir m.a.:
„Fátt hefur jafn mikil og varanleg
áhrif fyrir börn með annað móð-
urmál en íslensku og sá stuðningur
sem er veittur á jafningjagrundvelli
út frá raunverulegum þörfum
þeirra. Næstu skref verða að vinna
kostnaðarmat og innleiðingaráætlun
en vandlega þarf að meta hvers kon-
ar stuðning – bæði fjárhagslegan og
faglegan – þarf til að innleiðingin
verði árangursrík.“
Morgunblaðið/Golli
Nám Borgaryfirvöld ætla að auka
aðstoð við fjölskyldur erlendis frá.
Fá aðstoð
metna
Átak fyrir fjöl-
skyldur erlendis frá