Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt vinkonurnar ogvöruhönnuðirnir AuðurÖsp Guðmundsdóttirog Halla Kristín Hannesdóttir byggju til skamms tíma sitt hvorum megin á hnettinum, samein- uðust þær um að skapa alls konar fólki heimili við hæfi. Ímynduð heimili að vísu, en hönnuð fyrir alvörufólk úti um allan heim, sem þær þekktu ekki hætishót en höfðu lesið um og þótti skemmtilega sérviskulegt. Það batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir eins og sagt hefði verið í gamla daga. Þær stöllur hófu að setja myndir og frásagnirnar af lífsmáta þessa fólks á vef sem þær einar höfðu aðgang að og smám saman fóru þær að skiptast á hug- myndum um heppilega hluti og heimili fyrir þetta fólk. Og skemmtu sér konunglega. „Þessi iðja okkar varð kveikjan að því að við hófum í sameiningu að byggja smáhús og agnarsmá húsgögn og hús- búnað eins og okkur fannst henta íbúunum, sem við gáfum okkur að byggju í húsunum,“ segir Auður Ösp og útskýrir nánar: Smáhús fyrir skrýtinn karl „Við byggðum til dæmis smá- hús fyrir karl, sem ég las um og vann hjá Sameinuðu þjóðunum þar Smámunir og -hús fyrir ímyndað fólk Smáhúsavinnustofur fyrir börn hafa annað slagið skotið upp kollinum í Hönnunar- safni Íslands og víðar. Forsprakkarnir eru Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir vöruhönnuðir. Á námsárunum byrjuðu þær að byggja smáhús fyrir alls konar fólk, sem var þeim með öllu óviðkomandi og svolítið sér á parti. Morgunblaðið/Hari Gægst inn um glugga Halla Kristín og Auður Ösp gægjast inn um gluggana. Smávinnustofa Hver og einn inn- réttar herbergi eftir sínum smekk. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is að ég fúnkeri sem best þarf ég líka að fá tíma þar sem ég er aleinn með sjálfum mér. Ég þarf tíma til að hugsa, skrifa, vera í þögn, labba úti náttúrunni, læra. Þegar ég fæ þennan tíma hef ég meiri orku til að sinna öðrum. Er betri félagslega þegar ég fæ líka að vera einn. Þetta hljómar kannski mótsagnakennt, en svona er þetta. Það er hollt og gott fyrir okkur öll að skoða okkur sjálf með jafn- vægið milli þess að vera einn og með öðrum í huga. Finna réttu blönduna og taka svo ábyrgð á því að passa upp á hana. Greina hvað við þurfum mikinn tíma með sjálf- um okkur og finna út hvernig við tryggjum að við fáum þann tíma – morgnarnir virka best fyrir mig. Sömuleiðis þurfum við að passa að sinna samskiptum og samveru með þeim sem skipta okkur mestu máli. Þeim hópum sem við viljum tilheyra. Njótum ferðalagsins! Gaui. Hugleiðingar um heilsu og hamingju Morgunblaðið/Eggert Einvera Þótt mennirnir séu félagsverur þurfa margir á því að halda að vera einir með sjálfum sér, lesa, læra, hugsa, vera úti í náttúrunni - eða á kaffihúsi. Einn og með öðrum Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni: njottuferdalagsins.is Það er margt sem hægt er aðskrifa um þegar kemur aðheilsu og hamingju. Heilsa er meira en að vera líkamlega í góðu standi og í andlegu jafnvægi. Félagslegi þátturinn skiptir líka miklu máli. Við mannfólkið erum félagsverur og þurfum á hvert öðru að halda. En í mismiklum mæli. Sumir þurfa líka að vera reglulega einir með sjálfum sér til þess að ná sér í orku. Ég er einn af þeim. Ég er mikið í kringum fólk dagslega, vinn með hópa af ýmsu tagi og er hluti af stórri fjöl- skyldu. Ég fæ mikla orku þegar ég er í kringum skemmtilegt og lifandi fólk. Ég hef virkilega gam- an af fólki, finnst gaman að heyra hvað fólk er að fást við daglega, hvað það er að pæla og hvað lætur því líða vel. Mér finnst hópar heillandi fyr- irbrigði. Ég pæli í hvað heldur þeim saman, af hverju fólk vill vera hluti af hópnum, hvaða óskrifuðu reglur gilda í honum og hvaða afleiðingar það hefur að brjóta þessar reglur. En til þess Árleg barnavagnavika Ferðafélags barnanna hefst í dag, mánudaginn 14. maí, og lýkur föstudaginn 18. maí. Efnt verður til einnar til tveggja klukku- stunda gönguferða víðsvegar á höfuð- borgarsvæðinu, fyrir fólk með börn í barnavögnum eða -kerrum. Þægilegur og rólegur gönguhraði, en á leiðinni taka þátttakendur nokkrar teygju- og slökunaræfingar, sem henta prýðilega fyrir jafnt mömmur og pabba, afa og ömmur. Í heilsubótargöngunni er upplagt tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, og eiga skemmtilega samverustund með öðru barnafólki. Fararstjóri er Lína Móey. Ekki þarf að panta, bara mæta. Í dag verður lagt upp í gönguna kl. 12.30 frá Húsdýragarðinum í Laugar- dal, en annars verður á sama tíma gengið frá eftirfarandi stöðum: Þriðju- dagur, 15. maí: Árbæjarlaug. Miðviku- dagur, 16. maí: Sundlaug Seltjarnar- ness. Fimmtudagur, 17. maí: Perlan. Föstudagur, 18. maí: Vesturbæjarlaug. Árleg barnavagnavika Ferðafélags barnanna 14. - 18. maí Hópgöngutúrar með börn í barnavögnum eða -kerrum Morgunblaðið/Golli Göngutúr Barnavagnar og -kerrur eru engin fyrirstaða í heilsubótargöngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.